Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 Fréttir________________________________ íslandsbanki fyllti út óútfyllta vixla og kraföi ábyrgðarmenn í góðri trú um 14 milljónir: Bankastarfsmenn voru kærðir fýrir umboðssvik - bankinn boöaði þá gott veður og ákæru sleppt - eftir það var farið í fulla hörku Starfsmenn íslandsbanka voru síðastliðið vor kærðir til RLR fyrir umboðssvik upp á um tólf milljónir króna í kjölfar þess að óútfylltir víxlar voru fylltir út og síðan geiig- ið á flóra ábyrgðarmenn sem í góðri trú töldu sig aðeins hafa gengist í ábyrgðir fyrir samtals tveimur milljónum króna. í kjölfar kærunn- Áiit bankaeftirlits: Sérstaklega ámælisvert í áliti sem bankaeftirlit Seðla- banka íslands skrifaði um ís- landsbankamálið kom eftirfar- andi meðal annars fram í niður- stöðum: „Með hliðsjón af framansögðu er það mat bankaeftirlitsins að ís- landsbanki hafi ekki staðið að öfl- un umræddrar tryggingar og út- fyllingu víxileyðublaða með full- nægjandi hætti sem samrýmist eðlilegum viðskiptaháttum. Þetta er sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að gildistími ábyrgðar hefur verið framlengdur og fjár- hæð ábyrgðar hefur verið hækk- uð. Þannig hefur umrædd ábyrgð verið framlengd úr rúmu einu ári í þrjú og hálft ár og fjárhæð ábyrgðar hækkuð úr sex milljón- um í ellefu milljónir króna. Það hefur ekkert komið fram sem bendir til að ábyrgðarmönnum víxils hafi verið send tilkynning þar aö lútandi." ar ákvað ríkissaksóknari að ákæra ekki bankastarfsmennina en það var eftir að bankinn lýsti því yflr bréflega, á meðan á opinberri rann- sókn stóð hjá RLR, að ekki yrði gengið að ábyrgðarmönnum nema að því leyti sem dómstóll úrskurð- aði og engin ákvörðun hefði verið tekin um það hvort ábyrgðarmenn- irnir yrðu yfirhöfuö krafðir um greiðslur. Auk þess var því heitið að ábyrgðarmenn kæmu við sínum vömum í víxilmáli fyrir dómi. Eftir þetta ákvað ríkissaksóknari að ákæra ekki en nú fyrir helgi kom óvænt fram af hálfu bankans í rétt- arhaldi að gengið yrði í málið af fullri hörku og engar varnir kæmust að. Hróbjartur Jónatansson, annar lögmaður ábyrgðarmannanna, segir þessa framkomu bankans af lægstu siðferðisgráðu sem hægt sé að hugsa sér. Hann segir hins vegar að aðal- atriði málsins sé að það hafi verið „aumingjaskapur" af hálfu ríkissak- sóknara að ákæra ekki í málinu. Útfylltir þegar stefndi í gjaldþrot Málavextir eru þeir að árið 1991 fékk Þorsteinn Máni Árnason fjóra kunningja sína til að skrifa upp á tvo víxla (tvo á hvom) fyrir fisk- vinnslufyrirtæki sitt sem hét Luna hf. - hann þurfti tryggingu þar til fasteign hans yrði hæf til veðsetn- ingar. Víxlarnir voru afhentir ís- lándsbanka við Lækjargötu, óútfyllt- ir, ódagsettir og án upphæðar. Við útfyllingu áttu upphæðir hvors Hróbjartur Jónatansson, annar lög- maður ábyrgðarmannanna, segir framkomu bankans af lægstu sið- ferðisgráðu. DV-mynd GVA tryggingavíxils ekki að nema hærri upphæð en einni milljón króna, samkvæmt því sem ábyrgðarmenn- irnir töldu. Árið 1994 var farið að halla undan fæti hjá greiðandanum - Þorsteinn Máni og fyrirtækið voru komin í greiðsluþrot. Hróbjartur segir að þegar bankinn hafi séð að stefndi í gjaldþrot hafi víxlarnir verið fylltir út með þeim upphæðum sem bank- inn taldi sig eiga inni hjá skuldaran- um og gengið á ábyrgðarmennina. Rann kalt vatn milli skinns og hörunds „Ábyrgðarmenn heyra síðan af málinu með símskeyti um greiðslu- fall í apríl 1994,“ sagði Hróbjartur. „Þá var annar víxillinn orðinn 3,2 milljónir og gefinn út 12. apríl 1994 með gjalddaga 8 dögum síðar. Hinir tveir fengu kröfu upp á 11,2 milljón- ir á sama gjalddaga. Mönnum rann þá kalt vatn milli skinns og hör- unds. Allir höfðu verið í góðri trú um að þeir ábyrgðust aðeins eina milljón og tímabundið. Þegar haft var samband við bankann kom í ljós að víxlarnir voru útfylltir þegar stefndi í gjaldþrot greiðandans. Þar var búin til sú saga að víxlamir hefðu verið keyptir til lúkningar skuldum eins og sagt hefði verið í bréfi til skuldaranna.“ Hróbjartur segir að bankinn hafi ekki hirt um að gera grein fyrir hvernig skuldin hafi orðið til á hendur ábyrðgarmönnunum. í kjölfar þessa var málið kært til RLR og ríkissaksóknara og opin- berrar rannsóknar krafist enda hefðu gengið dómar í sambærileg- um málum sem hefðu leitt til fang- elsisrefsinga fyrir hliðstæða hátt- semi. Krafan var því að starfsmenn bankans, sem fylltu út víxlana, sættu refsingu fyrir umboðssvik. Hróbjartur segir að bankinn hafi bjargað sér með því að senda bréf til RLR þar sem hann vOdi koma því á framfæri að ábyrgðarmennirnir fengju að koma að öllum vörnum við rekstur einkamálsins - banka- starfsmenn yrðu leiddir fyrir dóm í skuldamálinu. Einnig var því lýst yfir að bankinn féllist á að ábyrgð- armennirnir greiddu ekki hærri upphæð en héraðsdómari myndi úr- skurða. Enn fremur hafi því verið lýst yfir að engin ákvöðrðun hefði verið tekin um hvort reynt yrði að innheimta það sem stefndu bæri að greiða. „Eftir þetta heyktist ríkissaksókn- ari á því að ákæra bankann eða starfsmenn hans,“ segir Hróbjartur. „Við óskuðum síðan eftir að fá gögn úr rannsókninni með yfirlýsingum bankans þegar ljóst var að ekki yrði ákært. Af hálfu RLR var því hafnað og þegar skuldamálið var svo tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur lýsti lögmaður bankans því yfir að engar varnir yrðu leyfðar, engir starfsmenn bankans mæta því fyrir dóm. Siðleysið liggur því i yfirlýs- ingunum til að losna undan ákærunni en nú er fullri hörku beitt,“ sagði Hróbjartur. „Eftir þetta höfum við fengið bréf- ið í hendur frá ríkissaksóknara - embættinu virðist hafa blöskrað framkoma bankans. Nú höfum við bréfið undir höndum en það á eftir að útkljá framhaldiö. Ég tel að sið- ferðismatið í þessum banka sé eins og það gæti verst orðið. Það er hins vegar ljóst að það er ekkert annað en aumingjaskapur hjá ríkissak- sóknara að ákæra ekki enda liggja fyrir sambærilegir dómar sem taka af allan vafa um refsinæmi svona mála,“ sagði Hróbjartur Jónatans- son. -Ótt Dagfari__________ Loðdýrin úti í kuldanum Það var sú tíð að loðdýrabændur voru gæludýr allra stjórnmála- manna. Það var meðan Steingrím- ur sat í stjórnarráðinu áður en hann færði sig yfir Arnarhólinn til að passa gullforða þjóðarinnar. Og það var meðan nafni hans rikti í landbúnaðarráðuneytinu og beið þess að sinn tími kæmi sem for- maður Alþýðubandalagsins. Þá draup smjör af hverju strái og helsti vandi stjórnvalda var að finna menn sem vildu taka við lán- um og styrkjum til að halda loðdýr og rækta lax. Með því að bjóða styrki og lán til að kaupa refi og mink og byggja yfir þessa gjaldeyr- isauðlind tókst að fá hundruð bænda til að taka þátt í nýsköpun atvinnulífsins. Refa- og minkabú spruttu upp úti um allar sveitir og í sveita síns andlitis mokuðu bændur fóðri í þessar torkennilegu skepnur sem vældu í búrum sínum. Á meðan ekki þurfti annað að gera en halda þessum hvimleiðu skepnum á lífi blómstraði þessi atvinnugrein sem átti að færa þjóðarbúinu miUjarða á milljarða ofan. Vandamálin byrj- uðu ekki fyrr en farið var að slátra og setja skinnin á markaö. Þá vildi enginn kaupa og menn sátu uppi með heilu skipsfarmana af skinn- um og feldum. Lengi vel reyndi rík- ið að hlaupa undir bagga og veitti ný lán og nýja styrki ásamt því að afskrifa gömul lán og lofa meiri framlögum og bjartari tið. Þrátt fyrir alla þessa útausandi gæsku Steingrimanna gáfust loð- dýrabændur upp hver á fætur öðr- um og hrökkluðust frá búum sín- um sem öreigar. Nokkrir vildu þó þrauka áfram og til að létta þeim lífið keypti ríkið af þeim jarðir og hús en þeir máttu áfram stunda sína iðju. Nú brá svo við að verð fór hækkandi á skinnum og þeir loðdýrabændur sem eftir lifðu fóru að sjá fram á betri tíð. Sumir þeirra vildu þá kaupa jarðir sínar aftur til að geta orðið frjálsir menn og sögðust hafa loforð frá Stein- grími Joð um að þeir mættu kaupa. Austur í Ölfusi tilkynntu nokkrir bændur að þeir vildu kaupa jarðir sínar af ríkinu og þá voru þær aug- lýstar til sölu og allir máttu bjóða í. Bændurnir áttu hæsta boð og töldu hag sínum borgið. En nú var enginn Steingrímur í stjórnarráð- inu og ekki heldur í landbúnaðar- ráðuneytinu. Þar voru komnir nýir menn sem ekki máttu ógrátandi heyra á loðdýr minnst. Því var til- boði bændanna ekki tekið þegar í ljós kom að þeir ætluðu að halda áfram loðdýrarækt og græða á því. Jarðimar voru auglýstar aftur og samið við nýja kaupendur. Málið fór fyrir dómstóla og sjálfur Hæsti- réttur úrskurðar að bændur sem ætli sér að kaupa jarðir til að fram- leiða minkaskinn skuli bornir út. Þessir bændur í Ölfusinu hafa smitast svo af villidýrseðli loðdýr- anna að þeir harðneita að fara. Rifa bara stólpakjaft og urra fram- an í yfirvöldin. Guðmundur góði í landbúnaðarráðuneytinu stendur fast á sinu og vill loðdýrabændur út í hafsauga. Segir að það sé svo sannarlega búið aö gera nóg fyrir þessa stétt þó að ríkið fari nú ekki að gefa þeim færi á að græða með því að eignast jarðir og ala mink og ref. Nú sé búið að gera búvöru- samning og sá samningur geri ekki ráð fyrir öðrum skepnum en sauð- fé og kúm. Samningurinn sé til bjargar menningunni í landinu og það sé enga menningu að finna í loðdýrum. Þau hafi verið afskrifuð fyrir löngu ásamt laxeldi Steingrí- manna. Því skuli loðdýrabændur í ölfusi hnepptir í bönd ef þörf kref- ur. TO þess að þetta nái fram að ganga hefur sýslumanni verið falið að láta kné fylgja kviði fyrir hönd réttvísinnar og kenna þessum durgum að í sveitum gilda ekki önnur lög en þau sem heyra undir búvörusamninginn. Því er svo komið að loðdýrabændur sem einu sinni voru gæludýr allra eiga sér nú öngvan vin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.