Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Síða 13
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 13 Niðurrifi í áföngum hafnað Mér er til efs að fólk hugsi oft út í þær stórstígu breytingar í mann- úðar- og samhjálparátt sem átt hafa sér stað á þessari öld hér á landi; svo sjálfsagðar þykja þær. Þá skiptir það líka máli að þessi framfarasókn hefur gerst í ótal áföngum og ekki öllum stórum og fyrir bragðið vill okkur yfirsjást hve breytingin frá tímum niður- setninganna, vinnuþrælkunarinn- ar og hreppaflutninganna er í raun og veru mikil. íslenskt samfélag er í öllum aðalatriðum gott og mannúðlegt og samhjálp í heiðri höfð, eins og það velferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp ber vott um. En á sama hátt og fólki kann á stundum að yf- irsjást sú mannúðarstefna sem hér hefur verið að dafna mestalla öld- ina er það skoðun undirritaðrar að ekki átti sig allir á því að nú á síð- ustu árum hefur komið ákveðið bakslag í þessa þróun og henni jafnvel verið snúið við á ákveðn- um sviðum. Þessi öfugþróun hefur nefnilega líka verið að gerast smátt og smátt, en ekki í neinum sérstökum heljarstökkum. BSRB vill snúa vörn í sókn Fjárlagafrumvörp undanfarinna ára og afgreiðsla þeirra á Alþingi er gleggsti votturinn um þetta, en í ályktun stjórnar og formannafund- ar BSRB 6. október sl. er þeim áformum ríkisstjórnarinnar mót- mælt að láta launafólk, aldraða og öryrkja bera þyngstu byrðarnar af því að ná jafnvægi í ríkisbúskapn- um. Á undanfórnum árum hafa barnabætur verið skertar og hefur sú ráðstöfun einkum komið lægri millitekjuhópum afar illa; vaxta- bætur hafa verið skertar árlega frá því þær voru teknar upp árið 1990; almenningur greiðir nú miklu stærri hlut í lyfjum og læknis-’ kostnaði en áður; æ fleiri deildum sjúkrahúsa er lokað árlega og í lengri tíma, en það þýðir að biðlistar lengjast með tilsvarandi Þingmenn hafa uppgötvað að þátttaka í félagsmálum kostar töluvert. Þeim finnst eðlilegt að ríkið greiði kostnaðinn af félags- og stjórnmálastússi þeirra og að þær greiðslur séu skattfrjálsar. Ég skil þingmennina. Ég finn nefnilega vel fyrir því sjálfur að þátttöku í félagsmálum fylgja út- gjöld þó ég sinni þeim aðeins í frí- stundum. Ég hef flest undanfarin ár tekið þátt í starfi nokkurra fé- laga og sit nú í stjórn tveggja áhugafélaga. Þetta kostar ferðir milli Reykjavíkur og Keflavíkur, ófá símtöl, töluvert af frímerkjum og ritfongum og tekur pláss í frem- ur þröngri íbúðinni. Bein útgjöld mín vegna þessa eru 5-10.000 krón- ur á mánuði. Því skil ég vel að hliðstæð útgjöld þingmanns sem hefur félagsstörf að fullri vinnu séu talsverð. Höfum sjálf valið Við skulum ekki vorkenna sjálf- um okkur þó að félagsmál kosti okkur fé og erfiði. Þingmenn eiga það sammerkt með áhugafélags- mönnum eins og mér að enginn hefur neytt okkur til þátttöku. Við höfum sjálf valið að hafa áhrif á gang mála og reyna að láta eitt- hvað gott af okkur leiða. Hugsandi fólk er okkur þakklátt fyrir að leggja eitthvað á okkur til að hér verði félagsleg gróska og virkt lýðræði. Til að svo verði þarf margt fólk úr sem flestum kimum Kjallarinn Guðrún Alda Harðardóttir formaður Félags íslenskra leik- skólakennara óþægindum og þjáningum fyrir sjúklinga. Þá má nefna að bætur í tryggingakerfinu eiga ekki lengur að vera það öryggisnet fyrir at- vinnulausa, aldraða og öryrkja sem þær hafa verið, þar sem til stendur að kippa þeim úr sam- bandi við launaþróunina í land- inu. Dæmin eru miklu fleiri, en þessi ættu að nægja til að árétta hvert stefnir. í þessu sambandi er mikilvægt að falla ekki í þá gryfju að gengis- fella orðin sem við notum. Stund- um er talað um ,neyðarástand“ í skólakerfinu og að svo mjög sé búið að þrengja að heilbrigðiskerf- inu að það sé komið „fram á ystu nöf“ o.s.frv. Hætt er við að íbúar þess hrjáða svæðis sem einu sinni var kallað Júgóslavía vildu glaðir skipta á sínu og okkar neyðará- standi og að Afríkubúum á flótta undan grimmilegum borgarastyrj- öldum þætti sem við ættum þó nokkur skref ófarin fram á ystu nöf. Kjallarinn Þorvaldur Örn Árnason iíffræðingur, formaður Siðmenntar þjóðfélagsins að taka þátt í félags- og stjórnmálum, móta sér skoðan- ir í samræðu við aðra, láta rödd sína heyrast og vilja sinn koma fram í verki. Jafnvel þótt 60 þingmenn séu 16 tíma á sólarhring á kafi í félags- og stjórnmálum er það ekki nóg. Ef ekki myndu þúsundir annarra verja svo sem þremur tímum á sól- arhring af frítíma sínum til slíkra mála væri hér ekkert lýðræði, að- eins einræði með rúmlega 60 manna einangraðri valdaklíku á toppnum. Við áhugamennirnir er- Stöðvum nartið í velferðarkerfið Vitaskuld erum við miklu betur sett en flestir íbúar heimsins og velferðarkerfið okkar er í aðalatr- iðum gott, þrátt fyrir bakslagið síðustu árin. Það þýðir þó ekki að við eigum að leggjast í sinnuleysi. Við viljum geta haldið áfram að vera stolt af þvi þjóðfélagi sam- hjálpar sem hér hefur verið byggt um samanlagt mikilvægari fyrir lýðræðið í landinu og heiminum öllum en þingmennirnir. Við erum grunnurinn að lýðræðinu. Best væri að allir landsmenn tækju þátt í félags- og stjórnmálastarfi af einhverju tagi. Þá fyrst yrði hér gróska og landinu vel stjórnað. Hógvær krafa í umræðunni um skattfrjálsa fé- lagsmálapeninga þingmanna hefur gleymst að huga að því að við áhugamenn njótum ekki slíkra fríðinda. Við vinnum okkar mikil- vægu félagsstörf launalaust og greiðum sjálf síma- og ferðakostn- aðinn af skattlögðum launatekj- um. Það er ekki sanngjarnt. Það hljóta okkar ágætu þingmenn að sjá, sem við kusum til að stjórna landinu með okkur og til að hafa þar um forystu í þeirri trú að þeir væru í meira lagi víðsýnir og rétt- upp. En til þess að það megi verða þurfum við líka að átta okkur á að stjórnvöld eru smátt og smátt að vinda ofan af velferðarkerfinu. Látum pólitík hinna smáu 'skrefa ekki villa um fyrir okkur. Við vilj- um að þessu narti verði hætt. Við viljum standa vörð um velferðar- kerfið og snúa vörn i sókn. Guðrún Alda Harðardóttir látir. Því ætla ég að setja hér fram hógværa kröfu fyrir hönd okkar sem sinna félags- og stjórnmálum af áhuga á eigin kostnað. Við för- um ekki fram á laun og ekki held- ur að ríkið greiði útlagðan kostnað okkar því okkur finnst sómi að því að leggja það til sjálf. Ég fer ein- ungis fram á að við þurfum ekki að greiða skatt af útlögðum kostn- aði vegna ferða, síma, fundarher- bergja o.þ.h. Einfóld lausn væri að hækka persónuafsláttinn sem því nemur, um 5-10.000 kr. á mánuði. Ég vona að þingmenn skilji þá kröfu og verði við henni strax við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Þannig myndi draga úr misrétti milli þingmanna og almennings. Jafnframt myndi félags- og stjórn- málalíf í landimt eflast til muna. Þorvaldur Örn Árnason 1 Með o, á mót g j Listræn flatneskja í Borgarleikhúsinu? Dæmt af verkunum „Um listræna flatneskju verð- ur einvörðungu dæmt af verk- unum. Svo ég nefni nokkur verk af handa- hófi sem ekki náðu að rísa upp úr flatlendinu: Á köldum klaka, aagnrýnandi. Blóðbræður, Kabarett, Framtíðardraugar og síðast en ekki síst Tvískinnungs- óperan. Maður hlýtur að spyrja hvað sé að í listrænni stjórnun þegar verk eins og það síðastnefnda nær að komast alla leið á stóra sviðið með þeim tilkostnaði sem því fylgir. Hver er hin „dramatúrgíska" vinna leikhússins? Undanfarið hefur verkefnaval virst fremur metnaðarlaust og handahófskennt, eins og sjá má af þeim dæmum sem ég nefni hér. En þaö væri sök sér ef verkefni væru þá valin meö tilliti til þeirra listamanna sem við húsið starfa, en svo virðist ekki vera. Hvað höf- um við til dæmis fengið að sjá að undanfornu til leikara eins og Sig- urðar Karlssonar, Margrétar Helgu, Þorsteins Gunnarssonar og Hönnu Maríu Karlsdóttur, svo nöfn nokkurra þeirra leikara, sem til burðarása ættu að teljast, séu nefnd. En meðan stjórnendur Borgarleikhússins telja gagnrýnis- raddir aöeins marklaust hjal, er vandséð hvert þeir ætla að sækja sér efnivið í úrbætur." Hlátur er ekki flatneskja „Vitaskuld er það miður þegar gagnrýnendur viðhafa gifur- yrði um starf LR í Borgarleikhús- inu, en ég leyfi mér að fullyrða að svörin við þeim séu þær sýningar sem nú eru í boði og við- brögð áhorfenda við þeim. Um síðustu helgi komu fleiri áhorfendur í húsið en nokkru sinni fyrr frá því húsið var opnað. Frá fimmtudegi til sunnudags voru alls 9 leiksýningar í húsinu, 7 á stóra sviðinu og 2 á því litla — allar smekkfullar. Það er fyrir mér ótvíræður vitnisburður um að vel sé gert. Flestar þær sýning- ar sem nú eru í boði eru gaman- sýningar — skemmtilegt leikhús. Gott afþreyingarefni er mikilvæg- ur hluti af starfi í leikhúsi. Listin er fyrir fólkið í landinu. Hlátur er ekki flatneskja. Ég fullyrði að dagskráin i vetur sé að sönnu óvenju spennandi og glæsileg. Mjög góð aðsókn í haust styður þá fullyrðingu. í boði eru m.a. fjórar sýningar á nýjum ís- lenskum verkum. Fram undan eru leikrit eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, ný leikgerð Bríetar Héðinsdóttur eftir íslands- klukkunni og nýtt leikrit eftir Jónas Árnason. Einnig samstarfs- sýningar á 5—6 öðrum nýjum ís- lenskum verkum og margháttaðar spennandi nýjungar í öðru starfi. Ég segi því hiklaust — metnaður, framsýni og dirfska einkenna leik- árið.“ -bjb „Vitaskuld erum við miklu betur sett en flestir íbúar heimsins og velferðarkerfið okkar er í aðalatriðum gott, þrátt fyrir bakslagið síðustu árin. Það þýðir þó ekki að við eigum að leggjast í sinnuleysi.“ „Við viljum geta haldið áfram að vera stolt af því þjóðfélagi samhjálpar sem hér hefur verið byggt upp,“ segir m.a. í greininni. Hverjir eru í stjórnmálum? „Við skulum ekki vorkenna sjálfum okk- ur þó að félagsmál kosti okkur fé og erf- iði. Þingmenn eiga það sammerkt með áhugafélagsmönnum eins og mér að eng- inn hefur neytt okkur til þátttöku.“ Sigurður Hróars- son leikhússtjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.