Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 Spurningin Ertu ánægð(ur) með launin þín? Trausti Halldórsson, húsvörður og myndatökumaður: Já, ég myndi segja það, en ég er í mörgum störf- um. Nína Björk verslunareigandi: Ég vil ekki svara þessari spumingu. Ómar Öm Hannesson nemi: Ég er í skóla og hef engin laun en sumar- launin hefðu mátt vera hærri. Bjami Eggertsson verslunarstjóri: Þau geta alltaf verið betri. Auður Hauksdóttir leikskólakenn- ari: Nei, alls ekki. Nina S. Fischer, verslunarmaður og þolfimileiðbeinandi: Já, ég er ánægð með þau. Lesendur Landsbyggðin og Vegagerðin „Það er oft eins og þessar aðstæður séu einkamál Vegagerðarmanna", seg- ir m.a. í bréfi Guðmundu. Guðmunda skrifar: Við landsbyggðarfólk þurfúm um ijallveg að fara og eigum því líf okk- ar í höndum ráðamanna Vegagerð- arinnar. Oft fáum við rangar eða ónógar upplýsingar. — Á sl. hausti hringdi ég í upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar í Ólafsvík að morgni og fékk svör um að hálka væri á Kerlingarskarði, en engin hálka á veginum um Heydal. Þegar á Heydal kom var á löngum kafla harðfrosið klakahröngl í hjólfórun- um, sem reif klæöningu innan úr bílbrettinu. Seinni hluta sama dags átti ég leið um Kerlingarskarð, þar áttu margir bílar í erfiðleikum. Þegar hringt var til Vegagerðarinnar í Ólafsvík og tilkynnt um ástandið og óskað aðstoðar voru svörin þau að óvíst væri hvort aðstoð yrði veitt, sem þó varö. í útvarpi komu engar upplýsingar um varhugaverða færð. Á þessu hausti lenti ég ásamt fjöl- skyldunni í sjálfheldu á Kerlingar- skarði. Rignt hafði og marautt var á leiðinni allri frá Reykjavík upp á Kerlingarskarð. Þar tók svo við nok- kurra kilómetra kafli með snjó og ofankomu. Þegar leitað var til Vega- gerðarinnar í Ólafsvík sem fyrr, voru svörin þau að þar væri enginn snjór og ekkert að moka. — Var ég þá bara að ljúga til um aðstæður? Auðvitað ekki, nóg er nú samt! Og engar fréttir í útvarpi af færðinni. Þegar til byggða kom lét ég lög- reglu vita um ástandið og lét þess jafhframt getið að Vegagerðin hefði verið beðin um aðstoð. Mér var tjáð aö ekki væri hlustað á þá beiðni af hálfu yfirmanna Vegagerðar. Báðir þessir aðilar gátu þess að um van- búna bíla væri að ræða — og mikiö rétt, ég var ein af þeim. En það er með mig eins og rolluna sem ratar í sjálfheldu, við eigum aðeins tvær leiðir. — Annaðhvort að leita að- stoðar annarra eða að stökkva til heljar. Við þær aðstæður sem maður lendir í, óundirbúinn í snjó og hálku, þá er ekki-við neitt ráðið. Eitt lítið augnablik getur skilið á milli lífs og dauða. Það er dýrt að senda varðskipð eða þyrlu eftir eini rollu. En þar gilda mannúðarsjónar- miö, þau sömu og við aðstoð iÚa bú- inna í ófærð. Þótt segja megi að fólk. eigi að vita að alls sé von á þessum árstíma þá vantar upplýsingar. Jafnvel um smákafla á allri leiðinni og það má spara bæði fé og fyrir- höfn, ef því er sinnt. — Það er oft eins og þessar aðstæður séu einka- mál vegagerðarmanna, en ekki ör- yggisþjónusta fyrir okkar skattfé, og vitna ég þá einnig til færðar um Barðaströnd. Fréttamanns- og þularstörf Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar: Mér finnst fyllilega tímabært að sjónvarpsstöðvamar báöar skoði betur hveijir eru ráðnir í frétta- manna- og þularstörf. Að því þarf sérstaklega að hyggja að viðkom- andi hafi góða ffamsögn og séu ekki með neinum hætti blæstir í máli. Ég held að ísland hljóti að vera eina landið i heimi þar sem við- gengst að fréttaþulir kunni ekki eða geti ekki talað eigið tungmnál al- mennilega. Ég hef sérstaklega í huga Karl Garðarsson og Herdísi Bimu á Stöð 2. Ég ætla ekki að kveða upp neinn dóm um hvort þau em góðir fréttamenn, en hitt fúll- yrði ég, að þau era bæði afleitir þul- ir og ættu alls ekki sinna þeim störf- um. Á Ríkissjónvarpið er nú komin til starfa Hildur Helga Sigurðardóttir sem verið hefur fréttaritari í London. Öllum má ljóst vera, að hún þarf á umtalsverðri þjálfun að halda svo hægt sé að telja hana frambærilega sjónvarpskonu. Fram- sögn hennar er veikasta hliðin, en hún flytur fréttir með einhverri sér- kennilegri syngjandi hrynjandi, sem ekki er tiðkuð á íslandi. Við sjónvarpsáhorfendur og áskrifendur eigum kröfú á því að þeir sem við höfum daglega á skján- um á heimilum okkar séu okkur sjálfum og bömum okkar góð fyrir- mynd í íslensku máli. Kvenrembubestíur á kvennaráðstefnu í Kína Ólöf S. Eyjólfsdóttir skrifar: Fjölmiðlafólk virðist misnota samtalsþætti í ríkisútvarpi lands- manna í þágu sjálfhverfs athyglis- sjúks fólks og ragludalla. — Tvo daga í röð var rætt við konur við- víkjandi kvennaráðstefnunni í Kina og einnig um ráðstefnuna í Reykja- vík „Valkyijur eða ambáttir". í bæði skiptin lýstu tvær af við- mælendunum því yfir að þær væra lesbíur og önnur tíundaði eigið ágæti sem var víst fólgið í því að í hennar kroppi væra fleiri karlkyns- hormónar en náttúrulegt væri hjá venjulegum kvenmanni. Sú fjöl- miðlakona sagðist vera í sambúð með konu. Hvaða hormónasamsetning skyldi vera hjá sambýliskonunni? Skyldi hún vera valkyija eða ambátt sem lúta má karlkynshormónum ofur- konunnar? Er þama kannski á ferð- inni ný tegund kúgunar? Var fram- lag íslands til kvennaráðstefiiunnar í Kína ef til vill kenningar um að lesbíulíf væri þjóðþrifaráð gegn fólksfjölgun? Hafa lesbíur yfirtekið kvennaráðstefnuna og nýta hana sem áróðurstæki til að auglýsa sín- ar einkahvatir? Það læðist að manni sá granur að þessir sjálfhverfu vind- belgir, fulltrúar ráðstefnunnar, hafi verið valdir með tilliti til kynhegð- vmar sinnar. Konur: sofið ekki á verðinum. Látið ekki hrokafullar, athyglissjúk- ar kvenrembubestíur vaða uppi og lúmskan áróður þeirra færa alda- jafnréttisbaráttu kvenna fyrir mannréttindum niður á lágkúralegt plan þar sem aðalmálið — jafnrétti kvenna til atvinnu og launa — er svæft í fæðingu. Þá er verr farið en heima setiö. Frá kvennaráðstefnunni í Kína. saman bækur sínar. Fulltrúar lesbía frá S-Afríku og Perú bera Finnur talar fyrir fjöldann í lífeyris- sjóðsmálunum Baldur skrifar: Ég er sannfærður um að flest- ir sem hafa lesið eða heyrt mál- flutning Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra um málefhi lif- eyrissjóðanna era honum hjart- anlega sammála. Auðvitað á að gefa fólki frelsi til að ráða því hvar það greiðir í lífeyrissjóði. Það sem væri þó það besta er að koma sjóðunum inn I bankakerf- ið og flytja nú þegar áunnin rétt- indi fólks þangað. þá gæti það líka ráðið því hvenær það færi á eftirlaun frá þessum sjóðum sín- um. Setja mætti þó lágmark þess við 65 ár, alls ekki sfðar - með fúllum hámarksgreiðslum, segj- um eftir 30 ára greiðslur. Verðlækkun á gömlu dilkakjöti Svava skrifar: Þeir í landbúnaðarráðuneyt- inu era sífellt á kafi í kindakjöt- inu. Það er meiri umhyggjan sem ráðneytiö ber fyrir jiessari sérstöku tegund matvæla! Nú undibýr ráðuneytið sölu á gömlu hlutuðu dilkakjöti á 349 kr. kg og svo á 399 kr. kg sé það hlutað sundur af eitthvaö meiri ná- kvæmni. En allt er kjöt þetta gamalt og meira og minna frost- þurrkaö. Hvað skyldi lengi vera hægt að bjóða þetta gamla kjöt til sölu? Enga hetjudáð í ránum Jóhann skrifar: Eftir að hafa heyrt og séð í Ijósvökunum og lesið í blöðunum fréttimar af hinu misheppnaða bankaráni í Landsbankanum og hversu knálega viðskiptavini bankans tókst að handsama ræn- ingjann flögraði að mér: Hvað hefði gerst hefði ræninginn verið vopnaðúr byssu og hann síðan panikerað? Hann hefði getað skotiö manninn eða sært eða drepið bankastarfsmenn eða við- skiptavmi'sem innanhúss vora. Mín skoðun er sú að handtaka af þessu tagi eigi alfarið að vera vinna lögreglu og þiufi menn út- rás fyrir hetjulund sína skuli þeir leita hennar án þess að stofna öðru fólki í hættu. Kínaviðskiptaráð óþarft Kaupmaður skrifar: Ég frétti að stofna eigi við- skiptaráð hér á landi milli ís- lands og Kína, á borð við íslensk- ameríska viðskiptaráðið eða önnur slík. Félag íslenskra stór- kaupmanna ætlar víst að standa að þessu. Ég sem kaupmaður tel ekki nokkra þörf á stofnun við- skiptaráðs milli Kína og íslands, nóg er aö menn fari f hópferðir til Kína. Út úr þeim ferðum hef- ur ekkert komið og heldur bind ég slakar vonir um árangur af ís- lensk-kínversku viðskiptaráði. Dómur yfir dópsmyglara Helgi Sigurðsson skrifar: Mér finnst óskaplega fjar- stæðukennt að koma með þessi væmnu viðtöl í sjónvarpi við af- brotamenn eins og t.d. sl. mánu- dagskvöldi á Stöð 2. Nógu er slæmt að böm skuli vera í upp- eldi hjá fólki sem dæmt hefur verið fyrir dópsmygl þótt ekki sé látið liggja að því að viðkomandi afbrotamaður, reyndar báðir for- eldrar, hafi verið beittur rang- læti með því að sleppa honum bara ekki lausum. Maður hefur yflrleitt ekki samúð með svona nokkra. Þessir dóp- og eiturefna- smyglarar ættu allir að vera undir lás og slá langtímum sam- an. Það er eina réttlætið gagn- vart þjóðfélaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.