Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Side 7
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 dv Sandkorn Oft hefur verið heitt í kolun- um í sambandi við álverið í Straumsvik. Það er engu líkara en að öll málefni þess séu púðri stráð sem auðveld- lega kvikni i af minnsta tilefni. Fyrir alhnörgum árum var mikið deilt um orkuverð til álversins. Þá héldu margir því fram að það væri alltof lágt, við værum að gefa fyrirtækinu raf- magn. Verðeining raforkuverðs til stóriðjufyrirtækia er heiti mills. Nú hefur Finnur Ingólfsson iðnað- arráðherra komið eitthvað við kaunin á þeim álversmönnum. Þeir móðguðust ógurlega og sögðu Finn kollsteypa álverði á heimsmarkaði með ummælum sínum í tjölmiðlum um að stækkun álversins í Straumsvík væri í höfn. Gánmgar voru fljótir að grípa þetta allt á lofti og segja nú að verðeining á orku eftir stækkun verði ekki leng- ur kölluð mills heldur finns. Tóneyra Vestmannaey- ingar segja þá gamansögu að þingmaður þeirra, Ámi Johnsen, hafi verið að syngja og spila á gít- arinn eins og honum einum er lagið. Þá gerðist slys. Amarklóin fræga slóst svo illilega i eyra hans að það rifh- aði af. Strax var bmgðið við og far- ið með Ámi og eyrað til læknis og hann beöinn að sauma eyrað á Áma. Læknirinn svaraði vel um, brá sér frá og kom til baka með annað eyra og sagðist ætla að sauma það á Áma. Hann var spurður hvers vegna hann ætlaði að sauma á aðskotaeyra í stað þess sem rifnaði af. „Jú,“ sagði læknir- inn, „ég ætla að sauma á hann tón- eyra.“ Ekki milljónaborg Það bar til fyr- ir nokkm í kaupstað úti á landi að maður giftist konu eins og gengur. Hún hafði ver- ið frekar létt á bárunni og við margakarla kennd. Vinur brúðgumans var hissa á þessari ráðagerð hans og sagðist ekki skilja hvers vegna hann væri að gitast þessari konu sem hefði verið svo fjöllynd. Brúðguminn gerði eins lítið úr þessu og hann frekast gat Vinurinn herti þá róðurinn og sagði að hún hefði verið með nærri hverjum karlmanni í bænum. Brúðguminn gerði enn litið úr þessu og sagði. „Blessaður, láttu nú ekki svona, þetta er svo sem engin milljónaborg. Þingmaður götunnar Það er meira ort af góðum vísum á Al- þingi nú um stundir en ver- ið hefur lengi. Það era margir- hagyrðingar í hópi þing- manna og sum- ir góðir. Þar í hópi er séra Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, og enda landskunnur sem slíkur. Hjálmar yrkir mikið og er fljótur að þvi. Það var einhvem tima í haust, i miklum pólitískum umræðum, að SvavarGestsson, þingmaður og fyrram menntamála- ráðherra, fór mikinn í ræðustól. Hann úthúðaði ríkisstjóminni, sagði hana lúna og senn búna að vera. Þá orti séra Hjálmar. Lúin er stjómin, og lek eins og hrip og látin, senn borin til grafar, þrumaði úr ræðustól, þungur á svip, þingmaður götunnar, Svavar. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson. Orkuverð Fréttir Tvíburabræður sakaðir um að leggja undir sig skólafélag Iðnskólans í Reykjavík: Vantar nær milljón í sjóð skólafélagsins - bræðurnir hafa oft komist í kast við lögin vegna bruggs og fleiri afbrota „Þaö vantar verulega fjármuni í sjóö skólafélagsins og það viröist vera útilokað að fá upplýsingar um stöðuna. Við höfúm fyrir tilviljun fengið yfirlit um tékkareikning fé- lagsins og þar sést að sjóðurinn er tómur og meira en það og svo virð- ist sem dijúgur hluti hafi farið í að greiða reikninga á veitingahúsum," segir Sævar Óli Helgason, stjómar- maður hjá Iðnnemasambandi ís- lands. Mikill kurr var i nemendum Iðn- skólans í Reykjavík þegar fréttir bárast um að fjármunir skólafélags- ins væru uppumir án þess að greitt hefði verið til einstakra deildarfé- laga í skólanum eins og lög félagsins kveða á um. Ljóst er af reikingsyfirliti fyrir tékkhefti félagsins að frá því ný stjóm tók viö þann 1. september að eytt hefur verið nærri 1,3 milljónum af reikningnum og er þar nú kom- inn yfirdráttur upp á ríflega 200 þús- und krónur. Að hluta em þessar greiðslur vegna fastra útgjalda en einnig fóm um 130 þúsund krónur í risnu fyrsta mánuðinn sem ný stjóm var við völd. Þeir iðnnemar sem DV ræddi við töldu erfitt að greina hve mikla fjármuni vantaði en þó væri ekki hægt að gera sér grein fyrir í hvað um 900 þúsundir króna hefðu farið. Iðnnemar íhuga að kæra málið til rannsóknarlögreglunnar. Andstæðingar meirihluta stjóm- arinnar segja að formaður og gjald- keri, en þeir eru tvíburabræður, hafi lagt undir sig skólafélagið og Ólafsfjörður: - Tíu metra öldu- hæð - óvenju mikið brim Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Óvenjumikið brim hefúr verið í Ólafsfirði undanfama daga, eða allt frá því á sunnudag. Þá náði brimið reyndar hámarki þegar það fór í tveimur mælingum vel yfir 10 metra ölduhæð. Síðustu árin hefúr öldumælinga- dufl verið á Grímseyjarsundi. Land- stöðin fyrir þetta dufl er í áhalda- húsi bæjarins og þar er hægt að fylgjast með ölduhæðinni á þriggja tíma fresti en þegar ölduhæðin eykst koma tölur örar, jafiivel á klukkutímafresti. Á sunnudag gerð- ist það tvisvar að ölduhæðin fór í 10,4 metra hæð. Á mánudag var hún 8,5-9,5 metra en minnkaði eftir því sem leið á daginn. Á þriðjudags- morgun var meðalölduhæð komin niður í 4,6 metra. Þorsteinn Bjömsson bæjartækni- fræðingur segir að reyndar sé þetta öldurót í meira lagi en ekkert tjón hafi orðið sem heitið geti. Það eina sem orð sé á gerandi sé að klæðning á norðurgarði rifnaði í hamagangin- um. Hann segir reyndar að mesta ölduhæð sem hann viti um hér um slóðir sé 14 metrar. noti eigur þess sem sínar, haldi ekki fundi og gefi engar skýringar. Átök urðu um kjör stjómar í vor og var kosningin kærð vegna þess að fleiri atkvæði komu upp úr kjörkassanum en látin vora í hann. Ekki þótti þó ástæða til að ógilda kosninguna. Umræddir tviburabræður hafa á undanfómiun árum oft komist í kast við lögin, einkum vegna brugg- mála. Voru þeir dæmdir fyrir þau verk. Eykur ferill þeirra mjög á tor- tryggni meðal nemenda. „Við reynum að fylgjast með þessu máli eftir því sem við getum. Vissulega eru tölur um risnu háar en inn í þetta mál blandast einnig átök milli fýlkinga í skólanum," sagði Ingvar Ásmundsson, skóla- meistari Iðnskólans, í samtali við DV. -GK um yfirburði PHILIPS Umboðsmenn: Akweyri, Eodiónotnt Akrones, Hijómsýn, Bygingaliúsid Bloaduos, Kí Húnvelninga Borgames, Kf Borgftrðinga BúitodoJw, Eíikii Slefánsswi DjUpfVOgUf, m.i Drongsnes, Kf Stóngriimf jorám Egássta&r, Kf Héfofebúa EátfjörSur, EfisGoðnoson Fósbúðsfjörður, Helgilngason flateyri, Björgvin Wrðarson GrindoYÍk, Rafborg Grundaf|órðuf, Guðni Hoflgrimsson Hofflaffj., Raflækjov. Skúlo lófss., Rafrruetti Heflo, Mosfell Hefeandur, Blormturveöu Hólmovtk, Kf Steingrimsf jarðm Húsovðc, Kf Wngoymga, Bókov. Þ. Stefáoss. Hvammstongi, Kf Vestuf- HúnvehBnga Hvokvöflur, Kf Rongtóngo Hofn Homofifði, KAS.K. isafjörðw, Póllínn Kefkmk, Samkoup, Radiólqallofinn Heskoupsstoðuf, VerduninWf Olafsfjoróur, VoHjerg, Rodióvirawstoftm Patreksfjöfður, Rofbúð Jónosor Reyðorf^rður, KfHóroðsbúa Reykjavik, Heimskrmgkm Kringlunni Saúðaikróki, Kf SkogfirÓingo SeJíoss, Rofsel Sigkifjöróur, Aðc&úðtn Vestmanneyjor, Eyjorodió Þorlákshöfn, Rós Þórshöfn, Kf Langnesinga Vopnafjorðuf, Kf Vopnfirðinga VikMýrdol, KfÁmesmga Nú býðst PHILIPS PT 4521 sjónvarpstæki á sérstöku tilboði. Þetta eru hágæða 28" stereo tæki sem eru búin myndgæðum sem finnast aðeins hjá PHILIPS. Rétt verd: I 771_ 24 MÁIVAOA PHILIPS PT 4521 • Black Matríx myndlampi • CTI litastýring • Nicam stereo • íslenskt textavarp • Easy logic fjarstýríng með aðgerðastýringu á skjá • 2 scarttengi • Beintenging fyrir hljómt. (Surround) • Spatial hljómbreytir 89.900 109.900 94.600 Stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.