Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Síða 28
Grýla gaf börnum snakk úr roði. Grýlugott „Grýla hafði þetta með sér til Hollands á dögunum og gaf fólki að smakka, þetta er fint Grýlu- gott.“ Úlfar Eysteinsson, í DV, um snakk úr roði. Skúffufyrirtæki Eigum við að láta eignarlaust skúffufyrirtæki fara að stjóma uppbyggingu samgöngukerfisins og steypa þjóðinni út í tvísýn- ustu framkvæmd íslandssögunn- ar?“ Friðrik Hansen Guðmundsson, í Morg- unblaðinu, um Hvalfjarðargöngin. Ummæli Cocoa Puffs kynslóöin „Það vill oft rigna upp í nas- imar á þessum ungu mönnum af Cocoa Puffs kynslóðinni." Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum hand- boltaþjálfari, í DV. Notaður á börnin „Jú, það var ýmislegt sem gekk á. Ég var jafnvel notaður til að hræða böm. Þeim var skipað að vera þæg því annars kæmi ég.“ Guðmundur J. Guðmundsson, f Al- þýðublaðinu. Neðanjarðarlestir æða með mikl um hraða undir stórborgum. Umfangsmestu neðanjarðar- lestirnar í heiminum eru 67 neðanjarð- arlestar og sú sem er í New York hefur flestar brautarstöðvar eða 466 en fyrsti hluti hennar var tekinn í notkun 23. október 1904. Brautin er 372,93 km að löng og em farþegar á hverju ári vel yfir einn milljarð. Sú neðanjarðarlest, sem hefur samtals lengsta braut, er í London, um 408 kílómetra langa, en 135 kílómetrar era í gröfnum göngum. Við neðanjarðarlestina Blessuð veröldin í London starfa 19.000 manns á 273 stöðvum. Lestimar era 457 og vagnamir 3.875. Lengsta vega- lengd sem hægt er að fara er 54,9 km á milli Epping og West Ruslips. Flestir farþegar ferðast með neðanjarðarlestunum á Moskvu- svæðinu. Stöövarnar era 132 og hafa 15 þeirra fleiri en eitt nafii þar sem þær era skiptistöðvar. Brautin er í heild 212,5 km að lengd. HAPPDRÆTTI BÓKATÍDINDA VINNINGSNÚMER DACJINS ER: 9680 Ef þú finnur þetta númer á baksíðu Bókatíðinda skaltu fara með hana í næstu bókabúð og sækja vinninginn: BÓKAÚTTEKT AÐ ANDVIRÐI 10.000 KR. Bókaútgefendur 28 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 Snjókoma sunnanlands Yfir Grænlandi er 1048 millíbara hæð, en dálítið lægðardrag er við suðvesturströndina og þokast það norður. í dag verður hæg austlæg en síðar breytileg átt og dálítil snjó- koma sunnan- og suðvestanlands. Norðaustangola eða kaldi í nótt og Veðrið í dag él við norður- og austurströndina. Frost verður 2 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. Á höfuðborgarsvæð- inu er austangola og dálítil snjó- koma en norðaustangola og léttir til í dag. Frost 5 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.30. Sólarupprás á morgun: 11.21. Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.58 Árdegisflóð á morgun: 5.27. Heiniild: Almanak Háskólans. Veðrió kl. Akureyri 6 í morgun: heiöskírt -14 Akurnes heiöskírt -11 Bergsstaöir heiöskírt -12 Bolungarvík alskýjaö S Egilsstaöir heiöskírt -14 Keflavíkurflugv. alskýjaö -3 Kirkjubœjarkl. snjókoma -8 Raufarhöfn alskýjað -14 Reykjavík snjókoma -5 Stórhöföi snjókoma -2 Bergen heiöskírt -7 Helsinki léttskýjaö -8 Kaupmannah. léttskýjaö -6 Ósló heiöskírt -7 Stokkhólmur snjókoma -7 Þórshöfn léttskýjaö -3 Amsterdam rign/súld 2 Barcelona heióskírt 7 Chicago skýjaö -3 Feneyjar þokumóöa 5 Frankfurt rign/súld 3 Glasgow léttskýjaö -3 Hamborg þokumóöa 0 London rigning 2 Los Angeles léttskýjaö 13 Lúxemborg súld 1 Madríd þokumóóa 8 Mallorca léttskýjaö 3 New York snjókoma -3 Nuuk heiöskírt -5 Orlando skýjaö 18 París skýjaö 5 Róm þokumóöa 2 Valencia heiöskírt 10 Vín alskýjaö 2 Winnipeg snjókoma -9 Trausti Ólafsson, verðandi leikhússtjóri á Akureyri: Þekki til á Akureyri og átti þar mjög góðan tíma DV, Akureyri: „Það leggst mjög vel í mig að taka við þessu starfi. Ég þekki svo- lítið til á Akureyri, var þar í fjögur ár á árunum 1985-1989 og það var mjög skemmtilegur tími í mínu lífi. Að vísu var ég þar í annars konar starfi, var skólastjóri i Hvammshlíðarskóla sem er skóli fyrir fólk með sérþarfir og átti góð- Maður dagsins an tíma þar. Það leggst því vel í mig að fara aftur tO Akureyrar," segir Trausti Ólafsson, nýráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Trausti er fæddur árið 1949 i Landeyjum, hann lauk BA-prófi í norsku frá Háskóla íslands 1991, starfaði við kennslu, tók fyrsta hluta leikhúsfræðináms við há- skólann í Bergen í Noregi og lauk Trausti Ólafsson. því námi í Ósló. „Ég fylgdist vel með Leikfélagi Akureyrar og starfsemi þess með- an ég bjó þar og finnst leikhúsið þar mjög spennandi að mörgu leyti. Það er öðruvísi en stóra leik- húsin. í Reykjavík, minna í snið- um, en í starfi leikhússtjóra sýnist mér að auðveldara sé fyrir hann að sinna listrænum þáttum en í leik- húsunum í Reykjavík, án þess að ég geri lítið úr stjómunarþættin- um.“ Um áhugamál sin segir Trausti að tónlist sé þar ofarlega á blaði. „Þá er ég afskaplega hrifinn af ís- lenskum fjöllum og sú hrifning eykst meö árunum. Ég er ekki mikill fjallgöngumaður, en hæfi- lega há fjöll laða mig að sér og ís- lensk náttúra yfirleitt. Litimir í ís- lenskri náttúru eru sérstaklega heillandi, ekki síður á haustin og vetuma en á öðram tímum.“ Kona Trausta er Kristín Unn- steinsdóttir skólasafnskennari, hann á tvo syni, Inga Tandra sem er 21 árs og Úlf Teit sem er 16 ára. -gk T Myndgátan „ samkvæmt 'ftessu*} %NEPL i þARF AO 6PEÍÐA PÉR FYHÍRy ^Ai> REHA MÍé-.f'J, Stendur á völtum fæti Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Kórtónleikar á aðventu í kvöld kl. 20.00 verða glæsileg- ir tónleikar í Keflavíkurkirkju og koma fram eftirtaldir kórar: Yngri kór Tónlistarskólans í Keflavík, Eldri kór Tónlistar- skólans í Keflavík, Kór Fjöl- brautaskóla Suðumesja, Kór fyr- ir alla, Yngri deild bjöllukórs Tónlistarskólans í Garði og Eldri Tónleikar deild bjöllukórs sama skóla. All- ir kórarnir eru undir stjórn Gróu Hreinsdóttur og syngja þeir og spila hvor í sínu lagi og einnig saman. Á efnisskránni era fjölbreytt jóla- og aðventulög. Alls koma fram niutíu mann á tónleikum þessum. Skák Þröstur Þórhallsson er enn efstur á Guðmundar Arasonar mótinu í Hafnarfirði að loknum sex umferð- um. Alls verða tefldar níu umferðir á mótinu sem lýkur á fostudag. Þessi staða er úr 3. umferð. Þröst- ur hefur svart og á leik i vænlegu tafli gegn Jóni Áma Nilssen frá Færeyjum. Þröstur var fljótur að knýja andstæðinginn til uppgjafar: X X A A A Jl A A A A S <á? A A rr ABCDEFGH 38. - Hxa4! 39. Hxa4 Hb2+ 40. Kel d3! og hvítur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Vinningsleið sagnhafa í þessu spili er nokkuð undarleg en þó nokkuð rökrétt. Sagnir ganga þannig, vestur gjafari og allir á hættu: 4 ÁK108 V KD952 + K42 *2 4 5 44 ÁG ♦ D9873 * ÁK1097 4 D42 44 73 4 Á106 * DG843 Vestur Norður Austur Suður 1+ í* pass 1G pass 24 pass 2G pass 3G p/h Eftir laufútspil vesturs, sem sagn- hafi fékk á gosann, spilaði sagnhafi næst hjarta að heiman. Vestur setur gosann og nú byggist vinningsleiðin á því aö leyfa vestri að eiga þann slag. Ef sagnhafi setur drottinguna í blindum tapar hann spilinu. Nauð- synlegt er að fá 3 slagi á hjarta, án þess að hleypa austri inn í spilið til að spila í gegnum lauflitinn. Ef vest- ur fær að eiga slaginn á hjartagos- ann getur hann ekki gert af sér neinn óskunda. Sagnhafi getur síð- an spilað aftur hjarta að blindum og þannig tryggt sér 3 slagi á litinn. Þannig fær sagnhafi 3 slagi á spaða, 3 á hjarta, tvo á tígul og laufslag. Spilamennska sagnhafa byggist fyrst og fremst á því að koma í veg fyrir að austur komist inn í spilið. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.