Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 Fréttir Guðmundur Björgvinsson, íbúi á Flateyri: Þökkum guði að um 10 manns voru að heiman ;3j0r'/^Uílclr'Oi r‘ ð C| SPI æw ! Maöur bjargaöi sér á hlaupum undan flóöbylgju á Suðureyri eftir snjóflóö Suðurevri norðan Súgandafjarðar. 3 Björgunarsveitir frá ísafirði komu meö leitarhunda fáum stundum eftir aö snjóflóöiö féll. Varðskipin Ægir og Óöinn ) komu á áttunda tímanum Flateyri \ t gærkveldi til Flateyrar. ísafjörður Þyrlur lentu á Flateyri um miöjan dag í gær meö björgunarmenn og hunda. Fullyrða má aö spor- hundarnir hafi sannaö ágæti sitt meö áþreif- anlegum hætti í náttúruhamförunum á Flateyri síöasta sólarhring. Allt aö 10 hundar veittu leitarmönnun ómet- anlega aöstoö við erfiöustu kringum- stæöur. Varöskipin Ægir og Óðinn voru send til Flateyrar t gær og voru komin á áttunda tímanum í gærkveldi. tjif 9 Þyrlur Landhelgisgæsl- unnar og Varnarliösins selfluttu björgunar- menn og leitarhunda um Rif til Flateyrar. Flateyri A Þingeyri firundarfjöröur Reykjavík ® Islandslægðin staönæmdist fyrir austan land eins og glöggt má sjá á þessari innrauöu gervitunglamynd frá Evrópsku geimferöastofnuninni (ESA) sem tekin var kl. 12 á hádegi þann 25.október. Blái liturinn sýnir kalt loft en sá rauöi hlýtt. „Við þökkum Guði fyrir það að það voru 9 eða 10 manns sem voru að heiman en hefðu annars verið í þeim húsum sem flóðið lenti á,“ segir Guð- mundur Björgvinsson, einn þeirra íbúa á Flateyri sem stóðu í björgun- arstarfi í gær. Guömundur, sem býr á öruggu svæði við Brimnesveg, langt frá þvi svæði sem nú eru rústir einar eftir snjóflóðið, lýsir því hvernig slysið bar að höndum. „Klukkan var tvær mínútur í fjög- ur þegar Gunnar Valdimarsson hringdi í mig og sagði að það hefði falliö stórt snjóflóð. Við fórum strax ég og svih minn og gengum í hús nálægt hættusvæðinu, vöktum fólk og rákum það úr húsum sínum. Við settum síðan upp bækistöð að Hjalla- vegi 1,“ segir Guðmundur Björgvins- son, íbúi á Flateyri, sem var með fyrstu mönnum á vettvang eftir að sryóflóð lagði stóran hluta þorpsins í rúst í fyrrinótt. Guömundur segir að alls hafi 46 íbúar lent í snjóflóöinu sem féll á Flateyri og skemmdi eða eyðilagði 19 hús. Hann segir að allt björgunar- starf hafi gengið eins vel og hægt var miðað við aðstæður. „Eftir að björgunarmenn komu á vettvang um klukkan 9 í gærmorgun fórum við heimamennimir í að fylgja þeim eftir og segja þeim hvert þeir áttu að fara með börur og greina með þeim brakið," segir Guðmundur. Guðmundur sagði í gærkvöld að fólk væri mjög slegið yfir atburðun- um en væri samstíga þrátt fyrir sorg- ina. „Það standa hér öll hús opin þeim sem þurfa á einhveiju að halda. Það standa hér allir saman sem einn maður,“segirGuðmundur. -rt Allir staurar brotnir á Öxarflarðarheiði: Enn víða raf magns- laust á Norðurlandi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það hafa verið að koma í ljós mun fleiri brotnir rafmagnsstaurar en áður var vitað um og það er ljóst að á Norðurlandi eystra hafa brotnað a.m.k. 200 rafmagnsstaurar. Ég held að það sé varlega áætlað að tjónið í þessu áhlaupi sé a.m.k. um 50 millj- ónir króna,“ sagði Þórhallur Hjartar- son, starfsmaður Rafmagnsveitu rík- isins á Norðurlandi eystra, í gær- kvöldi. Linnulaust er unnið að bráða- birgðaviðgerðum á rafmagnslínum á Norðurlandi og er langt þar til sést fyrir endann á þeirri vinnu. Þórhall- ur segir að í gær hafi komist rafmagn á þar sem rafmagnslaust hafði verið í Eyjafirði en í Þingeyjarsýslum er ástandið miklu mun verra. „Það er enn rafmagnslaust í Aðal- dal, á Tjörnesi og í Kelduhverfi, í öllum Öxarfiröi og skammtað er í Ólafsfirði. Á Kópaskeri, Raufarhöfn og á Þórshöfn hefur verið keyrt á dísilstöðvum og það er langt þangað til þetta kemst í lag. Verst er ástand- ið í Kelduhverfi og á Þórshafnarlínu á Öxarfjarðarheiði. Þar eru reyndar alhr staurar sem menn hafa enn komiö að brotnir," segir Þórhallur. Hann segir að nú fari einungis fram bráðabirgðaviðgerðir en fullnaðar- viðgerðir bíöi sumarsins. „Við verð- um bara að vona að við fáum ekki fleiri svona áhlaup í vetur," segir Þórhallur. Af Noröurlandi vestra er þaö að segja að þar virðist veitukerfið hafa sloppið betur. Að vísu mun enn raf- magnslaust í Fljótum en víðast ann- ars staðar var rafmagn komið á í gær. Á Norðurlandi vestra er talið að um 50 rafmagnsstaurar hafi brotnað í óveðrinu. Gamlir Flateyringar hafa alltaf talið óráð að byggja við hlíðina: Var alltaf talið mikið hættusvæði - segir Þorsteinn Ólafsson sem ólst upp á Flateyri og man orð gömlu mannanna „Það er undarlegt að það skuh byggður fiöldi húsa á svæði sem gömlu mennimir á Flateyri htu ahtaf á sem hættusvæði. Þeir voru þama með tún sín og vom skíthræddir alla vetur um að tapa giröingunum,“ seg- ir Þorsteinn Olafsson, gamah Flat- eyringur sem ólst upp við vamaðar- orð um að fara varlega á túnunum fyrir ofan kirkjuna. Þar var alltaf tahð mikið hættusvæði vegna snjó- flóða aha vetur. „Svo era einhverjir sérfræðingar að gera hættumat á svæðinu og það reynist bara vera ragl og ég skil reyndar ekki hvemig fólki, sem ahst hefur upp á eyrinni, hefur dottið í hug að byggja hús á þessu svæði," segir Þorsteinn. Hann á einkum við hús sem byggð hafa verið við Ólafstún en afi hans hafði nytjar af því túxú og leit svo á að þar mætti búast við snjóflóðum hvenær sem væri. En svæðið austan við Ólafstúnið, þar sem snjóflóðið mikla féll nú, var einnig álitið hættu- legt. „Okkur krökkunum var bannað að hóa þama á túnunum og ef við vor- um að leik á skíðum í brekkunni fyr- ir ofan kirkjugarðinn var okkur uppálagt að renna okkur í flýti á ör- ugga staði ef við urðum vör við ein- hveija hreyfingu," segir Þorsteinn. Þorsteinn sagði aö enginn hefði þó vitað th aö flóð færi svo langt niður með Hafnarstrætinu sem nú var raunin en húsin efst við strætið voru tahn á hættusvæði. Þau hús era nú farin. Þar á meðal er Rauða rósin, þar sem byggðasafniö var th húsa og áður hét Svíahús. „Ég man að það var tahn vitleysa að byggja Rauðu rósina á þessum stað vegna snjóflóðahættu. Túnið fyrir ofan kirkjuna var líka tahð varasamt og nú fór eins og áður hef- ur gerst að flóðið náði að kirkj- unni,“ segir Þorsteinn. -GK OPEL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.