Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Side 11
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 11 ígulker í Stykkishólmi: ... * , Gull af botni Breiðafjarðar „Þaö var hér ígulkeraverksmiöja sem síðar var flutt suður í Njarövík. Við höfðum verið í því að þróa veiði- aðferðir í Breiðafirði og því var mik- il pressa á okkur að hefja rekstur ígulkeraverksmiðju hér í Stykkis- hólmi. Þetta er þriöja úthaldið okkar og ekki annað hægt að segja en vinnslan gangi þokkalega," segirPét- ur Ágústsson, einn eigenda íshákarls hf. Pétur rekur lika Eyjaferðir sem eru í stöðugum flutningum á ferða- mönnum um eyjar á Breiðafirði. Pét- ur segir að sú vinna sé árstíðabundin og yfir veturinn falli hún nánast nið- ur. Því hafi verið góður kostur að fara í ígulkeravinnsluna frá sept- ember fram í maí með ferðamennsk- unni. Eigandi með Pétri er Sigurður Halldórsson. Sonur hans, Halldór, er framkvæmdastjóri íshákarls. í fyrirtækinu vinna rúmlega 30 manns manns, sjómenn og land- verkafólk. Síðan bætist við nokkur fiöldi í ýmiss konar þjónustu í kring- um vinnsluna. ígulkerahrognin eru seld á Japansmarkað í gegnum norskt sölufyrirtæki. Á borðum Jap- ana eru ígulkerahrogn ákaflega mik- ils metin en eru ótrúlega dýr. Vinnsl- an er mjög mannfrek því hvert ein- asta verk er unnið í höndum utan vélar sem opnar ígulkerin. Nýtingin er innan við 10% af innvigtuðu hrá- efni. ígulkerahrogn verður að hand- fiatla eins og gull. í hverri krukku eru 100 grömm af hrognum og eru þau dýrustu seld á tvö þúsund ís- lenskar krónur hver 100 grömm til Hrognin eru tekin úr kerunum með litlum göfflum. Síðan eru þau skoluð og fara áfram I vinnslu. neytenda í Japan. Kílóverð er á bil- inu 6.000 krónur upp í 20.000 krónur eftir gæðum. Hreinsun er þolinmæðisverk Eftir að ígulkerið hefur verið opnað eru hrognin tekin úr. Þau eru síðan skoluð og flokkuð. Þá eru þau hreins- uð og dugir ekkert annað en flísatöng til að hreinsa burt sand og garnir. Ldtur hrognanna ræður gæðum þeirra og að endingu geta flokkarnir verið sex til átta. Hrognin eru fersk vara og ákaflega viðkvæm í vinnslu. Það er þolinmæðisverk að vinna hrognin og enginn bónushraði í hús- inu. Þau eru síðan skoluð úr efnum sem halda þeim betur saman og vernda ferskleikann. Aö lokum eru þau pökkuð í krukku eða á lítil tré- Það dugir ekkert annað en lítil flisatöng til að hreinsa þessa litlu hrogna- poka. Litur hrognanna ræður gæðamatinu. DV-myndir JJ bretti sem sérstaklega eru smíðuð fyrir vinnsluna. Á trébrettinu eru þau borin á borð í Japan og þá hefur viðskiptavinurinn borgað þúsundir fyrir sex munnbita. Pétur segist vera logandi hræddur við framhaldið því veiði dragist sam- an og hann óttast mjög ofveiði. „Við vorum að vona að ótti okkar ætti ekki við rök að styðjast en því miður sjáum við á aflasamdrættin- um að gengið er mjög nærri stofnin- um hér í Breiðafirði," segir hann. Þegar hafa forráðamenn fyrirtækis- ins brugðist við samdrættinum með þróun á öðrum afuröum en of snemmt er að segja frá því. Þórhildur Pálsdóttir formaður, Alma Diego varaformaður og Halldóra Ragn- arsdóttir ritari standa við veisluborðið sem þær buðu Stykkishólmsbúum. DV-mynd JJ Þær haf a margar skilað sínu - segir Þórhildur Pálsdóttir, formaöur Hringsins „Kvenfélagið Hringurinn í Stykk- ishólmi er með allra elstu félögum í bænum okkar, stofnað 17. febrúar 1907 og því bráðum 90 ára,“ segir Þórhildur Pálsdóttir, formaður fé- lagsins. í dag eru kvenfélagskonur 49 og 12 heiöursfélagar. Kvenfélagið á hús undir starfsemi sína sem heitir Freyjulundur eftir einum formanni félagsins. „Félagið er stofnað sem líknar- og menningarfélag og skipaði þann sess með sóma meðán þess var þörf. Áherslumar hafa breyst í seinni tíð en enn er þörf fyrir aðstoð, bæöi við einstaklinga og félagasamtök. Aðal- viðfangsefnið áður fyrr var að rétta hjálparhönd til fátækra og sjúkra og á tímabili var í starfi hjá félaginu hjúkrunarkona sem gekk í húsin. Á ámm berklaveikinnar var mikil að- stoð veitt fiölskyldum sem urðu fyrir barðinu á „hvíta dauðanum", þess- um vágesti sem kom við í okkar þorpi eins og annars staðar." Fjáröflunarleiðir eru jólabasar, heitt súkkulaði og piparkökur við jólatréð, pönnukökusala í fyrirtæki á sumardaginn fyrsta, 17. júní kaffi- sala og markaðsdagar. Þórhildur segir að ekki megi van- meta þátt félagsins í menningarmál- um bæjarins. Leiksýningar og svo- kallaðar „skrautsýningar" voru á árum áður hápunktur í bæjarlífinu og þar átti félagið stóran þátt. í kjöl- far leiksýningar sem kvenfélagið setti upp á 60 ára afmælinu árið 1967 var leikfélagiö Grímnir stofnað og starfar enn. Starf sem skilar sér margfalt Aðspurð segir Þórhildur aðsókn að kvenfélögum dræma. „í dag hafa konur meira val. Fleiri félög eru starfandi og þær velja sjálfar hvar og hvort þær vilja leggja sitt fram. Konur vinna mikið í dag og þegar þær eiga frjálsa stund finnst sumum ekki freistandi að vinna fyrir aðra og það kauplaust. En það er mis- skilningur að mínu mati því þetta starf skilar sér margfalt aftur,“ segir Þórhildur. „Þær eru búnar að skila sínu, kvenfélagskonumar um land allt. Það er ljóst að hverju bæjarfélagi er akkur í öllum svona félagasamtök- um sem með mikilli vinnu og fórn- fúsu starfi leggja sitt af mörkum og það án þess að krefiast neins í stað- inn. Kvenfélögin hafa aldrei auglýst sitt starf og því ekki von til þess að allir geri sér ljósan þátt þeirra í bæj- arfélögum um land allt,“ segir Þór- hildur. St. Fransiskusspítalinn: Von er á þremur systrum á næstunni - segir systir Lidwina hjúkrunarforstjóri „Það var engin sérstök ástæða fyr- ir því að Stykkishólmur var valinn fyrir St. Fransiskusregluna á ís- landi,“ segir Lidwina, hjúkrunarfor- stjóri St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi. Systur úr Fransiskus- reglunni komu fyrst til Stykkishólms árið 1935. Elsta sjúkrahúsbyggingin var tekin í notkun ári síðar og hafa systurnar því rekið sjúkrahús í Stykkishólmi í 60 ár. Þeirra tíma- móta verður minnst á næsta ári. Systumar eru nú tólf og koma frá ýmsum löndum; Spáni, Austurríki og Kanada. Von er á þremur systrum til viðbótar á næstunni. Systir Lidw- ina er frá Hollandi og hefur náð ágætum tökum á íslenskunni á þeim nítján árum sem liðin eru síðan hún kom. Aukin umsvif en sami rúma- fjöldi Systir Lidwina segir að umsvif sjúkrahússins hafi aukist án þess að rúmum hafi verið fiölgaö. Munar þar mest um heilsugæslustöðina sem er á fyrstu hæð gamla hússins. Nú eru liðlega fiörutíu rúm í notkun og skurðdeild sem annar minni háttar aðgerðum. Til skamms tíma ráku systumar prentsmiðju og sáu um prentverk fyrir kaþólska söfnuðinn á íslandi. Með tilkomu einkatölva dróst starf- semin saman og nú hafa systurnar hætt rekstrinum. Hlutafélag var stofnað um prentsmiðjuna og er reksturinn leigður út. Aðhald af hinu góða Framkvæmdastjóri St. Fransiskus- spítala er Róbert Jörgensen og segir hann að niðurskurður hafi komið við spítalann eins og aðrar slíkar stofn- Systir Lidwina er frá Hollandi og hefur búið á Islandi I tæp tuttugu ár. Hún segir að von sé á þremur systrum til viðbótar á næstunni. DV-mynd RaSi anir. Stefnt er að aukinni sérhæfingu og hefur yfirlæknirinn, Jósep Ó. Blöndal, haft forgöngu í meðhöndlun bakveikra. Kvillar í baki þjá marga íslendinga og hafa komið sjúklingar alls staðar af landinu til meðhöndl- unar hjá Jósep. „Niðurskurður kemur mjög illa við rekstur sjúkrahússins og við neyð- umst til aö halda betur á fiármunum. Eðh sjúkrahússreksturs er þannig að það eyðast alfir þeir fiármunir sem við fáum. Aðhald er þó af hinu góða því við þekkjum okkur betur sjálf og getum meira. En það má þó ekki verða þannig að við missum starfsmenn burtu því það kostar mikla fiármuni að þjálfa upp sérhæft fólk, hvort sem er í ummönnun eða á göngum eða hjúkrun," segir Róbert og undir orð hans tekur systir Lid- wina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.