Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Síða 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995.
bfother
Litla
merkivélin
Loksins
með Þ ogÐ
Nýbýlavegi 28-sími 554-4443
Veðriðámorgun:
Slydduél
sunnanlands
Á morgun verður austankaldi
eða stinningskaldi og slydduél
sunnanlands. í öðrum landshlut-
um verður austan- og norðaust-
angola eða kaldi og smáél norð-
austanlands en annars að mestu
þurrt.
Hiti verður frá 6 stigum syðst á
landinu niður í 2 stiga frost á
Vestfjörðum.
Veðrið í dag er á bls. 36
í
LOKI
Loki situr á strák sínum.
Gunnar Valdimarsson:
Margir leggj-
ast hræddir
til svefns
„Ég hugsa að ég hafi verið með
þeim fyrstu sem varð var við flóðið
og gat látið vita með því að hringja
í neyðarlínuna. Við hjónin vorum tvö
fóst á efri hæð hússins en ekkert
amaði að okkur. Við gátum látið vita
og ég hvatti menn til þess að byxja
að leita ofan við okkur og sækja okk-
ur þegar um hægðist. Nú erum við
flutt inn til gamailar vinkonu okkar
hjóna,“ sagði Gunnar Valdimarsson
í samtali við DV í gærkvöldi en í
gærmorgun talaði DV viö hann í
síma þar sem hann beið í fjórar
klukkustundir ásamt konu sinni,
Mörtu Ingvarsdóttur, eftir að þeim
yrði hjálpað út úr húsi þeirra. Gunn-
ar segir ótrúlegt að þau skyldu sleppa
því neðri hæð húss þeirra splundrað-
ist sem og húsin fyrir ofan hann og
neðan.
„Fólk er vitanlega slegið vegna
þessa og það er hrætt við að fleiri
flóð kunni að falla. Lítill tími hefur
gefist til þess að velta framtíðinni
fyrir sér en við mig sagði maður í
dag að^haan færi aldrei aftur inn í
húsið sitt. Ég sé heldur ekki hvar
reisa ætti nýbyggingar því nú er svo
stórt svæði komið inn á hættusvæð-
, ið. Þetta flóð setur allt úr skorðum
því fjölmörg þeirra húsa sem fóru í
flóðinu voru ekki á hættusvæði.
Margir leggjast hræddir til svefns í
nótt og einhveijir eiga eflaust eftir
að eiga andvökunótt eftir allt sem á
hefur dunið. Það er a.m.k. víst að ég
á ekki von á að geta sofið mikið,"
sagðiGunnarígærkvöldi. -sv
Snjóflóðið:
Samkomaí
Neskirkju
Flateyringar og aðrir Öhfirðingar
ætla að halda fyrirbænastund og
' helgistund í Neskirkju í kvöld klukk-
an 21.00. Prestur verður séra Guð-
mundur Óskar Ólafsson. Samkoman
er ætluð Önfirðingum og aðstand-
endum þeirra.
Afmælishátíð-
umDVfrestað
Ákveðið hefur verið að fresta um
óákveðinn tíma fyrirhuguðum af-
mælishátíðum DV sem halda átti
víða um land á næstu vikum. Ástæð-
an er hörmungaratburðirnir sem
áttu sér stað á Flateyri í gær.
Þegar að því kemur mun blaðið
-auglýsa hvenær þráðurinn verður
tekinn upp að nýju.
„Þetta er mun verra við að eiga
en í Súðavík. Snjórinn er haröarí
og flóðið hefur verið mjög þykkt,“
sagði Gunnar Pétursson, leitar-
sfjóri á næturvaktinni á Flateyri, í
samtali við DV í morgun.
Gunnar leysti Snorra Hermanns-
son frá Isafirði af i gærkveldi eftir
að hann hafði stjómaö ieit frá i
gærmorgun. Vaktaskipti m-öu þeg-
ar björgunarmenn komu um átta-
leytið í gær með varðskipunum
Ægi og Óðni. Þá hafði hópur björg-
unarmanna veriö að störfum í 15
klukkutíma samíleytt viö rajög erf-
iðar aðstæður.
AEs voru um 400 manns við leit
í snjóflóðinu í gær og nótt. í morg-
un voru 130 enn við störf og höfðu
þeir skipt liðinu í þrjá hópa. Gekk
liðið til skiptis í aö leita Rebekku
Rutar Haraldsdóttur, ársgamallar
stúlku, í rústum hússins númer 10
við Hjallaveg. I gær fundust for-
eldrar hennar og tvö systkini látin
í húsinu. Alls fórust 19 í flóðinu,
10 karlar, sex konur og þrjú böm.
Gunnar var einnig við björgunar-
störfí Súðavík í janúar. Hann sagði
að aðkoman nú hefði verið verri
en hann hefði átt von á og hafði á
orði að ieitin tæki á menn þótt
reyndir væru; hörmungamar
væru ólýsanlegar og enginn gæti
vanist iífsre\’nslu sem þessari. :
Varöskipiö Ægir fór frá Flateyri
um khikkan tíu í gærkveldi og með
skipinu eru 24 Flateyringar og eins
aökomumenn sem nú yfírgefa stað-
inn. Óðinn verður áfram vestra og
hafa björgunarmenn þar athvarf
: auk þess sem skólinn og frystihúsið
eru nýtt í þágu björgunarstarfsins.
Sérfræðingar hafa ekki náð að
rannsaka flóðið og ekki hafði held-
ur í morgun unnist tími til að
kanna hættu á nýju flóði úr svo-
köliuðu Búðagili en þar hefur snjór
hlaðist upp síðasta sólarhringhin.
Öll hús neðan gilsins hafa þó verið
rýmd og raunar öll hús á efri hluta
eyrarinnar. Eru þá 39 hús mann-
laus auk þeirra sem ónýt eru. Það
er um tveir þriðju húsa á staðnum.
Eftir upplýsingum frá Veðui'stof-
unm er helst talið að flóðið hafi
verið svokallað flekaflóð. Laust eft-
ir klukkan fjögur um nóttina
braust þurr snjór fram úr Skolla-
hvilft, biotnaði við núninginn á leið
niður hlíðina og hljóp í eitilharða,
þétta hellu þegar hann staðnæmd-
ist niðri á eyri.
, Leitarhimdar voru fluttir frá
ísafirði í gærroorgun og áttu þeir
sinn þátt í að tiu mönnum var
bjargað þégar fyrir hádegi í gær.
Síöar voru fleiri leitarhundar flutt-
ir með þyrlum á staðinn en TF-LÍF
og tvær þyrlur frá Varnarliðinu
komust til Flateyrai' eför miðjan
Rikisstjórnin kom saman til
fundar í morgun og var þar rætt
um viðbrögð við hörmungunum og
aðstoðviðFlateyrínga. -GK
Eyðileggingin er gífurleg í farvegi snjóflóðsins á Flateyri. Hér má sjá enda á húsi þar sem gaflinn hefur rifnað úr
og eftir stendur gapandi tóftin. Alls eru 17 íbúðarhús stórskemmd eða ónýt. DV-mynd GVA
Kjell Himre 1 Holti:
Björgunar-
mennsettu
sigíhættu
„Dagurinn byrjaði um hálffimm i
morgun þegar við fengum tilkynn-
inguna um snjóflóðið. Bændurmr i
Önundarfirði komu saman hér í
Holti og við fórum niður að bryggju
tii þess að undirbúa komu Æsunnar,
skipsins sem flutti björgunarmenn
frá ísafirði," sagði Kjeli Himre í Holti
í samtali við DV í gærkvöldi. Hann
sagði veðrið hafa verið kolbrjálað í
gærmorgun og menn hafa orðið að
skríða út á bryggjuna til þess að
kveikja ljós.
„Ég hugsa að hér hafi verið tólf
vindstig og bryggjan hér er ónýt svo
að skipið gat ekki lagst að henni.
Björgunarmenn þurftu því að setja
sig í hættu þegar þeir urðu að
stökkva fimm og fimm um borð í
einu.
Kjell sagði að í Holti væru um 20
manns sem þurft hefðu að flytja úr
húsum sínum vegna snjóflóðahættu
auk nokkurra sem væru veðurteppt-
ir. Hann sagði enga kennslu hafa
verið í skólanum frá því á þriðjudag,
ekkert rafmagn væri og þess væri
ekkiaðvæntaíbráð. -sv