Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 4 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 35 ■c Þaö fyrsta sem allir taka eftir þeg- ar þeir hitta Halldór Björnsson, varaformann Dagsbrúnar, er hve snyrtilegur hann er. Hann er alltaf einstaklega vel til fara og honum er snyrtimennskan í blóö borin. Öll framkoma hans ber þess merki. Kurteisin bregst honum ekki. „Hann er einstakt snyrtimenni og alltaf vel klæddur og kemur fólki fyrir sjónir sem glæsilegur aristókr- at,“ segir Teitur Jensson, vinur og samstarfsmður Halldórs í mörg ár. Andrés Guðmundsson endurskoö- andi, sem verið hefur vinur Hall- dórs í yfir 40 ár, segir að það sé al- veg sama hvað Halldór geri, snyrti- mennskan sé alltaf í fyrirrúmi. Hall- dór býr einn og segir Andrés heim- ili hans glansa af hreinlæti og snyrtimennsku, ólíkt því sem oftast er hjá karlkyns einbúum. Kurteisi Það ber líka öllum saman um að Halldór sé einstaklega kurteis mað- ur. Sá sem þetta skrifar hefur, sem fréttamaður, átt mikil samskipti við Halldór Björnsson í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hef- ur ekki verið ánægður með það sem ég hef skrifað og hefur séð ástæðu til að finna að því við mig. Og jafn- vel það gerir hann af sinni alkunnu kurteisi, öfugt við flesta sem telja sig þurfa að skamma fréttamenn. f stjórn Dagsbrúnar í 37 ár Halldór Björnsson er fæddur 16. ágúst 1928, gekk í Ingimarsskólann og lauk honum. Hans fyrsta starf á vinnumarkaði var í verslun. Árið 1954 fór hann að vinna hjá Olíufé- laginu ESSO og starfaði þar í 19 ár. Hann var fljótlega kjörinn trúnað- armaður á vinnustað og var það öO þau 19 ár sem hann starfaði hjá ESSO. Hann tók sæti í stjórn Dags- brúnar af Jónasi Hallgrímssyni, sem einnig starfaði hjá ESSO, árið 1958. Þegár Tryggvi Emilsson, rit- höfundur og verkamaður, hætti sem ritari félagsins var Halldór kosinn ritari Dagsbrúnar 1972 og síðan r Nærmynd Kristján Árnason, frambjóðandi við formannskjör íVerkamannafélaginu Dagsbrún: Sigurdór Sigurdórsson ur og slyngur samningamað- ur,“ segir Guðmundur J. Guðmundsson. „Hann er ljúfmenni í um- gengni og hefur heitar tilfinn- ingar. Ég veit að það tekur oft á hann það umhverfi sem hann starfar í, eins og til að mynda glíman við atvinnu- leysið," segir Karl Benedikts- son, framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar. w I skugga formanns Halldór Björnsson hefur verið varaformaður Dags- brúnar jafti lengi og Guð- mundur J. hefur verið for- maður þess, eða síðan 1982. Það má með sanni segja að HaUdór hafi starfað í skugga Jakans þennan tíma. Guðmundur J. hefur verið eft- irsóttur viðmælandi hjá frétta- mönnum enda liggur hann ekki á skoðunum sínum og notar oft stór orð. Halldór Björnsson hefði átt mjög létt með að vera í sviðsljós- inu hefði hann kosið það. Hann valdi að vera í skugganum. Enda þótt hann sé afskaplega viðræðu- góður maður og þekki til hlítar hvert mál sem snertir Dagsbrún röskur tO starfa. Hann er góður fundarstjóri en hins vegar ekki sjóaður kappræðumaður sem gæti verið vegna eðlislægrar kurteisi hans,“ segir Guð- mundur J. Guðmundsson sem unnið hefur einna mest með Halldóri Björns- syni. Fljótfær Þegar spurt er um gaOa Halldórs verður fátt um svör hjá þeim sem rætt var við. Jakinn segir hann ekki sjóaðan kappræðú- mann. Það hái honum á erfiðum fundum. „Hann er skapgóður og raungóð- ur en getur verið fljótfær. Hann get- ur líka verið snöggur upp á lagið en er fljótur að jafna sig,“ segir vinur hans, Andrés Guðmundsson. „Ef hægt er að tala um veikar hliðar á HaOdóri í starfi þá gæti það ef til vill verið hversu mikið ljúf- menni og friðsemdarmaður hann er,“ segir Hrafnkell A. Jónsson. „Hann getur verið mjög harður fyrir sína umbjóðendur og fyrir sín- ar skoðanir. Hann á það líka til að ýta málum dálítið á undan sér,“ seg- ir Ragna Bergmann. Halldór Björnsson á Alþýðusambandsþingi með þeim Ásmundi Stefánssyni og Guðjóni heitnum Jónssyni, formanni Málm- og skipasmiðasambands íslands .Mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson eða verkalýðshreyfinguna og sé aOtaf tilbúinn að ræða við frétta- menn ef til hans er leitað þá er hann maður verka utan sviðsljóss. Það er samdóma álit fólks sem starfað hef- ur með Halldóri innan verkalýðs- hreyfingarinnar að hann sé mjög glöggur, duglegur og fylginn sér. Treysti honum vel fyrir Dagsbrún „Halldór Björnsson er ágætur maður. Ég hef unnið með honum í yfir 30 ár og þekki hann því vel. Bóndi í Rauðafelli undir Eyjafjöllum. Heymæði batt enda á búskap Kristj- áns. Halldór Björnsson verður formannsefni stjórnar og trúnaðarmannaráðs Dagsabrúnar við stjórnarkjör í félaginu í jan- úar. Halldór Björnsson, varaformaður Verkamannafálagsins Dagsbrúnar: Hann getur verið mjög harður fyrir sína umbjóðendur og staðið fast á sínu. Hann á það líka til að ýta mál- um dálítið á undan sér. Ég treysti honum hins vegar mætavel tU að stýra Dagsbrún með sóma,“ sagði Ragna Bergmann, formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar. „Við Halldór störfuðum mikið saman í verkalýðshreyfingunni. Hann er drengur góður í orðsins fyOstu merkingu. Hann er tilfinn- inganæmur en getur verið harður í horn að taka ef brotið er á hags- munum umbjóðenda hans. Hann hefur verið farsæll í störfum fyrir verkalýðshreyfmguna og hefur næma tilfinningu fyrir öllu sem snertir kjör vinnandi fólks,“ segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Abara kapp maoi ræouma „Halldór hef- ur mikla þekk- ingu, bæði á félagsmálum Dagsbrúnar og verka- lýðshreyf- ingarinn- ar. Hann er sá mað- ur sem hefur einna víð- tækasta þekkingu og reynslu af störfum Dagsbrúnar. Hann starfaði mjög náið með Eðvarð Sigurðs- syni þegar hann var formaður félags- ins. Þeir voru miklir mátar. Hann á létt með að taka ákvarðanir. Hann er Baráttan um formannssætið Kristján Árnason er kominn í framboð til formanns í Verka- mannafélaginu Dagsbrún og ætlar að keppa við Halldór Björnsson um að verða eftirmaður Guðmundar J. Guðmundssonar. „Ýtt út í þetta,“ segir Kristján, en Unnur Pálsdóttir, kona hans, segir að hann hafi gam- an af slagnum. Kristján hefur ekki verið orðaður við verkalýðsbar- áttu áður. Hann hefur ekki verið í eldlínunni til þessa en þó verið í mörgum verka- lýðsfélögum, enda starfsferill hans með ólíkindum fjölbreyttur - Kjósa þarf tO stjórnar og trúnaðarráðs Verkamannafélagsins Dagsbrúnar eftir að ljóst var að nýr listi verður í boði fyrir næstu kosn- ingar. Sitjandi formaður, Guðmundur J. Guð- mundsson, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki gefa kost á sér áfram en stjórn og trúnaðarráð með núverandi varaformann í broddi fylkingar hyggst gefa kost á sér á ný. Líklegt má telja að kosningar fari fram 19. og 20. janúar þar sem félagið á 90 ára afmæli helgina eft- ir en kjörstjórn tekur endanlega ákvörðun um kjördag. Oddviti hins nýja lista er Kristján Árnason en Halldór Björnsson mun leiða stjórn og trúnaðarráö í kosningunum. í ljósi komandi baráttu leitaði DV til nokkurra félaga oddvita listanna til að varpa ljósi á hverjir þeir eru, hvað- / undanfarin ár unn- an þeir eru og hvernig þeir eru. / ið hjá garðyrkju- stjóranum í Reykjavík og skiptist þar á að vinna hálft árið hjá borgar- görðunum og hálft hjá ræktun- ardeOdinni. Ferillinn spannar hins vegar nær öll störf sem fyrirfmnast til lands og sjávar. það svo að l fljótlegast er \ að telja upp \ það sem hann hefur ekki gert. 1 Hann hefur 1 aldrei verið / flugmaður! í „Það kemur að því að ég reyni flugið líka,“ segir hann. Kristján hefur varaformaður þegar Guðmundur J. var kjörinn formaður 1982 og hefur verið það siðan. Starfsmaður Dags- brúnar hefur Halldór verið síðan 1969. Útilífsmaður Halldór Björnsson er búsettur í Kópavogi. Hann á fjögur uppkomin börn og átta barnabörn. Hann er fráskilinn. Hann á Toyota CoroOa bifreið, árgerð 1995. Hann er mikill útivistarmaður, fer í göngutúra og stundar sund og aðra líkamsrækt. Hann notar frítíma sinn mikið til ferðalaga og fer þá gjarnan utan. í starfi í verkalýðshreyfingunni þá gæti það kannski verið hversu mik- ið ljúfmenni og friðsemdarmaður hann er,“ segir Hrafnkell A. Jóns- son, formaður Árvakurs á Eskifirði, en þeir Halldór hafa starfað mikið saman. „Við Halldór erum gamlir vinnu- félagar hjá Olíufélaginu, hvar hann reyndist hinn besti starfsmaður. Halldór hefur. reynst mér sannur vinur og góöur drengur, Halldór er afskaplega einlægur maður og viO ævinlega hafa það sem sannara reynist í hverju máli,“ segir Teitur Jensson hjá ESSO. „Halldór er mjög skapgóður mað- Starfsmaður í Sigölduvirkjun. Krist- ján var m.a. einn vetur við Þóris- vatn. Brúarsmiður á Brjánslæk á Barða- strönd. Kristján er annar frá hægri í aftari röð. Ljúfmenni Það er sam- dóma álit þeirra sem þekkja Hall- dór best að hann sé einstakt Ijúf- menni. Sumir segja að það sé ef til vill helsti galli hans sem verka- lýðsleiðtoga. Aðr- ir segja hann harðan i horn að taka. „Ef hægt er að tala um veikar hliðar á Halldóri Halldór var kjörinn í varastjórn Alþýðusambandsins 1984. Samstarfsmenn hjá borginni: Sveinn Þorsteinsson, Kristján og Guðmundur Ólafsson. Höskuldur segir að Kristján hafi ver- ið fjörmikill strákur heima á Bíldudal. Leiðir skOdi þegar þeir voru 14 ára og nýfermdir en lágu reyndar síðar sam- an aftur hjá Land- helgisgæslunni. „Leikir okkar snerust um sjó og aftur sjó eins og títt var um stráka í sjávarplássum. Við vorum afskaplega þægir og gerðum Alinn upp í stórum systkinahópi Kristján er fæddur á Bíldudal árið 1933 og er því 63 ára gamall. Þar ólst hann upp í stórum systk- inahópi en foreldrar hans voru Árni Kristjánsson og Guðrún Snæbjörns- dóttir. Systkinin voru 14 en einn bræðra hans lést fjögurra ára gam- aO. Hin komust upp þrátt fyrir fá- tækt og erfíðleika kreppuáranna. Barnahóp Árna og Guðrúnar köll- uðu menn fyrir vestan „Árnasafn- ið“ sem Kristján segir að hafi átt að vera niðrandi í fyrstu þótt svo sé ekki í hans huga lengur. Höskuldi Skarphéðinssyni skipherra, frænda Kristjáns, fermingarbróður og leiR- félaga, er hins vegar illa við þessa nafngift. „Þetta var fundið upp af einhverj- um Patreksfirðingum og var ekki vel meint,“ segir Höskuldur. „For- eldrar Kristjáns voru mikið dugnað- arfólk og komu stórum hópi barna tU manns. Ég kunni aldrei við þetta nafn, var illa við það og þótti það ósanngjarnt.“ Fjörmikill strákur Kristján Árnason og kona hans, Unnur Pálsdóttir, skoða myndasafnið. Það er sjós og lands. mikið að vöxtum eftir langan feril til DV-mynd GS bjartsson, nú pípulagningamaður á Hellu, með honum. Einar ber Kristj- án vel söguna og sagði í samtali við DV að hann hefði verið góður félagi og röskur verkmaður. „Ég gæti trúað að hann skorti reynslu í verkalýðsmálum þótt hann hafi fengist við önnur félags- mál. En það er í góðu lagi að reyna að fella erfðaveldið í Dagsbrún," sagði Einar. Eftir sjósókn í Ólafsvík lá leiðin aftur til Hellu þar til önnur tilraun var gerð tO búskapar. Nú varð Eyjafjallasveitin fyrir valinu. Tengdafaðir hans hætti bú- skap á RauðafeUi og þar bjó Krist- ján í tíu ár eða þar til hann varð að hætta vegna heymæði. Enn varð Hella fyrir valinu og nú tók Kristján að sér rekstur Grill- skálans þar og Hellubíós. Hann stóð að jöfnu fyrir sveitaböllum og bíó- sýningum og greip í kjötvinnslu þar á milli. Og enn varð að reyna eitt- hvað nýtt. Eftir tvö ár á Hellu varð Kristján mælingamaður hjá Lands- virkjun og var m.a. einn vetur við Þórisvatn. Smyrjari á varðskipi Að því loknu réðst hann tO Land- græðslunnar sem ráðsmaður í Gunnarholti og frá Gunnarsholti lá leiðin á ný tO Reykjavikur. Nú tók við smyrjarastarf hjá Landhelgis- gæslunni og svo matsveinsstörf á vitaskipinu Árvakri. Meðfram því öfluðu Kristján og Unnur kona hans sér matsveinsréttinda í Hótel- og veitingaskólanum. Árvakur var síð- asta skipiö sem Kristján var á. Hann var nú 45 ára og fór endanlega í land. Nú tóku við störf við kjötvinnslu fyrir ýmsar verslanir í Reykjavík og síðar einnig rekstur bensínstöðvar Vertíð á Akranesi. Kristján reri margar vertíðir úr ýmsum höfnum. eftir að fljúga Olís við Vitatorg. Smurbrauðstofan Björninn var einnig í eigu Kristjáns og Unnar um tíma. Staðinn seldu þau og þá fékk Kristján vinnu hjá garðyrkjustjóra borgarinnar og hef- ur verið það síðan. Kristján er þrígiftur og á sjálfur fimm börn auk stjúpbarna. Hann býr nú í blokk í Breiðholtinu, stund- ar karateæfingar í stofunni og er hraustmenni, að sögn samstarfs- mannanna hjá borginni. Kristján er trúmaður og skipaði sæti á framboðslista kristilegra viö síðustu kosningar. Hann les í Bibl- íunni á hverjum morgni. Prúðmenni en ákveðinn „Þetta er prúðmenni og drengur góður. Okkur hefur lynt ákaflega vel saman í vinnunni," segir Sveinn Þorsteinsson, samstarfsmaður Kristjáns í garðyrkjunni. „Hann er mjög ákveðinn og alltaf til í að ræða hlutina. Það er líka mikilvægur kostur við manninn að umræðurn- ar enda ekki með vinslitum þótt hitni í kolunum og hann getur beð- ið fyrirgefningar." -GK aldrei neitt alvarlegt af okkur svo ég muni,“ segir Höskuldur. Kotbóndi í Gufudalssveit Faðir Kristjáns var verkamaður, sjómaður og bóndi á Bíldudal. Svip- að hefur verið hlutskipti Kristjáns. Hann fór eftir ferminguna sem kaupamaður í Reykhólasveit og fljótlega eftir það hóf hann búskap sjálfur, á kotinu Seljalandi í Gufu- dalssveit. Efni til skólagöngu voru ekki fyrir hendi. Búskapurinn stóð stutt og við tók sjómennska á togurum og bátum frá Bíldudal, síðar einnig í Reykjavík, á togaranum Karlsefni. Og brúar- vinna á Barðaströnd í ígripum milli annarra.starfa. Af sjónum lá leiðin suður á Völl Nærmynd Gísli Kristjánsson Hvalskurður í Hvalfirði. Kristján var )ar þrjú sumur. þar sem Kristján vann í eldhúsi hjá Kananum og af Vellinum var aftur farið til sjós. Um tíma var Kristján landverkamaður og sjómaður á ver- tíðarbátum hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og af Skaganum var stefnan tekin inn í Hvalfjörð. Þar skar Kristján hval í þrjú sumur ásamt mörgum mætum mönnum, svo sem Halldóri Blöndal sam- gönguráðherra. Vinna við sprengingar fyrir Se- mentsverksmiðjuna í kísilnáminu í Hvalfirði var næst á dagskrá og það- an var haldið suður til Reykjavíkur. I tvö ár vann Kristján við trésmíðar hjá Slippfélaginu. Enn var land lagt undir fót og næsti vinnu- staður var bifreiðaverk- stæði Kaup- félagsins Þórs á Hellu og síðar einnig kjöt- vinnsla þar. Vertíðar- lífí Ólafsvík Aftur tók sjómennskan við með ver- tíð í Ólafs- vík. Þar var Einar Hró- skuqqa Jakans - maður sem vinnur verkin utan sviðsljóss fjölmiðla 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.