Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Page 20
32 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Fréttir Varahlutir VARAHLUTAVERSIUNIN VÉLAVERKSTÆÐÍÐ Brautarholti 16 - Reykjavt'K. Vélavarahlutir og vélaviögeröir. • Original vélavarahlutir í úrvali. • Endurbyggjum bensín- og dísilvélar. • Plönum hedd og blokkir. Rennum sveifarása og ventla. Borum blokkir. • Varahlutir í vélar frá Evrópu, USA og Japan, s.s. Benz, BMW, Scania, VW, Volvo, GM, AMC, Toyota, MMC. • Höfum þjónað markaðnum í 40 ár.» Uppl. í s. 562 2104 og 562 2102. Hjólbarðar TUraunin til bankaránsins í Háaleitisútibúi Landsbankans: BFGoodrich ^wmmmDekk Gæði á góóu verði^ Geriö verösamanburö. All-Terrain 30”-15”, kr. 11.610 stgr. All-Terrain 31”-15”, kr. 12.987 stgr. Ail-Terrain 32”-15”, kr. 13.950 stgr. All-Terrain 33"-15”, kr. 14.982 stgr. All-Terrain 35”-15”, kr. 16.985 stgr. Hjólbarðaverkstæði á staðnum. Bflabúð Benna, sími 587-0-587. UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiöirr verða boðnar upp að Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtu- daginn 26. október 1995 kl. 16.00: HV-449 SB-239 IA-548 TJ-490 IP-031 UE-937 IÞ-781 IJ-613 KU-084 OJ-887 PU-614 Einnig verður boðið upp eftirtalið lausafé: Hjólaskófla, JCB, árg. 1990, vinnuvélanr. fh-0300. Gervihnattadiskur. SÝSLUMAÐURINN Á PATREKSFIRÐI DV býður öllum landsmönnum í afmæli hringinn í kringum landið 'Z TÍGRI verður í afmælisskapi HOPPKASTALI fyrir fjörkálfa SAGA DAGBLAÐSINS í máli og myndum \í ALLIR HRESSIR krakkar fá blöðrur, stundatöflur og annan glaðning Sauðárkrókur DV og kvenfélög Sauðárkróks, Skarðshrepps, Staðarhrepps og Rípurhrepps bjóða þér og allri fjölskyldunni til afmælis í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Skemmtiatriði: v" Kristinn Baldvinsson leikur af fingrum fram Gómsætt í gogginn: 'Z Kaffi Afmælisveitingar 'Z Ópal sælgæti / Tomma og Jenna ávaxtadrykkir FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ÞIG OG ALLA FJÖLSKYLDUNA! SP"J WMMI Ætlaði sér ekki að beita of beldi - segir Þór Ragnarsson útibússtjóri um tilburði bankaræningjans „Maðurinn kom greinilega í bank- ann með þeim ásetningi að ræna peningum. Hann hafði undirbúið sig en sem betur fer ætlaði hann sér ekki að beita ofbeldi,“ segir Þór Ragnarsson, útibústjóri í Háaleitis- útibúi Landsbanka íslands, í samtali viö DV. Laust fyrir hádegið í gær var gerð tilraun til að ræna útibúið. Hettu- og úlpuklæddur maður kom þar inn, stökk yfir afgreiðsluborð, hrifsaði til sín peningaseðla úr skúffu hjá gjafd- kera og stökk aftur út fyrir af- greiðsfuborðið. Þar á gólfinu lauk ránstilrauninni því snarráðir viðskiptavinir höfðu ræningjann undir og var hans gætt þar tif fögregfa kom á staðinn. Útibúið er tengt við lögreglustöðina og margir neyðarhnappar í afgreiðslunni. Svo virðist sem maðurinn hafi lagt bíl sín- um skammt frá útibúinu tif að flýta fyrir flótta sínum eftir ránið. „Fólki bregður óneitanlega við svona uppákomur. Sem betur fer var maðurinn óvopnaður og enginn slas- aðist,“ segir Þór. Afgreiðsluborðin í útibúinu eru um metri á hæð og auðvelt að stökkva yfir þau. Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar til að hindra að óboðnir gestir komist yfir borðin hafi þeir áhuga á því. „Það er vandséð hvað hægt er að gera annað en að taka upp rimlagirð- ingar og afgreiðslu um lúgu eins og þekkist erlendis. Ef menn ætla sér að stökkva yfir afgreiðsluborðin þá gera menn það,“ segir Þór. Þór sagði að ekki stæði til að breyta innréttingum útibúsins enda væri um eitt stakt tilfelli að ræða. „Við höfum viðvörunarhnappa með tengingu beint við lögreglustöð- ina og myndavélar sem taka upp allt sem gerist. Það er okkar vörn en kemur auðvitað ekki í veg fyrir að menn geri svona tilraunir eins og 1 gær,“ segir Þór Ragnarsson. -GK Bankaræninginn vatt sér yfir borð i afgreiðslu Háaleitisútibús Landsbankans og greip þar hnefafylli af peningum. Hann var i nótt í vörslu lögreglunnar. DV-mynd S Gunnar Stefánsson stöövaöi bankaræningjann: s Náði taki á bux- unumogdróþær niðuráhæla Nýir Toyota-bílar. Á daggjaldi án kflómetragjalds eða innifóldum alit að 100 km á dag. Þitt er valið! Bflaleiga Gullvíðis, símar 896 6047 og 554 3811. Bílartilsölu Til sölu Citroén BX16 TRS, árg. ‘86, gott eintak, sjálfskiptur, vökvastýri, samlæsingar, litað gler, skoðaður “96. Gangverð 350.000 stgr., selst á 270.000 stgr. Upplýsingar í síma 5510001 í dag ognæstu daga. Þjónusta „Það var verið að afgreiða mig þeg- ar ég sá skyndilega svarta dulu koma svífandi. Það var þá maðurinn að stökkva upp á borðið. Hann var greinilega búinn að fá augastað á opinni peningaskúffu og fór með báð- ar hendur á kaf í hana.“ Þannig lýsir Gunnar Stefánsson sendibílstjóri at- burðum í Háaleitisútibúi Lands- bankans þegar bankaræningi reyndi að næla sér þar í peninga í gær. Gunnar sveif á þjófinn og náði að stöðva hann með snörum handtök- um. „Ég náði taki á buxunum á mann- inum og dró þær niður á hæla. Hann var því kominn í eins konar haft og ég dró hann niður af borðinu og byrj- aði aö stimpast við hann, hékk á fót- unum eins og það væri tijábolur og þá kom annar maður til hjálpar og lagðist ofan á hann,“ segir Gunnar. Síðar bættist Þór Ragnarsson úti- bússtjóri við í hóp þeirra sem lögðust á manninn og þess var beðið að lög- reglan kæmi á staðinn. Ræninginn braust um á hæl og hnakka en tókst ekki að losa sig. „Hann var allan tímann með pen- inga í báðum höndum og virtist ekki ætla að sleppa fengnum. Ég tók af honum hettuna og þá bölvaði hann og baö um að sleppa sér. Ég sagði honum að þetta væri búið,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að venjuleg ferð í banka heföi breyst í mikiö ævintýri. Hann sagðist aldrei hafa hugsað um hvort ræninginn væri vopnaöur, bara svifið á hann án þess að hugsa sigum. -GK Ráðuneytið um notkun naglamottunnar: Erum að skoða málið Passamyndir. Brúðar-, bama-, fermingar-, fjölskyldu- og einstaklingsmyndatökur. Nýja Myndastofan, Laugavegi 18, sími 551 5125. „Við erum að skoða þetta mál hér í ráðuneytinu. Síöustu atburðir verða auðvitað til aö ýta á eftir þeirri vinnu en það hefur enn engin ákvörðun verið tekin um hvort og hvenær reglur verða settar um notkun naglamottunnar," segir Símon Sigvaldason, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. í DV í gær kom fram að lögreglan í Reykjavík hefði til umráða svokailaða naglamottu sem nota má til að stöðva bíla á flótta. Fram kom að engar reglur eru til um notkun mottunnar er hún er vandmeðfarin og getur í vissum til- vikum skapað hættu. Drög að reglum eru til í dómsmála- ráðuneytinu og hafa verið þar um nokkurt skeið en eins og fram kom í máli Símonar eru reglumar óafgreidd- ar. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.