Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 Spurningin Hvað fer mest f taugarnar á þér? Dæja Björk nemi: Þegar margir kennarar eru veikir en enginn af mínum. Kristmundur Magnússon nemi: Bókfærslan. Fjóla Einarsdóttir nemi: Gagga, hún er ofurpirrandi. Rannveig Jónsdóttir nemi: Það er engin spurning. Það er hún Fjóla. Brynhildur Steindórsdóttir nemi: Óákveðið og ódrífandi fólk. arlegir karlmenn. Lesendur A mörkum hins byggilega heims: Aukum ekki á hörmungarnar Guðmundur Ólafsson skrifar: Aðeins rúmum níu mánuðum eft- ir reiðarslag í litlu þorpi á Vestfjörö- um ríður annað yfir í sama lands- hluta, öðru þorpi en litlu stærra. Allir landsmenn bera ugg í brjósti vegna þeirra sem búa í þessum td- tölulega fámennu þorpum, þar sem hættan er augljós hverjum manni. - Og auðvitað er hugur samlanda hinna látnu og syrgjandi með þeim. Annað væri líka óeðlilegt. Það er hins vegar ekki við hæfi að taka dýfu í eins konar fleðulátum gagnvart öllum hörmungunúm á Flateyri eins og mér fannst flestir fjölmiðlar hafa gert á fyrstu tveimur dögunum eftir þennan hörmung- aratburð. Sorgin heimsækir alla lif- andi menn fyrr eða síðar. Og sjálf forum við öll eina og sömu leiðina, það eitt er víst. Dauðinn ætti þó ekki aö koma á óvart, þar sem að- stæður fyrir hann eru svo gott sem hannaðar af mannavöldum. En þá gildir líka það eitt að standa með þeim sem syrgja, þannig að stuðn- ingur sé að. Ekki draga hina syrgj- andi með sér í víl og þunglyndi. Mér er t.d. ekki ljóst hvort það er einhver hjálp eöa stuðningur af stærsta blaði landsins að birta 14 blaðsíðna frétt - auk forsíðu og baksíðu - sama daginn um þetta hörmulega slys. - Eða að senda út væmna skjámynd ásamt hljómlist ■r . >* • ■ ’* < C■ í * £ 9 » Þorp undir fjallshlíð. Hættusvæði, hannað af mannavöldum? undir tilkynningalestri um þá er lét- ust í þessu slysi - eins og gert var í Ríkissjónvarpinu. - í svipinn kvíði ég því mest að stjórnmálamenn krefjist endurbóta og uppbyggingar á þessum óbyggi- legu stöðum, í stað þess að hvetja alla íbúa hættusvæða Vestfjarða til að koma sér fyrir annars staðar á landinu og hefja þar nýtt líf með að- stoð okkar allra. Svona hörmulegur atburður krefst þess að allir leggist á eitt um að bjarga fólki á þessum stöðum frá því að verða fyrir sams konar áfalli þegar minnst varir. Launþegar og lífeyrissjóðir Kristjana Bergsdóttir skrifar: Undarlegt er að fylgjast með öfga- fullum viðbrögðum stjórnenda líf- eyrissjóða við hugmyndum við- skiptaráðherra um breytingar i frjálsræðisátt á möguleikum al- mennings tii ávöxtunar og eignar á lífeyri sínum. Það er ekki hugmynd Finns Ing- ólfssonar að afnema þá samtrygg- ingu sem lífeyrissjóðir hafa gefið, heldur að taka á þeim mörgu aug- ljósu meinum sem almenningur sér í núgildandi lifeyrissjóðakerfi. Hvaða réttlæti er t.d. í því að við fráfall launþega fái maki eða aðrir erfingjar viðkomandi í flestum sjóð- um lítið eða ekkert af inngreiðslum hans? Við skilnað hjóna, þar sem annar aðili hefur aflað teknanna, fær hinn enga hlutdeild í rétti maka! Við launþegar höfum í raun sára- lítil bein áhrif á stjórn, stefnu og rekstur sjóðanna og hálfsjálfvirkt endurnýjunarkerfí í stjórnir flestra þessara sjóða er mjög ólýðræðislegt og gengur jafnvel út á að viðhalda stöðnuðu og dýru skrifstofu- apparati, sem oft virðist búið að gleyma upprunalegum tilgangi sjóð- anna. Ekki má heldur gleyma þeim gíf- urlegu völdum sem hafa safnast á hendur fárra sem ráða yfir vel á 3 hundrað milljörðum króna, og það er greinilegt nú að menn vilja ekki missa þau völd! Þeir sem taka eiga lífeyri frá opinberum lífeyrissjóðum hafa vax- andi áhyggjur, allt frá því er Ólafur Ragnar Grímsson, þá fjármálaráð- herra, skapaði fordæmi að ríkið hætti að greiða sinn hlut í Lifeyris- sjóð opinberra starfsmanna. - Marg- ir óttast að sá skuldabaggi verði skattgreiðendum framtíðarinnar of þungur. Það er sannarlega full ástæða til að endurskoða lífeyrissjóðakerfið. Fyrir því er mikill hljómgrunnur hjá launafólki í landinu og því mun það gerast. - Finnur, þú ert á réttri leið og við hvetjum þig til þeirra góðu verka. — Eru laun sjómanna of há? Sigrún Ólafsdóttir sjómannskona skrifar: Reglulega eru skrifaðar greinar i blöð um laun sjómanna, þar sem sagt er frá háum launakjörum þeirra og þau gagnrýnd samkvæmt þeirri kenningu. Þá fjalla fjölmiölar nær eingöngu um mettúra hjá ein- stökum skipum og skýra frá að há- setahlutur fari hátt í eina milljón o.s.frv. Hins vegar er ekkert fjaflað um það þegar sama skip gerir léleg- an túr eins og það er kallað. Því hef ég tekið saman launatöflu fyrir þá sem vilja sjá hvernig laun sjómanna eru í raun. Þetta eru laun manns sem er há- seti á einum af frystitogurum Granda hf. Ég vil benda á að á flest- um frystitogurum eru menn skyldugir til þess að fara þrjá túra á sjó og þann fjórða í frí. Þegar svo er verður sjómaðurinn og fjölskylda hans tekjulaus í tvo mánuði. Til þess að skýra það aðeins nánar, þá fær sjómaðurinn útborgað þegar hann kemur í land, og svo er hann í fríi í einn mánuð, og fer svo á sjó næsta mánuð, en fær ekki útborgað aftur fyrr en hann kemur í land úr þeim túr. Til þess að fyrirbyggja allan mis- Úto dags Aflahlutur Fatapaningar 10% álag Starlsaldursálag Raiknaö f »ðl Orkjt Samtals takjur Raiknaöur skatnr S|óm. afsl Frftúr 24 0? 1994 399917 2864 399S2 21150 47181 511104 213846 20130 22 03 1 994 293754 1910 29375 17625 31429 374093 142452 16775 19 04 1 994 435207 2578 43520 19740 44523 545568 20179Í 18788 Fritúr ÍO 06 1994 372037 2196 37209 16215 43498 471205 197152 15433 1207 1994 377994 2292 37799 1063 16920 45928 482016 208166 28853 26 08 1994 293533 2101. 29353 993 15510 34730 376220 1574IC 14764 Frltúr 26 10 1994 405977 4105 40598 1941 30315 52843 5357791 239508 28896 02121994 546913 2673 54691 1264 19740 63591 666672 286224 79968 SamtaJs 3125382 20719 312537 5281 157215 363723 3964857 1646556 223627 Hlutt*ll 78.50% 050%’ 7.80% • 3.13% 3.95%’ 9.12% 100.00%i Útbúags Pars afsl Ufeynssj Sjóm.ttl ' Orlct Félagsgj IFaói iDrtf Samt gj Úib. laun Frítúr 24.02 1994 35075 19512 4878 47181 520 24150! 1000 255662 255222 22 03 1 994 19929 13619 3405 31429 520 17625 1000 173346 200747 1904 1 994 22321 19292 4823 44523 520 19740 1000 250587 294961 Ffltúr 1006 1994 21524 18134 4533 43496 520. 18515 1000 246395 224410 1207 1994 22321 16156 4789 45928 520i 19320 1000 247705 234311 26M 1994 39109 14365 3591 34730 5201 177101 1000 175433 200787 Frílúr 1 : 1 26.10 1994 39849 21562 5390 52643 520' 34615Í 1000 286693 24908$ 0212.1994 61456 28685 6871 63591 52Ö1 22540 1000, 267807 421065 > I I i Samtais 261584 152325 36080 363723 4160 174215 6000 1903848 2081009 Hiutfall 8.00%l 2.00% 19.10% 0.22% 9.15% 0.42% í 100,00% 52.22% Meirihluti sjómanna hefur mun lægri laun. Þetta er jú eitt af betri skipunum, segir m.a. í bréfinu. skilning skal það tekið fram að sjó- menn eru ekki á tryggingu þegar ;vþeir eru í fríi, heldur alveg tekju- ! lausir. Eins og fólk mun sjá af með- fylgjandi töflu, þá eru launin mjög mismunandi eftir túrum og er ekk- ert öryggi í þeim málum. Þar sést líka að meðaltekjur sjómannsins eru kr. 173.417 útborgað á mánuði og því heildartekjur fjölskyldunnar, þar sem eiginkonan er oftast heima til þess að sinna börnunum. Með þessum samanburði geta les- endur dæmt um hvort þessi laun eru jafn góð og margir vilja halda fram. - Það skal líka tekið fram að meirihluti sjómanna hefur mun lægri laun. Þetta er jú eitt af betri skipunum. Innanlands- flugið frá Reykjavík Óskar Kristjánsson skrifar: Ég er mjög sammála bréfritata í DV 25. þ.m. um að nýta Leifs- stöð í Keflavík fyrir innanlands- flugið. Reykjavíkurflugvöllur þarf kostnaðarsama breytingu og endurbætur svo að þar megi halda uppi sómasamlegri þjón- ustu fyrir flug og farþega. Ég get ekki verið sammála samgöngu- ráðherra eða blaðafulltrúa Flug- leiða, sem báöir taka þannig til orða að Reykjavíkurflugvöllur sé forsenda þess að innanlandsflug- ið geti verið með þeim hætti sem það er í dag! Hver segir að það eigi endilega að vera eins og það er í dag? Ríkið getur ekki og á ekki að ganga erinda eins eða neins, það á að bera hag ríkisins fyrir brjósti og það gerist aðeins með því að færa flugið frá Reykjavík til Keflavíkur. Há slysatíðni barna Einar P. hringdi: Það er rætt um háa slysatíðni íslenskra bama og miðað við næstu lönd i því efni. Mig skal nú ekki undra. íslensk börn eru algjörlega óuppalin og algjörlega afskiptalaus. Þau eru flest ofvirk vegna taugaveiklunar, klifra og vaða yfir allt og alla, án afskipta foreldra, garga og öskra eins og villt dýr í skógi. Foreldramir eru auðvitað lítið betri; heimta, stela og svíkja undan skatti og fara sínu fram með frekju. Hví ættu börnin að verða öðruvisi? Vonandi lærum við Kári hringdi: Það má segja að hörmungarat- burðirnir við Súðavík og á Flat- eyri sé dýrkeypt reynsla. Það versta er þó ef til vill að þessi reynsla var ekki nauösynleg. All- ir ættu að vita að undir fjallsrót- um er ekki byggilegt. Vonandi lærum við íslendingar af þessum hörmulegu atburðum. Vonandi verður ekki farið að efla snjó- flóðavamir eða storka örlögun- um með fölsku öryggi í nýjum húsakynnum á augljósum hættu- svæðum. Frítt rafmagn, frír hiti Adolf hringdi: Ef vel ætti að vera, myndi raf- magn og heitt vatn vera íslend- ingum að kostnaðarlausu. Þetta em einu orkulindir okkar í land- inu sjálfu, eru nær óþrjótandi og orðnar eign okkar að stærstum hluta. í flestum hinna olíuauð- ugu ríkja er bensín og olia af- hent íbúunum að kostnaðar- lausu. Þessi ríki hafa hins vegar ómældan gróða af olíusölu vítt og breitt um heiminn og það ger- ir gæfumuninn. Hér gæti þetta líka verið svo væri rétt á málum haldið. Sorasögur Súsönnu Ragnheiður Jónsdóttir skrifar: Mér finnst mjög miður að ís- lenskri bókaútgáfu skuli hafa bæst slíkur sori sem bók Súsönnu Svavarsdóttur er. Auð- vitað er bók þessi, Skuggar vögguvísunnar, ekkert annað en nakið klám frá upphafi til enda. Ég undra mig mest hve fróð kon- an er um þennan neðanjarðar- heim öfugugga og vanheilla í kynferðismálum. Vísast er þetta mest þýtt úr erlendum sorpritum - eða það vona ég að minnsta kosti, fyrir hönd konunnar og móðurinnar Súsönnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.