Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk. Harmleikurinn á Flateyri Enn einu sinni hafa miskunnarlaus náttúruöflin farið með hamslausum ógnarkrafti um vestfirska sjávarbyggð og hrifsað til sín dýrmæt mannslíf. Snjóflóðið, sem féll um miðja aðfaranótt fimmtudagsins yfir byggðina á Flat- eyri við Önundarfjörð, lagði á þriðja tug húsa meira og minna í rúst og kostaði a.m.k. nítján einstaklinga lífið. Þjóðin stendur sem þrumu lostin andspænis þessum harmleik sem dynur yfir svo skömmu eftir að fórtán manns létu lífið í snjóflóðum í Súðavík. Þótt ógnartíðindi síðasta vetrar hafi vakið landsmenn til aukinnar vitund- ar um þá staðreynd að við öllu megi búast í þessum efn- um kom það flestum í opna skjöldu að óblíð náttúran skyldi fara með slíkum eyðUeggingarmætti um íslenska byggð á þessum tíma árs, áður en vetur er genginn í garð. íslendingum er það auðvitað sjáifum manna best ljóst af langri, biturri reynslu liðinna alda að það er síður en svo hættulaust að búa á íslandi, sem af sumum hefur ver- ið sagt á mörkum hins byggUega heims. Þetta á alveg sérstaklega við um sjávarpláss á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. í þeim landshlut- um hefur ógurlegur vágestur snjóflóðanna hvað eftir annað kostað gífurlegar mannfórnir. Þegar litið er tU slíkra náttúruhamfara á þessari öld verða flestum efst í huga hörmungarnar í Súðavík fyrir aðeins níu mánuð- um þegar fjórtán karlar, konur og börn létu lífið. En snjó- flóð tók einnig líf tólf manna í Neskaupstað fyrir ríflega tuttugu árum, 1974. EUefu manns fórust í snjóflóði í Siglufirði árið 1919 og tuttugu manns í Hnífsdal árið 1910. Snjóflóðið á Flateyri í fyrrinótt er mannskæðast náttúru- hamfara af þessu tagi á íslandi frá slysinu mikla í Hnífsdal, eða í áttatíu og fimm ár. Eftir mannskaðann í Súðavík í janúar hófst í þjóðfélag- inu mikU umræða um mat á snjóflóðahættu í sjávar- plássum á Vestfjörðum og reyndar víðar á landinu. ÖU- um varð strax ljóst að fyrirliggjandi áætlanir þar að lút- andi voru mjög ófuUkomnar og að byggð í mörgum bæj- um og þorpum væri í alvarlegri hættu vegna hugsan- legra snjóflóða þótt þau íbúðasvæði væru oþinberlega talin vera á svonefndum öruggum svæðum. Þess vegna var farið í að endurskoða hættumatið aUs staðar þar sem á annað borð mátti búast við að snjóflóð féUi í byggð. Því miður staðfestir snjóflóðið á Flateyri enn á ný hversu takmörkuð er í reynd fyrirliggjandi þekking á þessum ógnvænlega vágesti. Langflest þau hús sem urðu flóðinu á Flateyri að bráð voru þannig skráð utan þeirra svæða þar sem hætta var talin á snjóflóðum. Harmleikurinn á Flateyri sýnir einnig að þegar nátt- úruöflin láta tU skarar skríða með ofsafengnum eyðUegg- ingarmætti sínum reynast harla máttlitlar þær varnar- og varúðarráðstafanir sem mannfólkið hefur gripið tU. Augljóslega er fuU þörf á að fjaUa um þau mál öU á nýj- an leik í ljósi síðustu atburða. Á því er greinUega fuUur skilningur ráðamanna, eins og þegar hefur komið fram í yfirlýsingum forsætisráðherra og félagsmálaráðherra. Snjóflóðið á Flateyri skUur eftir sig djúpa und sorgar og söknuðar hjá þeim mörgu fjölskyldum sem eiga um sárt að binda, Flateyringum almennt og þjóðinni allri, þótt harmurinn sé vitanlega sárastur hjá þeim sem nú horfa á bak sínum nánustu. DV vottar öUum þeim sem misst hafa ættingja eða vini í snjóflóðinu á Flateyri innUega samúð. Á slíkri stundu finnur sérhver íslendingur í hjarta sínu einlæga sam- kennd með því fólki sem misst hefur ástvini sína með svo sviplegum hætti. Hjá þeim er hugur okkar allra. Elías Snæland Jónsson Mjög er um það rætt hvort ESB muni þróast í ríkjasam- band eða sambandsríki í fram- tíðinni. Ríkjasambönd saman- standa af sjálfstæöum þjóðum, þar sem hluti stjórnmálaá- kvarðana færist til sameigin- legra ráða, en sambandsríki hafa sameiginlega ríkisstjórn og mismunandi sjálfstæð fylki. Á íslandi tengist umræðan einkum því hvort landið muni halda fullveldi sínu og þjóðar- einkennum við hugsanlega að- ild. Aðild að sambandsríki gæti reynst hættuleg sjálfstæði ís- lendinga, en aðild að ríkjasam- bandi ætti ekki að vera nein ógnun við sjálfstæðið. - Spurn- ingin um sambandsríki er þó víðtækari og getur varðað ör- yggi Evrópu. Með sambandsríki Það sem einkum þrýstir á stofn- Greinarhöfundur bendir á aðrar aðstæður í Bandaríkjunum en í Evrópu. í Bandaríkjunum búi ein þjóð, tali sömu tungu og lítill munur milli fylkja hvað varðar menningu eða þjóðaruppruna. íslendingar á áhorfendapöllunum - ESB, ríkjasam- band eða sambandsríki? un sambandsríkis er: 1) Stórveldis- stefna Evrópu, sem á sér sögulegar rætur í Þýskalandi og Frakklandi. 2) Útþenslustefna einstakra þjóða, sbr. fyrri útþenslustefnu Frakka og Þjóðverja. 3) Hagsmunir minni- hlutahópa, svo sem Vallóna og Flæmingja, sem telja hagsmunum sínum betur borgið í sambands- ríki. 4) Tæknihyggja og 5) alþjóða- samhyggja, sem kenna að heimur- inn verði að einu samfélagi, sem muni leysa núverandi þjóðmenn- ingu af hólmi Gegn sambandsríki Mörg rök mæla hins vegar gegn stofnun sambandsríkis. Árið 1815 var fyrsti varanlegi friður í Evr- ópu tryggður með jafnvægi og samvinnu Evrópuríkjanna, en sambandsríki var hafnað sem hugsanlegri lausn. Betra var talið að sjálfstæð ríki ynnu saman og hvert þeirra gætti sinna hags- muna. Þessi rök gilda enn í dag. Hinn þekkti bandaríski hag- fræðingur Jane Jacobs telur einnig að kostnaður við sameigin- legan herafla til að gæta innri og ytri stöðugleika verði slíkum stór- ríkjum að falli. Hún bendir enn fremur á mikilvægi frjálsrar geng- isskráningar sem hagstjómartæk- is minni svæða. Einingargjaldmiðill stórríkja miðast hins vegar við hagsmuni kjama þeirra og vinnur því gegn hagsmunum smærri svæðanna. Jacobs spáði upplausn bæði Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna af þessum orsökum og hefur fyrri spádómurinn ræst. Þess ber þó að gæta að í Bandaríkjunum eru að- stæður aðrar en í Evrópu. Þar býr ein þjóð, sem talar sömu tungu, og ekki er þar mikill munur milli enda á þessa sundrungu með form- legri menningar- og viðskiptasam- vinnu ríkjanna. Ekki verður þó annað séö en að hugmynd um sambandsríki sé andstæð þessu markmiði. Yrði það vart langlífara en Sovétríkin og gæti upplausn þess reynst hættulegt langtímaör- yggi Evrópu. Ríkjasamband líklegri kostur Það er manninum eðlislægt að mynda afmarkaða hópa, og ekkert bendir til þess að vægi þjóðmenn- ingar fari minnkandi. Nýlega voru t.d. samþykkt lög í franska þing- inu, sem bönnuðu notkun enskra orða í frönsku máli, og flestum þjóðum er í mun að halda tungu „Aöild aö sambandsríki gæti reynst hættuleg sjálfstæði íslendinga, en aöild að ríkjasambandi ætti ekki að vera nein ógn- un viö sjálfstæðið. - Spurningin um sam- bandsríki er þó víðtækari og getur varðað öryggi Evrópu.“ Kjallarinn Bjarki Jóhannesson doktor í skipulagsfræði fylkja hvað varðar menningu eða uppruna fólks. Saga flokkadrátta og styrjalda Evrópa samanstendur hins veg- ar af fjölmörgum ólikum menning- arsamfélögum með ýmis sérkenni, svo sem tungumál, siði og gildis- mat. Saga Evrópu hefur verið saga flokkadrátta og styrjalda og hafa þar togast á hugsjónir, einkahags- munir, þjóðemisstefna, stórveldis- stefna og barátta um auðlindir. Aðalmarkmið ESB er að binda sinni og þjóðareinkennum. Einnig er töluverður málefnaágreiningur milli ríkjanna. Bretar telja t.d. sameiginlega ut- anríkisstefnu vera óhugsandi, Bretar og Danir eru undanþegnir einingargjaldmiðli og Svíar telja sig óbundna af honum. Eins og málin standa í dag, virðist því ríkjasamband vera líklegri kostur en sambandsríki. Þótt við íslend- ingar höfum ekki mikil áhrif af áhorfendapöllunum, snertir málið okkur í hæsta máta, og vert er að fylgjast vel með þróuninni. Skoðanir annarra Kjaramál í ógöngur „Forsætisráðherra og vinnuveitendur segja með nokkrum rétti, að samkvæmt samkomulaginu frá því í febrúar hafi ekki skapast neinar nýjar forsend- ur sem réttlæti uppsögn samninga löngu áður en samningstímabili lýkur ... Hér stefnir allt í ógöngur. Ef vinnuveitendur efna til kærumála og dómsupp- kvaðninga, getur það virkað eins og olía á eld. Ef stjómvöld neita að horfast í augu við það misrétti, sem verkalýðurinn telur sig beittan, og skýla sér á bak við lagabókstafi um Kjaradóm og úrskurði hans, geta þau kallað yfir sig ástand sem kann að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar." Úr forystgrein Tímans 26. okt. I Lífeyrissjóðirnir „Af hálfu lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga hefur hugmyndum um breytingar á núerandi skipulagi líf- eýrissjóðakerfisins verið harðlega mótmælt ... Það er hins vegar ljóst að hugmyndir um endurskoðun á núverandi skipulagi eiga töluverðu fylgi að fagna í þjóðfélaginu ... Það virðist því full þörf á einhverri lagasetningu um rekstur sjóðanna svo og auknu að- haldi sem yrði óhjákvæmilegur fylgifiskur meiri samkeppni á þessu sviði.“ KB í Viöskipti/Atvinnulíf Mbl. 26. okt. Lög fyrir lesbíur og homma „Saga lesbía og homma er grunnurinn að sjálfs- virðingu og lifi með reisn. Fólk sem tilheyrir minni- hlutahópi verður að eiga sína sögu og sínar hetjur til að sameinast um. Af einhverjum ástæðum eiga kaþólskir sínar helgimyndir, kristnir píslarvotta og þjóðimar sinn Jón Sigurðsson — frelsishetju? Þetta er meira en forvitni um nætursetu, þetta er grund- vallaratriði í baráttu okkar fyrir lýðréttindum til jafns við aðra. Ég skora á hæstvirt Alþingi að af- greiða á þessu þingi lög sem gera lesbíur og homma að íslendingum til jafns við aðra íslendinga.“ Percy B. Stefánsson i Alþbl. 26. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.