Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 Andlát______________ Halldór Þormar Jónsson Halldór Þormar Jónsson sýslu- maður á Sauðárkróki, Víðigrund 5, Sauðárkróki, lést 14.12. sl. Útfor hans fer fram frá Sauðárkróks- kirkju fimmtudaginn 21.12. kl. 14.00. Starfsferill Halldór fæddist á Mel í Staðar- hreppi í Skagafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1950 og emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ 1957. Halldór var framkyæmdastjóri fyrirtækja Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi 1957-60, fram- kvæmdastjóri Fiskvers Sauðár- króks hf., Skagfirðings hf. og Her- varar hf. 1960-62 og Verslunarfé- lags Skagfirðinga á Sauðárkróki 1961-64 auk þess sem hann stund- aði lögfræðistörf. Halldór var fulltrúi sýslumanns í Skagafiaröarsýslu og bæjarfóget- ans á Sauðárkróki 1964-80, settur bæjarfógeti á Siglufirði 1976-77, skipaður þar 1980-82, skipaður sýslumaður í Skagafiarðarsýslu og bæjarfógeti á Sauðárkróki 1982 og skipaður sýslumaður á Sauðár- króki 1992; Halldór sat í stjórn Vöku og Orators, var varaformaður Heimdallar 1953-54, formaður Fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1958-60, formaður Útvegsmannafé- lags Stykkishólms 1958-60, í stjórn Amtbókasafnsins í Stykkis- hólmi 1958-60, í ýmsum nefndum á vegum Sauðárkrókskaupstaðar, formaður sjálfstæðisfélags Sauðár- króks 1969-70, bæjarfulltrúi þar 1970-78, forseti bæjarstjórnar 1970-74, í bæjarráði 1972-78, um- boðsmaður skattstjóra á Sauðár- króki 1966-74, varaþingmaður i Norðurlandskjördæmi vestra 1970-74 og formaður yfirkjör- stjómar Norðurlandskjördæmis vestra frá 1983. Fjölskylda Halldór kvæntist 11.10. 1953, eft- irlifandi eiginkonu sinni, Aðal- heiði Benediktu Ormsdóttur, f. 30.5. 1933, húsmóður. Hún er dótt- ir Orms Hafsteins Samúelssonar, hreppstjóra og verslunarmanns á Hólmavík, og k.h., Jóhönnu Daní- elsdóttur húsmóður. Börn Halldórs og Aðalheiðar eru Hanna Björg, f. 29.12. 1952, sjúkraliði á Sauðárkróki; dr. Jón Ormur, f. 5.3. 1954, dósent við HÍ; Ingibjörg, f. 28.4.1958, læknaritari á Siglufirði; Halldór Þormar, f. 7.5. 1964, fulltrúi hjá skattstjóra á Siglufirði. Bróöir Halldórs var Magnús, f. 7.9. 1919, d. 13.1. 1984, bankastjóri, alþm., fiármálaráðherra og vara- formaður Sjálfstæðisflokksins; Baldur, f. 31.10. 1923, d. 19.6. 1983, rektor KHÍ. Foreldrar Halldórs voru Jón Eyþór Jónasson, f. 12.2. 1893, d. 22.4. 1982, bóndi að Torfumýri í Blönduhlíð og síðar að Mel í Stað- arhreppi, og Ingibjörg Magnús- dóttir, f. 22.8. 1894, d. 3.7. 1979, húsfreyja. Ætt Bróðir Jóns var Einar, hrepp- stjóri og oddviti að Laugalandi á Þelamörk. Jón var sonur Jónasar, b. í Stóragerði í Hörgárdal, Jóns- sonar, b. á Barká, Ólafssonar, bróður Einars, hreppstjóra að Laugalandi, langafa Einars 01- geirssonar alþm. Einar var einnig afi Sigurbjargar, móður Árna, bæjargjaldkera á Siglufirði, og afi Guðrúnar, afa Sigurðar Óla, bæj- arfulltrúa á Akureyri, og Áslaug- ar fræðslustjóra Brynjólfsbarna. Móðir Jónasar veu- Þórey Gísla- dóttir, systir Myrkár-Helgu. Móð- ir Jóns Eyþórs var Guðrún Jó- hannesdóttir, b. á Geldingatá, Guðmundssonar. Bróðir Ingibjargar var Hannes, skólastjóri á Akureyri. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, b. á Torf- mýri, bróður Sigríðar í Djúpadal, móðurömmu Sigurgeirs, bæjar- stjóra á Seltjarnamesi. Magnús var sonur Hannesar, b. í Axlar- haga, Þorlákssonar, b. á Ystu Grund, Jónssonar. Móðir Þorláks var Guðrún, hálfsystir Gísia Kon- ráðssonar sagnfræðings, föður Konráðs Fjölnismanns. Móðir Magnúsar á Torfmýri var Ingi- björg Þorleifsdóttir, b. á Botna- stöðum, bróður Ingibjargar Halldór Þormar Jónsson. Salóme, móður Þorleifs alþm., föð- ur Jóns Leifs. Ingibjörg var einnig amma Jóns alþingisforseta, föður Pálma, fyrrv. ráðherra. Þor- leifur var sonur Þorleifs ríka, hreppstjóra í Stóradal, Þorkels- sonar, og Ingibjargar, langömmu Kristjáns, föður Jónasar, ritstjóra DV. Systir Ingibjargar var Ingiríður, amma Sigríðar, ömmu Matthiasar Bjarnasonar, fyrrv. ráðherra. Ingibjörg var dóttir Guðmundar rika í Stóradal, Jóns- sonar, ættföður Skeggstaðaættar- innar, Jónssonar. Móðir Ingibjargar í Axlarhaga var Ingibjörg, systir Einars, föður Indriða rithöfundar. Ingibjörg var dóttir Magnúsar, prests í Glaum- bæ, Magnússonar, og Sigríðar, systur Benedikts, langafa Einars Benediktssonar skálds. Sigríður var dóttir Halldórs Vidalín. Jón E. Sigurgeirsson Jón E. Sigurgeirsson skipstjóri, Völusteinsstræti 14, Bolungarvík, lést á Fiórðungssjúkrahúsinu á - ísafirði föstudaginn 15.12. sl. Hann verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík fimmtu- daginn 21.12. kl. 11.00. Starfsferill Jón fæddist í Bolungarvík 17.10. 1937 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Jón lauk minna stýrimanna- prófi á Akureyri 1957 og fiski- mannaprófi hinu meira við Stýri- mannaskólann í Reykjavík 1966. Jón fór fimmtán ára til sjós og var lengi háseti og stýrimaður á vélbátum frá Bolungarvík, lengst af á Guðmundi Péturs. Þá var hann skipstjóri á togaranum Heiðrúnu frá 1976 og til dauða- dags. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Jóns er Jónína Kjartansdóttir, f. 29.9. 1940, húsmóðir. Hún er dóttir Kjartans Guðjónssonar, sjómanns í Bolung- arvík, og k.h., HaUdóru Maríus- dóttur húsmóður. Börn Jóns og Jónínu eru Víðir, f. 31.1.1956, skipstjóri og stýri- maður á Mánabergi frá Ólafsfirði, búsettur á Ólafsfirði, en kona hans er Jóna Arnórsdóttir og eiga þau fiögur börn; Margrét, f. 26.12. 1959, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðmundi Jóni Matthíassyni tæknifræðingi og eiga þau tvo syni; Guðmundur, f. 19.12. 1960, stýrimaður og skipstjóri á Baldri Þorsteinssyni á Akureyri, búsett- ur á Akureyri, en kona hans er Vigdis Hjaltadóttir og eiga þau þrjú böm; Friðgerður Brynja, f. 4.3. 1963, starfar í lögreglunni í Reykjavík; Svala, f. 12.3.1967, hús- móðir á Akureyri, en maður hennar er Birkir Hreinsson, stýri- maður á Víði frá Akureyri, og eiga þau tvö börn. Jón átti sjö systkini, sex systur og einn bróður. Foreldrar Jóns: Sigurgeir Sig- urðsson, f. 22.7. 1902, d. 1995, skip- stjöri í Bolungarvík, og k.h., Mar- Jón Eggert Sigurgeirsson. grét Guðfinnsdóttir, f. 29.3. 1909, d. 3.10. 1994, húsmóðir. Til hamingju með afmælið 20. desember 75 ára Ragnar Lúðvík Jónsson, Böðvarsgötu 7, Borgamesi. Óskar L. Ágústsson, Fjölnisvegi l, Reykjavík. 60 ára Markús Sigurðsson, Tungubakka 4, Reykjavík. Kolbrún Viggósdóttir, Vestimbergi 36, Reykjavík. 50 ára Jadwiga Walczak, Hverfisgötu 108, Reykjavík. Guðrún Stella Gunnarsdóttir, Melbæ 17, Reykjavík. Kristján Þórðarson, Suðurengi 23, Selfossi. Sigurður Óskarsson, Ægissíðu 129, Reykjavík. Ole Rosborg Hansmar, Aðalbraut 2, Raufarhöfn. Selma Shahida Taherali Gaziza, Laugarásvegi 1, Reykjavík. 40 ára Sveinbjörg Einarsdóttir, Dofrabergi 11, Hafnarfirði. Guðríður Þórðardóttir, Holtsgötu 15, Hafnarfirði. Hólmfríður Erlingsdóttir, Bogasíðu 5, Akureyri. Ámi Jón Kristjánsson, Þverá, Öxarfiarðarhreppi. Þröstur Lýðsson, Brattholti 4 A, Mosfellsbæ. Patricia Elvira López Soto, Hamraborg 18, Kópavogi. Lovisa Rúna Sigurðardóttir, Knarrarbergi 3, Þorlákshöfn. Dagbjartur R. Sveinsson, Setbergi 35 B, Þorlákshöfh. Sólveig N. Hafsteinsdóttir, Stigahlíð 50, Reykjavík. Jón Bergþór Þorgeirsson, Tunguvegi 38, Reykjavik. Stella S. Hrafnkelsdóttir, Marargrund 14, Garðabæ. Ólafur Már Magnússon, Hrísrima 10, Reykjavík. Gunnar Bjarnason áttræður Það var glatt á hjalla þegar Gunnar Bjarnason ráðunautur hélt upp á átt- ræðisafmæli sitt þann 13. desember sl. Hér er afmælisbarnið, t.v., ásamt Hjalta Sigurbjörnssyni á Kiðafelli. Gunnar ásamt börnum sínum. Frá vinstri: Bjarni verkfræðingur, Halldór prestur, afmælisbarnið, Regína Sól- veig nemi og Gunnar Ásgeir, spari- sjóðsstjóri og svínabóndi. DV-myndir S _

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.