Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Qupperneq 28
36 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 Bítlarnir eru aftur orönir heitasta hljómsveitin. Lag sem fáir nenna að leika „Ég spila mörg bítlalög í hverri viku og þaö gera margir aðrir tónlistarmenn en þetta lag er lag sem sennilega fáir eöa eng- ir myndu nenna að leika.“ Magnús Kjartansson, í Morgunblaðinu. Kommarnir ráku mig „Kommarnir ráku mig úr starfi og kratar og sjálfstæðis- menn réðu mig aftur.“ Sverrlr Ólafsson, forstöðumaður Ummæli Straums, í Alþýðublaðinu. Snjóar inn föxum „Þetta er lyginni næst, það hefur bókstaflega snjóað inn föx- um og símhringingum." Pétur Pétursson kjötkaupmaður, í Tím- anum, um sölu á lambakjöti til Amer- íku. Drápsfýsn í karlfautum „Þetta er bara drápsfýsn í ein- hverjum karlfautum úti í bæ.“ Solveig Pálmadóttir, í DV, um katta- hvarf í Hveragerði. Mikið af góðu kjöti „Mér finnst að karlmenn eigi að hafa eitthvað utan á sér. það var mikið af góðu kjöti á sviðinu í vaxtarræktarmótinu." Nína Óskarsdóttir, í DV. Kór Öldutúnsskóla. Afmaelis- hátíð og útgáfutón- leikar í dag, 22. nóvember, eru liðin þrjátíu ár frá stofnun Kórs Öldutúnsskóla. Af því tilefni heldur kórinn afmælishátíð í Hafnarborg í kvöld kl. 20.00. Þar koma fram Kór Öldutúnsskóla, Litli kór Öldutúnsskóla og kór fyrrum kórfélaga. Kórinn hefur nú gefið út geislaplötu sem ber titilinn Dag- ur er risinn. þar er að finna Tónleikar átján lög sem eiga að gefa gott yf- irlit yfir margt af þvi sem kórinn hefur verið að fást við á liðnum árum. í bæklingi eru upplýsing- ar um kórinn, textar og fjöldi mynda. Kór Öldutúnsskóla mun meðal annars flytja lög af þessari nýju geislaplötu. Er vonast til að fyrr- um kórfélagar vinir og velunnar- ar kórsins láti sjá sig á afmælis- hátíðinni í Hafnarborg. Norðanátt um mestallt land í dag verður norðan- og norðaust- anátt á landinu. Allhvöss eða hvöss vestan- og norðvestanlands í fyrstu en þegar líður á daginn nær norðan- áttin um mestallt land. Á Suðaust- urlandi verður úrkomulítið en skúr- Veðrið í dag ir eða slydduél í öðrum landshlut- um. Hiti frá 6 stigum niður í 1 stigs frost. Á höfuðborgarsvæðinu verður hægt vaxandi norðan- og norðaust- anátt, kaldi i fyrstu en stinnings- kaldi þegar líður á daginn. Allhvass norðan í nótt en tekur að lægja þeg- ar líður á morgundaginn. Úrkomu- laust en skýjað. Hiti 2 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.10. Sólarupprás á morgun: 10.20. Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.02. Árdegisflóð á morgun: 6.27. Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgnn: Akureyri rigning 2 Akurnes alskýjað 6 Bergsstaðir alskýjað 1 Bolungarvík snjóél -1 Egilsstaöir rign/súld 2 Keflavíkurflugvöllur alskýjað 3 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö 4 Raufarhöfn rigning 2 Reykjavík skýjað 4 Stórhöfði rign/súld 4 Bergen rigning 7 Helsinki alskýjað 0 Kaupmannahöfn léttskýjað 1 Ósló skýjað 4 Stokkhólmur léttskýjað 0 Amsterdam léttskýjað 2 Barcelona léttskýjaö 13 Chicago heiðskírt -6 Feneyjar heiöskírt -2 Frankfurt skýjaö -4 Glasgow skúr 9 Hamborg léttskýjaó -3 London súld 10 Los Angeles léttskýjaó 16 Lúxemborg skýjaö 2 Madríd léttskýjað 12 Malaga léttskýjaö 15 Mallorca skýjaó 18 New York léttskýjað 4 Nice skýjað 10 Nuuk heióskírt -5 Orlando léttskýjað 14 París rigning 8 Róm heiðskírt' 0 Valencia heiðskírt 14 Vín heiðskírt -5 Winnipeg skýjaó -9 Sigurður Rögnvaldsson, vélstjóri á Akureyrinni EA-110: Menn töluðu meira saman í þessum túr en oft áður Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það fer mjög mikið eftir því hvernig veiðin gengur hvernig andrúmsloftið er í svona löngum veiðiferðum. Ef vel gengur hvetur það menn áfram og vandamálin gera ekki vart við sig. Veiðiferð getur hins vegar þróast í aðra átt og þá er þetta oft ansi þreytandi," segir Sigurður Rögnvaldsson, vél- stjóri á aflaskipinu Akureyrinni EA-10 frá Akureyri. Akureyrin var að koma úr Maður dagsins mettúr í Smuguna en eftir 67 daga veiðiferð nam aflaverðmætið um 120 milljónum króna. Sigurður seg- ir þessa veiðiferð hafa þróast þannig að í henni hafi alltaf verið góð stígandi hvað veiðina snertir. „Þegar svona gengur setja menn sér ný og ný markmið að keppa að. í sjálfu sér vissum við ekki hvað við vorum að keppa við varðandi aflaverðmæti því menn hafa oft Sigurður Rögnvaldsson. DV-mynd gk gefið upp tölur sem síðan hafa ekki staðist þegar til kom,“ segir Sig- urður. Ekki þarf þó að efast um að aflaverðmæti Akureyrinnar er ís- landsmet, áætlun er 120 milljónir og er það langt yfir fyrri metum. „Það sem er öðruvísi að vera i Smugunni en annars staðar er helst sjólagið. Þar eru t.d. ekki eins hörð veður og víða hér við land. Hins vegar geta frosthörkur verið miklar þegar kominn er þessi árs- tími. í svona langri ferð, þegar menn eru búnir að sjá allar video- myndirnar sem eru um borð, snúa þeir sér að öðru og í þessum túr var gott andrúmsloft og menn voru að tala meira saman en oft áður.“ Sigurður segist fara í aðra hverja veiðiferð með skipinu. „Þegar ég er í landi kemur fjöl- skyldan i fyrsta sæti en síðan tengjast áhugamálin t.d. ferðalög- um. Ég hef ferðast mikið innan- lands og á vetuma tekur maður fram vélsleðann og fer í ferðir á honum,“ segir Sigurður. Hann er giftur Elínu Elísabetu Magnúsdóttur og eiga þau þrjú böm, Óðin, 7 ára, Rakel, 4 ára, og Jóhönnu, 1 árs. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1374: ..GETUR ÞU NOKKuf) SAGTAlfiR HVAR ’EG EfA,/n STADOUfZ. T'/y *•( ^ %l / v/* N11' & ^3, —r >•«37 ------ey þor,—*— Líka villast læröir menn ©1375 Myndgátan hér.að ofan lýsir orötaki DV Heil umferð í 1. deild í handboltanum í kvöld verður leikin heil um- ferð í 1. deildinni í handbolta og eru margir spennandi leikir á dagskrá. KR leikur gegn Hauk- um í Laugardalshöllinni, FH gegn Aftureldingu í Kaplakrika, KA, sem enn hefur ekki tapað leik í deildinni, tekur á móti Gróttu, Selfyssingar leika gegn Val á Selfossi, ÍR leikur á heima- íþróttir velli gegn Víkingum og í Vest- mannaeyjum leika heimamenn í ÍBV gegn Stjömunni. Allir leik- imir hefjast kl. 20.00. Tveir leikir verða í 1. deild kvenna. KR leikur gegn Haukum og FH gegn Val. Báðir leikimir hefjast kl. 18.15. Skák Stysta vinningsskákin á Skák- þingi íslands til þessa er tuttugu leikja sigur Hannesar Hlífars Stef- ánssonar móti Ágústi Sindra Karls- syni í 4. umferð. Grípum niður í taflið eftir örlaga- ríkan 18. leik hvits, 18. f2-f3? sem gaf Hannesi kjörið tækifæri: I X c? li « 111 11 1 m A & .4ö JL A A A A a é.& 2 " i ^ A B C D S 4? E F G i. 18. - Rc3 19. Dd3 Rxe2+! 20. Khl Ef 20. Hxe2 Hxe2 21. Dxe2 Dxd4+ og næst fellur drottningarhrókurinn. 20. - Dxd4 og Ágúst taldi tilgangs- laust að halda tafiinu áfram. Jón L. Árnason Bridge Látin er í Danmörku spilakonan Judy Norris en hún lenti í bílslysi fyrr í mánuðinum sem varð henni að ald- urtila. Judy Norris var margsinnis í kvennalandsliði Dana og varð meðal annars ólympíumeistari með liðinu árið 1988. Hér er eitt spil frá því móti þar sem Judy Norris sýndi mjög góöa úrspilstækni. SpOið kom fyrir í leik Dana við Búlgari. Búlgörsku konumar höfðu stoppað í 2 hjörtum á NS hend- umar á öðm borðinu en Judy Norris og Dorthe Shaltz keyrðu alla leið í 4 hjörtu. Það er ansi harður samningur sem réttlæta varð með góðri spila- mennsku. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og enginn á hættu: * Á543 W ÁK73 * K 4 G1092 * DG * 109 * D108432 * D87 * 10876 * 6542 ■+ G5 * ÁK5 Vestur Norður Austur Suður pass 1* pass lv pass 3» pass 4* p/h Útspil vesturs var laufasexa og jafn- vel með laufadrottningu þriðju í aust- ur, leit samt út fyrir að tapslagirnir yrðu fjórir. Norris setti gosann i blind- um og drap drottningu austurs með ás. í öðrum slag spilaði hún tígli á ás vest- urs. Vestur skipti yfir í spaða sem drepinn var á ásinn í blindum. Síðan fylgdu kóngur og ás í hjarta, laufkóng- ur tekinn og tígullinn trompaður í blindum. Laufagosinn upprætti laufið hjá andstæðingunum og síðan var spaða spilað úr blindum. Austur var fastur inni á spaðadrottningu og vest- ur mátti augljóslega ekki yfirdrepa á kónginn. Austur átti ekkert nema tígul eftir og varð að spila i tvöfalda eyðu. Þá var spaða hent heima, trompað í blindum og síðasta spaðanum hent í íjórða lauf blinds. ísak Örn Sigurðsson 4 K92 * DG8 * Á976 * 643

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.