Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 Sandkorn Fréttir Grkuverð Oft hefur veriö heitt í kolun- um i sambandi við álverið í Straumsvík. Það er engu 1 íkara en að öll málefhiþess séu púðri stráð sem auðveld- lega kvikni i af minnsta tilefni. Fyrir allmörgum árum var mikið deilt um orkuverð til álversins. Þá héldu margir því fram að það væri ailtof lágt, við værum að gefa fyrirtækinu raf- magn. Verðeining raforkuverðs til stóriðjufyrirtækja er heiti miUs. Nú hefur Finnur Ingólfsson iðnað- arráðherra komið eitthvað við kaunin á þeún álversmönnum. Þeir móðguðust ógurlega og sögðu Finn kollsteypa álverði á heimsmarkaði með ummælum sínum í fjölmiðlum um að stækkun álversins í Straumsvík væri í höfn. Gárungar voru fljótir að grípa þetta allt á lofti og segja nú að verðeining á orku eftir stækkun verði ekki leng- ur kölluð mills heldur finns. Tóneyra Vestmannaey- ingar segja þá gamansögu að þingmaður þeirra, Árni Johnsen, hafi verið að syngja og spila á gít- arinneinsog honum einum er lagið. Þá gerðist slys. Arnarklóin fræga slóst svo illilega í eyra hans að það rifn- aði af. Strax var brugðið við og far- ið með Árni og eyrað til læknis og hann beðinn að sauma eyrað á Árna. Læknirinn svaraði vel um, brá sér frá og kom til baka með annað eyra og sagðist ætla að sauma það á Árna. Hann var spurður hvers vegna hann ætlaði að sauma á aðskotaeyra í stað þess sem rifnaði af. „Jú," sagði læknir- inn, „ég ætla að sauma á hann tón- eyra." Ekki milljónaborg Það bar til fyr- ir nokkruí kaupstað úti á landi að maður giftist konu eins og gengur. Hún hafði ver- ið frekar létt á bárunni og við margakarla kennd. Vinur brúðgumans var hissa á þessari ráðagerð hans og sagðist ekki skilja hvers vegna hann væri að gitast þessari konu sem hefði verið svo fjöllynd. Brúðguminn gerði eins lítið úr þessu og hann frekast gat Vinurinn herti þá roðurinn og sagði að hún hefði verið með nærri hverjum karlmanni í bænum. Brúðguminn gerði enn Utið úr þessu og sagði. „Blessaður, láttu nú ekki svona, þetta er svo sem engin miUjónaborg. Þingmaður götunnar Það er meira ort af góðum vísumá Al- þinginúum stundir en ver- ið hefur lengL Það eru margir- hagyrðingarí hópi þing- manna og sum- ir gððir. Þar í hópi er séra Hjálmar Jðnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, og enda landskunnur sem slikur. Hjálmar yrkir mikið og er fljótur að þvi. Það var einhvern tíma í haust, í miklum pólitiskum umræðum, að SvavarGestsson, þingmaður og fyrrum menntamála- ráðherra, fór mikinn í ræðustól. Hann úthúðaöirítósstjórninni, sagði hana lúna og senn búna að vera. Þá orti séra Hjálmar. Lúin er stjórnin, og lek eins og hrip og látin, senn borin til grafar, þrumaði úr ræðustöl, þungur á svip, þingmaöur götunnar, Svavar. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson. Tvíburabræður sakaðir um að leggja undir sig skólafélag Iðnskólans í Reykjavík: Vantar nær milljón í skólafélagsins - bræðurnir hafa oft komist í kast við lögin vegna bruggs og fleiri afbrota „Það vantar verulega fjármuni I sjóð skólafélagsins og það virðist vera útilokað að fá upplýsingar um stöðuna. Við höfum fyrir tilviljun fengið yfirlit um tékkareikning fé- lagsins og þar sést að sjóðurinn er tómur o'g meira en það og svo virð- ist sem drjúgur hluti hafi farið í að greiða reikninga á veitingahúsum," segir Sævar Óli Helgason, stjórnar- maður hjá Iðnnemasambandi ís- lands. Mikill kurr var í nemendum Iðn- skólans í Reykjavík þegar fréttir bárust um að fjármunir skólafélags- ins væru uppurnir án þess að greitt hefði verið til einstakra deildarfé- laga í skólanum eins og lög félagsins kveða á um. Ljóst er af reikingsyiirliti fyrir tékkhefti félagsins að frá því ný srjórn tók við þann 1. september að eytt hefur verið nærri 1,3 miUjónum af reikningnum og er þar nú kom- inn yfirdráttur upp á riflega 200 þús- und krónur. Að hluta eru þessar greiðslur vegna fastra útgjalda en einnig fóru um 130 þúsund krónur í risnu fyrsta mánuðinn sem ný stjórn var við völd. Þeir iðnnemar sem DV rasddi við töldu erfitt að greina hve mikla fjármuni vantaði en þó væri ekki nægt að gera sér grein fyrir i hvað um 900 þúsundir króna hefðu farið. Iðnnemar ihuga að kæra máUð tU rannsóknarlögreglvmnar. Andstæðingar meirihluta srjórn- arinnar segja að formaður og gjald- keri, en þeir eru tvíburabræður, hafi lagt undir sig skólafélagið og Ólafsfjörður: Tíu metra öldu- hæð - óvenju mikið brim Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Óvenjumikið brim hefur verið í Ólafsfirði undanfarna daga, eða aUt frá því á sunnudag. Þá náði brimið reyndar hámarki þegar það fór í tveimur mælingum vel yfir 10 metra ölduhæð. Síðustu árin hefur öldumælinga- dufl verið á Grímseyjarsundi. Land- stöðin fyrir þetta dufl er í áhalda- húsi bæjarins og þar er hægt að fylgjast með ölduhæðinni á þriggja tíma fresti en þegar ölduhæðin eykst koma tölur örar, jafhvel á klukkutímafresti. Á sunnudag gerð- ist það tvisvar að ölduhæðin fór í 10,4 metra hæð. Á mánudag var hún 8,5-9,5 metra en minnkaði eftir því sem leið á daginn. Á þriðjudags- morgun var meðalölduhæð komin niður í 4,6 metra. Þorsteinn Björnsson bæjartækni- fræðingur segir að reyndar sé þetta öldurót í meira lagi en ekkert rjón hafi orðið sem heitið geti. Það eina sem orð sé á gerandi sé að klæðning á norðurgarði rifnaði í hamagangin- um. Hann segir reyndar að mesta ölduhæð sem hann viti um hér um slóðir sé 14 metrar. nori eigur þess sem sínar, haldi ekki fundi og gefi engar skýringar. Átök urðu um kjör stjómar í vor og var kosningin kærð vegna þess að fleiri atkvæði komu upp úr kjörkassanum en látin voru í hann. Ekki þótti þó ástæða tU að ógUda kosninguna. Umræddir tvíburabræður hafa á undanförnum árum oft komist í kast við lögin, einkum vegna brugg- mála. Voru þeir dæmdir fyrir þau verk. Eykur feriU þeirra mjög á tor- tryggni meðal nemenda. „Við reynum að fylgjast með þessu máli eftir því sem við getum. Vissulega eru tölur um risnu háar en inn í þetta mál blandast einnig átök mUli fylkinga í skólanum," sagði Ingvar Ásmundsson, skóla- meistari Iðnskólans, í samtaU við DV. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.