Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 Fréttir Mokveiði af þorski hjá Sléttanesi á Vestfjarðamiðum: Hef aldrei á ævinni séð annað eins af þorski - segir skipstjórmn - veiðin samsvarar því að togari gæti fiskað á annað þúsund tonn á sólar- „Ég hef aldrei á ævinni séð annað eins af þorski á Vestfjarðamiðum. Við drögum að meðaltali í 10 mínút- ur og fáum yfirleitt 10 til 15 tonn í hali. Við tökum þrjú höl á sólar- hring og það tekur um hálftíma að veiða sólarhringsaflann,“ segir Sölvi Pálsson, skipstjóri á frystitog- aranum Sléttanesi sem er að veið- um á Vestfjarðamiðum. Sem dæmi um veiðina má reikna með að togari sem hefði afkastagetu gæti samkvæmt þessu veitt langt á annað þúsund tonn á sólarhring sem er þokkalegur ársafli togara í dag. Sléttanesið byrjaði veiðiferðina í Smugunni en kom til baka á ís- landsmið fyrir tæpum þremur sólar- hringum og kastaði þá á Halanum. Síðan hefur verið mokveiði og skip- ið á reki utan þann hálftima á sólar- hring sem tekur að veiða þau 35 tonn sem áhöfnin afkastar. Þar sem þorskkvóti er í lágmarki eru engir aðrir togarar á slóðinni og flestir að veiða karfa og grálúðu sem skip- stjórnarmönnum ber saman um að séu báðir við hrun. „Við veiðum bara eins og vinnsl- an hefur undan. Við erum hérna einskipa en það veldur mér undrun að Hafrannsóknastofnun virðist engan áhuga hafa á því að skoða hvemig þetta er. Þeir væru mættir á staðinn ef þetta væri loðna sem um er að ræða,“ segir Sölvi. Hann gagnrýnir þá stjórn sem er á veiðum á botnfiski og segir að friðunarstefna á þorski sé að ganga af öðrum stofnum dauðum. „Þessi stjórn er með ólíkindum, skipum er markvisst beint í veiðar á öðrum stofnum sem eru bersýni- lega við hrun. Þar nægir að nefna karfann og grálúðuna sem eru á mörkum þess að hrynja. Þetta er dýrasta friöun í heimi og það getur ekki verið nein skynsemi í því að ganga af öðrum stofnum dauðum til að sniðganga stofn sem er í lagi,“ segir Sölvi. Sölvi hefur starfað sem skipstjóri í nærri þrjátíu ár og hann segir að ekki verði eingöngu vart við mikla þorskgengd hjá togurum. Linubátar, bæði út af Austfjörðum og Vest- fiörðum, mokveiði einnig. „Það er línubátur hérna skammt undan og hann er með 400 kíló á bala sem þýðir að það er nánast fiskur á hverjum öngli. Það er full ástæða til að menn fari að skoða hvað er að gerast héma á miðun- um,“ segir hann. Sölvi segir að veiðin á Vestfiarða- miöum nú sé langt yfir því þegar best gerist í Smugunni. „Menn eru að tala rnn mikla veiði í Smugunni en veiðin þar er ekkert í likingu við það sem hér er að ger- ast,“ segir Sölvi. -rt Frumvarp um nýjan skatt: Gert ráð fyrir enn einu gjaldi á bif- reiðaeigendur - upp í bætur til tjónþola ofbeldis „Á þessari stundu vil ég sem minnst segja um þetta frumvarp en gert er ráð fyrir að þetta gjald afli allt að 67 milljónum króna á ári,“ sagði Friðrik Sophusson fiármála- ráðherra í gærkveldi um viðbót við bandormsfrumvárpið þar sem gert er ráð fyrir sérstöku umferðarör- yggisgjaldi. Ríkisstjórnin lagöi fram í gær- kveldi frumvarp um breytingu á umferðarlögunum sem er viðbót við bandormsfrumvarpið. í þessu frum- varpi er gert ráð fyrir að „leggja skuli á sérstakt umferðaröryggis- gjald er renni til Umferðarráðs, að fiárhæð 200 krónur, og greiðist það við almenna skoðuna ökutækis, skráningu ökutækis og skráningu eigendaskipta að ökutæki. Ráðherra setur reglur um innheimtu gjalds- ins og um skil þess í ríkissjóö." Svo segir í frumvarpinu en í greinargerð með því segir að þetta sé gert samhliða breytingum sem lagðar eru til á frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfiármálaum. Þetta sé í tengslum við fyrirhugaða breytingu á 18. grein frumvarpsins. Þessi 18. grein bandormsfrum- varpsins er um bætur til tjónþola of- beldis. Þar var gert ráð fyrir að skerða þær um helming frá því sem upphaflega var ætlað. Það hefur mætt mikilli andúð, bæði innan þings og utan. Þetta 200 króna umferðaröryggis- gjald er talið verða um 67 miújónir króna á ári eins og fiármálaráð- herra sagði og á að renna til Um- ferðarráðs. Fjárveiting til umferðar- ráðs, sem þegar er fyrir á fiárlögum, verður skert sem þessu nemur verði frumvarpið samþykkt. Þannig á aö millifæra tU að minnka skerðingu tjónþola ofbeldis. -S.dór Stuttar fréttir Útboðá gervilimum kært Fyrirtækið Össur hf. hefur kært útboð Tryggingastofnunar til Samkeppnisstofnunar vegna útboðs á spelkum, gervilimum og bæklunarskóm. Skv. Við- skiptablaðinu telur fyrirtækið aö stofnunin hindri eðlilegan að- gang neytenda að vörum í útboð- inu. Jólasveinarnir urðu fyrstir til að fá einkanumer á bilinn sinn þegar þeir komu með nýja jeppann sinn í skoðun hjá Bifreiðaskoðun íslands í gær. Um er að ræða Land Rover, árgerð 1948, sem þeir hyggjast nota til hálendisferða. í framtíðinni mun bifreiðin bera einkanúmerið Jól 1-8 og ætti þá enginn að vera í vafa um það hvar og hvenær jóla- sveinar eru á ferð í umferðinni. Vel var tekið á móti jóiasveinunum hjá Bifreiðaskoðun íslands þegar þeir komu þang- að. Spurst hafði út að bræðurnir ættu pantaðan tíma og fjölmenntu því fjölmörg leikskólabörn á staðinn. Dansað var í kringum jólatré og sungin jólalög jólasveinunum til mikillar gleði og launuðu þéir fyrir sig með því að gefa börnun- um glaðning. í samræmi við lög og reglur fóru skoðunarmenn yfir jeppa jólasveinanna. Fulltrúar Umferðarráðs og börnin gáfu bræðrunum góð ráð um notkun öryggisbelta og því víst að þeir verða framvegis spenntir í umferðinni, rétt eins og börnin í aftursætunum. DV-mynd GS Stuttar fréttir Ólögmæt mismunun Flugleiðir þurfa að greiða bandarískum starfsmanni sínum um 15 milljónir króna í skaða- bætur á þeim forsendum að hon- um hafi verið mismunað vegna aldurs. RÚV greindi frá. Fólk safnar skuldum Skuldir einstaklinga við bankakerfið hafa hækkað um nærri 4,2 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins, þar af hækkuðu þær um 1,2 millj- arða i október. Einstaklingar skulduðu bönkum alls 60,9 millj- arðá í lok október. Viðskipta- blaðið greindi frá. Jólaverslun í góðum gír Jólaverslunin er í góðum gír þessa dagana. Skv. Viðskipta- blaðinu stefnir í ríflega 20 millj- arða smásöluverslun siðustu 2 mánuði ársins. Falskt flugöryggi * Almenningur hefur á undan- förnum árum búið við falskt flu- göryggi vegna gríðarlegrar yfir- vinnu og dauðþreyttra flugum- ferðarstjóra. Timinn hafði þetta eftir Karli Alvarssyni, varaform- anni samninganefiidar flugum- ferðarstjóra. Útlit fyrir kalt jólaveöur: Mikið frost en minna um snjó „Okkur sýnist einna helst að þetta veröi hvorki hvít né rauð jól, heldur fyrst og fremst köld. Þetta á þó einkum við um suðvesturhornið. Við norðausturströndina gæti orðið einhver snjókoma," segir Ásdís Auðunsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Islands. Ásdís segir varhugavert að byggja um of á veðurspá 5 daga fram í tímann. Sé hins vegar gert ráð fyrir að hæðin yfir Austur- Grænlandi haldist þá muni hún þoka aðsvífandi lægðum til austurs langt fyrir sunnan landið. Fyrir vik- ið megi búast við köldu veðri um allt land, bæði á aðfangadag og jóla- dag. Hægur vindur yrði þá úr norðri og frostið gæti víða orðið um 10 stig. Gangi þessi jólaspá eftir verður lítil snjókoma víðast hvar á landinu en þó gæti jörð orðið hvit í minni háttar éljum. Hægviðrið ýfir hins vegar ekki sjó og því dregur úr hættu á flóðum samfara stórstreym- inu um jólin. Lágm- lofþrýstingur og álandsstormur gæti hins vegar vald- ið gifurlegu tjóni á mannvirkjum því um er aö ræða mesta stór- streymi ársins. .kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.