Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIfi NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 1 Frjálst,óháö dagblað 1 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995. Fjárskaöarnir: Bætur nema minnsttíu % milljónum Bændur, sem verða fyrir fjársköð- um, fá minnst 5000 krónur í bætur úr Bjargráðasjóði fyrir kverja kind. Er það miðað við verölagsgrundvöll síðasta árs en enn er eftir að ákveða hvað bæturnar verða miklar á þessu verðlagsári. í óveðrinu í síðustu viku hafa bændur um vestan- og norðanvert landið misst í það minnsta 2000 fjár og eru héraðsráðunautar í öllum héruðum þó sammála um að ekki séu enn Öll kurl komin til grafar. Má því reikna með að bætur verði aldrei undir 10 milljónum. ~Mestur virðist skaðinn hafa orðið í. Húnavatnssýslum þar sem allt að þúsund kindur hafa drepist. í Eyja- firði er áætlað að þrjú til fjögur hundruð fjár hafi drepist og svipað í Skagafirði. Fjártjón bænda í Dölum, á Vestfjörðum og í Borgarfirði er einnig umtalsvert. Bændur fá ekki bættar fimm kind- ur af hverjum hundrað sem þeir missa og ekkert ef færri en fimm kindurdrepast. -GK ~Tóku5fíkla Fimm menn, sem allir hafa oft áður komist í kast við lögin vegna fikni- efnamála, voru á föstudagskvöldið handteknir í íbúð í Holtunum grun- aðir um neyslu og sölu á fikniefnum. Við húsleit fundust 140 grömm af hassi, 16 grömm af amfetamíni, 15 grömm af maríjúana og fjöldi af pill- um. Þá voru á staðnum margháttuð áhöldtilfíkniefnaneyslu. -GK Flateyrarsöfnunin: Tæpar 162 miBljónir -lýkuríkvpld Safnast hafa 161.891.917 krónur í söfnunina Samhugur í verki. Haldið verður áfram að taka á móti framlög- um til klukkan tíu í kvöld. Jón Axel Ólafsson, forsvarsmaður sjóðsrjórnar Samhugar í verki, segir að söfnunarféð renni til fórnarlamba náttúruhamfara með áherslu á að- stoð viö fólkið á Flateyri. i „Fólk hefur verið mjög jákvætt. Yngsti gefandinn var tveggja daga gamall og sá elsti 100 ára. Fólk hefur gefið ellistyrkinn sinn og krakkar -Itafa tæmt úr baukunum sínum," segirJónAxel. -GHS LOKI Niðurstaðan ersem sagt: Lifi kanadísktQuebec! Skortur á sönnunargögnum í kynferðisafbrotamáM: Af i sýknaður af misnotkun barns Vegna sönnunarskorts telur fjöl- skipaður dómur Héraðsdóms Reykjaness ekki annað fært en að sýkna karlmann á sjötugsaldri af ákæru um að hafa misnotað barna- barn sitt kynferðisléga* á tæplega fjögurra ára tímabili en barnið var þá undir tíu ára aldri. Þrír dómarar komust að þeirri niðurstöðu að framburður barns- inshefði verið nokkuð trúveröugur og auk þess lá fyrir að sálfræðingur sem sá um umfangsmikla meðferð fullyrti að frásagnir barnsins væru réttar. Þrátt fyrir þetta þóttu sann- anir ekki nægilegar og einnig var tekið mið af „domvenju". Málavextir eru þeir að móðir barnsins, sem reyndar kveðst sjálf hafa orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun mannsins á árum áður, fór að renna grun í að eitthyaö mis- jafnt væri að gerast þegar dætur hennar voru farnar að biðjast und- an því að hitta afa sinn og ömmu. Málið var þá kært til lögreglu og skýrsla tekin af barninu. Þar komu fram upplýsingar um ítrekaða mis- notkun af hálfu afans. Þegar líða tók á fékk sálfræðingur stúlkuna til umfangsmikillar meðferðar. Þar kom fram að barnið átti við ýmsa erfiðleika að stríða vegna vanlíð- unar sem tengja máttivið misnotii- unina. Stúlkan kærði afa sinn í júní 1993 og gaf þá greinargóða lögreglu- skýrslu. Hún kom síðan fjTÍr dóm fyrr á yörstandandi ári. Þá átti hún erfitt með að skýra frá smáatrið- um, framburður hennar þótti nokkuð óhós enda hafði hún reynt að gleyma sem mestu. Héraðsdómur komst m.a. að þeirri niðurstöðu að það heRJi veikt sönnunarstöðu í málinu að stúlkan hefðí ekki verið yfirheyrð hjá sér- fræðingi strax eftir að kæran barst. Einnig var fundið að því að mynd- bandsupptaka var ékki fyrir hendi af fyrsta viötali sérfræðíngs við barnið. Eina haldbæra sönnunin væri þyí lögregluskýrsla. Fulltrúi lögreglu sem sá um yfir- heyrsluna mundi ekkert eftir skýrslutðkunni eða hvernig hún hafði gengið fyrir sig. Sömu sögu var að segja af starfskonu Stiga- móta sem var viðstödd yfirheyrsl- una. Að þessu virtu, og því að sak- borningur bar ávallt af sér aliar sakargifhr, var maðurinn sýknað- ur. -Ótt Hátt i 30 þúsund manns tóku þátt í blysför Félags framhaldsskólanema i gærkvöld til að minnast þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri i síðustu viku. Eins og sjá má héldu menn á blysum og kertum á gongu sinni frá Hlemmi niður á Ingólfstorg í Reykjavík. Þar var haldin minningarathöfn um Flateyringana og bað forseti íslands fólkið um að minnast þeirra sem hafa farist í snjóflóðum á þessu ári með þögn í eina mínútu. DV-mynd ÞÖK Hafsteinn Númason: Afgangurinn úr Súðavíkur- söf nun f ari til Flateyringa „Það munu vera um 70 milljónir eftir úr Súðavíkursöfnuninni. Við sem misstum ástvini okkar í snjó- flóðinu í Súðavík og fólk þar á staðn- um höfum rætt það okkar í milli að skora á sjóðstjórnina að gefa þessa peninga til Flateyrar," segir Haf- steinn Númason en hann og kona hans misstu þrjú börn sín í Súðavík í janúar síðastliðnum. Hafsteinn sagði að þörf Súðvíkinga fyrir þetta fé væri minni en áður eft- ir að ríkisstjórnin ákvað að kaupa upp hús þar á staðnum. Þá lægi fyrir að Ofanflóðasjóður greiddi gatna- gerðargjöld fyrir þá sem ætluðu sér að byggja að nýju í Súðavík. „Það skiptir öllu fyrir fólk sem lendir í slíkum hörmungum að geta haldið áfram með sitt líf án þess að fjárhagsáhyggjur bætist við allt ann- að. Við höfum verið að ræða þetta okkar í milli, burtfluttir Súðvíkingar hér í Reykjavík, og eins höfum við heyrt frá fólki fyrir vestan. Við erum sammála um að þessum 70 milljón- um sé nú best varið til Flateyringa," sagði Hafsteinn. -GK Veörið á morgun: Hlýttí veðri Á morgun verður suðvestan kaldi og hlýtt í veðri. Vestanlands verður skýjað að mestu og súld öðru hverju en yfirleitt léttskýjað í öðrum landshlutum. VeÖrið í dag er á bls. 36 brother Litla merkivélin Loksins meö Þ og Ð Nýbýlavegi 28 -sími 554-4443 alltaf á Miðvikudöguin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.