Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 13 Fá menn andþrengsli á bílastæðum? Heimssköpun Maður gæti haldið að landið okkar og við hefðum mætt afgangi þegar Guð skapaði heiminn, sagði ég. Hann rubbaði sköpuninni af á viku og skapaði okkur á síðustu stundu, fremur með átaki en viti og við líðum fyrir það, sagði kon- an. Eiginmaðurinn var nýbúinn að fá sér molakaffi og varð konunni sammála en stóð stutt við og sagði: Ég læt ykkur í friði svo þið fáið að ræða málin. Ég fæ mér molakaffi á meðan. Sú gáfaða sagði þá og nú vottaði fyrir róttækni frá fyrri árum: Þetta er makalaus þjóð sem hefur verið ófrísk eftir Dani öldum „Eru bókmenntahátíðir haldnar á bílastæðum?" er spurt í greininni. Og greinarhöfundur svarar sjálfur og segir: „Nei.“ í gær hitti ég gáfaða manneskju frá þeim tíma þegar gáfnaljósin komu einkum frá Laugarvatni. Við tókum tal saman. Hún bauð mér heim. í stofunni ræddum við um daginn og veginn þangað til hún fékk vott af skammdegisþung- lyndi og sagði: Mitt fyrrum glað- lega bros er komið í kör. Er það nokkur furða úr því sumarið er að- eins einn og hálfur mánuður? Filippeyska konan Ég heyrði að eiginmaðurinn tók undir allt sem konan sagði þótt hann kæmi ekki i stofuna nema í mýflugumynd. Þetta var auðsæi- lega sú tegund manna sem hlustar með öðru eyranu og er aldrei al- mennilega viðstaddur neitt, þótt hann sé heima. Hann þarf alltaf að vera að fá sér molakaffi. Á meðan þessi var í kafflleit hneyksluðumst við meðal annars á því að filippeyska konan sem tók þátt í Islandsmeistarakeppni i fisk- flökun í sumar skyldi ekki fá að vera íslandsmeistari fyrst hún flakaði best. Karlmaður vann en Jafnréttisráð sagði af því hún var útlendingur: Hvers vegna fékk hún að taka þátt í keppni sem hún mátti ekki verða meistari í ef hún sigraði? Gáfaða manneskjan útskýrði þetta með orðum fransks heim- spekings og sagði: Á íslandi ríkja rök sem röksemdin þekkir ekki. saman án þess að fæða neitt af eig- in rammleik. Eiginmaðurinn kom Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur „Sú gáfaöa sagði þá og nú vottaði fyrir róttækni frá fyrri árum: Þetta er maka- laus þjóð sem hefur verið ófrísk eftir Dani öldum saman án þess að fæða neitt af eigin rammleik.“ með nýtt molakaffi, var henni sammála, lagði orð í belg og sagði: Þjóðin fékk léttasótt smástund meðan Kaninn var hérna. Ekki fyrir píslarvotta pennans Hvað skal þá taka til bragðs? spurði ég. Því verður ekki svarað að svo komnu máli, sagði maður- inn og varð málgefinn. Þetta á eft- ir að koma í ljós; en ég spyr: Hvað er gert fyrir rithöfunda? Éru bók- menntahátíðir haldnar á bilastæð- um? Nei, svaraði ég. Veistu af hverju? spurði hann og sagði: Menn fá þar andþrengsli sem eru ekki fyrir píslarvotta pennans og snillingana. Andþrengsli þjá ekki snillinga heldur þjá þeir okkur með því að verða skemmtilega drepleiðinlegir um sjötugt, sagði ég. Guðbergur Bergsson Spilavítið ísland Það er alveg makalaust hversu mikill tvískinnungur er ríkjandi í þessu ágæta þjóðfélagi okkar. Hann kemur kannski skýrast fram í lögum um spilavítisrekstur en þar er skýrt tekið fram að öll spila- mennska, þar sem peningar eru í veði, sé stranglega bönnuð. Það er ekki ýkja langt síðan slík spilavíti voru upprætt og þeir sem að þeim stóðu voru dregnir fyrir lög og rétt. Gömlu happdrættin Á sama tíma er allt landið orðið að einu allsherjar spilavíti. Allt er þetta framkvæmt í nafni mannúð- ar, menntunar og hjálparstarfs af ýmsu tagi. íþróttahreyfmgin lætur heldur ekki sitt eftir liggja í þess- um efnum. Allt liggur þetta opið og fyrir fótum hins almenna borg- ara, hvort sem hann hefur efni á að taka þátt í þessum hildarleik eða ekki. Happdrættin gömlu, sem nánast var þjóðarsátt um, voru og eru rekin af þeim sjálfum. Innkoman féll þeim því óskipt í hlut, að frá- dregnum vinningum og kostnaði sem ávallt hefur verið haldið í lág- marki. En þau voru tilneydd til að taka þátt í þessum frekar ógeð- fellda leik sem minnir óneitanlega á Las Vegas eða Mónakó. Kjallarinn Gunnar Páll Ingólfsson hefur starfað að vöruþróun og markaðsmálum Hefðu þau ekki gert það hefðu þau væntanlega séð sæng sína út- breidda. Því lítill vandi hefði verið fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem reka þessi spilavíti í dag að verða sér úti um stuðning liknar- félags eða íþróttafélags til að koma þessum rekstri á legg. Það lá þó nokkuð Ijóst fyrir að það var að- eins á færi stærri og gamalgróinna happdrætta að taka þátt í þessum hildarleik. Falin fíkn Það er á allra vitorði að fjöldi einstaklinga er á góðri leið með að verða öreigar vegna spilafíknar og hafa sumir hverjir tapað öllu sínu. Það sem er þó mun alvarlegra er hin falda fíkn sem hægt og bítandi síast inn hjá hinum almenna borg- ara. Oft má sjá venjulegan heimil- isföður draga upp úr veski sínu 2-3 þús. krónur til kaupa á lottómiðum, skafmiðum og öðru slíku. Verri sjón er þó að sjá fólk, sem greinilega er illa statt, tína síðustu krónurnar upp úr buddu sinni til kaupa á þessu í von um bættan hag en sitja síðan uppi með sárt ennið og tapað fé. Kannski er sjón- varpsauglýsing frá síðasta fyrir- brigðinu í þessum efnum svo- nefndu KINÓ, nokkuð dæmigerð um ástand heimilanna, að vísu nokkuð ýkt en raunsæ. Minni líknarfélög líða Félag blindra, heyrnarlausra, lamaðra og fatlaðra og önnur smærri líknarfélög líða nú fyrir þetta ástand. En þau hafa haft ár- vissar tekjur af happdrættissölu til styrktar starfsemi félaganna. En það er ekki vænlegur kostur fyrir fégráðugan spilafíkil að þurfa að bíða vikum eða jafnvel mánuðum saman eftir útdrætti. Hann velur því frekar þann kostinn að kaupa sig inn í rúllettu sem færir honum boðskapinn samdægurs. Svo víðtækur spilavítisrekstur getur haft áhrif á og skapað veru- lega röskun á eðlilegu fjár'streymi um þjóðarlíkamann og þegar til lengri tíma er litið haft áhrif á neyslumynstur til hins verra og um leið neikvæð áhrif á iðnað, framleiðslu og verslun í landinu. Gunnar Páll Ingólfsson „Það er á allra vitorði að fjöldi einstakl- inga er á góðri leið með að verða öreigar vegna spilafiknar og hafa sumir hverjir tapað öllu sínu.“ Meö og á móti Útsala á kindakjöti Mikið af kindakjöti sem þarf að fá einhverja til að borða Arnór Karlsson, formaöur Lands- samtaka sauðfjár- bænda. „Nú er til all- mikið af kinda- kjöti frá síðasta ári sem þarf að fá einhverja til að borða. Nokkrir fjár- munir eru til staðar til að lækka verðið á því. Æskilegt er að íslenskir neytendur fái að njóta þessarar verðlækkunar og gefur það þeim sem hafa takmark- aða peninga til matarkaupa tæki- færi til að nota meira af kinda- kjöti en ella. Þarna fá þeir hollan og góðan mat á mjög lágu verði. Kjötið hefur verið geymt við mjög góð skilyrði og heldur því eiginleikum sínum. Samt sem áður er eðlilegt að selja það á lægra verði en það nýja.“ Gætum afhent svínakjöt ókeypis út á markaðinn „Enn og aftur er komin í gang útsala á kinda- kjöti og nú sú mesta sem við höfum horft upp á í langan tíma. Svínabændur og aðrir kjötfram- leiðendur eru vægast sagt mjög óánægðir með þessa út- sölu. í sjálfu sér ætti útsala á ein- hverjum varningi ekki að raska hugarró okkar því ef allt væri eðlilegt væri framleiðandi eða selj- andi vörunnar þá að slá af sínum tekjum til að auka sölu. En það á ekki við um lambakjöt þvi útsala á því er greidd niður af neytand- anum sjálfum. Slík útsala raskar enn frekar samkeppnisstöðu ein- stakra kjötframleiðenda og bera stjórnvöld þar mikla ábyrgð. Sauðfjárbændur hafa fyrir mjög mikinn stuðning frá skattgreið- endum og nú tO viðbótar kemur sérstök 110 kr. niöurgreiðsla á hvert kíló kjöts. Þá eru stjórnvöld búin að verja meiri peningum í hvert kíló af kindakjöti en fram- leiðendur svínakjöts fá fyrir hvert kíló af kjöti. Ef við svínabændur værum með þennan opinbera stuðning gætum við aíhent kjötið ókeypis út á markaðinn. Þetta óeðlilega inngrip í mark- aðinn, sem þekkist ekki hvað aðra matvöru varðar, getur leitt til verðlækkunar á öðru kjöti. Þá lækkun yrðum við svínabændur að taka af launalið okkar því ekki sækjum við þær krónur í opin- bera sjóði. Stjómvöld eru hér enn og aftur að mismuna kjötframleiðendum og Bændasamtökin hafa gengið of langt i að tryggja til næstu fram- tíðar hagsmuni sauðfjárbænda án þess að líta tU hagsmuna annarra kjötframleiðenda sem þó eru að framleiða meirihlutann af því kjöti sem selt er í^landinu." -kaa Kristinn Gylfi Jóns- son, formaður Svínaræktarfélags íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.