Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 JjV Óskum vinum og œttingjum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Guð blessi ykkur KRISTINN STEINÞÓRSSON, JÓHANNA GARÐARSDÓTTIR OG BÖRN í ÓLAFSFIRÐI Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Brekka 65, Djúpavogi, þingl. eig. Gunnar B. Gunnarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður rikisins, Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóður verslun- armanna, 28. desember 1995 kl. 10.00.' Sýslumaðurinn á Eskifirði FRAMHALD UPPBOÐS Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Heiði I og II (ásamt tilh. mannvirkjum) og jörðin Heiðarbrekka, Rangár- vallahreppi, fimmtudaginn 28. desember 1995 kl. 15.00. Þingl. eig. Birgir Þórðarson, Halldór Melsteó og Páll Melsteð. Gerðarbeiðendur eru Trygg- ingastofnun ríkisins v/Lífsj. starfsm. ríkisins og Iðnlánasjóður. SÝSLUMAÐURINN I RANGÁRVALLASÝSLU ^ Vélstjórafélag íslands Aðalfundur Aðalfundur Vélastjórafélags íslands föstudaginn 29. des- ember 1995 kl. 14.00. Fundurinn er haldinn í Borgartúni 18, kjallara. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Léttar veitingar í boði að loknum-fundi. Stjórnarkjör Stjórnarkjöri lýkur kl. 14.00 28. desember 1995. Félagsfundur vélstjóra á fiskiskipum Miðvikudaginn 27. desember verður haldinn félagsfundur um málefni vélstjóra sem starfa á fiskiskipum. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 18, 3. hæð og hefst kl. 14.00. Félagsfundur vélstjóra á farskipum Fimmtudaginn 28. desember verður haldinn félagsfundur um málefni vélstjóra á farskipum. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 18, 3. hæð, kl. 14.00. Auglýsendur, athugið! fJÆÆJÆSÆÆÆIÆÆJfÆIJJÆÆÆÆÆÆJfJfÆf. Smáauglýsingadeild Lokað: 23. desember, Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag Opið: Þriðjudaginn 26. desember, annan í jólum, kl. 16-22 Síðasta blað fyrir jól kemur út laugardaginn 23. desember. Fyrsta blað eftir jól kemur út eldsnemma að morgni miðvikudagsins 27. desember. Gleðileg jól smáauglýsingadeild Þverholti 11 - sími 550 5000 Menningan/erðlaunahafar DV setja upp flagara allra tíma í Þjóðleikhúsinu: Leikritið á fullt erindi við okkur í dag - segir Jóhann Sigurðarson sem túlkar hinn aldagamla Don Juan annan í jólum „Það er margt í Don Juan sem maður þekkir en í þessari uppfærslu er farin dálítið önnur leið en fólk hefur átt að venj- ast. Hann er farinn að eldast þarna og hans glæstasti tími er liðinn. Það má segja að hann lifi í ákveðinni nostalgíu um sjálfan sig. Hann er orð- inn dálítið skemmdur af fyrra líferni - tilfinn- ingalif hans orðið dofið. Lífið hefur snúist upp í sársauka og fortíðarþrá en hann heldur samt uppteknum hætti, enda er hann eins konar fíkill. Markmiðið hjá honum er hins vegar það sama, það er að ná sér í konu,“ seg- ir Jóhann Sigurðarson leikari um nýjasta hlut- verk sitt á fjölum Þjóð- leikhússins. Háalvarlegur boðskapur Annan í jólum frum- sýnir Þjóðleikhúsið verk Moliére, Don Juan, með Jóhann í aðalhlutverki. Eins og flestir vita er um að ræða gamanleik með háalvarlegah boðskap sem þrír þekktir leikhús- listamenn frá Litháen setja upp. Don Juan á sér langa sögu. Þótt flestir kannist sennilega við hann úr óperu Mozarts, Don Giovanni, eða af hvíta tjaldinu var sagan um hann fyrst gefin út á prenti árið 1630 í Madrid. Sá sem skapaði flagar- ann og gleðimanninn Don Juan var, þótt und- arlegt megi virðast, munkur að nafni Tirso de Molina. Saga Molina varð fljótt efniviður leikritaskálda og árið 1664 skrifaði Moliére leikritið um Don Juan. Skemmst er frá að segja að leikritið „floppaði“ gjörsamlega í upphafi. Það var ekki fyrr en í nútímaupp- færslum sem bókmenntagagn- rýnendur og leikhúsmenn sáu hvað verkið hafði upp á að bjóða að það öðlaðist þann sess meðal leikþók- menntanna sem það á með sönnu að skipa. Hávar Sigurjónsson segir í leik- skrá að kvensemi Dons Juans sé alls ekki í aðalhlutverki þeirra þók- menntaverka sem hafa staðist tím- ans tönn. Skautið markmið næsta dags „Og þar er Moliére engin undan- tekning þótt langur vegur sé frá því að Don Juan sé orðinn afhuga kon- um. Hvert er þá viðfangsefnið? Hver er Don Juan ef ekki elskhuginn ei- lífi? Margir hafa svarað því til að Don Juan væri uppreisnarmaður. í honum fælist tákn um einstakling- inn gegn þjóðfélaginu, manninn sem skeytir engu um ríkjandi hefð- ir og telur sig hafinn yfir lög og reglur samfélagsins... Don Juan er fyrst og fremst siðlaus og í leikriti Moliére er siðleysið afsprengi trú- leysis. Hvorugt þjónar þó neinum háleitum tilgangi fyrir Don Juan og hann er tilbúinn að afneita hvoru tveggja ef það hentar honum betur í það sinnið. Eftirsóttir sam- starfsmenn „Það er margt í Don Juan sem maður þekkir en í þessari upp- færslu er farin dálftið önnur leið en fólk hefur átt að venjast. Hann er farinn að eldast þarna og hans glæstasti tími er lið- inn,“ segir Jóhann Sigurðarson. DV-mynd ÞÖK Markmið Dons Juans eru enda ekki háleitari en svo að þeim er iðu- lega náð uppi í rúmi yfir eina nótt, ef aðstæður leyfa slíkan munað. Næsti dagur ber nýtt markmið í skauti sínu í bókstaflegri merkingu þeirra orða.“ Siðferði og trú „Þótt hér sé á ferðinni gamanleik- ur þá ijallar leíkritið um siðferðis- legar og trúarlegar spurningar. Það íjallar ekki bara um skráð lög held- ur einnig ytri lög samfélagsins - hvað má og hvað má ekki. Þessar vangaveltur um hegðun mannsins eru í fullu gildi. Þótt leikritið sé rúmlega 300 ára gamalt þá á það fullt erindi við okkur í dag. í því mætast til dæmis fulltrúar ólíkra sjónarmiða,“ segir Jóhann og á þar við Don Juan og þjón hans, Sganarelle. Don Juan trúir ekki á guð, helvíti né læknavísindin. Hann stendur ekki við gefin loforð en trúir því gem aðalsmaður að jafningjar hans standi við drengskáparheit sín gagnvart honum. Þjóninn Sganarelle er andstæða húsbónda síns á allan máta en honum trúr sem hundur. Hann er jarðbundinn, huglítill, trúaður og efagjarn. Sagt hefur verið að þeir séu franskar spegilmyndir Dons Quixote og Sanchos. „Hann er sífellt að reyna að koma Don Juan á rétta braut í lífinu og er meðvitaður um að það líferni sem Don Juan lifir hljóti að tortíma hon- um.“ Eins og fyrr segir setja þrír þekktir leikhús- listamenn frá Litháen gamanleikinn upp hér á landi. Um er að ræða Rimas Tuminas leik- stjóra, Vytautas Nar- butas, leikmynda- og búningahönnuð, og Faustas Latenas tón- skáld. Þeir félagar eru íslenskum leikhúsgest- um að góðu kunnir eft- ir uppfærslu sína á Mávinum eftir Tsjékov fyrir tveimur árum. Sú sýning þótti mikill list- viðburður og hlaut einmitt Menningar- verðlaun DV í leiklist. „Það er mikill munur að vinna með Rimas og íslenskum leikstjórum. Þessir menn sem eru hér nú koma úr allt öðrum menningar- heimi. Það er greini- legt að bakgrunnur þeirra er allur annar. Þeir hika ekki við að láta hlutina líða enn hægar fram á sviði en við gerum. Hjá okkur þarf allt að gerast mjög hratt þannig að á margan hátt finnast mér þeir mun nær manrfeskjunni að því leytinu til að þeir leyfa leiksýningunni sem heild að anda í takt við mannlífið. Þetta gera þeir án þess að það bitni á nokkurn hátt á sýningunni." Mikil ásókn var meðal leikara í Þjóðleikhús- inu að fá að starfa með Litháunum og fara til dæmis tvær leikkonur með nokkur aðalkvenhlutverkin í sýningunni. Einvalalið leikara varð fyrir valinu. Með hlutverk Sganarelle fer Sigurð- ur Sigurjónsson og í öðrum hlut- verkum eru til dæmis Halldóra Bjömsdóttir, Edda Heiðrún Back- man, Hilmir Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Ólafia Hrönn Jóns- dóttir, Helgi Skúlason, Ingvar E. Sigurðsson og Hilmar Jónsson. Vegleg uppsetning Leikritið verður, sem fyrr segir, frumsýnt á annan dag jóla og er mikið lagt í búninga, sviðsmynd og tónlist. Jóhann segist hálfpartinn hissa á því hve afslappaður hann sé ef höfð sé í huga sú lenska að allt gerist með miklum látum í leikhúsi þegar líður að frumsýningu. „Þetta er dálítið öðruvísi í kringum þessa menn. Það er einhver ró í kringum þá,“ segir Jóhann. Rimas Tuminas, sem nýverið hlaut alþjóðlega viðurkennd verð- laun fyrir starf sitt, tók fyrir nokkru við starfi þjóðleikhússtjóra í Vilnius í Litháen og er ekki ólíklegt að meira samstarf verði á milli ís- lensks leikhúsfólks og litháísks. Rimas hefur að minnsta kosti lýst yfir áhuga sínum á samstarfi og þá hefur verið rætt um að fara með þessa sýningu á listahátíð í Litháen í vor. En sjón er sögu ríkari og best fyr- ir lesendur sjálfa að dæma um hvernig til tekst -PP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.