Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Side 24
36 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 KR sveik í tryggðum, segir Salli Heimir Porca. Ekki meira virði en klósettpappír „Ég var orðinn mikill KR-ing- ur og hafði hugsað mér að ljúka mínum ferli hjá félaginu. Svo kemur í ljós að samningurinn er ekki meira virði en klósettpapp- ír.“ Salli Heimir Porca í DV. Háðir Ijósvakamiðlar „Það er nefnilega ein höfuð- lygi samtímans að einkareknir ljósvakamiðlar séu um leið frjálsir og óháðir og sárasaklaus- ir úthlutarar fræðslu og skemmt- unar.“ Árni Bergmann, í DV. Ummæli Rausið í Hannesi Eigum við ekki að leyfa Morg- unblaðinu og Stöð 2 að eiga Hannes Hólmstein og hlífa okkur Alþýðublaðslesendum við rausið í honum.“ Stefán Gunnlaugsson, í Alþýðublað- inu. Opinbera launin eins og okkar „Það er spurning hvort þau laun sem greidd eru af almanna- fé eigi ekki að vera opinber. Þannig er það með okkur alþing- ismennina." Sighvatur Björgvinsson, í DV. Margar sögur gengu um háan aldur öldunga í Kákásus en flest- ar voru þær ýkjur. Langlífi í gær sló frönsk kona, Jeanne Calmet, aidursmet og er orðin elsta manneskja sem lifað hefur á jörðinni og vitað er um með vissu, 120 ára og 238 daga gömul. Metið átti japanskur maður, Schigechiyo Izumi, sem lést 1986, einum degi yngri en Calmet. Mýmargar sögur eru til um fólk sem hefur orðið eldra en Calmet hin franska en engin þeirra hefur sannast og er sjálf- sagt ekkert í heiminum jafn um- vafið blekkingum og vísvitandi lygum og langlífi einstakra manna. Allt frá örófi alda hefur því verið haldið fram að menn hafl lifað langt fram á aðra öld og jafnvel fram á þá þriðju. Stað- reyndin er að það er' mjög sjald- gæft að maðurinn verði eldri en 110 ára. Oft er logið til um aldur í auðgunarskyni og einnig í póli- tískum tilgangi. Frægasta dæmið um það er þegar Sovétríkin gáfu Blessuð veröldin út þá yfirlýsingu árið 1979 að 241 hundrað ára og eldri væri í sov- étlýðveldinu Grúsíu og að 2,58% íbúa væru yfir 90 ára. Gögn sem tiltæk eru um fólk sem hefur orðið hundrað ára og eldra leiða í ljós að ekki má vænta þess að meira en einn einstaklingur af hverjum 2100 milljónum nái 115 ára aldri og samkvæmt þessu ættu að vera í heiminum tveir til þrír einstaklingar sem eru svona gamlir. I>V Fer að lægja og létta til Norðlæg átt, stinningskaldi eða allhvasst og slydda norðan til á landinu en víðast léttskýjað um landið sunnanvert í fyrstu. Þegar líða tekur á morguninn fer að lægja og létta til vestan til á landinu. Síð- degis fer einnig að lægja og létta til Veðrið í dag um landið austanvert. í kvöld og nótt verður hæg breytileg átt og létt- skýjað víðast hvar. Hiti verður á bil- inu 1 til 7 stig í dag, hlýjast sunnan til en vægt frost um mestallt land í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt og léttskýjað síð- degis. Þykknar upp með sunnangolu eða kalda seint í nótt. Hiti 4 til 6 stig í dag en vægt frost í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 17.56 Sólarupprás á morgun: 8.31 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.02 Árdegisflóð á morgun: 3.37 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 3 Akurnes léttskýjaö 7 Bergsstaðir rigning 2 Bolungarvík snjóél 1 Egilsstaóir alskýjaó 3 Grímsey skúr 1 Keflavíkurflugvöllur súld 4 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö 4 Raufarhöfn rigning 2 Reykjavík skúr 5 Stórhöfði skúr 5 Helsinki rigning 8 Kaupmannahöfn skýjað 11 Ósló léttskýjað 12 Stokkhólmur alskýjaó 12 Þórshöfn skúr 8 Amsterdam skýjaó 12 Barcelona súld 18 Chicago alskýjaö 13 Frankfurt súld 12 Glasgow skýjaö 14 Hamborg skýjaö 9 London skýjað 10 Los Angeles þokumóóa 19 Lúxemborg skýjaó 10 Madríd alskýjaó 20 Mallorca skýjað 12 New York heióskírt 13 Nice léttskýjað 14 Nuuk skýjað -2 Orlando alskýjaö 23 Valencia skýjaó 14 Vín súld á síö.klst. 12 Winnipeg rigning á síó.klst. 5 Jóhann G. Jóhannsson, myndlistar- og tónlistarmaður: Tvaer sýningar og nám í tölvutónlist Jóhann G. Jóhannsson myndlist- armaöur, sem einnig er mörgum að góðu kunnur sem tónlistarmað- ur og var í fremstu sveit þeirra sem gerðu garðinn frægan í popp- inu á sjöunda og áttunda áratugn- um, opnaði fyrir stuttu tvær mynd- listarsýningar, aðra í Sparisjóðn; um í Garðabæ og hina í Veitinga- húsinu Argentínu. Það er því greinilegt hvert hugurinn stefnir þessa dagana hjá Jóhanni og var hann í stuttu spjalli fyrst spurður um tUurð þessara sýninga: „Ég ákvað árið 1993, þegar ég hætti aö standa í veitingarekstri á Púlsinum, að taka aftur tU við mál- Maður dagsins verkið og hélt sýningu í Listhús- inu. Sú sýning fékk góðar viðtökur og var það mér mikil hvatning að halda áfram. Ég hélt síðan sýningu á Argentínu í vor þegar veitinga- húsið byrjaði með Lyst & List og voru viðtökurnar góðar og eigend- ur Argentínu vUdu endilega fá mig tU að sýna um haustið. Síðan var það svo Steinunn Benediktsdóttir, útibússtjóri í Garðabæ, sem hafði Jóhann G. Jóhannsson. samband við mig og bað um verk á sýningu í sparisjóðnum og ég sló til. Þróunin varð síðan sú að ég vann eiginlega tvær tegundir af myndum, annars vegar fantasíur, sem eru litríkar landslagsstemn- ingsmyndir, og eru þær á sýning- unni á Argentínu. Verkin í Spari- sjóðnum eru aftur á móti meira eins og alvöru íslenskt landslag þannig að sýningamar era ólíkar.“ Jóhann sagðist hreint ekki vera hættur í tónlistinni: „Nú er ég kominn í skóla. Málið er að tölvu- þróunin, sem mér hefur fundist mjög áhugaverð en ekki haft tíma til að setja mig inn í, er ekki síst í tónlistinni. Þegar ég svo sá auglýs- ingu frá Tónlistarskólanum í Kópavogi um námskeið I sambandi við tölvutónlist skellti ég mér á námskeiðið sem hefur verið sér- lega áhugavert. Áður fyrr vann ég mín „demo“ að mestu leyti sjálfur en þróunin hefur orðið á þann veg að til þess að geta unnið að mínum hugmyndum og gefið út plötu, sem erTi stefhuskrá hjá mér eftir eitt til tvö ár, verð ég að komast almenni- lega inn í tölvuna sem gefur mikla möguleika í hljóövinnslu." Jóhann sagði að hann væri ekk- ert á leiðinni. í nútímatónlist þótt hann væri kominn í tölvurnar, hann ætti í fórum sínum eíhi sem hann myndi vinna úr þegar þar að kæmi. „Ég lít á tónlistina eins og myndlistina: Maður á í fórum sín- um myndir og lög sem manni finnst að eigi erindi tií almennings og er því að hluta til skuldbundinn þessum afkvæmum sínum að reyna að koma þeim á framfæri." Myndgátan Logandi hræddur Myndgátan hér að ofan lýsir vorugkynsorði Leikir í Úrvalsdeild- inni í körfubolta Úrvalsdeildin i körfubolta hef- ur farið vel af stað og hafa marg- ir spennandi leikir verið háðir. Lið sem ekki var búist við að væru í toppbaráttunni hafa kom- ið á óvart á meðan önnur sem taiin voru sterkari hafa ekki náð sér á strik. í kvöld fara fram fimm leikir. Á Akranesi tekur ÍA á móti Keflvík, í Borgarnesi fer fram viðureign Skallgríms og Tindastóls, í Grindavík keppa Iþróttir heimamenn við Hauka, á Akur- eyri keppir Þór við Njarðvík og í Reykjavík keppa Valur og Breiðablik. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. Einn leikur er,í 1. deild hand- boltans í kvöld. Á Sehjamarnesi keppa Grótta og Víkingur og hefst leikurinn kl. 20.00. Skák Þessi staða er frá skákþingi Bras- ilíu fyrir skömmu sem lauk með sigri stórmeistarans Milosar. De Souza hafði hvítt og átti leik gegn van Riemsdijk sem hreppti 2. sætið á mótinu. Hvítur lét nú freistast af 33. Rg6 sem ógnar bæði drottning- unni og hróknum. Á hvaða svari lumaði svartur? Leikur hvíts, 33. Rg6?, var afar slæmur. Eftir 33. - Re2+ 34. Khl - engu betra er 34. Hxe2 Dxe2 35. Dd5+ Hf7 36. Dd8+ Kh7 o.s.frv. - kom 34. - Dxe4! og þar sem 35. fxe4 er svarað með 35. - Hfl mát, gafst hvítur upp. Jón L. Árnason Bridge Nú er orðið ljóst að Evrópuþjóð verður ekki heimsmeistari í opnum flokki í bridge. Sveitir Svíþjóðar og Frakka töpuðu báðar undanúrslita- leikjum sínum gegn Kanada og Banda- ríkjunum II. Báðir leikirnir enduðu með meira en 60 impa mun. Nú stend- ur yfir úrslitaleikur Bandarikjamanna og Kanadamanna í opnum flokki. í kvennaflokki spiia sveitir Þýskalands og Bandaríkjanna I til úrslita. Hér er eitt spil úr leik Frakka og Bandaríkja- manna í undanúrslitum. Bandarikja- mönnunum Hamman og Wolff tókst að komast hjá því aö spila hinn vanda- sama samning 4 hjörtu, en glímdu þess í stað við 3 grönd sem var ekki síður erflður: 4 K10864 * K942 4 Á5 4 D9 ♦ 732 * G5 ♦ 1096 * 106543 4 G5 •* Á876 * KD87 * K72 Frakkinn Michel Perron spilaði út laufþristinum í upphafi og Paul Chemla setti laufgosann á níu blinds. Bob Hamm- an var fljótur að gefa þann slag og Paul Chemla var jafn fljótur að gefa samning- inn. Hann lagði niður Iaufásinn og spil- aði siöan meira laufl. Hamman gat nú frí- að 3 slagi á spaða og með 3 slögum á tígul, 2 á hjarta og laufslagnum nægöi það til að landa heim samningnum. Chemla missti af tækifærinu í öðrum slag. Til þess að hnekkja 3 gröndum var nauðsynlegt að spila hjarta og sækja þannig einn slag á þann lit, til viðbótar við spaða- og laufslagina. Á hinu borðinu fóru Frakkarnir i 4 hjörtu, spiluð á norð- urhendina, sem virðast vonlítil. Austur átti út og spilaði tígultvisti í upphafi. Frakkinn Robert Reiplinger drap þann slag heima og spilaði laufníunni. Austur drap á ás og spiiaði aftur tígli. Sagnhafi drap, tók laufdrottningu áður en hann spilaði hjarta á kóng, spilaði hjarta á ás og tók laufkónginn. Að síöustu var tígul- drottningin tekin, tígull trompaður, trompi spilað og austur var endaspilaður. Þannig græddu Frakkarnir einn impa á spilinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.