Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 Iþróttir unglirtga * Oflugt unglingastarf hjá sunddeild Armanns: Markmiðið meðal annars að kenna keppnissund - sagöi Hafþór Guðmundsson, yfírsundþjálfari félagsins Uppbyggingarstarfiö hjá Sund- deild Armanns hefur veriö með miklum krafti undanfariö ár. Nú eru krakkarnir í Ármanni farnir að blanda sér í baráttuna um efstu sætin á sterkum sundmótum og er það til marks um þá miklu og já- kvæðu breytingu sem orðin er hjá félaginu. Til þess að kynnast betur innra starfi sunddeildar Armanns hafði DV samband við Hafþór Guð- mundsson, yfirsundþjálfara deild- arinnar, og spurði hann nánar út í starfsemi félagsins. Starfsemin stóraukin „Stmddeild Ármanns hefur stór- aukið starfsemi sína undanfarin ár og er nú ein fjölmennasta sund- deild landsins, með um 150 iðkend- ur, ásamt því að reka sundskóla fyrir um 150 þátttakendur. Starf deildarinnar hefur einkennst af því að þjóna sem breiðustum hópi al- mennings í landinu. Á þennan hátt teljum við að verið sé að byggja upp sterka keppnis- sunddeild. Við höfum orðið vör við að þetta starf skilar sér mjög vel inn í keppnisdeildina. Stefnt er að því að byrja með ýmsar nýjungar í vetur - svo sem þolfimi í vatni og kvennatíma þar sem áhersla verður lögð á leikfimi í vatni og sundkennslu." Kennsla fyrir vatnshrædda „Auk þess mun sunddeildin vera með á dagskrá vatnsleikfimi, ung- barnasundið vinsæla, barnasund, sundkennsla fyrir vatnshrædda, sundkennslu fyrir fullorðna og kvennatíma með áherslu á fitu-t brennslu. Að sjálfsögðu er svo hin hefð- bundna þjálfun fyrir afrekssund- fólkið." Vetrarstarf ið öflugt „Meginmarkmið deildarinnar er aö Hressir Ármenningar á Ármannssundmótinu fyrir skömmu en þaö (ór fram í Sundhöll Reykjavíkur. Frá vinstri: Friðbjörn Pálsson, Sigurgeir Már Sigurðsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Elín Hanna Pétursdóttir og Berglind Rut Valgeirsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur S. Hafþórsson, Halla Guðmundsdóttir og Haf- þór Guðmundsson, yfirsundþjálfari Ármanns. DV-mynd Hson kynna og kenna keppnissund með afreksstefnu að leiöarljósi. Þessu fylgir að sjálfsögðu að kenna tækni sundsins, byggja upp unghnga, bæði líkamlega og andlega. Deildin sér um kennslu og þjálfun barna og unglinga undir öruggri leiðsögn færustu íþróttakennara og þjálfara landsins. í vetur munu starfa hjá félaginu sex íþróttakenn- arar auk íþróttafræðings." öf lugt f oreldrastarf „Foreldrastarfið innan deildarinn- ar er mjög öflugt og er ljóst að án aðstoðar þeirra væri starfið mun erfiðara. Foreldrafélagið hjálpar til við fjáröflun, aðstoðar á sundmót- um og einnig er mikill félagslegur stuðningur af því." Sundskólinn „Við höfum viljað skilja á milh starfsemi Sundskóla Ármanns og keppnisdeildarinnar þannig að hvort um sig geti starfað sjálfstætt en samt undir sömu stjórn. Vetrar- starfsemi sundskóla Ármanns hófst þann 11. september sl. og er markmið hans að venja börn við vatnið og fá þau til að njóta þess að vera í því. Þegar meginmark- miðinu er náð þá er hafist handa við aö kenna börnunum í formi leikja og skemmtunar í lauginni undir öruggri leiðsögn reyndra íþróttakennara og þjálfara deildar- innar. Sundskólinn starfar í Sundhöll Reykjavíkur, sundlaug Árbæjar- skóla og sundlaug Árbæjar," sagði Hafþór að lokum. Haustmót TBR í badminton: „Eg bara sprakk hreinlega" - sagði Magnús Helgason, Víkingi, eftir viðureignina við Björn Jónsson, TBR Vetrardagsmót unglinga í badmin- ton var haldið í TBR-húsinu um síð- ustu helgi. Keppendur voru frá Reykjávík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi, Akureyri, Borgarnesi, Keflavík, Þorlákshöfn, Hveragerði og Flúðum, alls um 150 keppendur. „Ég bara sprakk" Magnús I. Helgason, Víkingi, 15 ára, tapaði í einliðaleik pilta en hann er í drengjaflokki og var því að leika upp fyrir sig: „Þetta var mjög erfiður leikur - í fyrri lotunni átti ég nokkuð góðan Umsjón Halldór Halldórsson leik í lokin en í seinni lotunni hrein- lega sprakk ég. Ég hef ekki unnið Björn í keppni en nokkrum sinnum á æfingum. Jú, ég verð var við mikl- ai;framfarir hjá mér og er því mjög bjartsýnn á framhaldið í vetur," sagði Magnús. Hún lét mig bara hlaupa Ágústa Nielsen, TBR, varð að lúta í lægra haldi fyrir Unni Ylfu Magnús- dóttur, TBR: „Þetta var frekar erfitt því Unnur lét mig hlaupa ansi mikið. Ég mun reyna að láta hana um hlaupin næst þegar við spilum," sagði Ágústa. „Leikurinn var nokkuð erfiður en þetta er fyrsti meiri háttar titill sem ég vinn og ég er mjög ánægð með frammistöðuna. Tvær góðar - til vinstri er Agústa Nielsen, TBR, og til hægri er Unnur Ylfa Magnús I. Helgason, Víkingi, var Sigríður Guðmundsdóttir, BH, sigr- Magnúsdóttir, TBR, en þær áttust við í einliðaleik telpna. DV-myndir Hson ekki hress með spilið. aði i einliðaleik meyja. Badmtoton: Vetrardagsmót unglinga-úrslit Úrslitaleikjum á Vetrardagsmóti TBR lauk sem hér segir. Hnokkar/tátur ia-14 ára: Einliðaleikur: Tinna Helgadóttír, Víkingi, sigraði Björk Kristjáns- dóttur, TBR, 11-2,12-10. Valur Þráinsson, TBR, sigraði Daníel Reynisson, HSK, 12-11, 12-10; Tvíliöaleikur: Tinna Helgadótt- ; ir og Fjóla Sigurðardóttur, Vík- ingi, unnu Björk Kristjánsdóttur og Halldoru Elinu JóHannsdótt- úr, TBR, 15-5,12-15,15-6. Arthúr Jósefsson og Valur Þrá- insson, TBR, sigruðu Daníel Reynisson og Kára Georgsson, HSK, 15-9, 3-15,15-9. :; Tvenndarleikur: Ólafur Olafs- son og Tinna Helgadóttir, Vík- ingi, sigruðu Val Þráinsson og Halldóru Elínu Jóhannsdóttur, TBR, 15-9, 12-15, 15-11. Sveinar/meyjar 12-14 áræ Eiiuiðaleikur: Sigríður Guð- ; mundsdöttir, BH, sigraði Brynd- ísi Sighvatsdóttur, BH, 12-10, ;il-5. Margeir Sigurðsson, Vikingi, sigraöi Baldur Gunnarsson, Vík- ingi, 11-3,11-5. Tvöiðaleikur: Oddný Hró- bjartsdáttjr og Sara Jónsdóttir, TBR, unnu Hrafiihildi Ásgeirs- dóttur og Rögnu IngóHsdóttur, TBR, 15-17,15-4,15-8. Margeir Sigurðsson og Baldur Gúnnarsson, Víkingi, unnu Einar Geir Þórðarson og Davið Thor Guðmundsson, 15-2,15-5. Tvenndarleikur: Helgi Jóhann- esson og Ragna Ingólfsdóttír, TBR, sigruðu Davíð Guðmunds- son og Söru Jónsdóttur, TBR, 15-6,15-5. Drengir/telpur 14-16 ára: Einliðaleikur: Unnur Ylfa Magn- úsdóttir, TBR, sigraði Ágústu Ni- elsen, TBR, 11-7,11-5. Björn Oddsson, BH, vann Gunnar Reynisson, Keflavik, 1&-S, 15-11. Tvíliðaleikur: Eva Petersen og Ágústa Nielsen, TBR, sigruðu Elísu Vlöarsdóttur og Þóru Helgadóttur, BH, 15-8,15-7. Björn Oddsson, BH og lugólfur Ingólfsson sigruðu Pálma Sig- urðsson og Gísla Guðjónsson, Víkingi, 16-17, 15-11, 15-9. Tvenndarleikur; Agnar Hin- riksson og Katrín Atladóttir, TBR, sigruðu Pálma Sfeurðsson og Gísla Guðjónsson, Víkingi, 16-17,15-11,15-9. Piltar/stúikur 16-18 ára: Einliðaleikur: Brynja Pétxirsdótt- ir, ÍA, sigraði Erlu Björk Haf- steinsdóttir, TBR, 11-2,11-4. Björa Jónsson, TBR, vann Magnús Inga Helgason, Víkingi, 15-11,15-6. Tvfliðaleikun Brynja Péturs- dóttir og Birna Guðbjartsdóttír, í A, sigruðu Önnu Sigurðardóttur og Erlu Hafsteinsdóttur, TBR, 15-8,17-14. Sævar Ström og Björn Jónsson, TBR, sigruðu Magnús Helgason, Víkingi og Gunnar Gunnarsson, Keflavík, 15-4,15-Æ. Tvenndarleikur: Björn Jónsson, TBR og Brynja Pétursdóttir, ÍA, unnu Sasvar Ström, TBR og Birnu Guðbjartsdóttur, ÍA, 15-2, 9-15, 15-6. Sund: Unglingameistara- ntótiðumnæstu helgi Helgina 4. og 5. nóvember fer fram unglingaxneistaramótíö í sundi. Mótið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur og er þetta síöasta mótið fyrir bikarkeppnina. Þarna verða saman komnir sterkustu urtglmgar landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.