Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Page 6
miönd LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 stuttar fréttir Átta komust lífs af Taliö er aö átta manns hafi sloppið lifandi úr flugslysinu í Kólumbíu á miðvikudagskvöld. Fréttir um tölu lifenda eru mjög á reiki. Tölur lengi aö berast Kommúnistar höföu afgerandi forustu í rússnesku þingkosn- ingunum þegar talning stóð enn yfir, fimm dögum eftir kosning- ai-nar. Ekki er búist viö endan- legum úrslitum fyrr en á jóla- dág. Njósnaði Oleksy? Lech Walesa lauk fimm ára forsetatíð sinni á sama tíma og kommúnistinn og fyrrum sam- starfsmaður hans, Josef Oleksy forsætisráðherra, er sakaöur um aö hafa veitt njósnurum stjórn- valda í Moskvu upplýsingar. Peres hitti al-Assad Samningamaður ísraela segir vonir standa til að Simon Peres, for- sætisráð- herra ísraels, hitti Hafez al- Assad, forseta Sýr- lands, til við- ræðna eftir 3-4 mánuði. Fjárlög í gegn Lamberto Dini, forsætisráð- herra Ítalíu, kom fjárlögum næsta árs í gegnum þingið. Ragir að skera Sjávarútvegsráðherrar ESB ákváðu eftir næturlanga fúndi að taka tillit til fiskvinnslufyr- irtækja í landi og skera ekki eins mikið niður í kvóta 1996 og fiskifræðingar höfðu lagt til. Óvíst um Papandreou Læknar sem annast Andreas Pap- andreou, for- sætisráðherra Grikklands, segja hann berjast við enn aöra sýk- ingu og sé ástand hans alvarlegt. Öryggislögga skömmuð Örygissveitir lögreglunar í Vín voru gagnrýndar harðlega fyrir að hafa ekki getað stemmt stigu viö ofbeldi nasista í kjölfar þess aö tveir nýnásistar voru sýknaöir af ákærum um að hafa sent fiölda bréfasprengna. Gro Harlem seig Gro Harlem Brundtland gekkst fyrir mannaskiptum í rikisstjóm sinni/Ekkert bendir til að hún ætli að setjast í helg- an stein, segist bjóða sig fram viö þingkosningamar 1997. Sprengjumanna leitað Lögregla í Pakistan lofaði um 2 milljónum króna fyrir upplýs- ingar sem leitt gætu til hand- töku manna sem stóðu á bak víð bílsprengju sem banaði 36 manns. Reuter/NTB Kauphöllin í Tokyo Vísitalan hækk- aði um rúm 300 stig Hlutabréfavísitalan i Tokyo hækkaði talsvert í.síðustu viku mið- að við vikuna áður. Vísitalan var þá skráð 19.653,25 stig, miðað viö 19.312,77 áður. Hlutabréfavísitalan í Hong Kong lækkaði hins vegar lítil- lega og.sama gildir i tlestum öðrum kafttphöllum, í New York, Lundún- uip ög'líka. Franjiftifct: aír" Litlar bréýtíngar úrðú á bensln- Camilla gefst ekki upp þótt hún veröi aldrei drottning: Ætlar alltaf að standa með Karli Þótt ákvörðun Karls, ríkisarfa Breta, um að gifta sig aldrei aftur þýði að Camilla Parker-Bowles, ást- kona hans til margra ára, verði aldrei drottning hefur hún ákveðið að standa með Karli sínum í gegn- um súrt og sætt. í breskum blöðum í gær var haft eftir Camillu: „Ég mun ætíð standa með þér, ástin mín.“ Þá mun hún hafa sagt að það ætti sér stað togstreita milli einstak- lingsins og kerfisins og að í þessu tilfelli yrði kerfið að hafa betur. Camilla. sætti sig við að taka stöðu ókrýndrar drottningar strax daginn eftir að Karl samþykkti kröf- ur móður sinnar um að lögskilnað- ur gengi í gegn sem fyrst og sagði að hann útlokaði annað hjónaband. Hvort Karl er þreyttur og leiður á hjónabandinu sem stofnun eða er að reyna að ganga í augun á breskum almenningi er ekki vitað en ákvörð- un hans þykir setja Camillu að ei- lífu í stöðu hjákonunnar. Karl og Camilla hafa sést opinber- Camilla Parker-Bowles. lega saman við ýmsa viðburði und- anfarið en almenningur er lítt hrif- inn af „hinni konunni" í lífi hans. Heldur því meira upp á Díönu. Fjölmiðlar í Bretlandi sögðu frá því sem þau kölluðu neyðarfund Karls og Camillu og þar hefði hún verið dæmd til að horfa á dýrðina frá hliðarlínunni. Vinir Camillu höfðu eftir henni að hún mundi alltaf standa við hlið Karls, jafnvel þó að hún yrði aldrei eiginkona hans. Hún vill ekkert frekar en að hann verði konungur, það séu örlög hans og hann eigi það skilið. Camilla hitti Karl fyrst á forugum pólóvelli 1970 og varð þeim strax hlýtt hvoru til annars. Síðar tók Camilla að sér hlutverk hjákonunn- ar, vinarins og huggarans sem eyði- lagði hjónaband Karls og Díönu. Díana hefur aldrei dregið dul á að það var Camilla sem eyðilagði hjónaband hennar og Karls og kall- aði hana „Rottweilerinn" eftir sam- nefndri hundategund. „Þetta var þriggja manna hjónaband og þýddi of mikO þrengsli," sagði hún. Reuter Hópur barna og foreldra í miðborg Sarajevo safnaðist saman hjá fslenska jólasveininum í gær í von um að fá frá hon- um pakka sem íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa gefið. Sá á bak við skeggið er Þröstur Karlsson. Átti hann fullt í fangi með að koma gjöfunum út þar sem flogið var með 11 tonn gjafa, fatnaðar og matvæla til Sarajevo í fyrradag á vegum samtakanna Friður 2000. Símamynd Reuter Dætur Richards Nixons, fyrrum Bandaríkjaforseta: Fordæma mynd Olivers Stones Dætur Richards Nixons, fýrrum Bandaríkjaforseta, þær Triciá ög Julie, fordæma nýja kvikmynd leik- stjórans Olivers Stones sem nefnlst Nixon og fiallar um forsetann sáluga. Þær segja myndina afar villandi og illkvittna og þar sé framin aftaka á persónúnni. Þær fullyrða að Stone hafi vísvitandi beðið þar til faðir þeirra og móðir voru látin til að eiga ekki á hættu að þau leituðu.lagalegs ' réftar síns. Dæturnar; .segja Stone sjóða saman ímyndaða mynd af , einkalífi Nixons sem sé til þess eins að ófrægja og niðurlægja minning- una um hann. Stone segir myndina vera miðja vegu milli mannkyns- sögu og skemmtunar. Haldi menn fast við staðreyndir, skilji þær og melti með það í huga, þurfi þeir ekki að misskilja neitt. Reuter ■■ '' 1 '' Kauphallir og vöruverð erlendis | verði í síðustu viku. 92ja oktana ÁsS bensín hækkaði um einn dollara og 3Í° jft sama gildir um 98 oktana bensín. 305 [V Hráolía hækkaði lítÚlega, fór úr. 300 j 17,92 dollurum tunnan í 18,20 doll- ■2953 ara. -290 % Verð á sykri hefur hækkað lítil- 28.3^ lega á mörkuðum i Lundúnum og sama gildir um verð á kaffi. Reuter s Spánn: Bílsprengja drep- ur liðsforingja Liðsforingi í spænska hern- um lét lífið þegar sprengja, sem fest hafði verið á bíl hans, sprakk þar sem hann ók á götu í miðbæ Leon á Spáni í gær. Fjórir slösuðust, þar á meðal dóttir mannsins, og er óttast að hún hafi misst báða fætur. I gærdag hafði enginn lýst ábyrgð á sprengingunni á hend- ur sér en yfirvöld hafa Aðskiln- aðarhreyfingu Baska, ETA, grunaða. Þetta var fiórða sprengjutilræðið á svipuðum slóðum á rúmum mánuði. Að- skilnaðarhreyfing Baska hefur banað um 1000 manns, þar af 135 með bílsprengjum, síðan hún hóf skæruhernað sinn fyr- ir 26 árum. Takmarkið er stofn- un sjálfstæðs ríkis Baska á Norður-Spáni. Kína: Jingsheng áfrýjar fangelsisdómi Kínverski andófsmað- urinn Wei Jingsheng, faðir lýðræð- ishreyfinga í Kína, áfrýj- aði í gær 14 ára fangelsis- dómi sem hann hlaut í síðustu viku fyrir að ætla að grafa und- an stjómvöldum. Systir Weis sagðist ekki eygja mikla von um að dómurinn yfir bróöur sínum yrði mildaður. Systirin vonaðist til að áfrýj- unarrétturinn mundi starfa fyr- ir opnum tjöldum en taldi hæp- ið að Wei fengi réttláta máls- meðferð. Búist er við að réttur- inn i Peking rétti bak við lukt- ar dyr og vegi og meti þrjá kosti: að staðfesta dóm undir- réttar, minnka refsinguna eða fara fram á ný málaferli. Sviss: 16 meðlima sér- trúarhóps saknaö Lögreglan í Sviss leitar riú 16 meðlima sértrúarhópsins Reglu hofs sólarinnar en þeirra er saknað. í fyrra létu 53 meðlimir hópsins lífið í hópsjálfsmorði í Sviss og Kanada, þar á meðal þriggja mánaða barn. Engin skýring hefur fengist á sjálfs- morðinu í fyrra en getgátur voru uppi um að hópurinn hefði staöið í stórfelldu pen- ingaþvætti. Við líkfundina í fyrra kom í ljós að margir höfðu oröið fyrir skoti, verið keflaðir eða undir áhrifum lyfia. Margrét Þórhild- ur leggur á borð Danska konungsfiöl- skyldan bregður ekki út af vanan- um þessi jól og nýtur helgidaganna í Marselis-. borgarhöll í Árósum. Margrét Þórhildur drottning og Henrik prins eru þegar mætt á staðinn og farin að undirbúa jóíin. Ingrid drottning og Friðrik krónprins koma á Þorláks- messu. Jóakim og Alexandra, sem giftu sig í nóvember, mæta siðust en þau eru við brúðkaup vinafólks í Bretlandi. Margrét Þórhildur híeldur faát í gamlar venjur og siði. Fjölskyldan sameinast um að skreyta jólatréð á Þorláks- messukvöld en drottningin sér ein um að leggja á borð á að- fangadagskvöld. Fær enginn að sjá dýrðina fyrr en jólamatur- inn verður borinn fram, gæs og enskur plómubúðingur. Reuter/Ritzau ov

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.