Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBEÍU995 Fréttir Breytingar fyrirhugðar á Atvinnuleysistryggingasjóði: Missa bætur ef þeir þiggja ekki starf - endurskoðunin á að spara ríkinu 300 milljónir á ári Endurskoðun á starfsemi At- vinnuleysistryggingasjóðs lækkar útgjöld ríkissjóðs um 300 milljónir króna á næsta ári. Bjóða á atvinnu- lausum störf og ef störfin verða ekki þegin eiga viðkomandi að falla af at- vinnuleysisskrá. Einnig er gert ráð fyrir að skoða reglur um launabætur til fiskvinnslufólks og að afnumin veröi tenging milli bóta og breytinga í launum. Þetta kemur fram í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að útgjöld sjóðsins verði 3.760 milljónir á næsta ári samanborið við 3.770 milljónir í ár. Gengið er út frá 4,8 prósenta atvinnuleysi en í ár er talið að atvinnuleysið verði um 5 prósent. Til atvinnuleysisbóta fara 3.328 miUj- ónir, í eftirlaunasjóð aldraðra fara 250 milljónir en þóknanir stéttarfé- laga og kostnaður við úthlutun bóta eru taldar munu veröa 61 milljón. í ár hefur úthlutunarnefndum at- vinnuleysisbóta verið fækkað úr 140 í tæplega 40. Við það lækka þóknun- argreiðslur til nefnda auk þess sem' nú er greidd 3 prósenta þóknun í stað 4,5 prósenta áður. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu er stefnt að því að gera umsjónarkerfi bóta enn mark- vissaraogeinfaldara. -kaa ]3ártegafrumvarpið: Minm fjar- framlög til málefna barna Rikisstjórnin áformar að skerða framlög rikissjóðs tíl mál- efna barna og ungmenna um 7 prósent á næsta ári eöa 19,5 millj- pnir, Samkvæmt fiárlagafrumvarp- inu raunu 242,3 nnJUjónir renna til þessa málaflokks á næsta ári sambanborið við 261,8 miUjónir í ár. fjármunir þessir renna meðal annars til að fjármagna meðfefð- arheimili fyrir born og unglinga, ;;meðferðarstöðvar ríkisins og barnaverndarráðs. -kaa Japönsk túnfiskveiðiskip í Reykjavík: Keyptu hvalkjöt og hrísgrjóna- brennivín - vörðust allra frétta af aflabrögðum „Við notum þetta í kínverska súpu og alls kyns góðgæti annað. Þetta þykir vera herramannsfæði og er mjög dýr vara," sagði Hisak Kubo, fiskiskipsrjóri á japanska túnfisk- veiðiskipinu Kinsho Maru, um þurrkaða sporða og ugga af túnfiski sem hanga á þilfari skipsins. Hann vildi ekkert gefa út á það hvort tún- fiskuggar teldust auka kynhvöt líkt og hákarlauggar sem Japanar sækj- ast mikið eftir. Þegar DV ræddi við Kubo við Reykjavíkurhöfh í gærmorgun voru skipverjar í óðaönn að flytja kost um borð. Japanarnir keyptu hér frosinn karfa og hvalkjöt sem þeir hafa í miklum hávegum. Þá birgðu þeir sig upp af hrísgrjónabrennivíni og öðr- um drykkjarföngum. Kubo vildi sem minnst ræða aflabrögð en sagði þó að það væri einhver vottur. Japönsku túnfiskveiðiskipin tvö sem komu til Reykjavíkur í fyrradag hafa veitt þokkalega á miðunum suð- vestur af Reykjanesi eftir því sem næst verður komist. Það vekur nokkra athygli að þau landa ekki afla hérlendis til flutnings á markaði heldur sigla annað'eða landa í skip á hafi úti. Sú skýring er gefin á því að ekki séu hérlendis frystigeymslur eða flutningatæki sem nái að halda því frosti í túnfisk- inum sem nauðsynlegt er, eða 55 til 60 gráðum á celsíus. íslenskar útgerðir hafa sýnt þess- um veiðum nokkurn áhuga og það er að hluta skýring á þögn Japana umaflabrögð. -rt Islendingar buöu japanska kokkinum m.a. upp á frystan karfa sem hann keypti af þeim. Hér er japanski túlkurinn Okino ásamt Óttarri Magna Jóhannssyni sölumanni að sýna japanska kokknum karfann. Japanarnir höfðu stutta viðkomu og héldu til veiöa strax igær eftir tæplega sólarhrings stopp. DV-mynd BG í dag mælir Dagfari Hetjan sigraði Bandaríkin eru land frumkvæðis og framtaks. í Bandaríkjunum er óendanleg upspretta nýjunga og nýsköpunar og alltaf eru þeir að koma öðrum íbúum jarðarinnar á óvart í anda mannréttinda og frels- is. Nýjasta dæmið eru réttarhöldin yfir O.J. Simpson og málalokin í þeim. Ef Dagfari man rétt þá voru tvær ungar manneskjur myrtar á hinn voveiflegasta hátt og Simpson var dreginn fyrir rétt til að bera af sér sakir um að hafa drýgt þenn- an glæp. En það er ekki víst að Dagfari muni þetta alveg rétt, enda eru morðin og glæpurinn sjálfur nánast gleymd og grafln í öllu því dýrðarinnar kastijósi sem baðað hefur súperstjörnuna O.J. Simp- son. Simpson þessi er frægur fótboita- kappi vestur þar. Auk þess að vera leikari og aldeilis framúrskarandi myndarlegur maður. Ameríkanar gátu ekki valið sér glæsilegri aöal- leikara í þessu réttarhaldi aldar- innar, úr því að þeir á annað borð vildu skemmta sér við að horfa á það í beinni útsendingu. Og Simpson stóð sig vel. Sat graf- kyrr og sviplaus í fimmtán mánuði samfellt fyrir framan sjónvarpsvél- arnar, þar sem áhorfendur gátu dáðst að útliti hans og framkomu, hinni sönnu ímynd karlmannsins og Bandaríkjamannsins, sem hefur slegið í gegn. Ekki nóg meö íþrótta- afrekin og kvikmyndaleikinn, heldur hafði þessi maður unniö sér sömuleiðis til frægðar að vera meintur morðingi konu sinnar og kunningja hennar. Hann var jafn- vel sakaður um að hafa stungið þau, hvort um sig, tuttugu eða þrjá- tíu sinnum á hol. Gat þetta veriö betra eða skraut- legra? Enda Simpson fljótlega tek- inn í dýrlingatölu og er nú um þess- ar mundir frægastur allra manna á jarðarkringlunni. Réttarhöldin yfir Simpson voru engin venjuleg réttarhöld og það er misskilningur ef menn halda að þau hafi verið sett á svið til að fá úr því skorið hvort hann væri sek- ur eða saklaus. Það var algjört auk- atriði í þessu máli, enda kviðdóm- urinn skipaður og samansettur meö þeim hætti að það lá alltaf fyr- ir hver niðurstaðan yrði. Lögreglan og saksóknari halda því jafnvel fram að að fótspor Simp- sons hafi sést og fundist á morð- staðnum; að blóðugur hanski í eigu Simpsons hafi fundist við hlið líks fyrrverandi eiginkonu; að hinn hanskinn hafi fundist blóðugur heima hjá Simpson; að blóðsýni hafi sýnt og sannað að þar var blóð úr Simpson og blóð úr konu hans. Þessi sönnunargögn og mörg fleiri, skipta ekki máli þegar Banda- ríkjamenn rétta. Sérstaklega ekki ef réttað er yfir manni, sem er fræg- ur og á peninga og aldrei er mein- ingin að sakfella. Nei, réttarhöld aldarinnar yfir Simpson voru sett á svið til að sýna umheiminum nýjasta réttarfarið og réttlætið í dómsölunum þar vestra. Þeir eru alltaf á undan öðr- um Kanarnir í hugmyndaflugi sínu og frumkvæði. Réttarhöldin voru tímamótaréttarhöld vegna þess að þau brutu blað í þeirri fáránlegu kenningu laga og réttar að sá sem er sekur skuli endilega alltaf vera fundinn sekur. Öðru nær. Spennan var einmitt fólgin í því, sem og dómsniðurstaðan, að láta fólk sjá það svart á hvítu í beinni sjón- varpsútsendingu hvernig einn maður drýgir glæp á heimili sínu og drepur eiginkonu sína og aðra sem verða á vegi hans, án þess að vera endilega fundinn sekur um að hafa gert það. Þetta er það sem var svo snjallt hjá Könunum þar vestra. Og allt er þetta samkvæmt gamla góða ameríska bíólögmálinu að góði maðurinn sigrar að lokum, hetjan sleppur lifandi, stjarnan er fædd og happy ending. Þeir segja fyrir vestan að Simp- son græði heil ósköp á þessu máh sínu, enda hefur hann unnið til þess, blessaður. Hann lagði það á sig að drepa konuna sína og annan til. Hann á ekkert annað skilið en verða margfaldur milljónamaær- ingur fyrir ómakið. Dagfari \-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.