Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 34
38 róttir LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 % Batnand manni er best að lifa Þegar rúmlega fjórðungi leikja í NBA-deildinni er lokið er býsna margt eftir bókinni en þó er ýmis- legt sem hefur komið mönnum á óvart. Það sem stendur öðru fremur upp úr er þó framúrskarandi árang- ur Chicago Bulls en margir eru á þeirri skoðun að liðið hafi líklega ekki leikið betur í mörg herrans ár. Oft hefur staða Chicago um þetta leyti verið góð og liðið oftast leitt miðriðilinn en núna er liðið búið að slá sinn besta árangur. Sem sagt lið- ið hefur aldrei áður byrjað deildina jafn vel. Hvað veldur þessari kröft- ugu byrjun kunna ýsmir að spyrja. Það er margt sem leggst á eitt til að gera Chicago Bulls svo að gífurlega sterku liði sem það er í dag. Þegar vandræðagepillinn Dennis Roadman var keyptur frá San An- tonio á sl. sumri höfðu ýmsir á orði að nú væri allt upp í loft hjá Chicago. Roadman innan um stór- stjörnunar Michael Jordan og Scottie Pippen myndi gera allt vit- laust. Roadman vildi alltaf vera í sviðsljósinu hjá San Antonio, bæði innan vallar sem utan. Frægur er hann fyrir að lita á sér hárið, sem er aðra vikuna rautt og gult þá næstu. Einnig stóð hann í eilífum deilum við dómara og ófá eru bönnin sem hann hefur fengið eftir deilur við þá. Spár um að allt yrði vitlaust hjá Chicago eftir komu Roadmans þang- að hafa ekki gengið eftir, sem betur fer fyrir bandarískan körfubolta. Roadman sýnir allt annan og betri mann hjá Chicago. Hann feliur vel inn í umhverfið þar og leggur sig vel fram á æfingum og er nú svo komið að hann er orðinn mikilvæg: ur hlekkur í liðinu. Allir sem þekkja hann vita hvað býr í honum og hafa ráðamenn Chicago náð öllu því %n hliðin___________________ Vandræðagepillinn Dennis Roadman í leik með Bulls. besta fram í honum. Máltækið segir að batnandi manni sé best að lifa. Það á svo sannarlega við um Road- man. Chicago er á fljúgandi ferð og flugið verður vart stöðvað fyrr en titillinn verður kominn í öruggt hús í United Center. Pat Riley dáður af öllum í Miami Koma Pat Riley til Miami Heat hefur valdið straumhvörfum í glæpaborginni miklu. Riley var fenginn til að koma liðinu, sem ekki hefur nema fimm ára sögu í NBA, til vegs og virðingar. Allir vissu að það gerðist ekki á einni nóttu. Allir yrðu að sýna verkefninu, sem Riley var falið, þolinmæði. Riley er heldur ekkert að gera sér skýjaborgir um þetta lið sem hann hefur í höndun- um í dag. Það er langtímaverkefni að koma liðinu í fremstu röð og betri mann í þá smíði gátu þeir í Mi- ami ekki hugsað sér. Þótt Riley hafi aðeins verið skamman tíma í Miami er árangur- inn þegar farinn að koma í ijós. Mi- ami er í dag með rúmlega 50% ár- angur sem er sá besti til þessa og eru bjartsýnustu menn farnir að gæla við það að liðinu takist að komast í úrslitakeppnina. Það verð- ur tíminn einn að leiða í ljós en með töframanninn Pat Riley við stjórn- völinn getur allt gerst. Riley ræður öllu hjá Miami, hann er ekki bara þjálfari heldur einnig framkvæmda- stjóri. Hann styrkti liðið fyrir tíma- bilið en hefur ekki sagt staðar numið í þeim efnum. Riley ætlar að keyra á þeim mannskap sem hann hefur í höndunum í vetur en fyrir næsta tímabil verða hendur látnar standa fram úr ermum í því að ná enn betri mönnum saman. Riley hefur yfir ótakmarkaðri reynslu að ráða og árangur hans með lið í deildinni talar sínu máli. Hann stýrði Los Angeles Lakers fjórum sinnum til sigurs og stóð sig vel með New York Knicks þó ekki hafi honum tekist að leiða liðið til sigur í NBA. Tækifærinu með Mi- ami Heat gat Riley ekki sleppt. Þar gefst honum enn eitt tækifærið til að sýna hvað hann er snjall þjálfari og einnig það að launin sem hann þiggur hjá félaginu er svifandi há. Hann sagði nýlega í blaðaviðtali að peningar úr þessu skiptu hann engu máli. Hann lifði fyrir körfubolta og innan um hann vildi hann vera. DV Dellukarlinn í útvarpinu Þorsteinn G. Gunnarsson, dagskrárgerðar- maður á dægurmálaútvarpi rásar 2, sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Útvarps- hlustendur ættu að kannast við rödd Þor- steins en hann hefur um árabil verið einn af stjórnendum síðdegisútvarpsins þar á bæ og öðru hverju er hann hirðir Þjóðarsálar rásar 2. Þorsteinn, sem um árabil fékkst við texta- og hugmyndavinnu í auglýsingum, hefur upp á síðkastið reynt fyrir sér í fararstjórastarfínu og einblínt á Newcastle í því tilliti. Sjálfur segist Þorsteinn vera dellukarl og sökkva sér ofan í áhugamál sín sem helst eru fluguveiði, skokk, ferðalög og útivist. Reynd- ar segist hann svo mikill dellukarl að hann óttast það að eignast fleiri áhugamál því hann missir aldrei áhugann á þeim gömlu heldur bætir bara i sarpinn: Fullt nafn: Þorsteinn Grétar Gunnarsson Fæðingardagur og ár: 7. desember 1960. Maki: Svanhvít Jóhannsdóttir. Börn: Lilja og Ari Gunnar. Bifreið: Toyota 4runner. Starf: Dagskrárgerðarmaður. Laun: Dæmigerð fyrir ríkisstarfsmann. Áhugamál: Silungsveiði með flugu, skokk, matur og drykkur. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ekki nema einhverja smáaura sem ég fagn- aði ógurlega. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Kasta flugu fyrir sprettharðan silupg. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að strauja skyrtur. Ég veit aldrei hvort ég á að byrja á lihingunni eða ermunum. Uppáhaldsmatur: Nautafiliet með fitu frá Jónasi í Gallery kjöt, hedsteikt af sjálfum mér. Uppáhaldsdrykkur: Newcastle brown ale. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Michael Jordan. Uppáhaldstímarit: Fiskifréttir. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð segir Þorsteinn G. Gunnarsson dagskrárgerðarmaður fyrir utan eiginkonuna? Linda Björk Gunn- arsdóttir, systir min. Þaö er svipur með okk- ur systkinunum. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni? Skiptir það nokkru máli. Er ekki öli vitleysan eins? Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Eric Clapton. Uppáhaldsleikari: Anthony Hopkins. Uppáhaldsleikkona: Sandra Bullock. Hún er svo flott. Uppáhaldssöngvari: Van Morrisson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Enn hefur enginn komist með tæmar þar sem Stein- grímur Hermannsson hafði hælana. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðir breskir spennuþættir. Uppáhaldsveitingahús: Argentína steikhús. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Það er ekki enn búið að skrifa hana. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2 og niðurstöður skoðanakannana segja mér að þorri landsmanna sé sömu skoðunar. Uppáhaldsútvarpsmaður: „Auðvitað ég,“ sagði Anna Kristine. „Þú svarar þessu af sannfæringu, annars...,“ sagði Sigurður G. Tómasson. „Á ég að færa þér kaffi, Steini minn," sagði Vilborg Davíðs. „Okkur hefur nú alltaf komið vel saman," sagði Leifur Hauksson og Kristín Ólafsdóttir sagði: „Þor- steinn! Langar þig til að kyssa mig.“ En ég læt fólk ekki hafa áhrif á mig, allra síst sam- starfsfólk, og segi því eins og satt er: Svavar Gests. Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: David Lett- erman. Uppáhaldsskemmtistaður: 44 off Shore, viö bakka Tyneárinnar í Newcastle. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Oftast KA, stundum Afturelding, iðulega ÍR, sárasjaldan Valur og aldrei KR. Stefnir þú að einhverju sérstöku í fram- tíöinni? Að hlaupa heilt maraþon eftir tvö ár með Rósu Friðriksdóttur og öðrum sem þora. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Fór í langa og skemmtilega ferð með allri fjölskyldunni um skosku hálöndin, Norður-England og Wa- les. Gisti á sveitakrám, í heimagistingu og hjá vinum og vandamönnum. -ELA msem 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.