Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 32
V FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 1 b\*A 1 Frjálst,óháð dagblað 1 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995. Gunnar Valdimarsson: Margirleggj- ast hræddir tilsvefns „Ég hugsa að ég hafi veriö með þeim fyrstu sem varð var við flóðið og gat látið vita með því að hringja í neyðarlínuna. Við hjónin vorum tvö fóst á efri hæð hússins en ekkert amaði að okkur. Við gátum látið vita og ég hvatti menn til þess að byrja að leita ofan við okkur og sækja okk- ur þegar um hægðist. Nú erum við flutt inn til gamallar vinkonu okkar hjóna," sagöi Gunnar Valdimarsson í samtah við DV í gærkvöldi en í gærmorgun talaði DV við hann í síma þar sem hann beið í fjórar klukkustundir ásamt konu sinni, Mörtu Ingvarsdóttur, eftir að þeim yrði hjálpað út úr húsi þeirra. Gunn- * arsegirótrúlegtaðþauskyldusleppa því neðri hæð húss þeirra splundrað- ist sem og húsin fyrir ofan hann og neðan. „Fólk er vitanlega slegjð vegna þessa og það er hrætt við að fleiri flóð kunni að falla. Lítill tími hefur gefist til þess að velta framtíðinni fyrir sér en við mig sagði maður í dag að^haan færi aldrei aftur inn í húsið sitt. Ég sé heldur ekki hvar reisa ætti nýbyggingar því nú er svo stórt svæði komið inn á hættusvæð- , ið. Þetta flóð setur allt úr skorðum því fjölmörg þeirra húsa sem fóru í flóðinu voru ekki á hættusvæði. Margir leggjast hræddir til svefns í nótt og einhverjir eiga eflaust eftir að eiga andvökunótt eftir allt sem á hefur dunið. Það er a.m.k. víst að ég á ekki von á að geta sofið mikið," sagðiGunnarígærkvöldi. -sv Snjóflóöiö: Samkomaí Neskirkju Flateyringar og aðrir Öhfirðingar ætla að halda fyrirbænastund og ' helgistund í Neskirkju í kvöld klukk- an 21.00. Prestur verður séra Guð- mundur Óskar Ólafsson. Samkoman er ætluð Önfirðingum og aðstand- endum þeirra. Afmælishátíð- umDVfrestað Ákveðið hefur verið að fresta um óákveðinn tíma fyrirhuguðum af- mælishátíðum DV sem halda átti víða um land á næstu vikum. Ástæð- an er hörmungaratburðirnir sem áttu sér stað á Flateyri í gær. Þegar að því kemur mun blaðið -auglýsa hvenær þráðurinn verður tekhin upp að nýju. LOKI Loki situr á strák sínum. Nítján létulífið og ársgamallar stúlku er saknað eftir snjóflóðið á Flateyri: Snjórinn mun verri við aðeiga - segir Gunnar Pétursson, leitarstjóri á næturvaktinni á tlatéyri „Þetta er mun verra viö að eiga en í Súðavík; Snjórinn ér harðarí og flóðiö hefur veríð mjðg þykkt," sagði Gunnar Féturssbn, leitar- stjóri á nætunraktinni á Flateyri, í samtali við ÐV i morgun. Gunnar leysti Snörrá Hermanns- son frá ísafirði af í gærkveldi eftir að hann hafði stjórnað leit frá í gærmorgun. Váktaskipti úrðu þeg- ar björgunarmenn komu um átta- leytið í gær með varðskiþunum Ægiqg ÓðnL Þá haföi hópur björg- unarmanna veriö að stórfum í 15 klukkutíma samfleyft við rajögerf- iðar aðstæður. Ails voru um 400 manns yið leít í snjóflóðinu í gær ognótt í morg- un voru 130 enn við störf og höfðu þeir skipt liðinu i þrja hópa. Gekk liðið tii skiptis í að leita Rebekku Rutar HaraMsdóttur, ársgamallar stúiku, í rustum hússins númer 10 við HJallaveg. í gær fundust for- eldrar hennar og tvö systkini látin í húsinu. Alls fórust 19 1 flóðinu, 10 karlar, sex konur og þrjú börru Gxuinar var einnig við björgunar- störf í Súðavík í januar. Hann sagði að aðkoman nú hefði verið verri en hann hefði átt von á og hafði á orði að ieitin tæki á menh þótt reyndir væru; hörmungarnar yæru ólýsaniegar og enginn gæö vanist iífsreynslu sem þessari. Varðskipiö Ægir fór frá Flateyri um kltíkkan tíu í gærkveldi og með skipinu eru 24 Flateyringar og eins aökomumenn sem nú yftrgefa stað- irm. Óðinh verðuf áfram vestra og hafa björgunarmenn þar athvarf auk þess sem skóhnn og frystihúsið eru nýtt í þágu bjorgunarstarfsins. Sérfræðingar hafa ekki náð að rannsaka flóöið og ekki hafði held- ur í morgun unnist timi til að kanna hættu á nýju flóði úr svo- köUuðu Búðagili en þar hefur snjór hlaðist upp síðasta sólarhringmn. Öll hús neðan gilsins hafa þó verfð rýmd og raunar öll hús á efri hluta eyrarinnar. Eru þá 39 hús mann- laus auk þeirra sera ónýt eru, Það er um tveir þriðju húsa á staðnum. Eftir upþlýsingum frá Veðurstof- unni er heíst tahð að flóðið hafi veríðsvokallaöflekafloð. Laust eft- ir klukkan fiogur um nóttína braust þurr snjór fram úr Skolla- hvilft, blotnaði við núninginn á leið niður Wíðina og hljóp í eitiiharða, þétta hellu þegar hann staðnæmd- ist niðri á eyri. Leilarhundar vorú fluttir frá Isafirði í gærmorgun og áttu þeir sinn þátt í að tíu mönnum var bjargað þegar fyrir hádegi í gær. Sföar voru fleirí leitarhundar flutt- ir með þyrlum á staðinn enTF-LÍF og tvær þyrlur frá Varnariiðinu komust til Fiateyrar eítir miðjan dagígær. Ríkisstiórnin kom saman til fundar í morgun og var þár rætt um viðbrögð við höraungunum og áðstoðviöFlateyringa. -GE Eyöileggingin er gífurleg í farvegí snjóflóösins á Flateyri. Hér má sjá enda á húsi þar sem gaflinn hefur rifnað úr og eftir stendur gapandi tóftin. Alls eru 17 íbúðarhús stórskemmd eöa ónýt. DV-mynd GVA KjeUHimreíHolti: Björgunar- menn settu sigíhættu „Dagurinn byrjaði um hálftimm i morgun þegar við fengum tilkynn- inguna um snjóflóðið. Bændurnir í Önundarfirði komu saman hér í Holti og við fórum niður að bryggju til þess að undirbúa komu Æsunnar, skipsins sem flutti björgunarmenn frá ísafirði," sagði Kjell Himre í Holti í samtah við DV í gærkvöldi. Hann sagði veðrið hafa verið kolbijálað í gærmorgun og menn hafa orðið að skríða út á bryggjuna til þess að kveikja ljós. „Ég hugsa að hér hafi verið tólf vindstig og bryggjan hér er ónýt svo að skipið gat ekki lagst að henni. Björgunarmenn þurftu því að setja sig í hættu þegar þeir urðu að stökkva fimm og fimm um borð í einu. Kjell sagði að í Holti væru um 20 manns sem þurft hefðu að flytja úr húsum sínum vegna snjóflóðahættu auk nokkurra sem væru veðurteppt- ir. Hann sagði enga kennslu hafa verið í skólanum frá því á þriðjudag, ekkert rafmagn væri og þess væri ekkiaðvæntaíbráð. -sv Veöriö á morgun: Slydduél sunnanlands Á niorgun verður austankaldi eða stinningskaldi og slydduél sunnanlands. í öðrum landshlut- um verður austan- og norðaust- angola eða kaldi og smáél norð- austanlands en annars að mestu þurrt. Hiti verður frá 6 stigum syðst á landinu niður í 2 stiga frost á Vestfjörðum. Veðrið í dag er á bls. 36 ct»2 k Litla » merkivélin W Loksins með Þ og Ð \z¥l\^z1^1iIl Nýbýlaveg 28-sími 554-4443 ÞREFALDUR1. VINNINGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.