Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 26
2F LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 Silhináttföt kvettna kr. 3.450 Silkisloppar frá kr. 3.450 Gjafavara í tniklu úrvali. ;va Hverfisgotul7, sími 551-2050. KIENZLE EES ökurita færö þú hjá okkur! Jt e í 60 . s t 1 / ^ \ -100 \ /'*'■_ M20 i \. // 1 V Z hm 1 OQQ999U VESTURLAND BÍLAOG VÉLAÞJÓNUSTA HJALTA NJÁLSSONAR Dalbraut 2 300 Akranesi G.H. VERKSTÆÐIÐ Brákarbraut 20 310 Borgarnesi BÍLANES HF. Sandholti 44 355 Ólafsvík FYRIRTAK HF. Vesturbraut 20 370 Búðardal Hafðu fyrirvara! Pantaðu tímanlega Pátur sjómaður - kaflabrot úr nýrri bók Ásgeirs Jakobssonar: vinnusemi og atorka í lífsins ólgusjó Pétur sjómaður er ný bók Ásgeirs Jakobssonar sem Setberg gefur út nú fyrir jólin. Þetta er ævisaga Pét- urs Sigurðssonar, sjómanns, -alþing- ismanns, verkalýðsforingja og for- ustumanns í öldrunarmálum, sem um þrjátíu ára skeið setti mikinn svip á þjóðlífið og var alþjóð kunn- ur sem „Pétur sjómaður“. DV birtir hér með leyfi höfundar og útgéfanda brot úr bókinni þar sem segir frá togaramennsku Pét- urs, en hann var fimmtán ár til sjós, fyrst á bátum og togurum, en síðan lengi stýbimaður á farskipum áður en hann þóf afskipti af þjóðmálum. Helför Jóns brennivíns Pétur kann margar sögur að segja úr togaramennsku sinni og segir nú frá karli nokkrum, sem hann kynnt- ist fyrst um borð í togaranum Þór- ólfi og átti líf sitt að launa. „Á Þórólfi, og síðar á Agli Skalla- grímssyni, var samskipa mér mið- aldra maður, frábær togaramaður. Við skipt- umst á um að ganga undir pok- ann. Mér var hlýtt til þessa manns og það má nú segja að áður en lyki okkar sam- veru hafi ég haft orðið gilda ástæðu til , að láta mér vera heldur hlýtt til hans. Hann hét Jón, þessi maður, og hafði að við- urnefni „brennivín". En oft var viðurnefnið stytt í Jón „bé“. Ég tók oft á mig tvo eða þrjá tíma af pokatörn Jóns, eink- um fyrst í túr meðan hann var að jafna sig eft- ir vistina hjá Bakkusi í landi, því að Jón bar brennivínsnafnið sannlega. Hann launaði mér þennan greiða, hann Jón brennivín, og gerði það af myndarskap. Við vorum þá á veiðum en trollið hafði rifnað í halinu og það var lón- að með bakborðsbóginn í ölduna meðan verið var að gera trollið klárt. Allir þeir manna, sem ekki voru að störfum í trollinu, voru á miðdekkinu, nema ég sem var aftur á síðunni á móts við brúarhomið að taka þar í rifu. Og svo var Jón vin- ur minn eitthvað að bardúsa aftur við gálga. Það var svo sem ekkert að veðri, en þó svo að betra var að hafa var- ann á sér, einkum þar sem ég var, en um það bil, eða aftan til við mið- síðuna, tóku togararnir inn á sig, ef þeim var hálsað í ölduna. Á kafi í sjó En það var nú ekki svo, að ég hefði neinn andvara á mér, og heyrði ekki aðvömn úr brúnni. Ég bograði yfír netinu og vissi ekki fyrr en ég var á kafi í sjó, á flugferð aftur eftir siðuganginum, og fyrst utan lunningar, sem reyndar var á kafi, en aldan fleygði mér aftur inn yflr lunningu, en það hefði ekki orð- ið nema andartak áður en ég bærist út á ný í frákastinu frá keisnum, eða héldi áfram og færi þá aftur af skipinu. Ég kom engum vörnum við, náði hvergi haldi né fótfestu og var auk þess hálfrotaður. Jón vinur minn brennivín hafði ráðrúm til að bjarga sér frá öldunni upp á keisinn aftast, en þegar hann sá hvemig til tókst fyrir mér stökk hann niður aftur, og náði haldi á handriði á keisnum, og rétt sem ald- an skolaði mér innfyrir aftur náði hann taki á mér með hinni hend- inni. Hann var handfastur maður, Jón. Ég var dauðans matur og átti Jóni þarna líf mitt að launa, snar- ræði hans og handfestu. Og ég var vel sáttur við borgun Jóns á því, sem ég hafði vikið að honum! Bakkus kóngur gerði útför þessa hirðmanns síns virðulega við aft- urgálgann. Eitthvert flökt var orðið á Jóni Bé milli skipa. Það vildi verða svo um ofdrykkjumenn, þótt duglegir væru þegar þeir komust að verki, að menn þreyttust á svona mönnum, sem erfitt var að treysta á, og stundum varð að skilja þá eft- ir í landi, þeir mættu ekki til skips þegar haldið skyldi úr höfn. Með brennivínið í eilífðina Ég veit ekki eða man ekki á hvaða togara Jón var, þegar hans dagar reyndust taldir, en skipið sem hann var á þá var á uppleið úr sigl- ingu. Sú var venja á Reykjavíkur- togurum, að afhenda skipshöfninni vín- og tóbaksskammtinn sinn við Reykjanes, og var hann afhentur mönnum aftur í borðsal. Jón hafði farið sæll og glaður úr borðsalnum með flöskur sínar í fanginu, og ætlaði fram í lúkar ú og það var svo við afturgálgann að Bakkus beið Jóns. Og nú voru hendur Jóns ekki lausar til að fá sér handfestu. Skip- ið tók sjó á sig inn yfir miðsíðuna og fyllan ruddist afturganginn og tók Jón rétt sem hann kom út úr borðsalnum, og skolaði honum fyrir borð. Svo sögðu menn að ekki hefði sést glerbrot úr flösku eftir. Jón hafði farið með þær allar heilar í fanginu. Nú næ ág í þig, ormurinn þinn Þegar fjölskylda Sigurðar Péturs- sonar bjó í Keflavík fékk að vera í kofa á húslóðinni gömul kerling, nokkuð forneskjuleg, og ekki álitleg ef hún brá skapi til hins verra. Hún hét Kolfinna. Pétur man ekki að lýsa Kolfinnu nákvæmar en man aðeins það, að þeim bræðrum hafi staðið mikil ógn af henni, en ekki getað stillt sig um að stríöa henni, ef þeir sáu sér færi á, en hlupu síðan eins og fætur to- guðu, þegar hún kom askvaðandi og bjóst til að hremma þá. Ekki heldur Pétur, að hún hefði gert þeim bræðrum neitt mein þó hún hefði náð þeim, og þetta gæti svo sem hafa verið hin besta kerling í sér. Móðir Péturs hélt til Kolfinnu og hafði hana hjá sér við húsverkin og strákarnir fengu bágt fyrir að áreita gömlu konuna, ef móðir þeirra sá til þeirra eða heyrði. Ekkert man Pétur um viðskipti föður síns og Kolfinnu. En það gæti svo sem vel verið að kerlingunni hafi einhvern tíma þótt karlinn eitt- hvað hryssingslegur við sig eða við Birnu konu sína, sem hún mátti ekki heyra að væri ámælt. Hann gat tekið ýmislegt upp í sig, hann Sig- urður, ef rétt er hermt um hann og honum rann í skap. Það veit enginn nú um samskipti Sigurðar og Kol- finnu gömlu. Einhverju sinni, þegar Pétur var á Tryggva gamla vitjaði Kolfinna gamla hans óvænt. Það var mikið reik á skipstjórum, þegar verið var að smíða nýsköpun- artogarana. Margir hinna bestu skipstjórnarmanna voru kallaðir út til að fylgjast með smíði skipa sinna, sem þeim var ætlað að taka við. Svo var um þá Kolbein á Þórólfi og Snæbjöm á Tryggva gamla. Tröllauknir kraftar Á Tryggva gamla var 'Pétur með Guðmundi Helga Guðmundssyni, sem hafði tekið við skipinu af Snæ- birni. Guðmundur var frægur mað- ur í flotanum fyrir krafta sína, sem voru tröllauknir, að sögn, og hann hafði verið með enskum og hlotið frægð af áfli sínu. Jafnt og Guð- mundur var stórskorinn í andliti, og þar eftir líkamsvöxturinn, var hann stór i sniðum, hlífðist ekki við stóryrðum fremur en átökum. „Ég kunni vel við Guðmund," seg- fr Pétur, „fannst hann besti kall, og ekki vantaði dugnaðinn. Fyrsti stýr- -L Pétur Sigurðsson og Geir Hallgrímsson til sjós. Hann fór vel nestaður, karlinn. I ( i i í i i I « « « « « «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.