Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 31 Menning Sú var tíðin Þaö er óhætt að segja aö sá heim- ur sem Magnea frá Kleifum skrifar um sé afar frábrugöinn þeim sem börn lifa við í dag. Tími sögunnar er fyrri hluti þessarar aldar og sögu- sviöið er íslensk sveit. Sossa litla er á aldrinum 9-10 ára, rauðhærö skvetta sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún elst upp í stórum systkinahópi þar sem allir þurfa að leggja sitt af mörkum í harðri lífsbaráttu. Þrátt fyrir það er líka tími til að leika sér og Sossa lendir í ýmsum ævintýrum en líka raunum. Ég geri ráð fyrir þvi að höfundur noti sinn eigin reynsluheim við lýs- ingar á aðstæðum fjölskyldunnar í sögunni. Breytingamar sem átt hafa sér stað á heimilisháttum og vinnu- brögðum fólks á ekki meira en fimmtíu ára tímabili eru gífurlegar og koma glöggt fram í sögunni. Mál- far sögumanns er í takt viö þann tíma sem hún gerist á. Það verður að segjast eins og er að undirrituð átti í erfiðleikum með að skilja nokkur orðanna sem koma fyrir og mér finnst það galli á bókinni að höfundur skuli ekki gefa neinar út- skýringar á þeim. Þetta gerir sög- una óaðgengilega fyrir unga lesend- ur. Bókmenntir Oddný Amadóttir Persónur sögunnar eru fjölmarg- ar, þar sem fjölskyldan er svo stór, en þær eru ekki dregnar mjög skýr- um dráttum. Höfundur notar fyrstu persónu sögumann og það er Sossa sem miðlar sögunni. Hún er nánast eina persónan sem höfundur nær einhverrr dýpt með. Hún er hug- rökk og sterk en jafnframt blíð og viðkvæm. Heimspekilegar vanga- veltur hennar eru oft skemmtilegar og maður kannast við sumar. „Ég skil ekki þetta fullorðna fólk. Það vinnur daginn út og inn þó að það geti alveg ráðið sér sjálft. Annað með okkur krakkana sem verðum að hlýða öllu. .. .“ Sossa litla skessa er hugljúf saga um gleði og sorgir í uppvextinum en málfar og orðaforði höfundar eru því miður ekki til þess fallin að ná eyrum lesanda. Magnea frá Kleifum Sossa litla skessa Mál og menning 1995 Bridge Bridgefélag Reykjavíkur Nú er aðeins eitt kvöld eftir af fjórum í hraðsveitakeppni félagsins og mikil barátta um efstu sætin. Sveit Hjólbarðahallarinnar hefur haft forustuna allan tímann og hef- ur nú 39 impa forskot á toppnum. Eftirtaldar sveitir skoruðu mest í A- riðli síðasta miðvikudag: 1. VÍB 546 2. Hjólbarðahöllin 545 3. Héðinn Schindler hf. 541 4. Búlki hf. 540 5. Bjöm Eysteinsson 530 6. Ljósbrá Baldursdóttir 528 Staða efstu sveita fyrir lokaum- ferðina er þannig: 1. Hjólbarðahöllin 1677 2. VÍB 1638 3. Bjöm Eysteinsson 1632 4. Búlki hf. 1630 5. Ljósbrá Baldursdóttir 1599 6. BangSímon 1580 7. Landsbréf 1571 8. Potomac 1562 Bridgefélag Breiðfirðinga Nú er lokío fjórum umferðum í aðalsveitakeppni Bridgefélags Breiðfirðinga og tvær sveitir em efstar og jafnar i efsta sætinu. Nokkrar sveitir koma í humátt þar á eftir og línur eru hvergi nærri farnar að skýrast. Staða efstu sveita er nú þannig: 1. Björn Þorláksson 81 2. Hjörra 81 3. Erlingur Örn Amarson 76 4. Sveinn R. Eiriksson 71 5. Anna ívarsdóttir 70 6. Vilhjálmur Sigurðsson jr. 62 Smáauglýsingar ~ Sími 550 5000 Þydd Ijóð Helga Hálfdanarsonar Þetta er allmikið safn ljóða, frá 14 löndum og löngu tímaskeiði. Elstu ljóðin eru forngrisk og lat- nesk, einnig eru hér ljóð úr kínversku og arabísku. Ekki mun þetta allt vera þýtt úr frummáli, en hér vantar upplýsingar um milliliði. Hér eru ýmis þjóðkunn kvæði þýdd, svo sem Gaudeamus og Der var en skikkelig bondemand, einnig Gamli Nói, og var ekki vanþörf á nýrri þýð- ingu. Bestur fengur þótti mér að Mansöng Ben Jon- son: „Drink to me only with thine eyes“. Minna þótti mér varið í sum ein- földustu ljóð Goethes og forngrísku skáldanna. En ekki er um það að fást, því greinilega höfða þau til sumra. Stærsti bálkurinn er þýddur úr þýsku, hálfur fjórði tugrnr ljóða. Hér ber mest á höfuðskáldum önd- verðrar 19. aldar, Goethe, Hölderlin, Heine o.fl. En einnig Rilke, Hesse o.fl. frá 20. öld. Annars ber mest á grísku og ensku, enskumælandi skáld eru flest frá 19. öld líka, Wordsworth, Shelley, Poe. Samanburöur viö frumtexta sýnir margt aðdáanlega vel þýtt, t.d. Óð til vestanvindsins (Shelley), Örlagaljóð Hölderlins og Ganímedes Goethes. En rými er hér takmarkað, og víkja verður að öðru. Undarlegt þótti mér að sjá „Der blinde Passagier" þýtt sem „blindi farþeginn" (bls. 29), í stað „laumuf- arþeginn", svo sem vant er. Hér er um Amor að ræða, sem vissulega þykir stundum skjóta örvum sinum af blindni, en merkingin í ljóðinu er þó fyrst og fremst að hann sé laumu- farþegi, par á ferð í vagni áttar sig ekki á því fyrr en um seinan að hann er með í fór. Bókmenntir Örn Ólafsson Mörg þessara ljóða eru mjög vandþýdd. Þannig er t.d. hljómur, hrynjandi og rím mjög mikilvægir þættir ljóðs E.A. Poe, „Ulalume", sem hér heitir „Hjá Dimmasjó". Helgi skilar þessu vel, í 1. erindi drottnai' meira að segja sama sam- stafa í rími í þýðingu sem í frum- texta: -er. Hitt skilar sér ekki eins vel, að 3.1. er ævinlega tilbrigði við 2.1. En við bragþraut frumtextans bætist íslensk stuðlun. Það er auð- skilið að Helga þyki hana ekki mega vanta í kvæði með reglubundinni hrynj- andi og rími, því það væri meira tilræði við íslenska braghefð en að sleppa öllu þessu. En eitthvað verður undan að láta, og brag- þrautin verður stundum á kostnað nákvæmni og stíl- blæs. „Our talk had been serious og sober“ er þýtt: „Allt tal okkar ljúflega lætur“ í stað: var alvar- legt. Og enn lengra gengur þetta i „Andi hins fagra“ eftir Shelley (sem er held- ur ónákvæm þýðing á titl- inum: Hymn to intellectu- al beauty). Upphaf kvæðis- ins er ógnvekjandi á ensku: The awful shadow of some unseen Power Floats though unseen among us - visiting This various world with as inconstant wing As summer winds that creep from flower to flower,- En þrátt fyrir rímorðin: geig-feig hefst þetta með allt öðrum og ljúfari blæ í íslensku þýðingunni: Sem léttur skuggi leikur tigin dul um líf vort allt með vímusælum geig, og mjúkum væng fer milt um hjörtu feig sem milli blóma flögri sumarkul, Hér eru semsé ýmis vandamál á ferðinni, en vitaskuld er samt feng- ur að þessum þýðingum. Helgi Hálfdanarson: Nokkur þýdd Ijóð Mál og menning 1995,140 bls. Vesturfarasaga . Bílaleiga Nýir Toyota-bílar. Á daggjaldi án kílómetragjalds eða innifóldum allt að 100 km á dag. Þitt er valið! Bílaleiga Gullvíðis, símar 896 6047 og554 3811. M Bílartilsölu International ‘76, dráttarblll, þaríhast lagf., skipti á einum eða fleiri bílum kemur til gr. Tjónabílar: Mitsubishi Di- amante ‘93, 4 dyra, lítið tjónaður. Plymouth Neon ‘95. Hjólhýsi, 32 f. lítillega brunaskemmt. S. 896 9320 eða eftir helgi í s. 00 1 410 418 4478. USA. Jb Hár og snyrting Umboös og heildsala. Fyrir fagfmk - allt sem þarf í fiíllkomnar neglur ( Acryl, silki, gel.) Einnig mikið úrval af vörum f. víðsk. vininn. ss. naglalökk, french manicursett, þjalir, non Aceton hreins- ir, sótthreinsivörur, handáburður, olíur o. fl. Mynda og verðlistar. Nán. uppl. í síma 421 4425. Auður. & tíSE™* Eg held ég gangi heim. Eftir einn ei aki neinn Þetta er önnur skáldsaga Böðvars Guðmundssonar og gerist á 19. öld. Hún hefst í upphafl aldarinnar með Jörundi hundadagakonungi, sem frelsar íslenska fanga og bætir kjör alþýðu nokkuð. Af því stofnast fjöl- skylda sem verður miðpunktur þessarar sögu. Sveitasaqa Ólafúr Jensson er söguhetjan, sem allt frá bamæsku leiðir okkur um þjóðlif 19. aldar. Af honum kynnumst við fyrst aðstæðum efna- fólks, síðan fátæks, eftir að fóstri hans veröur úti. Eftir unglingsár í misjöfnum vistum tekur hann sam- an við stúlku af sömu stigum, og nú hefst baslsaga jarðnæðisleysis, sí- felldra barneigna og ungbarna- dauða. Þegar þau loks verða að gef- ast upp á hokrinu og segja sig til sveitar er fjölskyldunni sundrað, jafnvel nýfætt bam er tekið af móð- urinni. Að lokum leita söguhetjur okkar eftir sveitastyrk til að flytjast til Ameríku. Og hreppsnefndin er grát- fegin að losna við þessa ómaga, þótt hún tími ekki að borga farið fyrir öfl börnin, þau elstu verða eftir. Seinni hluti sögunnar rekur svo ferð nokkurra íjölskyldna um Reykjavík og Skotland til Québec.og svo vestur á bóginn. Á Nýja- íslandi bíður landnemanna þrældómur, kuldi, hungur og barnadauði, ekki síður en í heimalandinu. En afger- andi munurinn er sá að nú sér fólk árangur af striti sínu, jafnt og þétt batnar hagurinn og horfurnar á mannsæmandi lífi fyrir bömin. Bókmenntir Öin Ólafsson Þessari bók lýkur á árinu 1877 og er augljóst að framhalds er að vænta, söguhetjan, Ólafur fíólín, stendur á tímamótum. Og ég býst við að sagan njóti sín betur lengri. Þetta er breið þjóðlífslýsing, sem lesendur njóta að sökkva sér ofan í. Sagan hefur þann ramma að ís- lenskur söngvari er á tónleikaferð nú á dögum. Hann skrifar dóttur sinni þessa bók til að sýna henni rætur hennar. Hann byggir frásögn- ina á gömlum bréfabunkum og stöku sinnum koma hér bréf. En lengstum ríkir frásögn söngvarans. Eðlilega er tónlist leiðiminni í þeirri frásögn. Löngun íslenskra al- þýðumanna eftir að stunda tónlist, og allar þær hindranir sem þeir mæta, sýnir í hnotskurn lífskjör þeirra. Tfl samanburðar sjáum við svo með þeim erlendis annars vegar sarg blinds betlara, hins vegar fiðlu- leik Ole Bull úti á götu, fyrir norska erfiðismenn og fiðluleikarann sögu- hetju okkar, hrein opinberun listar. Eins og hér hefur verið ýjað að, fléttar Böðvar sögu sína haglega til að veita sem viðasta sýn um líf ís- lenskrar alþýðu heima og vestan- hafs. Vissulega hefur hann sett sér erfitt verkefni. Þar á ég fyrst og fremst við það að striti og bágum kjörum alþýðu á íslandi á 19. öld hefur svo oft verið lýst áður, og af fólki sem hafði reynt þau sjálf, að óhjákvæmilega verður frásögnin hér svipminni en hjá t.d. Tryggva Emilssyni, sem enn lifði við slík kjör í upphafi 20. aldar. Annað sígilt vandamál er frásagn- arhátturinn. Til aö forðast tilfinn- ingasemi beitti t.d. Halldór Laxness sundurleitum stíl og sjónarhorni. En hér ríkir hluttekning sögumanns og nokkur viðkvæmni. Af þessum ástæðum fannst mér fyrri skáldsaga Böðvars, Bændabýti, meira hrífandi en þessi, en hún hef- ur þó mikið að færa mörgum lesend- um. Böðvar Guðmundsson: Hýbýli vindanna Mál og menning 1995, 336 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.