Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVIK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafraen útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Tilvistarkreppa
Smáflokkunum gengur enn einu sinni illa að fóta sig í
íslenskum stjórnmálum. Á landsfundi Samtaka um
kvennalista á dögunum kom greinilega í ljós að sú stjórn-
málahreyfing býr við alvarlega tilvistarkreppu og virðist
ekki vita hvort sé betra að lifa eða deyja. Þjóðvaka hefur
heldur engan veginn tekist að skapa sér þá sérstöðu sem
gæti tryggt þeim flokki pólitískt líf að loknum næstu al-
þingiskosningum.
Sögulega séð var niðurstaða síðustu þingkosninga
fyrst og fremst enn einn sigurinn fyrir gamla fjórflokka-
kerfið. Leiðtogar hins hefðbundna flokkakerfis til
margra áratuga, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn, styrktu stöðu sína og fóru beinustu leið í
hjónasæng stjórnarráðsins. A-flokkamir héldu sjó þrátt
fyrir aukna samkeppni á þeim atkvæðamiðum sem
gjarnan eru talin vinstra megin við miðju.
í tímans rás hefur margsinnis verið gerð hörð atlaga
að því kerfi fjögurra flokka sem á rætur sínar að rekja
til hugmynda og aðgerða Jónasar Jónssonar frá Hriflu og
nokkurra samtíðarmanna hans á þeim árum þegar ís-
lendingar tóku sín fyrstu skref sem fullvalda þjóð á ný.
Upphafið var stofnun Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins fyrir hátt í áttatíu árum. Núverandi flokka-
mynstur tók svo endanlega á sig þá mynd sem kjósend-
ur þekkja enn í dag eftir sameiningu íhaldsmanna og
frjálslyndra í nýjum Sjálfstæðisflokki og klofhing jafnað-
armanna og kommúnista við upphaf fíórða áratugarins.
Tilraunir margra stjórnmálaforingja til að bylta þessu
gamla kerfi hafa alltaf mistekist og reyndar orðið til þess
eins að færa fylgi tímabundið á milli svonefndra vinstri
flokka. Nægir þar að nefna stjórnmálaumbrot forystu-
manna á borð við Héðin Valdimarsson, Hannibal Valdi-
marsson, Vilmund Gylfason og nú síðast Jóhönnu Sig-
urðardóttur. Upphaflega hafa þessir forystumenn með
einum eða öðrum hætti hrökklast úr Alþýðuflokknum og
leitað eftir samstarfi við fólk í öðrum stjórnmálaflokkum
til þess að bylta flokkakerfinu. Stundum náðu þeir tíma-
bundnum árangri í þá veru að ýta við gömlu flokkunum
en svo féll allt í sama farið á ný.
Lengi vel var útlit fyrir að Samtök um kvennalista
yrðu undantekning frá þessari reglu um smáflokka sem
koma og fara í einum eða tvennum þingkosningum. Sú
stjórnmálahreyfing var stofnuð árið 1983, náði strax um-
talsverðum árangri í kosningum og styrkti stöðu sína
með árunum. En hin síðari misseri hefur hallað undan
fæti fylgislega og nú er svo komið að konurnar í Kvenna-
listanum virðast ráðvilltar og ófærar um að ákveða fram-
haldið. Þær hanga í lausu lofti, svo vitnað sé til ummæla
sem féllu á landsfundinum.
Vafalaust er það hluti af tilvistarkreppu Samtaka um
kvennalista í dag að þær hafa ekki komist til neinna
valda eða áhrifa í landsstjóminni. Svokölluð útskipta-
regla í þingflokki þeirra hefur einnig styrkt þá almennu
ímynd að Samtök um kvennalista séu forystulaus hreyf-
ing sem eigi afar erfitt með að taka ákvarðanir.
Skoðanakannanir sem DV hefur gert frá því gengið
var að kjörborðinu í vor staðfesta fylgisleysi Samtaka
um kvennalista. Ef fram fer sem horfir bendir flest til
þess að kjósendur muni brátt taka af skarið um tndalok
Kvennalistans sem stjómmálasamtaka á landsvísu.
Hið sama á við um framtíð Þjóðvaka. Ekkert nema
meiri háttar pólitískt kraftaverk dugar til að halda lífi í
þeim stjómmálaflokki fram yfir næstu þingkosningar.
Elías Snæland Jónsson
Víða eriendis hefur sjávarrentu verið sóað á altari sérhagsmuna sem kemur m.a. fram í því að afkoma sjávar-
útvegs batnar ekki þótt styrkt sé, segir Kristjón m.a. í greininni. - Skreiðarverkun í Noregi.
Við sama hey-
garðshornið
Á nýafstöðnum aðalfundi Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna
þótti framkvæmdastjóra samtak-
anna ástæða til að hnýta í hag-
fræðinga Seðlabanka íslands með
eftirfarandi orðum. „Við lifum á
fiski. Þetta er staðreynd sem ég
hefði haldiö að óþarft væri að tí-
unda, hvað þá fyrir sprenglærðum
hagfræðingum Seðlabanka ís-
lands. En svo rækilega geta menn
lokað sig af innan svartlitaöra
glugga þeirrar stofnunar, að þeir
sjá ekki einu sinni þennan ein-
falda sannleika, sem flestum
grunnskólabörnum er ljós.“
Hér talar framkvæmdastjórinn
sannarlega gegn betri vitund því
hann ætti að þekkja til þeirra
starfa sem ónefndir hagfræðingar
hafa unnið í tengslum við sjávar-
útveg jafnvel áratugum saman,
hvort sem um er að ræða með
hörðum höndum við veiðar og
vinnslu eða við almenna saman-
tekt staðreynda er snerta rekstur
og yfirlit um áform og fræðilega
greiningu á vanda atvinnuvegar-
ins. Málið er þó tilgreindri stofnun
algjörlega óviðkomandi.
Á altari sérhagsmuna
Því hefir ekki verið mótmælt að
sjávarútvegur aflar um helmings
gjaldeyristekna þjóðarinnar og
framlag veiða og vinnslu er um
fimmtán af hundraði landsfram-
leiðslu. Um þessa hluti standa eng-
ar deilur.
Aftur á móti virðist vera nokkur
skoðanamunur á milli fram-
kvæmdastjórans og hagfræðinga
um hvort yfirleitt séu til þau fræði
sem fjalla um lögmál bestu nýting-
ar takmarkaðra, sameiginlegra,
endurnýjanlegra auðlinda og
hvernig eðlilegt sé að ráðstafa
sjávarrentu.
Víða erlendis hefir henni verið
sóað á altari sérhagsmuna, sem
kemur m.a. fram í því að afkoma
Kjallarinn
Kristjón Kolbeins
viðskiptafræðingur
sjávarútvegs batnar ekki þó styrkt
sé. íslendingar hafa eytt henni í
óþarfa kostnað og jafnframt orðið
fyrir tekjuskerðingu. Hún gæti
runnið óskipt til útgerðar eða að
einhverju leyti í sameiginlegan
sjóð landsmanna til að brúa fjár-
lagahalla og draga þannig úr lán-
tökum ríkissjóðs.
Áhrifin yrðu væntanlega al-
menn vaxtalækkun. Sjávarrenta
gæti einnig komið í stað annarra
tekna ríkissjóðs, svo sem virðis-
auka- eða tekjuskatts.
Hagkvæmari kostur
Grunnskólabörn ættu auðvelt
með að skilja að veiðileyfagjald
eða auðlindaskattur er mun hag-
kvæmari kostur til tekjuöflunar
fyrir ríki og sveitarfélög en skatt-
ar á fjármagn og vinnuafl vegna
þess að hann veldur ekki sama
óhagræði við notkun framleiðslu-
þátta, sem birtist t.d. i því að
launatengd gjöld gætu hugsanlega
komið í veg fyrir að til yrðu sum-
arstörf fyrir grunnskólabörn þar
eð sú upphæð sem vinnuveitand
inn þarf að greiða er til muna
hærri en sú sem launþeginn fær i
eigin vasa og sættir sig við.
Á vitrænt stig
Umræðan um veiðileyfagjald og
sjávarútveg er almennt að komasl
á vitrænt stig. I ljósi aflasamdrátt
ar og þess að fískur er fluttui
óunninn úr landi eða unninn á
hafi úti eru þær raddir þagnaðar
sem halda því fram að veiðileyfa-
gjald sé sérstakur skattur á lands-
byggðina þar eð hún byggi að
miklu leyti sitt á veiðum og
vinnslu.
Öðru máli gegnir um þá bábUju
að gjald sem lagt er á nýtingu
ákveðinnar takmarkaðrar, sameig-
inlegrar, endurnýjanlegrar auð-
lindar sé jafnframt skattur á þær
atvinnugreinar sem hana nýta..
Kristjón Kolbeins
„Grunnskólabörn ættu auðvelt með að
skilja að veiðileyfagjald eða auðlindaskatt-
ur er mun hagkvæmari kostur til tekjuöfl-
unar fyrir ríki og sveitarfélög en skattar á
fjármagn og vinnuafl. .
Skoðanir annarra
Ohróöur á Interneti
„Ekki þarf að lýsa mörgum orðum þeim umræð-
um sem verið hafa um Internetið og þau vandamál
sem það skapar. Það virðist vera staðreynd að þessi
nýi miðiU er notaður tU þess að dreifa upplýsingum
og fullyrðingum, sem snerta einkamál fólk og ekki
til þessa fengið inni í fjölmiðlum ... Að hin nýja og
ört vaxandi samskiptatækni á Internetinu skuli
vera notuð til að dreifa óhróðri eru alvarleg tíð-
indi.“
Úr forystugrein Tímans 21. nóv.
Heimilt þar, óheimilt hér
„Hvenær verður framsókn okkar i öðrum löndum
stöðvuð með tUvísun til þess að við séum að gera
þaö á þeirra vettvangi, sem þeim er óheimilt hér?
Slíkur skortur á gagnkvæmni er m.a. einn helzti
ásteytingarsteinninn í viðskiptum Bandaríkja-
manna og Japana. Bandarísk fyrirtæki og banda-
rískir stjórnmálamenn segja við Japani: þið hafið
frjálsar hendur í okkar landi, hvers vegna ekki við
á ykkar heimavígstöðvum? M.ö.o. er tímabært að
velta fyrir sér og ræða, hvort bann við erlendum
fjárfestingum í íslenzkum sjávarútvegi fari hvað úr
hverju að vinna gegn okkar eigin hagsmunum.“
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 19. nóv.
Tími Sameiningar?
„Sameining jafnaðarmanna er vissulega ekki
áhlaupaverk, það sanna margar mislukkaðar til-
raunir liðinna ára. Ýmislegt bendir þó til að tími
hennar nálgast, ekki síst skýrar raddir unga fólks-
ins, sem hinir eldri mega ekki loka eyrunum fyrir.
Þeir ættu að taka höndum saman við unga fólkið og
nýta reynslu sína og þekkingu til að láta á það
reyna hvort sameining eigi ekki betri möguleika nú
áður, en láta sagnfræðingunum eftir það sem að
ósekju má heyra sögunni til.“
Finnur Birgisson í Alþbl. 21. nóv.