Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 9 Utlönd ! » § i I i I i i i Braust út úr fangelsi um miðjan dag Einn æðsti leiðtogi Cali eitur- lyfjahringsins, José Santacruz Londono, flúði úr rammgerðu öryggisfangelsi í Bogota, höfuð- borg Kólumbíu, um miðjan dag i gær. Fangelsisstjórinn sagði að Santacruz hefði komist undan í alveg eins bíl og notaður var af dómurum sem heimsóttu hann í fangelsið um morguninn til að yfirheyra hann. „Það er engin skýring á þessu. Það Var svo sannarlega ekki allt í lagi með öryggisráðstafanimar," sagði fangelsisstjórinn. Dómsmálaráðherra Kólumbíu sagði að allir fangaverðir og yfirmenn fangelsisins lægju nú undir grun um að hafa verið með í ráðum. Tveggja milljóna dollara lausnargjald hefur verið sett til höfuðs Santacruz. Thatcher hæðist að hófsömum íhaldsmönnum Margaret Thatcher, fyrrum for- sætisráð- herra Bret- lands, hleypti öllu i bál og brand í íhaldsflokknum með hvassyrtri ræðu sem hún hélt í gær þar sem hún hæddist að miðju- mönnum fyrir að svíkja hægri- stefhuna sem hún hélt á lofti á sínum tíma. Thatcher sagði það helbert bull, að íhaldsflokkurinn væri kominn of mikið til hægri. Óvinsældir flokksins stöfúðu af því að millistéttunum og þeim sem sæktust eftir að komast í millistétt fyndist flokkurinn ekki standa við fyrirheit sín. Nokkrum dögum fyrir ræðu Thatcher hafði Major forsætis- ráðherra varaö við frekari inn- anbúðarátökum og sagði þau geta kostað flokkinn næstu kosningar. Reuter Leiðtogi tsjetsjensku gíslatökumannanna: Erum reiðubúnir að mæta dauða okkar „Við ætlum að halda þetta út til síðustu kúlu, til síðasta blóðdropa, við erum reiðubúnir að mæta dauða okkar héma, dauða í nafni Allah, í nafni frelsis fyrir tsjetsjenska lýð- veldið,“ sagði Salman Radújev, skeggjaður leiðtogi tsjetsjensku upp- reisnarmannanna sem halda um tvö hundruð gíslum við landamæri rússneska sjálfstjómarlýðveldisins Dagestans og Tsjetsjeníu. Radújev og menn hans hafa búið um sig í þorpinu Pervomajskaja en rússneskar hersveitir hafa um- kringt þá. Rúmlega tuttugu manns hafa lát- ið lífið í gíslatökumálinu sem hófst fyrir fjórum dögum þegar uppreisn- armennimir réðust inn í bæinn Kízlíjar i Dagestan og héldu tvö þús- und manns í gíslingu á sjúkrahúsi bæjarins. Samningaviðræður yfirvalda og mannræningjanna hófust ciftur í morgun. Tsjetsjenamir segjast ekki munu yfirgefa Pervomajskaja nema þeir hafi blaðamenn, starfsmenn hjálparstofnana og „heiöarlega" stjómmálamenn til að skýla sér á bak við. Rússneskir herforingjar, sem hafa þrengt hringinn um upp- reisnarmennina, og samningamenn Dagestana hafa hins vegar ekki sýnt nein merki þess að þeir ætli að láta undan kröfum þeirra og leyfa þeim að fara yfir landamærin inn í Tsjetsjeníu. Rússar hafa krafist þess að allir gíslamir, sem eftir eru, verði látnir lausir. Hermaður frá Dagestan sagði í morgun að nóttin hefði verið róleg. „En við ætlum okkur ekki að vera hér eftir daginn á morgun." Reuter Mazarine, dóttir Franpois Mitterrands, fyrrum Frakklandsforseta, með móður sínni, Anne Pingeot, við útför föður síns í Jarnac, fæðingarbæ hans i suðvesturhluta Frakklands, í gær. Aðeins fjölskylda forsetans látna og nánustu vin- ir voru við útförina en mikill fjöldi þjóðarieiðtoga og annarra fyrirmenna sótti minningarathöfn í Vorrar frúarkirkju í París. Mitterrand lést á mánudag eftir langa baráttu við krabbamein. Símamynd Reuter Bildt segir Ameríkana tefja endurreisn Carl Bildt, umsjónarmaður end- urreisnarstarfsins í Bosníu fyrir hönd Evrópusíunbandsins, visar á bug gagnrýni bandarískra embætt- ismanna á störf sín og segir að það sem hamli endurreisnarstarfinu sé skortur á bandarísku fjármagni en ekki aðgerðaleysi Evrópuríkja. Bandarískir embættismenn höfðu m.a. gagnrýnt Bildt fyrir seinagang þar sem hann kom ekki til Bosníu fyrr en 3. janúar eða tveimur vikum eftir að hersveitir NATO tóku við friðargæslunni í samræmi við frið- arsamkomulagið sem gert var í Dayton í nóvember. Bildt sagði á fundi með frétta- mönnum í vikunni að vegna andúð- ar Bandaríkjamanna á Sameinuðu þjóðunum hefði hann ekki mátt nota aðstöðuna sem SÞ höfðu komið sér upp, ekki einu sinni símalínum- £ir. Hann hefði því þurft aö byggja allt upp frá grunni og greiða fyrir með reiðufé. Hann nefndi sem dæmi að hann hefði þurft að greiða 45 þús- und mörk fyrir fimm símalínur. „Þann 3. janúar fór ég persónu- lega í banka í Brussel til að taka út 300 þúsund þýsk mörk, setti þau í ferðatösku og fór með þau sjálfur til Sarajevo. Það er eina léiðin til að fá eitthvað gert hér. Við verðum að greiða allt út í hönd,“ sagði Bildt. Bildt sagði að Evrópusambandið og stofnanir þess væru þau eínu sem hefðu lagt fram fé til starfseminnar. Aðrir, sem hefðu lofað fé, þar á með- al Bandaríkjamenn, Japanir og Rúss- ar, þyrftu lika að standa við sitt. Bandarískur embættismaður reyndi að gera lítið úr peninga- þrætunni og sagði að stjómvöld í Washington hefðu lofað að fjár- magna hluta af starfsemi Bildts. Það yrði gert þegar hann legði fram fjár- hagsáætlun, að öllum líkindum í þessum mánuði. ESB hefur lýst yfir vfija sínum til að leggja fram 1,3 milijarða dollara til endurreisnarstarfsins á næstu þremur til fjórum árum eða um þriðjung af heildarkostnaðinum, en stjórn Clintons hefúr látið að því liggja að hún muni aðeins leggja fram 600 milijónir dollara. kwhm VBffHH é ð' SL 085X þvottavél: • Tromla og belgur úr ryöfríu sláli • 18 þvottakerfi (sér ullarkeffi) • Vinduhraði 850 snún. á mín. • Rafeindastýrður vindu/hleðsluskynjari • Stiglaus hitasL, sti. fyrir hálfa vél o.m.fl • Hæð:85 Breidd:59,5 Dýpt:53 cm SL012Xþvottavél: • Tekur 5 kg af bvotti • Tromla og beígur úr ryðfriu stáli • 18 þvottakerfi (sér ullarícerfi) • Vinduhraði 1200 snún. á min. • Rafeindastýrður vindu/hleðsluskynjari • Stiglaus hitastiBir, spamaðarrofi o.m.fl. • Ha»:85 Breiddi9,5 Dýpt53 cm s SL 012WD þvottavél og þurrkari: • Tromla og bdgur úr ryðfriu stáli •18 þvottakerfi (sér ullarkerfi) • Vinauhraði 1200 snún. á mín. • Rafeindastýrður vindu/hleðsluskynjari • Stiglaus hitastillir, spamaðarrofi o.m.fl. j • Hæð:85 Bradd:59,5 Dýpt53 cm TILALLT AD36 ft 1 Skipholti i' I Sími: 552 9Ö00 L I » nýjar deildir ...o§' nældu þér í bækling á næsta sölustað getrauna! hefjast um helgina f Ath! Þeir sem hafa hópnúmer halda sínum númerum Nýir hópar fá höpnúmer fritt hjá Islehskum cfetraunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.