Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 15 Fórnarlömb fjallalambsins Nokkrar hetjur íslenskar sem áttu nýlega mjög áríðandi erindi uppá sjötta hæsta fjall heims, vöktu athygli fjölmiðla og eflaust einhverra annarra fyrir hagsýni sína þegar þær ákváðu að fara þetta fótgangandi í stað þess að taka þyrlu einsog venjulegir menn. Hefðu þær hinsvegar átt jafn brýnt erindi uppá heimsins hæsta fjall, - íslenska kjötfjallið, og komist þangað á guðsdekkjunum einum saman, þá hefði það óvið- jafnanlega afrek án efa vakið heimsathygli í erlendum fjölmiðl- um einnig. Fleiri grænir en framsóknarmenn Þegar lambbúnaðarráðherra tal- aði á dögunum um nauðsyn niður- -skurðar á ýmsum „sviðum", hélt ég í einfeldni minni að hann ætti við minnkun sauðfjárstofhsins, en auðvitað var það alger misskiln- ingur. Það eru greinilega fleiri grænir en framsóknarmenn. Skil ekki hvernig ég gat látið mér detta í hug að hann hefði slíkan stór- glæp í huga. Ég misskildi hann aft- ur þegar hann sagði að vandi þjóð- arinnar væri ærinn. Hélt hann meinti að vandi þjóðarinnar væri „ærin". Þessi skepna, rollan (ekki lambbúnaðarráðherrann), virðist eiga einkennilega stórt rúm í hjörtum okkar íslendinga. Skipar þar í rauninni Öndvegissess, ásamt skattsvikum og Kristi. Kannski finnum við til skyldleikans. Kannski er það útlitið. Hugsana- hátturinn. Eðlið. Sauðareðlið. Veit það ekki. Það að fækka þessum heilögu „kúm" niður í það sem eðlilegt gæti talist, væri í hugum okkar íslendinga á við einskonar þjóðarhreinsun, - það væri glæpur gegn mannkyninu. Við myndum líklegast senda kæru til Amnesty International og Mannréttinda- dómstóls Evrópu, - fara framá N"rnberg- réttarhöld, part n. Við viljum af einhverjum ástæðum endilega gefa þetta dýr út í stærra upplagi en plötur Michaels Jacksons jafnvel þó markaðurinn torgi aðeins broti af því. Þegar guð talaði hér forðum um að við ætt- um að uppfylla jörðina þá held ég að hann hafi ekki átt við að við ættum að fylla hana af rollum og að við íslendingar ættum einir að sjá um þá hlið mála. Þessi dýra- Kjallarinn kenstein sem verður að halda líf- inu í, jafhvel þó það kosti þjóðina sjálfa lífið. Við erum til fyrir það, ekki það fyrir okkur. Ærgildi ofar manngildi. Þó allt fari hér í rauð- glóandi hurðarlaust helvíti og jafn- vel sjálf hungurlúsin þurfi að girða sultarólina, þá skal engu að síður mestum peningum ausið í þá „atvinnugrein" sem skilar minnst- Stjórnmálamenn eru menn sem lifa eftir þeirri heimspeki að útlit- ið verði ekki eins svart ef þeir bæta gráu ofaná það. Stjórnar- flokkarnir, sem sameiginlega eru með fylgi sem slagar uppí hreinan spíra í prósentum talið, eru ein- göngu að láta draum kjósenda sinna rætast. Urðun sauðfjár og urðun fjár svo milljörðum skiptir Sverrir Stormsker tónlistarmaður og rithöfundur tegund, sem fráleitt hefur óbeit á ofbeit, er svo gott sem búin að rýja landið innað skinni og landann sömuleiðis í fjárhagslegu tilliti ef djúpt skal í árinni tekið. Ærgildi ofar manngildi Hlutverkin hafa snúist við. Nú er náttúrulega ekki við „blessaða sauðkindina" að sakast, heldur vitaskuld sauðina sem setið hafa á Alþingi í gegnum tíðina og þá sof- andi sauði sem hafa veitt þeim um- boð til athæfisins. íslenskt land- búnaðarkerfi, þetta áttunda undur veraldar, er einhverskonar Fran- „Það er stundum einsog stjórnmálamenn hafi ekki rænu á að vera með réttu ráði. Sagt er að trúin flytji fjöll, en trúin flytur ekki kjötfjöll. Það gera stjórnmálamenn hinsvegar. Þeir flytja þau á haugana." um arði og ekkert múður með það. Fyrr líður sólkerfið undir lok en íslenska landbúnaðarkerfíð. Það er stundum einsog stjórnmálamenn hafi ekki rænu á að vera með réttu ráði. Sagt er að trúin flytji fjöll, en trúin flytur ekki kjötfjöll. Það gera stjórnmálamenn hinsvegar. Þeir flytja þau á haugana. En það ein- kennilega er, að þegar slikt á sér stað, þá rís kindarleg þjóðin uppá afturlappirnar í heilagri bræði og vandlætingu og á bara ekki til orð. Ætlar þjóðin aldrei að skilja að sauðfjárurðun er hluti af landbún- aðarkerfinu sem hún er svo ham- ingjusöm með einsog allt annað. er íslensk landbúnaðarstefna í hnotskum. Svo „don't worry, be happy." Lambbúnaðarráðherra kom fyrir skemmstu með ansi skemmtilega hugmynd; að salla 3ja flokks rolludruslur niður í strimla og nota þær þannig sem áburð til landgræðslustarfa. Flott. Stunda semsé offramleiðslu með tilheyr- andi ofheit og landeyðingu, og nota svo líkin til landgræðslustarfa. Snjallt. Ég er líka með hugmynd: Afhverju eru rollurnar ekki látnar éta umframbirgðirnar af kinda- kjötinu? Sverrir Stormsker Ætlar þjóöin aldrei að skilja að sauðfjárurðun er hluti af landbúnaðarkerfinu? spyr Sverrir í greininni? Ættlerahagfræðin Einu sinni komu kommar með línuna að austan: Sovétrikin eru nú fyrst farin að geta framleitt vél- ar, sem framleiða vélar, sem fram- leiða neysluvarning. Þessa áróð- urslygi er réttast að skoða í ljósi upphafi tæknibyltingar. En hún fór fram á þann hátt að aðferð við að kveikja eld, búa til boga og örv- ar, frumstæðan rennibekk og bor- vél kom á sama tíma. Til að kveikja eldinn, þá sneru menn spýtu undir þrýstingi. Til að minnka viðnám var notaður steinn til að halda ofan á endann. Til að einn gæti verið að, þá var snúinn hárstrengur og settur á bogna spýtu, lykkja sett um spýt- una og dregið fram og aftur svo spýtan snerist. Með þessu varð bæi til vinnuað- ferð og verkfæri. Lendi fólk í hrakningum, þá er ótrúlegt hvað er hægt að bjarga sér með þennan búnað. Neysluvarningur er upp- haflega orðinn til við handavinnu, og má nefna Hong Kong í því sam- bandi. Samsvarandi lygi Hérlendis hefur gengið um tíma svipuð lýgi. Hún felst í því, að hér verði fyrirtæki að verða stór til þess að vera snúningafær á við er- lend stórfyrirtæki. Nú nú, til þess Kjallarinn að fjármagni í gegnum pólitíska stýringu á lánsfé, til þess að bæta upp vangetu ættleranna á vinnu- markaði. Hagfræðilega gerist það, að frumkvæði, er drepið, til þess að ættlerarnir komist að. Afleiðingin verður afstæður samdráttur í lifs- hörð peningapólitík virkar ekki nema allir sæti markaðsverði, en þaðgera kvótaeigendur og einka- leyfishafar ekki. í staðinn sætir al- menningur markaðsverði og at- vinnuleysi brestur á. Almenningur er skattlagður til þess að borga tapið á einokunar- Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri að gera þetta, þá þarf náttúrulega að búa til Hörmangararétt handa réttum ættum, því ekki er hægt að ætlast til að ættlerarnir séu gjald- gengir á vinnumarkaði. Þetta er gömul saga. Myndun þéttbýlis var heft með því að vista fólk á bæi, einmitt sakir þess að landeigendur hefðu annars orðið að vinna með höndunum. Síðan eru búnir til kvótar, tollmúrar, einkaleyfi og sérstakur aðgangur „Fjárfest er upp í þol kvótanna til að bera fjárfestinguna. Það er til þess að þykjast vera með stórfyrirtæki, en er í reynd óþarfa ávöxtun á erlendu lánsfé með fiskimiðin að veði." kjörum, miðað við aðrar þjóðir. Fjárfest er upp í þol kvótanna til að bera fjárfestinguna. Þaö er til þess að þykjast vera með stórfyrir- tæki, en er í reynd óþarfa ávöxtun á erlendu lánsfé með fiskimiðin að veði. Almenningur skattlagður En svo þarf lika aö vera með al- vörupeninga, og reka hér harða peningapólitik. Það gengur hag- fræðilega ekki upp, vegna þess að fyrirtækjum, bæði með óeðlilegum verðum og beinni skattlagningu. Þessi lygahagfræði er hvað yfir- gengilegust í hatri yfirvaldanna á smábátaeigendum. Þeir fremja þann glæp að vera gjaldgengir á vinnumarkaði. Og sýna arðsemi. Það má ekki sjást, því ættlerarnir þola ekki að slikt viðgangist, þeir ætru ekki annað eftir en þurfa að sýna arðsemi! Þorsteinn Hákonarson Sturla Böðvars- son alþingis- maður. Meðog a moti Ráðherra haldi sig til hlés í álversmálum Reynslan hefur kennt okkur „Reynslan hefur kennt okkur að það þarf að fara mjög varlega í samningum í stðriðjumálum. Það hafa verið skipaðar samn- inganefndir til að vinna að þessum málum, sem ég tel eðli- legt að eigi að gerast á vett- vangi Landsvirkjunar og iönaðar- ráöuneytisins sem standa fyrir sérstakri markaðsskrifstofu. Skrifstofan hefur unnið að frumat- hugunum þessara mála. Síöan hafa verið skipaðar viðræðunefhd- ir. Það tel ég eðlilegan framgangs- máta auk þess sem það er eölilegt að samningar gangi á vegum stór- iðjufyrirtækjanna, s.s. eins og Járnblendiverksmiðjunnar sem er að kanna möguleika á stækkun, þannig að hin faglegu sjónarmið komist rækilega að. . Hins vegar er það Ijóst að iðnað- arráðherra á hverjum tíma ber ábyrgð á meginstefhumótuninni og undirbúningi lagasetningar sem fylgir stóriðjusamningum. Þar eiga ráðherrar að koma að málinu en eiga ekki að halda sér í framlinunni og láta líta út sem þeir standi sjálflr í samningavið- ræðum." Ekkert leynimakk „Allir samn- ingar við er- lenda aðila um stóriðjufram- kvæmdír eiga sér stað í við- ræðunefndum. Að þeim koma fulltrúar ráð- herra og Lands- virkjunar. Stað- reyndin er hins vegar sú að i flestum tilfellum, þegar samning- ar takast, þá er ekki bara spurn- ing um hvort samið sé í skatta- málum, umhverfismálum eða raf- orkumálum. Þetta verður að vera einn heildstæður samningur sem tekur til allra þessara þátta. Þegar um slíkt er að ræða þá verður nið- urstaðan sú að margir þurfa að koma að málinu. Til að samninga- nefndir geti samið um heildar- lausnir þá" þurfa þeir að hafa stuðning viðkomandi ráðherra. Þess vegna þarf viðkomandi ráð- herra að fylgjast mjög náið með öllu því sem gerist Þetta fer allt saman fram i gegn- um samninganefndirnar. Þegar samningur hefur síðan komist á þá fer hann fyrir Alþingi og ráð- herra fylgir honum þar eftir. Samninganefhdir geta aldrei náð heildarsamningi, málið þarf heild- armeðferð. Nefndirnar þuifa stuðning ráðherra til þess aö geta lokið málinu. Ég tek hins vegar undir það að ráðherrar eiga ekki að taka bein- an þátt í samningaviðræðunum. Það hef ég Uka ekki gert. Þegar upp er staðið er það auð- vitað þjóðin sem þarf að vita hvað er að gerast. Þarna er ekki um neitt leynimakk að ræða." -bjb Finnur Ingólfs- son iðnaðarráö- herra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.