Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 Fréttir Deilurnar í skólafélagi Iðnskólans: Skólameist arinn fær bókhaldið - reyni að leita sátta, segir Ingvar Ásmundsson Leikur nr. 9 í Lengjunni: ÍR - Grindavík „Ég sé ekki á þessari stundu að hægt sé að hafa uppi ályktanir um fjárdrátt en það er ljóst að í félaginu er uppi ágreiningur um hvernig fjármunum skólafélagins skuli var- ið," segir Ingvar Ásmundsson, skólameistari Iðnskólans í Reykjvalk. Samkomulag er um að bókhaldið verði lagt fyrir skólameistara. Frá því í síðustu viku hafa verið upp há- værar deilur í skólafélaginu vegna ráðstöfunar á fé þess. Andstæðingar meirihlutans í stjórninni saka for- mann og gjaldkera um sóun og telja að allt að einni milljón vanti í sjóð- inn. Meirhlutinn telur aftur á móti að ekkert sé óeðlilegt við fjárreiður félagins. Einkum hafa gagnrýnendurnir verið ósáttir við að einstök deildar- félög í skólanum hafa ekki fengið greitt úr sameiginlegum sjóði eins og lög gera ráð fyrir og einnig að töluverðum upphæðum hefur verið varið til að greiða reikningá á veit- ingahúsum. Yfirdráttur er á ávís- anareikningi og sem stendur ekkert fé til ráðstöfunar. Þá mun og mis- brestur á að fundir séu haldnir í skólafélagsstjórninni. „Minnihlutinn er ekki sáttur við hvernig fénu hefur verið ráðstafað. Það þarf að jafna þennan ágreining og mun ég reyna að stuðla að því. Meira get ég ekki gert," sagði Ingv- ar. Borgar Þór Þórisson, formaður skólafélags Iðnskólans, vísar alger- lega á bug öllum ásökunum um mis- ferli í starfsemi skólafélagsins. „Bókhaldið liggur fyrir og við höf- um sýnt skólameistara það. Það er ekkert við það að athuga og eina ástæða þessa upphlaups er að klíka í skólanum telur sig hafa misst þar völd," sagði Borgar. -GK Raöhúsiö við Múlasíðu 18. Eins og sjá má eru endaíbúðirnar fullreistar en einungis gólfplatan þar á milli. DV-mynd gk Eftirmál gjaldþrots á Akureyri: Stungið af f rá hálfbyggðu húsi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er talandi dæmi um það hvernig menn geta hagað sér, þeir keyra rekstur sinn í gjaldþrot, skipta síðan um kennitölu og byrja upp á nýtt og þegar á móti blæs þá er bara stungið af frá öllu saman," segir íbúi við Múlasíðu á Akureyri um viðskilnað byggingameistara sem var að byggja þar fjögurra íbúða raðhús. Umræddur íbúi segir mikla gremju meðal fólks í næsta ná- grenni vegna viðskilnaðar bygg- ingaverktakans. Hann lauk smíði endaíbúðanna tveggja og seldi þær, en framkvæmdir við íbúðirnar tvær í miðjunni eru ekki lengra komnar en svo að platan hefur verið steypt og standa steypuvírar upp úr plöt- unum og eru slysagildra fyrir börn sem þarna búa. Byggingameistarinn mun nú vera fluttur úr landi. Byggingaverktakinn varð gjald- þrota fyrir nokkrum árum en hóf rekstur að nýju mjög fljótlega, und- ir nafni annars fyrirtækis. Hrafn Jónasson, eigandi annarrar endaí- búðarinnar, segir að hann hafi ekk- ert undan byggingameistaranum að klaga, hann hafi staðið við alla hluti gagnvart sér. Hins vegar segist Hrafn ekkert vita hvert framhaldið verði á byggingaframkvæmdunum og sennilega viti það enginn eins og staða málsins sé i dag. Hæsti stuðullinn táknar ólíklegustu úrslitin Þú velur hvaða úrslitum þú spáir í þessum leik. Stuðlarnir sýna möguleikann á hverjum úrslitum (1, X eða 2) á tölfræðilegan hátt. Lægsti stuðullinn 1,40 táknar líklegustu úrslitin og eftir því sem stuðullinn hæ.kkar þykja úrslitin ólíklegri. En nú getur það margborgað sig að taka séns! Einfaldlega vegnaþess að 1, X og 2 tákna alltaf úrslit eftir venjulegan leiktíma, ekki framlengingu -og stuðlarnir margfalda vinninginn ef spá þm reynist rétt! STUÐLAR 8 Þri. 31/10 1&30 9 Þri. 31/10 19:30 10 Þri. 31/10 20:00 Tindastóll - Þór ÍR - Grindavík Quimares - Barceiona 1X2 1,25 9,60 2,90 Karfa 1.40^9.00 2.40 Karfa „----S^U 'IM "l'tíU"*Knatt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.