Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 22 sérstæð sakamál Ríkur og kaldrifjaður Thomas Bourke var þrjátíu og tveggja ára og þrátt fyrir vafasama fortíð hafði hann fengið leyfi til að reka bílaskoðun. Reyndar var hann skráður „konunglegur bílaskoðun- armaður", en svo sagði á skilríkjum þeim sem hann fékk þegar honum var veitt heimild til að framkvæma tilskilda eftirlitskoðun á bílum á Englandi. Og skoðunin, ásamt vara- hlutasölu, færði honum ríkulegar tekjur ár hvert. Arla morguns þann 22. nóvember fyrir tveimur árum var Thomas klæddur eins og hann ætlaði að skelfa fólk á hrekkjavökunni. Það var hins vegar ekki ætlun hans heldur hafði hann í huga að myrða tvo menn. Og til þess að hann þekkt- ist ekki þegar hann fremdi verknað- inn hafði hann klæðst alsvörtum samfestingi og fyrir andlitinu hafði hann grímu sem átti að líkjast and- liti myrkrahöfðingjans. Morðvopnið sem hann hafði meðferðis var hlaupstytt haglabyssa. Ekki í góðu áliti Thomas var leið inn á bílaverk- stæði sem hann átti í Stockport nærri Manchester. Hlaupstutta haglabyssan var hlaðin stóriim og þungum höglum því hann var ákveðinn í að mennirnir tveir sem hann ætlaði að skjóta lifðu ekki af árásina. Hann fór inn um bakdyr og lædd- ist um illa upplýst verkstæðið uns hann sá mennina tvo þar sem þeir sátu yfir bókhaldi hans án þess að eiga sér nokkurs ills von. Thomas var af fátæku fólki kom- inn en hafði komist í álnir. Nú var aðalstarf hans fyrir utan bUaskoð- unina varahlutasala. Og honum gekk vel. Tekjurnar voru miklar, ekki síst af skoðuninni, og hann hafði ekki í huga að missa af þeim. Hann var harður í horn að taka og kaldhæðinn á köflum. Og hann var staðráðinn í því að láta ekkert koma í veg fyrir að hann gæti haldið áfram að lifa því lífi sem hann lifði nú. Reyndar gekk um það orðrómur að hann hefði kveikt í verkstæðum tveggja keppinauta til að styrkja stöðu sína en engum hafði þó tekist að sanna það. Þá var hann líka sagð- ur hafa vísað skattaeftirlitinu á þriðja keppinautinn. En nú var hann sjálfur undir eftirliti. Vanabundin skoðun en... Thomas átti sér aðra hlið. Hann gat verið örlátur bæði við ættingja og starfsfólk og hann hugsaði vel um móður sína sem var sextíu og átta ára þegar hér var komið. Og hún bjó enn í húsinu þar sem hann var fæddur og neitaði að flytja í ein- býlishúsið sem hann hafði keypt sér. Nokkuð mun Thomas hafa þurft að hafa fyrir því að fá löggildingu sem bílaskoðunarmaður en honum gekk vel í starfinu og brátt var hann • búinn að koma upp fjórum verk- stæðum í Stockport og Manchester. Og tekjurnar af bílaskoðuninni einni námu að minnsta kosti jafn- virði tuttugu milljóna króna á ári. Ljóst var því að skoðunarþjónustan var mikilvægasta tekjulind hans og hann var staðráðinn í að tryggja að svo yrði framvegis. En þennan morgun sátu tvejr opinberir eftir- litsmenn á skrifstofu hans og fóru yfir bókhaldið. Thomas vissi að naskir menn gætu komið auga á at- riði sem kynnu að verða honum að falli og það mætti ekki gerast. Vanabundið eftirlit Þegar Thomas hafði læðst að dyr- um skrifstofunnar, en hún var í rauninni aðeins klefi með rúðum í, staðnæmdist hann við dyrnar og í nokkur augnablik virti hann fyrir sér eftirlitsmennina tvo frá sam- gönguráðuneytinu. Það var þeirra verk að kanna hvort skjöl gæfu til Alan Singleton. AUTO CENT Dyr verkstæðisins. kynna að við skoðunarstarfið hefði ekki verið farið eftir þeim reglum sem um bílaskoðunina giltu. í raun var að- Einbýlishús Thomas Bourke. ems um venju- bundið eftirlits- staif að ræða en Thomas óttaðist hið versta. M e n n i r n i r höfðu hins veg- ar ekki komið auga á neitt sem þeim fannst svo at- hugavert að þeim bæri að gera athugasemdir við það og menn sem komið höfðu inn til þeirra rétt áður gátu síðar sagt frá því að þeir hefðu talað meira um ferðalag sem þeir ætluðu í um komandi helgi en eftirlitið sem þeir voru að fram- kvæma. Mennirnir voru nefnilega embættismenn í lágum launaflokki og ekki með þekkingu til að fram- kvæma flókið bókhaldseftirlit. Tvö haglaskot Skyndilega hrökk hurðin upp og i dyrunum stóð Thomas, svartklædd- ur og með grímuna sem átti hylja fyrir þeim og öðrum hver væri á ferð. Yngri maðurinn, Simon Bruno, tuttugu og átta ára, sneri sér á stóln- um sem hann sat á og horfði spyrj- andi á komumanninn og hlaup- stuttu haglabyssuna sem hann hélt á. Augnabliki síðar reið af skot og salli hagla skall á andliti Brunos. Hann kastaðist fram á skrifborðið sem hann sat við. Félagi hans, Alan Singleton, fimmtíu og sex ára, reyndi að standa upp en þá reið síð- Skjót niðurstaða Þótt aðkoman væri skelfileg og kalla þyrfti til tæknimenn svo að hægt væri að safna sem flestum gögnum sem gefiö gætu vísbendingu og fellt morðingjann og þvi hefði mátt vænta tímafrekrar rannsóknar komust rannsóknarlögreglumenn- irnir fljótlega að þeirri niðurstöðu þeir á lögregluna nokkrar mínútur. ara skotið af. Hann lést þeg- ar í stað. Grimuklæddi morðinginn gekk rólega út af skrifstof- unni og verk- s t æ ð i n u . Starfsmenn- irnir stóðu sem lamaðir og fylgdust með. Nokkrum augnablikum síðar heyrðu þeir að bíl var ekið á miklum hraða í átt til miðbæjarins. Þá hringdu sem kom eftir að aðeins einn maður kæmi til greina, eigandi verkstæðisins, Thomas Bourke. Fyrir það fyrsta var hann eini starfsmaður þess sem var ekki við störf á þeim tíma þegar skotið var á mennina. Þá hafði hann sést við bygginguna um fimm mín- útum áður. Rannsókn á höglunum leiddi í ljós að þau voru af óvenjulegri gerð. Þau voru bandarísk og eru sjaldan notuð á Englandi. Viðræður við skotmenn í bænum og nágrenninu leiddu strax í ljós að Thomas var • sérfræðingur í byssum og átti stórt safn af veiðibyssum. Þá hafði hann komið sér upp skotæfingaðstöðu undir verkstæðinu. Og leit hjá hon- um leiddi í ljós að hann átti mikið af höglum sömu tegundar og þeim sem notuð höfðu verið við árásina. Morðvopnið gefið Einn kunningja Thomas lagði óvænt fram hlaupstuttu haglabyss- una og sagði við það tækifæri held- ur ótrúlega sögu sem reyndist þó engu að síður vera sönn. Hann hafði komið að Thomas þar sem hann var að brenna svartan samfesting og grímu sem kom heim og saman við þá sem morðinginn hafði verið með. Kunninginn hafði ekkert sagt og þá hafði Thomas fært honum að gjöf hlaupstuttu haglabyssuna. Jafn- framt sagði hann þessum kunningja sínum frá því án þess að blikna að hann hefði skotið eftirlitsmenn sam- gönguráðuneytisins því þeir hefðu ógnað tilveru sinni. Kunninginn hlustaði nær agndofa á frásögnina en lét ekki á neinu bera og þáði haglabyssuna. Jafn- fram fékk hann Thomas til að segja sér frá því sem gerst hafði á verk- stæðinu. Það gerði hann og lýsti nú þeim áhyggjum sem hann hafði haft af framtíð þess og efnahagslegri af- komu sinni. Thomas sagðist hafa farið á verk- stæðið skömmu eftir að eftirlits- mennirnir hófu störf þennan morg- un. Hann lýsti því er hann læddist um það og því sem svo gerðist. Þótti kunningjanum lýsingin bera vott um hve kaldrifjaður maður Thomas væri en ásetti sér að fá að heyra eins mikið um atburðinn og hægt væri. Og það tókst honum því það var ekki að sjá að Thomas óttaðist að hann segði frá. Eftirleikurinn Eftir voðaverkið fór Thomas inn á krá þar sem hann fékk sér einn eða tvo snafsa. Síðan hélt hann á uppá- haldsveitingahúsið sitt og fékk sér morgunverð. Nokkru síðar heim- sótti hann svo móður sína og drakk með henni te. Kunninginn hélt til lögreglunnar, sagði söguna sem Thomas hafði sagt honum og lagði fram haglabyssuna. Nokkru síðar hafði Thomas Bourke verið handtekinn. í fyrstu neitaði hann að vera morðinginn. Hann sagðist hafa ver- ið á öðru verkstæði á þeim tíma sem skotið var á eftirlitsmennina en brátt kom í ljós að það fékkst ekki staðfest. Og vitnisburður kunningja hans og leit sem leiddi í ljós högl af sömu gerð og notuð höfðu verið nægðu saksóknaraembættinu til að gefa út ákæru. Kviðdómur í Manchester komst að þeirri niðurstöðu eftir frekar stutt réttarhöld að Thomas væri sekur. Dómarinn, Sachs, dæmdi hann til ævilangs fangelsis sem táknar þó ekki að hann muni sitja inni til æviloka. Þá sagði dómarinn meðal annars: „Ef meta á þig í ljósi athafna þinna verðurðu að teljast djúpt sokkinn. Þú tókst af lífí tvo menn á miskunnarlausan og kaldrifjaðan hátt. Þeir unnu starf sem er öllu þjóðfélaginu til gagns. Það hlýtur því að vera skylda þess að tryggja að menn eins og þú sitjir í fangelsi í langan, langan tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.