Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995
11
Fréttir
Snjóflóðið á Flateyri:
Sjálft björgunarstarf
ið gengur fyrir öllu
- segir Friðrik Sophusson, starfandi forsætisráðherra
„Það var ákveðið á ríkisstjórnar-
fundi að setja af stað samstarf ráðu-
neytisstjóra, eins og eftir Súðavikur-
slysið fyrr á árinu, til að samræma
allar aðgerðir og hafa á einum stað
það vald sem þarf að vera fyrir hendi
í stjórnsýslunni til þess að greiða
fyrir, bæði með fjármunum og öðr-
um hætti, því björgunarstarfi sem
nú stendur yfir. Það eru gefin út þau
fyrirmæli af hálfu ríkisstjómarinnar
að ráðuneytisstjóramir skuh í sínu
starfi, með hjálp þeirra stofnana sem
við höfum yfir að ráða, greiða fyrir
sjálfu björgimarstarfinu eins og
hægt er. Og nú er allt kapp lagt á
sjálft björgunarstarfið á Flateyri.
Samgöngur verða samræmdar. Veg-
um verður haldið opnum. Séð verður
til þess að skip séu tiltæk, bæði varð-
skip og hugsanlega önnur skip ef á
þarf að halda og við munum ná t±l,
og síðast en ekki síst flugvélar. Sjálfu
björgunarstarfinu er stýrt af Al-
mannavömum ríkisins. Síðan kem-
ur Rauði krossinn að þessu, sem og
allt þetta úrvalsfólk sem starfar í
hjálpar- og björgunarsveitum lands-
ins. Þannig verður reynt að sam-
ræma allt sem þarf til sjálfs björgun-
arstarfsins," sagði Friðrik Sophus-
son, íjármálaráðherra og starfandi
forsætisráðherra.
Hann sagði ríkisstjórnina fylgjast
mjög náið með framvindu mála fyrir
vestan og í dag verður svo haldinn
annar ríkisstjómarfundur þar sem
farið verður yfir stöðu mála.
„Síðan má ekki gleyma því að ráðu-
neytisstjóranefndin verður að hta til
fleiri þátta sem ekki era bundnir við
Flateyri. Það kemur í ljós með þessu
snjóflóði að það þarf að endurmeta
alla stöðuna. Þetta snjóflóð fellur
ekki innan þeirra marka sem menn
höfðu helst búist við. Það gerir það
að verkum að menn verða að hugsa
allt snjóflóðahættudæmið upp á nýtt
á öhum helstu snjóflóðahættusvæð-
um landsins. Og gleymum því ekki
að það er enn sumar á almanak-
inu,“ sagði Friörik.
Hann sagði að það væru ótal spum-
ingar sem þyrfti aö svara þegar frá
hður.
„En á þessari stundu og meðan á
þarf að halda munum við beita öhu
því afli sem við höfum yfir að ráða
við sjálft björgunarstarfið,“ sagði
Friðrik Sophusson, starfandi forsæt-
isráðherra.
ísaflörður:
Snjóflóð féll á sorp-
brennslustöðina Funa
Mheli
Ettirelnn -eiakineinn
Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirdi:
Snjóflóð féh á sorpbrennslustöðina
Funa í Skutulsfírði, sem stendur
undir hlíðinni nokkru innan við ísa-
harðarflugvöll, rétt fyrir kl. tvö í
fyrradag. Thvhjun réð því að ekki
varð manntjón en tveir starfsmenn
voru í stöðinni. -Þeir voru staddir á
skrifstofu stöðvarstjórans sem var
eina rýmið í byggingunni fyrir utan
kjallarann sem slapp tiltölulega vel.
Eignatjónið hleypur jafnvel á hundr-
uðum milljóna króna. Stöðin var tek-
in í notkun fyrir einu ári og kostaði
fullbúin um 250 milljónir króna fyrir
utan vsk.
Skúli Skúlason og Bjarki Rúnar
Skarphéðinsson starfsmenn voru í
stöðinni. Þorlákur stöðvarstjóri
skrapp út á ísafjörð rétt áður en flóð-
ið féh.
„Flóðið virðist vera hátt í hundrað
Bjarki Rúnar Skarphéðinsson og Þorlákur Kjartansson stöðvarstjóri nokkru
eftir að snjóflóðið féll.
DV-mynd Hlynur Þór Magnússon
metrar á breidd og á að giska tíu th
tólf metrar á hæð. Það fór alveg upp
á efstu hæð en húsið er fjórar hæðir
auk kjallara," sagði Þorlákur.
„Vissulega vomm við smeykir þeg-
ar við áttuðum okkur á þvi hvað
gerst hafði. Þetta tók mjög snöggt af,
kannski fimm th sex sekúndur, byrj-
aði með hvin og síðan brothljóðum.
Svo varð dauðaþögn. Þá áttuðum við
okkur á þessu. Fyrst leituðum við
að hlífðarfótum, við vorum létt-
klæddir þarna inni. Við höfðum
áhyggjur af Þorláki. Hann heföi þess
vegna getað verið fyrir ofan stöðina.
Við komumst út og ákváðum að
komast á næstu bæi, út að Kirkjubæ
eða Höfða. Það varð að samkomulagi
á leiðinni að Skúli yrði eftir við hús
sem heitir Gmnd en ég hélt áfram
og var kominn th byggða um tuttugu
eða tuttugu og fimm mínútum eftir
að þetta gerðist," sagði Bjarki Rúnar.
Föstudagur 27. okt.
kl. 9.00 - 23.00 Hitt Húsið
GALLERÍ GEYSIR
MYNDLISTARSÝNING.
kl. 10.00 -17.00 Háskólabíó
LJÓSMYNDASÝNING frá maraþoni.
kl. 13.00 -19.00 Kringlan
INTERNETSMIÐJA Síberíu
kl. 20:00 Hitt Húsið
LEIKSMIÐJA
kl. 20:30 Tjarnarbíó
DJASSTÓNLEIKAR
sími: 551-5353
Snjóflóöiö á Flateyri:
Allt snjóf lóðahættumat
þarf að meta upp á nýtt
segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra
„Það sem við höfum lagt alla
áherslu á í dag er sjálft björgunar-
starfið og að gera það sem í okkar
valdi stendur til að auðvelda það sem
frekast er kostur. Á ríkisstjórnar-
fundinum var ráðuneytisstjóra-
nefndin endurvakin en hún reyndist
afar vel eftir Súðavíkurslysið í vetur
og menn telja nauðsynlegt að til sé í
stjómsýslunni nefnd sem getur tekið
við erindum og tekið ákvarðanir þeg-
ar í stað ef á þarf að halda,“ sagði
Páll Pétursson félagsmálaráðherra í
samtali við DV.
Hann var spurður hvort ekki yrði
að taka snjóflóðavarnir og búsetu
fólks á snjóflóðasvæðum th endur-
skoðunar í ljósi þeirra mannskæðu
slysa sem orðið hafa í snjóflóðum á
síðustu misserum?
„Það er alveg ljóst að óhjákvæmi-
lega verður aö hugsa allt dæmið
varðandi snjóflóð og snjóflóðavamir
í landinu upp á nýtt. Hættumatið sem
fyrir hggur er greinilega ófullkomið
eins og mörg mannanna verk. í
greinargerð, sem ég undirskrifaði í
sumar, var ákveðið að láta gera nýtt
hættumat. Ég var búinn að fá nýtt
hættumat frá Súðavík, Tungudal og
Hnífsdal. Það er ég þegar búinn að
staðfesta. Frá Flateyri hefur ekkert
komið á mitt borð um nýtt hættumat
en samkvæmt því gamla þá fellur nú
snjóflóð á svæði sem talið var ör-
uggt,“ sagði Páh.
Hann var spurður hvort ekki þyrfti
að halda ráðstefnu vísindamanna í
veðurfræðum, snjóflóðafræðum og
ef th vih fleiri fræðum sem tengjast
snjóflóðum og snjóflóðavömunum í
ljósi breytts veðurfars sem aftur leið-
ir th breytinga á snjóflóðúm oig
hættusvæðum.
„Sjálfsagt væri það th góðs en óvíst
að það dugi, svo miklar breytingar
virðast hafa orðið eins og best sést á
því að samkvæmt almanakinu er enn
sumartími," sagði Páh Pétursson.
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1983- 2.fi. 1984- 3.fl. 01.11.95 -01.05.96 12.11.95 - 12.05.96 kr. 68.603,20 kr. 85.833,10
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1,
og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 27. október 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS