Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 Fréttir 35 hafa farist í þremur snjóflóðum fyrstu tíu mánuði ársins 1995: Árið ordid mannskæðasta snjóf lóðaár síðustu alda helmingi fleiri hafa látist í slysum það sem af er ári en á öllu árinu 1994 Arið 1995 er nú orðið mannskæð- asta snjóflóðaár síöustu alda á ís- landi. 35 einstaklingar hafa látið lífið í þremur flóðum á árinu og barns er saknaö á Flateyri - 14 fórust hinn örlagaríka 16. janúar í Súðavík, einn fórst í snjóflóði í Reykhólasveit tveimur dögum síðar, einn fórst í flóði í Bláfjöllum 19. febrúar, og nú, rúmum níu mánuðum eftír Súðavík- uratburðina, farast 20 einstaklingar í nágrannabyggðarlagi þorpsins, hinu hörmulega snjóflóði á Flateyri. Stuttarfréttir Mikilflóðhæð ÓVenjumikíl Sóðhæð verður við suövesturströnd íslands fram á næsta vor. Samkvæmt frétt RÚV kemur þetta upp á 18-19 ára freati vegna innbyrðis afstöðu á tungliogsól. ííeytendasamtök Evropu hafa komið hvatningu á framfæri við ísíendinga að þeir sýni fprdæmi i baráttu við lögleiðingu bílbelta í hópferðabflum í Evrópu. Það eru cinkum Frakkland, Þýska- land, ítalia og Spánn sem veitt hafa málinu mótspyrnu. Kært tí! ráðherra Borgarlögmaöur hefur lagt Ul að tvö atriði í úrskurði skipulags- stíora vegna vatnsátopptmar- verksmiðju við Suðurá verðí kærð til umhverfisráðherra. Séroökkud miólk Bdnus hefur samið við mjólkur- samlagiö í Neskaupstað ura að sérpakka súrmjólk fyrir versían- ir fyrirtæMsins. Ríkissjónvarpið greindi frá þessu. Vextirlækkuðu Vextir 20 ára verötryggðra spariskirteina ríkissjóðs lækk- ttðu I útboði í víkunni. Meðal- ávöxtun var 5^75% semerO^pro^; sentustiga lækkun frá siðasta út- boðí. Óbreyttspá Þrátt fyrir aukinn verðbólgu- hraðá að unáahförnu heldur Þjóðhagsstofnun sig fast við fyrri spárum 2 tfl 2,5% veröbólgu að meðaltali á þessu ári. Fengur til Hósambík Fengur, skip Þróunarsam-j vinnustoihunarinnar, mun fara til Mosambík eftir áramóön til að vinna aö hafrannsóknaverk- efni þar. MbL greindi frá. -iaa/bjb NIÐURSTAÐA Áaðlögieiða bílbelti í rútum? Nei Atburöurinn á Flateyri í fyrrinótt er i raun mannskæöasta snjóflóð 20. aldarinnar - iafnkostnaðarsamur hvað varðar mannslíf og snjóflóð sem féll í Hnífsdal 18. febrúar 1910 en þá fórust einnig 20 manns. Árið 1885 fórust hins vegar fleiri á Seyðis- firði, 24 emstaklingar. Sá atburður hefur gjarnan yerið kallaður „snjó- flóðið mikla". í fyrirliggjandi gögn- um þarf aö leita allt aftur til ársins 1613 til að finna mannskæðara snjó- flóð. Heimildir, m.a. Skriðuföll og snjóflóð, herma, að 50 manns, sem voru á leið til messu á aðfangadags- kvöld það ár, hafi farist í snjóflóði í Siglufirði. Heimildirnar eru þó óljós- ar og í sumum tilvikum er nefnt að 30 hafi farist 61-64 eru taldir hafa farist í snjó- flóðum á 18. öld, 190 fórust hins veg- ar í snjóflóðum á 19. öld en á þeirri sem senn er að h'úka hafa 165 farist, þar af 64 frá árinu 1971. Þrátt fyrir að tíu mánuðir séu ekki liðnir enn af árinu 1995 er það orðið hið mannskæðasta hvað varðar banaslys síðustu áratuga. 83 hafa beðið bana í slysum það sem af er ári. Til samanburðar létust 42 af slys- förum á síðasta ári - rétt um helm- ingi færri. Af þessum 83 hafa eins og fyrr seg- ir 36 látist í snjóflóðum, 24 í umferð- arslysum, 21 í flugslysum, drukkn- unum, vélsleðaslysum eða af öðrum völdum og 2 í sjóslysum Sé tekið mið af banaslysum ársins 1995 á íslandi hefur álika stór hluti þjóðarinnar farist og mannfall Bandaríkjamanna varð í öllu Víet- namstríðinu öllu sem vissulega spannaði hátt í einn áratug. Einnig má taka mið af þvi að jafn hátt hlut- fall þegna breska heimsveldisins féll á tæpum sex árum í síðari heims- styrjöldinni - einn af hverjum þrjú þúsundfbúum. -Ott Ekki fœrri en 400 björgunarmenn hafa barist við snjóinn og hríðina á Flateyri allf frá því snjóflóðið féll að morgni fimmtudagsins og lagði hluta þorpsins i rúsL Hér hallar örþreyttur hjálparsveítarmaður sér upp að skóflunum eftir erfiöi dagsins. DV-mynd GVA Vinkonur björguðust út úr einbýlishúsi við Tjarnargötu: Dóttir mín skreið út um eitthvert gat - fór betur en á horfðist, segir Guðmundur Helgi Kristinsson „Þetta lagðist strax mjög illa í okkur, eðlilega. Dóttir okkar, Helga Jónína, ,f 8 d d FÓLKSINS 904-1600 var ásamt vinkonu sinni í húsinu okkar fyrir vestan og það varð fyrir flóðinu að einhverju leyti. Dóttir mín komst af sjálfsdáðum út úr húsinu í nótt með því að skríða út um eitt- hvert gat, eftir því sem hún sagði. Vinkona hennar fannst svo síðust í morgun. Hún var að vísu eitthvað meidd en á lífi sem betur fer. Þar fór betur en á horfðist," sagði Guðmund- ur Helgi Kristinsson, íbúi í húsinu við Tjarnargötu 7 á Flateyri. Guðmundur Helgi var staddur fyr- ir sunnan ásamt eigin konu sinni þeg- ar snjóflóðið féll á Flateyri í fyrri- nótt. Dóttir þeirra hringdi í þau eld- snemma í gærmorgun þegar hún var komin í heilsugæslustöðina í þorp- inu. Hún var þá lítils háttar meidd og köld eftir að hafa bjargað sér f snjónum. Hún hafði verið í svefni og aðeins á náttfbtunum þegar flóðið féll. „Dóttir mín gat lítið áttað sig á þessu í sjálfu sér. Hún vaknaði bara við það að flóðið féll. Vinkona hennar var eitthvað meira meidd en ég hef ekki nánari fréttir af því," sagði Guð- mundur HelgL Helga Jónína var í mötuneytinu hjá Kambi í allan gærdag og sagðist Guðmundur Helgi búast við að hún hefði farið með varðskipinu Ægi í gærkvöld. Það fór suður með fjölda fólks frá Flateyri. ,^>að er mjög erfitt að átta sig á því hvert tjónið er en það hafa allavega orðið einhverjar skemmdir," sagði hann. -GHS Flóðbylgjan á Suðureyri: Náðiað forða mér á hlaupum - segjr Arnar Barðason „Ég hef aldrei á ævi minni hlaupið eins hratt og þegar ég forðaði mér undan flóðinu. Það er með ólfkindum hvað maður getur gert þegar alvara er á ferðum. Ég var rétt kominn úr bátnum, var að ganga á bryggjunni þegar kallað var á mig og mér sagt að forða mér frá flóðbylgjunni. Eg hélt að hvinurmn stafaði bara af vindinum og gerði mér enga grein fyrir því sem var í aðsigj," sagði Arn- ar Barðason, trillukarl á Suðureyri, í samtah við DV í gærkvöldi. Hann slapp naumlega undan flóðbylgju sem kom í kjölfar snjóflóðs úrNorð- urhliðinni, gegnt Suðureyri, og gekk í sjó fram. Hann sagði trilluna hafa verið bundna við flotbryggju og aðra trillu hafa legið utan á sinni. Krafturinn í flóðbylgjunni hafi verið slíkur að festingar um borð hafi gefið sig en hvortó hnútar né reipi. „Hinn báturinn losnaði strax frá og hann slapp alveg. Minn togaðist niður fyrst hann losnaði ekki frá, sogaði inn í sig sjó og sökk. Við náö- um honum á flot í dag eftir að flæddi undir hann og hann er mjög Utið skemmdur. Maður kvartar ekki und- an smávægilegu eignartjóni á svona dögum. Það verða alltaf einhver ráð með að leysa úr slíku," sagði Arnar. Sá hana koma „Ég var að vinna í dælustöðinni, sem er nokkuð innan við Suðureyri, þegar ég sá flóðbylgjuna myndast úti á miðjum flóanum. Ég fylgdist með henni þar sem hún færðist nær og nær, ætlaði að forða mér út úr hús- inu en tókst það ekki vegna þess að þar var allt á kafi í snjó. Eina leiðin út var í átt að flóðinu og ég varð því bara að bíða þess sem verða vildi. Ég játa að mér leist alls ekki á blik- una. Flóðið fór yfir veginn og fyllti lón, sem er hér fyrir framan dælu- stöðina, af sjó og krapa en síðan stöðvaðist allt rétt við húsið hjá mér. Ef vegurinn hefði ekki verið á milli væri ég örugglega ekki til viðræðu," sagði Valur Sæþór Valgeirsson, íbúi á Suðureyri. Valur sagði flóðið hafa komið á land á um kflómetra kafla en síðan leitað út fjörðinn, í átt að eyrinni. Þar hafi það rifið sundur varnargarð við smábátahöfn sem verið hafi í smíðum. Mestu skipti að engjnn hafi orðið fyrir öldunni þegar hún gekk á land en ekM hafi mátt inuna miklu því bfll með 17 björgunarsveitar- mönnum hafi ekið veginn framán við dælustöðina rétt áður en flóðið skall á. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.