Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 2
ÞRIDJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 Fréttir Neitaöi að sofa undir sama þaki og hundarnir á Flateyri: Ég gæti hreinlega kysst þessa hunda núna - segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, sem slapp við snjóflóðið ásamt fjölskyldu sinni „Ég þori ekki aö hugsa þá hugsun til enda hvað hefði orðið um fjöl- skylduna ef við hefðum gist þar sem við vorum vön að vera þegar snjó- flóðahætta var talin við Ólafstún," segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, íbúi við Ólafstún á Flateyri, sem í fyrsta sinn neitaði að gista á heimili mágs síns að Tjarnargötu 7. Ingibjörg og maður hennar, Hinrik Kristjánsson, hafa margoft þurft að flýja hús sitt vegna snjóflóðahættu. Þau hafa alltaf undir þeim kringum- stæðum farið inn á heimili Guð- mundar Kristjánssonar, bróður Hin- riks, og Bergþóru Ásgeirsdóttur. í síðustu viku þegar fólk var rekið úr húsum sínum við Ólafstún voru hjónin Bergþóra og Guðmundur aö heiman en tvítug dóttir þeirra, Helga Jónína, var heima ásamt tveimur hundum fjölskyldunnar, Perlu og Kátu. Ingibjörg segist alltaf hafa verið hálfhrædd við hunda og þegar kallið kom um að rýma húsið við Ólafstún sagði hún við mann sinn að ekki kæmi til greina að gista á Tjarnar- götu. Fóru í annað hús „Þetta var mitt annað heimili en vegna þess að hjónin voru ekki heima þá leist mér ekki á að vera þarna innan um hundana. Ég gat ekki hugsað mér að þurfa að fara um miðja nótt á salerni og eiga von á að mæta hundunum," segir Ingibjörg. Hún segist hafa þurft að beita nokkrum sannfæringarkrafti til að fá mann sinn til að fallast á að fara í annað hús en hann hafi þó fallist á það á endanum. „Við fengum aö fara í Brynjukot sem er eins konar orlofshús í eigu kvenfélagsins á staðnum. Þar vorum við þegar hörmungarnar dundu yfir. Núna gæti ég hreinlega farið og kysst þessa hunda," segir Ingibjörg. Helga Jónína Guðmundsdóttir var 1 húsinu að Tjarnargötu 7 ásamt hundunum tveimur og vinkonu sinni, Guðnýju Margréti Guðmunds- dóttur, þegar snjóflóðið skall á hús- inu. Hún segist ekki í nokkrum vafa um að ótti Ingibjargar við hundana hafi bjargað einhverjum úr fjölskyld- unni frá því að verða fyrir skaða í snjóflóðinu. „Ég hringdi suður í pabba og bað Ingibjörg Kristjánsdóttir og Hinrik Kristjánsson maöur hennar. Ingi- björg neitaði að gista undir sama þaki og hundarnir og það varð úr að fjölskyldan fór annað. DV-mynd Guðmundur Sigurðsson hann að bjóða Ingibjörgu og Hinna að vera hjá okkur um nóttina. Ég beið svo eftir að þau kæmu en frétti að þau kæmu ekki vegna þess að Ingibjörg væri svo hrædd við hund- ana. Það kom mér á óvart vegna þess að hún er ekki hrædd undir venju- legum kringumstæðum og hefur allt- af gist hjá okkur þegar hún hefur þurft að rýma hús sitt. Þessi afstaða hennar bjargaði þeim því þau hefðu annars verið hérna öll fjögur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum," segir Helga Jónína. Óhugsandi að allir hefðu bjargast Hún segir að miðað við hvernig húsiö fór af völdum snjófóðsins þá væri nánast óhugsandi að fjölskyld- án hefði öll bjargast úr flóðinu. Það varð úr að Guðný Margrét, vinkona Helgu Jónínu, gisti hjá henni um nóttina og í hennar herbergi. Helga Jónína og hundarnir sváfu aftur á móti í hjónaherberginu. „Ég hrökk upp af fastasvefni við hrikalegan hávaða og ég hugsaði með mér að þetta væri geðveik vindhviða en svo kastaðist veggurinn á mig og Flateyri: Hreinsun langtkomin Reynir Traustasam, DV, Flaleyri: „Þetta hefur gengið alveg ein- staklega vel," segir Sigurður Sig- urdórsson, sem er einn þeirra sem unniö hafa við skráningu inn á flóðasvæöið á Flateyri. Sigurður segir að begar hafi verið lokið hreínsun Sestra þeirra húsa sem skemmdust eða eyðilögðust í snjóflóðinu. Alls skemmdust 23 hús, þar af stendur ekkert uppi af 12 húsum. Fjölmargir hafa unniö aö hreins- unarstarfi. Um 80 bjðrgunar- sveitarmenn hafa að staðaldri unnið víð hreinsun i senn auk heimamanna. Svæðiö er ¦girt af og aformað að gefa íöíki færi á að bjarga persónulegum eígum. Um 50 kindur frá bænum Syðra-Kolugili í Þorkelshólshreppi i Vídidal í Vestur-Húnavatnssýslu fennti og drápust í óveðrinu sem gekk yfir landið á dögunum og sést hluti þeirra á myndinni. Bærinn er í baksýn. Einnig fórust 25 kindur frá bænum Litlu-Hlíð, sumar þeirra fennti en hinar hrákti út í á. DV-mynd Eggert Antonsson Mikið tjón á Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi í Skagafirði: Helmingur fjárins fórst Öm Þórarinssan, DV, Hjótum: „Ég fór að smala fénu saman um morguninn en kom því ekki heim að húsunum enda var ég einn. Þá fór ég að líta eftir fé annars staðar og koma því heim að húsum. Veðrið versnaði mikið eftir hádegið, það hvessti og fór að snjóa. Þá komu tveir nágrannar mínir mér til aðstoðar og við byrjuðum á að brúa skurð sem við ætluðum að reka féð yfir í fjár- húsin. Þegar við fórum að svipast um eftir fénu var það ekki sjáanlegt. Við leituðum alllengi í afleitu veðri og litlu skyggni en tókst ekki að finna fjárhópinn. Þegar veðrið fór að ganga niður um morguninn fór ég strax að huga að fénu og fann stóran hóp sem hafði hrakið í síki hér í landareign- inni," sagði Gísli Jónsson, bóndi á Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi í Skagafirði. Gísli fékk björgunarsveitina á Sauöárkróki til aö aðstoða sig við að bjarga fénu úr síkinu. Þeir náðu alls 40 kindum lifandi úr krapinu, þessar kindur voru flestar efstar í hrúgunni því hópinn hafi hrakið út í síkið hálf- fullt af krapi og féð troðist hvað ofan á annað. „Það eru nú dauðar 12 af þessum 40 og mér sýnist að alls hafi farist 140-150 kindur hjá mér í þessu fár- viðri. Þetta er um helmingurinn af fiárstofhinum og flest yngsta féð," sagði Gísli. Gísh segist ekki muna eftir öðru eins hvassviðri og var að- faranótt fimmtudagsins og að víða á bæjum á þessum slóðum hafi fé hrakið undan veðurofsanum þótt ekki hafi orðið neitt viðlíka tjón og hann varö fyrir. bylurinn stóð inn og þá vissi ég hvað hefði gerst. Ég öskraði á Möggu en fékk ekkert svar. Þá talaði ég við hundana og sagði að við skyldum koma," sagði Helga Jónína. Hún fór síðan ásamt hundunum út í öskrandi byUnn á nærklæðunum einum og braust eftir hjálp. Talaði stanslaust við hundana „Hundarnir fylgdu mér fast effir og viku ekki frá mér. Ég talaði stans- laust við þá og kom að húsi við Unn- arstíg og barði allt að utan en fékk ekkert svar. Ég hugsaði með mér hvað þetta væri mikill asnaskapur að fara út í stað þess að bíða fcjálpar. Ég var farin að halda að ég yrði úti þarna. Svo ákvað ég að brjótast áfram og komst að elliheimihnu og fór þar inn," segir Helga Jónína. Átta klukkustundum síðar var vin- konu hennar bjargað úr rústunum. Hún var köld en lítið slösuð. „Það var mikill léttir þegar henni var bjargað. Ég var allan tímann viss um að hún væri dáin. Ég er afskap- lega þakklát öllum," segir Helga Jón- ína. Stuttar fréttir Samhugur þingmanna Mngmenn minntust þeirra sem létust í snjóflóðihu á Flateyri í síðustu vikuþegarþingkomsam- an i gær. Ragnar Arnalds þingfor- seti ávarpaði þingheim og bað þingmenn að rísa úr sætum . Sungiðfyrir Flaíeyringa Kristián Jóhannsson óperu- söngvari mun halda tvenna tón- leika með SMóníuhMómsveitinni í vor. Ágóöi aföðrum þeirra renn- ur fil þeirra sem um sárt eiga að binda vegna snjóflóösins á Flat- eyri. MbL greindi frá. StyrkirfráESB íslensk fyrirtffiki og stofnanir fá á næstu 2 öl 3 árum hátt i 400 milljónir króna úr rannsóknar- og þróunarsjóðum ESB. RÚV greindi frá. Lyfjalögum frestað i Alþingi samþykkti í gær aö fresta gildistöku nýrra lagaá- kvæða um aukiö frelsi i lyflasölu. Akveðið var að fresta gildistök- unni i 4 mánuði en upphaflega fór iheilbrigðisráðherra fram á 8 jnánaða frestun. Tárúrsteinitilnefnd Kvikmyndin Tár úr steini hefur veriö tilnefnd af íslands hálfu til bandarísku óskarsverðlaunanna í flokki bestu erlendu kvikmynd- ahna. I^efningin var ákveðiná sameiginlegum fundi kvik- myndagerðarmanna í vikunni. Vaxtalækkunlíkleg Miklar Hkur eru á að vextir banka og sparisjóða lækki á morgun í takt við aörar vaxta- laíkkanir að undanförnu. Stöð tvögreindifráþessu. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.