Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 15
I>"V LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 15 ■ * * Það er Ijóst að dagurinn er ónýtur og þegar leiðir hjónanna skerast næst á mörkum árstíðadeildar og verkfæradeildar skynjar konan strax að eiginmaðurinn er á mörkum þess að þurfa áfallahjálp. Andlit hans er náfölt og hann er til augnanna eins og gjaldkeri í bankaútibúi sem er nýbúið að ræna. DV-mynd ÞÖK Bítladiskur handa langömmu „Væri ekki rétt að skella sér í Kringluna og létta á jólagjöfum?“ Það var eitt augnablik eins og tím- inn stæði kyrr og greinilegt að spumingin olli álíka uppnámi og þruma úr heiðskíru lofti. Eigin- konan leitar eftir staðfestingu þess að verslunarferð í Kringluna sé hluti þessarar yfirlýsingar. Það var þekkt innan fjölskyldunnar að ferðalag á borð við það sem þarna var til umræðu var ekki beinlínis efst á vinsældalista þess sem af fórnfýsi bauðst nú til að leggja höfuðið á höggstokkinn. Það máttu allir vita í eitt skipti fyrir öll að þama færi einstaklingur sem tæki þátt í gleði jafht sem sorgum fjölskyldu sinnar. „Ætli það sé ekki vissara nú þegar er komið fram í miðjan desember að koma gjöfum til fólksins fyrir vestan og austan. Það er notalegt að koma þessu frá og eiga frí fram að jólum,“ segir húsbóndinn og færist nú allur í aukana á þessu nýja sviði sínu. Eftir lauslega könnun meðal fjölskyldunnar kemur í ljós að að- eins einn lagði út í þessa háskaför með foreldrunum. Takmörkuð lífs- reynsla og þekkingarleysi á veröld hinna fullorðnu varð yngsta meö- limi fjölskyldunnar að falli og hann samþykkti að koma með. Það er lagt af stað í leiðangur. Umferðaröngþveiti Það ríkir álíka umferðaröng- þveiti við Kringluna eins og í Ist- anbúl á sólríku síðdegi. Öll bíla- stæði eru full og alís staðar em umferðarhnútar. Fyrst er reynt á neðstu hæðinni, síðan á annarri hæð og loks á þeirri þriðju, undir bem lofti. Allt kemur fyrir ekki því að 100 bílar hringsóla þama í sama tilgangi. „Þarna er laust stæði, fljótur,“ segir aðstoöaröku- maðurinn. í sömu svifum og átti að grípa hið gullvæga tækifæri skaust rauður Volvo inn i stæðið svo að minnstu munaði að árekst- ur hlytist af. „Pabbi, þú er alltof lengi,“ heyrðist í yngsta fjöl- skyldumeðlimnum í aftursætinu. „Þú átt ekki að láta þetta lið bögga okkur. Flautaðu og rektu þau í burtu.“ Það tekst að róa þennan réttsýna fjölskyldumeðlim og enn er ekið nokkra hringi í leit að dýr- mætu stæði. Það er liðinn hálftimi þegar undanhaldið hefst og á end- anum finnst bílastæði svo sem 200 metra frá upphaflegum ákvörðun- arstað. Efasemdir um skynsemi þessarar hugmyndar era teknar að skjóta rótum í huga húsbónd- ans og hugljómunin sem var alls- ráðandi klukkustund fyrr tók nú á sig annan blæ. Það rifjuðust upp ótal verslunarferðir á undanföm- um tveimur áratugum þar sem hann hafði fátt haft upp úr slíkum ferðum annað en hælsæri. Það lá þó fyrir á þessari sftmdu að ekki var undankomu auðið og það varð að klára dæmið með karl- mennsku. Ágreiningur innan fjölskyldunnar Þegar í Kringluna kom byrjaði ballið. Ágreiningur varð innan fjölskyldunnar um það hvar ætti að bytfa. Húsbóndinn telur vitleg- ast að byrja á bókagjöfunum og setur þá skoðun frarn af hæglæti og festu, minnugur þess að það var nú einu sinni hann sem átti hugmyndina að forinni. Sjö ára guttinn taldi ráðlegt að kikja í leikfangaverslanir svo foreldram- ir gætu betur áttað sig á því hverj- ar hans þarfir væru. Hann lýsti sig fúsan til ráðgjafar og sam- vinnu um það mál. Eiginkonan og fararstjórinn hafði ákveðnar skoð- anir á því hvemig ætti að hátta ferðinni. Best væri að byrja í Byggt og búið og athuga um gjöf handa ömmu gömlu vestur á fjörð- um. Það var greinilegt að þessi þriggja manna nefnd var klofin í jafh marga hluta svo annar minni hlutinn ákvað að grípa til málþófs í anda þeirra sem verma sæti Reynir Traustason minnihluta á Alþingi íslendinga. Eftir nokkrar rökræður sem fóra fram við gosbranninn varð úr aö sest var inn á kaffihús til aö freista þess að ná málamiðlun. Flóknar samningaviöræður leiddu til þess að ákveðið var að fararstjórinn réði ferðinni, enda með gifurlega reynslu af verslun- arferöum. Byggt og búið varð fyr- ir valinu og leitin að réttu gjöfmni hófst. Barnið og húsbóndinn ent- ust um það bil tvo hringi um verslunina í kjölfar móðurinnar og eiginkonunnar. Þá var þrekið uppurið og unginn fór að kíkja á jólasveina frammi á gangi. í árs- tíðadeildinni, þar sem ægir saman jólaskrauti og alls kyns nauðsynj- um, hefst þögul mótmælastaða húsbóndans. Á meðan betri helm- ingurinn heldur áfram að leita hefst hugleiðsla sem nánast endar með ósköpum. Staður og stund hverfa meðan á hinni innhverfú íhugun stendur. Tímaskynið hverfur og þessi hæfileiki manns- ins aö geta lagað sig að hvaða að- stæðum sem er kemur skýrt í ljós. Það er enn ekki ljóst hversu lang- ur tími leið þar til örlagastundin rann upp. Konan, sem er með eðli sem er ættað frá Venusi sam- kvæmt nýlegum skilgreiningum, býr við erfitt tímaskyn í verslun- um og innhverf íhugun býður ekki upp á nákvæmar tímamæl- ingar. Úlýsanleg skelfing Á einhverjum tímapunkti hrökk húsbóndinn upp úr íhugun- arferlinu og komst til sjálfs sín í árstíðadeild Byggt og búið á að- ventu jóla. Skammt undan sér hann aftan á konu sína sem er að rýna í bráðnauðsynlegar styttur af jólasveinum sem sóma mundu sér vel á arinhillu ömmu gömlu fyrir vestan. Nú bauðst tækifæri til að hafa áhrif á gang mála og hann gengur að sinni heittelskuðu og leggur arminn yfir axlir henni og hallar sér að henni og hvíslar: „Jæja, eigum viö ekki að koma?“ Skelfingin er ólýsanleg þegar meint eiginkona lítur á hann og í ljós kemur að þama er á ferð blá- ókunnug kona sem á ekkert sam- eiginlegt nema það að vera í eins kápu og með sama háralit. Augna- ráð hennar var álíka hlýlegt og hægt er að ætlast til af kvenveru sem trufluð er á jafn harkalegan hátt við eina af sínum helgustu at- höfnum. Áfallahjálp Það er ljóst að dagurinn er ónýt- ur og þegar leiðir hjónanna sker- ast næst á mörkum árstíðadeildar og verkfæradeildar skynjar konan strax að eiginmaðurinn er á mörk- um þess að þurfa áfallahjálp. And- lit hans er náfölt og hann er til augnanna eins og gjaldkeri í bankaútibúi sem er nýbúið að ræna. Hún ákveður að grípa strax til skyndihjálpar og leggur því til að leit verði hafin aö réttum bóka- gjöfum og lýsir þvi yfir að hún muni síðar afgreiða flóknari jóla- gjafir. Því er nú haldið í bókabúð þar sem upphófst þóf um hvaða bækur hentuðu best til að gleðja einstaklinga í ættleggjunum tveimur sem að hjónunum stóðu. Gerð er tillaga um að Magga móð- ursystir fái bókina um Pétur sjó- mann en hún er snarlega felld. Þá leggur sá litli til að langamma fái nýja Bítladiskinn en þeirri tillögu er einnig vísað frá umsvifalaust. Það er sama hvar borið er niður: engin vitræn niðurstaða fæst um það hvað henti hverjum og fjöl- skyldubrotið sem ætlaði að létta á jólagjöfum finnur sig í sjálfheldu. Það er svo húsbóndinn sem loks- ins tekur af skarið og tekur ábúð- arfullur diskinn með Bítlunum og kallar á afgreiðslumann: „Ég ætla að fá þennan, pakkaðu honum fyr- ir mig í jólapappír.“ Haldið heim Það hreyfir enginn mótmælum þegar fararstjórinn segir að nú sé tímabært að halda heimleiðis. Það er fátt sagt meðan gengið er í átt að bifreið fjölskyldunnar. Fólk er tiltölulega létt á fæti, enda lítið að bera og raunar ekkert annað en Bítladiskur í rauðum jólapappír. Þegar heim er komið spyr sá stutti: „Pabbi, á langamma nokkurn geislaspilara?" Faöirinn litur á son sinn: „Ég var nú alveg búinn að steingleyma því. Hvað er nú til ráða?“ Seinna um kvöldið þegar 68- kynslóðin á heimilinu hlustaði andaktug á John, Paul, George og Ringó flyfja ballöður sem færðu þau aftur til þess tíma þegar bind- indismótin í Húsafelli og böllin í Hnífsdal voru miðpunktur tilver- unnar gaf eiginkonan út yfirlýs- ingu: „Ég ætla að skreppa í Kringluna á morgun meðan þú ert að vinna og redda þessum jólagjöf- um.“ Það heyrðust engar mótbár- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.