Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 Ólafur Tómas Guðbjartsson, Sigríður Jónsdóttir, Sunna Ragnarsdóttir, Anna Dögg Emilsdóttir og Víðir Már Gísla- son sjá um útvarpsþátt fyrir unglinga á Blönduósi. DV-mynd RaSi Útvarp uriglinga á Blönduósi: Reif í Skjólið í hverri viku „Þátturinn var aðra hverja viku en er nú vikulega því undirtektir hafa verið góðar," segja unglingarnir í Félagsmiðstöðinni Skjóli á Blöndu- ósi sem eru með fastan útvarpsþátt einu sinni í viku. 011 eru þau nem- endur í 9. bekk grunnskólans. Þegar blaðamaður DV átti leið um voru krakkarnir á fullu við að undirbúa útsendingú' næsta dag. Þátturinn er sendur út frá Skagaströnd og njóta krakkarnir aðstoðar Hallbjarnar Hjartarsonar útvarpsstjóra í Kantrýbæ. „Við vinnum allt efni fyrirfram og í næsta þætti verðum við með viðtöl við litla krakka, umfjöllun um íþróttadaginn og okkar eigin vin- sældalista. Við spyrjum krakka um uppáhaldslagið þeirra og úr þeim upplýsingum vinnum við vinsælda- listann." Allt efnið er tekið upp á band fyrir- fram. Krakkarnir gera skipulagt handrit að hverjum þætti og velja lög af geisladiskum í eigu félagsmið- stöðvarinnar til að flytja milli við- tala. Inn á milh eru auglýsingar sem þeir hafa sjálfir safnað. Dagskráin þeirra er í klukkutíma á hverjum föstudegi. „Það hlusta margir á stöðina, líka fullorðnir. Við reynum að hafa efni fyrir fullorðna líka til þess að foreldr- arnir fái eitthvað fyrir sig," segja þau. „Vinnan er ofsalega spennandi. Við þurfum að klippa efnið saman og reynum að hafa viðtal í hverjum þætti. Við höfum fengið styrki frá fyrirtækjum á staðnum til að halda þættinum úti og kaupa efni og tæki." Einar Þorláksson, Jón Kristjánsson, Svavar Jónsson, Rúnar Arnason og Þórir Jóhannsson spiluðu fjörug lög á afmælishátíðinni á Blönduósi. DV-mynd JJ Nikkan er af tur að ná vinsældum „Harmoníkan er oröin vinsæl aft- ur og má heyra í nýjustu popplögun- um harmoníkuna notaða. Það er þessi fransk-ítalski tónn sem er svo vinsæll núna. Fólk vill h'úfari og þýð- ari músík núna en áður," segir Þórir Jóhannsson sem hefur orð fyrir Harmoníkuunnendum Húnavatns- sýslu, eða HUH eins þeir kalla sig. segir Þórir Jóhannsson Félagsskapurinn er fimmtán ára og segir Þórir að það sé nokkuð þokkalegt að gera þótt ekki mæti þeir allir í einu í hvert sinn. Félagið hefur ágæt samskipti við harmon- íkuunnendur í Dalasýslu og síðan reyna þeir að flækjast eitthvað um. Aðspurður segir Þórir að of fáir ungir krakkar læri á hljóðfærið. „Það var í fyrra ung stúlka hér sem er geysiefnileg. Það má segja að ný- liöarnir séu í meirihluta kvenkyns og er það mjög skemmtilegt. Sumir geta státað af nokkrum konum í sín- um hóp svo þetta vígi er fallið eins og mörg önnur," segir Þórir hlæj- andi. Heimilisiðnaðarsafhið á Blönduósi: Munir og rrtinj ar úr héraði „Það voru konur úr Sambandi austur-húnvetnskra kvenna sem stóðu að þessu safni og það var opn- að á 100 ára afmæli Blönduóss árið 1976," segir Elin Sigurðardóttir, for- maður SAHK, um heimilisiðnaðar- safnið á Blönduósi sem er til húsa í hlöðu og fjósi gamla kvennaskólans. Safnið er einstakt að því leyti að ein- göngu eru í því safngripir sem tengj- ast heimilisiönaði. Aðallega er það verk kvenna sem er í safninu en þó er innan um verk eftir karla. Árið 1993 var mynduð sjálfseignarstofnun um safnið sem í eiga SAHK og átta sveitarfélög í héraðinu koma inn í reksturinn. í safninu eru eigur úr búi Halldóru Bjarnadóttur eins og hún bjó við síð- ustu æviárin. Munirnir eru úr héraði aö mestu en Halldóra safnaði mikl- um munum á ferðum sínum um landið. Sumt var unnið af námsmeyj- um í kvennaskólanum en forgöngu- maður um stofnun safnsins var Hulda Á. Stefánsdóttir sem lengi var skólastýra Kvennaskólans á Blöndu- ósi. Mikil vinna hefur verið lögð í að leita að uppruna munanna og eru þeir flestir vel merktir. Listfengi heimilanna í safninu eru margir ótrúlega fal- lega unnir munir sem notaðir hafa veriö af löngu gengnu heiðursfólki. Má þar nefna styttur úr ýsubeinum, styttuband úr mannshári, þunna og fallega trefla, roðskó, glæsilega skautbúninga, marglita skóleppa og svona mætti lengi telja. Handbragðið og nýtnin vekur athygh gesta og hver munur á sína sögu. Niðri er sýning á viðgerðum fatn- aði og húsmunum. Þar sannast mál- tækið aö sjón er sögu ríkari þvi dæmi eru um fatnað með tugum bóta. Þar hefur farið saman gífurleg fátækt og nýtni sem er sjaldséð í dag. Á einum vegg hangir jakki sem lenti í bruna og var ónýtur öðrum megin. Sú sem hefur kúnstoppað hann hefur verið hstamaður í sér og ekki möguleiki að sjá ummerki brunans. Elísabet Sigurgeirsdóttir var lengi formaður Sambands austur-húnvetnskra kvenna. Hér situr hún í Halldórustofu sem geymir muni Halldóru Bjarnadótt- ur sem safnaði mörgum munum sem eru til sýnis í safninu. DV-myndir JJ Samband austur-húnvetnskra kvenna: Minnisvarði um vegagerð kvenna „Sambandið hefur haft forgöngu um ýmsa starfsemi sem síðar varð sjálfsögð í hverju bæjarfélagi. Má þar nefna stofnun skólagarða sem Blönduósbær tók síðar við og að veita viðurkenningar fyrir snyrti- lega umgengni utanhúss," segir Björk Axelsdóttir, ritari sambands- ins. „Það óvenjulegasta sem sambandið hefur tekið sér fyrir hendur er upp- setning minnisvarða um vegagerð kvenna í Kvenfélaginu Heklu en þær ruddu veg yfir svokallaðan Múla milli Hafna og Víkna á Skagaströnd. í Sambandi austur-húnvetnskra kvenna eru 10 kvenfélög í héraðinu með um 180 félagsmenn. Flest þeirra eru stofnuð á sama tíma og samband- ið, eða árin 1927 og 1928. Að sögn Bjarkar hefur félögum fjölgað hin síðustu ár. Sambandið hefur staðið fyrir fjölda námskeiða fyrir félagskonur, hstsýn- ingum og-orlofsferðum fyrir hús- mæður. Annan minnisvarða hefur sambandið séð um að reisa en sá er á Ytri-Ey og er til minningar um fyrsta kvennaskóla Húnvetninga. „Áður fyrr voru hstsýningar og dæmi um framúrstefnu þeirra var að þær fengu „Iistaskáldin vondu" í heimsókn," segir Björk. Kvenfélagið Vaka á Blönduósi, Kvenfélag Sveinsstaðahrepps og Kvenfélag- ið Vonin í Torfalækjarhreppi sáu um undirbúning afmælis DV á Blönduósi. Frá þeim félögum og SAHK vo'ru Sigurlaug Ragnarsdóttir, Elin Sigurðardótt- ir, Björk Axelsdóttir, Sonja Wium, Hlif Sigurðardóttir og Björg Þorgilsdóttir. Yst til hægri er umboðsmaður DV á Blönduósi, Erla Aðalsteinsdóttir. DV-mynd J J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.