Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 Fréttir Þing Verkamannasambands skorar á félögin að segja upp samningum: Verkafólk kveikti ekki þá elda sem nú loga - segir Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins Samþykkt var að segja upp samn- ingum. Hvernig verður aðferðar- fræðin ef félagsdómur dæmir upp- sögnina ólöglega? ..Ég vil byrja á því að segja það sem ég sagði á þingi Verkamanna- sambandsins varðandi dómstóla- leiðina í þessu máli. Hún leysir nákvæmlega engan vanda. Með þvi að böðlast með málið fyrir félags- dóm er VSÍ bara að fresta vandan- um en ekki að leysa hann. Hann stendur allur eftir óleystur. Menn skulu líka taka eftir þvi að á þingi Verkamannsambandsins á dögun- um var ekki ein rödd á móti því að ségja upp samningum. ekki ein rödd." Er verkalýðshreyfmgin tilbúin að beita afli ef með þarf til að fá vinnu- veitendur að samningaborðinu, dæmi félagsdómur gegn ykkur? „Ég held það, já. Það er að vísu hvert félag fyrir sig sem tekur ákvörðun um uppssögn kjara- samninga. En ég met stöðuna þannig að félögin séu tilbúin að berjast fvrir nýjum kjarasamning- um. Ég held samt að menn hljóti að setjast niður og semja í stað þess að hleypa öllu hér í bál og brand á vinnumarkaði. Menn mega ekki gleyma því sém stendur í plaggi því sem við skrifuðum undir í febrúar- samningunum. „Sátt um launa- jöfnun. sem samningurinn endur- speglar byggir á því að hinir hærra launuðu í þjóðfélaginu sætti sig við að laun þeirra fyrir dagvinnu hækki um fasta krónutölu, 2.700 krónur á mánuði á árinu 1995. Ná- ist ekki víðtæk samstaða um þessa leið er ljóst að meginmarkmiðum samningsins um áframhaldandi stöðugleika og launajöfnun er stefnt í tvísýnu. Skilyrði þess að samningsmarkmiðunum verði náð er aö viötæk samstaða skapist með- al allra tekjuhópa í samfélaginu um að sá bati sem kominn er fram í þjóðarbúskap okkar gangi ríkar fram til þeirra sem lægri hafa laun- in.“ Undir þetta skrifuðum við öll og menn kjafta sig ekki frá þessu. Það má gagnrýna okkur fyrir þessa samninga. Þaö má gagnrýna okkur fyrir að hafa ekki sett inn í samn- inginn eitthvað sem engum manni datt í hug að lægi í spilunum. Þeim er skrifuðu undir þessa klásúlu hér að framan ber skylda til að leysa deilumálið við samningaborð. Allt annaö margfaldar vandann og hleður upp spennu á vinnumark- aðnum.“ Er raunhæft að ætla að verka- lýðshreyfingin geti brotið úrskurð félagsdóms á bak aftur? „Það hafa verið sett lög á verka- lýðshreyfmguna og hún hefur brot- ið þau lög á bak aftur, eins og gerð- ist 1942, sem frægt er í sögunni. Verkalýðshreyfingin býr yfir miklu afli ef hún beitir sér. Þá má eflaust setja á okkur lög eða fella dóma sem fresta því í eitt ár að menn setjist niður og semji, það gæti gerst. En það myndi bara margfalda vandann, auka spenn- una og gera enn erflðara en ella að ná samningum þegar menn loks setjast niöur.“ Menn tala nú um að febrúar- samningarnir hafi verið lélegir. Sömduð þið af ykkur? „Ég held að hugmyndafræðin í samningunum hafi ekki verið röng. Viö í Verkamannasambandinu vildum fara svolítið öðruvísi í mál- in. Við vildum hækka laun um 10 þúsund krónur en þaö komu um 6.500 krónur út úr samningunum á tímabilinu. Menn eru að segja í dag að þetta hafi verið slæmir samning- ar. Ég ætla alls ekki að afsaka samninginn, ég stend viö þaö sem ég geri og ber fulla ábyrgð á honum eins og aðrir sem komu að samn- ingsgerðinni. Og miðað við þá samninga sem gerðir hafa verið á síðustu árum eru febrúarsamning- amir betri samningar.“ Hvers vegna var ekki vamagli í siðustu samningum um að ef aðrir fengju meira en þið þá væru samn- ingar lausir eða að þið fengjuð það sama? „Ég var ekki þeirrar skoðunar í vetur að setja ætti slíkt ákvæði í samningana. Öll umræðan um launajöfnun og aö allir tækju krónutöluhækkunina var svo sterk í þjóðfélaginu að menn töldu víst að samningarnir myndu halda. Meira aö segja forsætisráöherra gaf frá sér yfirlýsingar sem voru í anda þeirrar hugsunar sem lágu að baki febrúarsamningunum. En í dag er sjálfsagt hægt að segja að það hafi verið bamalegt af okkur að treysta einhverjum í þessu máli.“ Undanfarin ár hafa verkalýðsfor- ingjar gjarnan haft uppi stór orð áður en gengið var til samninga um Yfirheyrsla að nú væri afkoma fólks orðin þannig að semja yrði um verulegar kjarabætur. Siðan hafa verið gerðir samningar á þjóðarsáttarnótum. Er verkalýðshreyfmgin á rétti braut í þessum málum? „Ég neita að kalla þetta þjóöar- sáttarsamninga, það hefur engin sátt veriö um þá. Og það er einmitt það sem nú kemur svo berlega í ljós, aðrir en við hafa ekki viljað taka þátt í þessu. Þeir hafa viljað stöðugleika og lægri vexti en miklu meiri launahækkanir en við höfum samið um. Innan Verkamannasam- bandsins em 29 þúsund manns. Ef það fólk fær einhveijar launa- hækkanir að ráði þá er kerfið svo sjálfvirkt að allt fer af stað og verð- bólgan byrjar sinn dans. Ef minni hópar semja um hærri laun en viö gerist ekkert mikið í þeim málum og ekki meira en það aö kindakjöts- útsölu má nota til að ná neysluvísi- tölunni niður. Svo mega menn ekki gleyma því að verkföll eru neyðar- úrræði en ekki markmið. Menn beita ekki verkfallsvopninu fyrr en allar aörar leiðir eru lokaðar." Hefði ekki verið nær fyrir verka- lýðshreyfinguna að nota launa- hækkanir, sem kjaradómur ákvað á dögunum, til að hífa ykkur sjálf upp í launum með því að krefjast sömu hækkunar í stað þess að krefjast þess að launahækkanirnar yrðu dregnar til baka? „Ég vil taka það skýrt fram að ég krafðist þess aldrei aö launa- hækkunin yrði tekin til baka. Ég kraföist þess hins vegar að fá að sjá forsendur úrskurðar kjára- dóms. Ég held því ákveðið fram að þaö eigi að bæta okkur upp þann mun sem er á því sem við fengum og því sem hálaunahóparnir hafa fengið. Og ekki bara það sem þeir fengu núna. Ég er að tala um lengra tímabil sem þeir hafa fengið mun meira en þeir lægst launuðu." Þú hefur gert samanburð á laun- um verkafólks á Íslandi og í Dan- mörku með þeirri útkomu að af- koman í Danmörku er stórum betri. Vinnuveitendur svara og segja að landsframleiðnin á hverja unna klukkustund á ísland sé svo miklu minni en annars staðar. Hverju svarið þið þessari fullyrð- ingu? „Þetta er svo sem ekkert sem ég hef verið að uppgötva. Fólk var löngu búið að því enda hefur það verið að flytja til Danmerkur og annarra nágrannalanda í stórum hópum að undanfórnu. Mér þóttu viöbrögð atvinnurekenda undar- leg. Þeir byrjuðu á að tala um orma í fiskinum hér á landi, vinnutíminn væri svo sveigjanlegur í Dan- mörku, þar væru vaktakerfi, pás- urnar væru miklu meiri hér á landi og ég veit ekki hvað þeir nefndu ekki til sögunnar. Ég tek undir með konunni sem heyrði þetta og spurði hvort það væru ormar í húsgagna- iðnaði á Íslandi. Það er nefnilega ekki bara í fiskvinnslunni sem launin eru margfalt hærri í Dan- mörku, það er í öllum greinum. Danir eru að greiða á annað hundr- að prósent hærri laun en gert er hér á landi. Síðan eru íslenskir at- vinnurekendur að tala um minni landsframleiðslu á unna klukku- stund og minni afköst á öllum svið- um. Þeir gleyma því að það er sama fólkið sem var að vinna hér fyrir þá og er nú flutt til Danmerkur og vinnur þar í fiski fyrir miklu hærri laun. Það skortir ekkert á afköst þeirra þar. Meira að segja hefur verið gerður sérstakur sjónvarps- þáttur í Danmörltu um hina harð- duglegu íslendinga í fiskvinnsl- unni. Ef þessi framleiöni hér er svona miklu minni þá er eitthvað að íslenskum atvinnurekendum og fyrirtækjum þeirra en ekki hjá verkafólkinu. Að halda fram leti launamannsins gengur einfaldlega ekki upp.“ Sérðu fyrir þér meiri óróa og átakatíma á vinnumarkaði á næstu árum en verið hefur siðustu árin? „Ég hef af því áhyggjur að stjóm- völd og atvinnurekendur séu að sprengja hér allt upp í átök. Þaö var ekki verkafólk á íslandi sem kveikti þá elda sem nú loga. Ef Vinnuveitendasambandið ætlar að neita að taka upp samninga nú í skjóli hugsanlegs úrskurðar félags- dóms og bíða þarf ár eftir nýjum samningum þá býð ég ekki í málið. Sú spenna sem þá myndi hlaðast upp yrði ekki sett niður með auð- veldum hætti. Ég vona bara að menn beri gæfu til að koma í veg fyrir slíkt með því að setjast niður strax og semja.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.