Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 Sviðsljós DV 4q VlIÍ|;LE(»A ISLENSKI LISTINN ER BIRTUR i DV A HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Kynnir: Jón Axe| Ólafsson Walter á góð- um batavegi Walter Matthau er á góðum bata- vegi eftir skurðaðgerð sem hann gekkst ný- lega undir og kom í veg fyrir að hann kæmist í frum- sýningarpartíið fyrir nýju myndina Fúlli á móti. Félagar hans og vinir hringja í hann til að leita frétta, m.a. Sophia Lor- en sem lék í myndinni. „Það var á við jólagjöf að fá að vinna með henni. Hún er svo klár,“ segir Walter. Gregory Peck og frú ánægð Á þessum síðustu og verstu hór- dómstímum er alltaf ánægjulegt að heyra af Hollywood- hjónabönd- um sem endast lengur en nýjasta ilmvatnsflaskan. Gregory Peck, sá mæti leikari, og eiginkona hans héldu nýlega upp á 40 ára brúðkaupsafmæliö sitt í hinni glaöværu Parísar- borg. Sonur þeirra og dóttir voru með þeim á þessari ánægjustund. Karlmaður efstur á lista yfir verst klæddu konurnar Bandaríski útvarpsmaðurinn Howard Stem lenti í efsta sæti á lista tískugúrúsins Blackwells yfir verst klæddu konur í heimi. Aö- spurður hvers vegna karlmaður væri í efsta sæti sagði talsmaður Blackwells að úr því að Stem klæddist eins og kvenmaður væri hægt að dæma hann eins og kven- mann. Á kápu metsölubókar sinnar, Miss America, var Stem í „drag“- klæðnaði. Sú sem skipaöi efsta sæti listans í fyrra, Camilla Parker Bowles, var komin niður í sjötta sæti nú. Black- weli útnefiiir Camillu drottningu púkalegu kerlinganna. Leikkonan Emma Thompson er í níunda sæti. Blackwell vill helst senda tísku- hönnuö hennar í dýflissuna. í öðm sæti er rokksöngkonan Co- urtney Love, sem Blackwell segir ofsafengna „baby doll“, og í þriðja sæti er Drew Barrymore. Whoopy Goldberg er í fjórða sæti. Courtney Love var í öðru sæti á list- anum yfir verst klæddu konurnar. Camilia Parker Bowles, ástkona Karls Bretaprins, fékk umsögnina: Drottning púkalegu kerlinganna. Camilla lenti f sjötta sæti. Um hana segir Blackwell: „Flestir gamanleikarar leika gamanatriði en Whoopi klæðist þeim.“ Blackwell, sem var gefið nafhið Richard Selzer er hann fæddist í Brooklyn í New York, hætti starf- semi sinni í Los Angeles fyrir sex árum. Talsmaður hans segir að nú haldi hann eingöngu fyrirlestra. Að sögn Blackwells hafa Nancy Reag- an, Jayne Mansfield og Jane Russell verið meðal viðskiptavina hans. Beverly Johnson heitir þessi broshýra stúlka og er ofurfyrirsæta að atvinnu. Hún var gestur við frumsýningu kvikmyndarinnar „Once upon a Time... When We Were Colored" sem var frumsýnd í Hollywood í vikunni. Leikstjóri myndarinnar er Tim Fteid en meðal leikara er konan sem lék eiginkonu Bills Cosbys í sjónvarpsþáttum hans. Símamynd Reuter Whoopi Goidberg var í fjórða sæti á listanum yfir verst klæddu konur heims. „Flestir gamanleikarar leika gamanatriði en Whoopi klæðist þeim,“ var umsögnin um hana. I BODI COCA-COLA ÍSLENSKIUSTINN EB SAMVINNUVERKEFNIBYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA A fSLANDI. USTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÓNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV í HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER A BILINU 300-400, Á ALDRINUM 14-35 ARAAF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK; •Ð MIÐ AF SPILUN Á ISLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. ÍSLENSKI USTINN BIRTIST A HVERJUM LAUGARDEGI í DV OG ER FRUMFLUTTUR A BYGJUNNI A LAUGARDÓGUM KL1S-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTAl TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. ISLENSKILISTINN TEKUR ÞÁTTIVAU „WORLD CART“ SEM FRAMLEIDOUR ER AF RADIO EXPRESS ILOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF A EVRÓPUUSTANN SEM BIRTUR ERITÓNUSTARBLAD- INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKK) AF BANDARlSKA TÓNLISTARBLAÐINU BILLBOARD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.