Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 Fréttix íslensk tilraunaframleiðsla á agúrkum og tómötum með raflýsingu lofar mjög góðu: Stefnir í að ræktun verði möguleg allt árið - íslenskar agúrkur þegar farnar á markað en tómatar koma í byrjun febrúar Allt stefnir í að ræktun á bæði agúrkum og tómötum verði mögu- leg allan ársins hring í íslenskum gróðurhúsum samkvæmt tilrauna- framleiðslu með raflýsingu sem nú er sýnilegt að hefur heppnast í svartasta skammdeginu. DV fór í tvö gróðurhús á Flúðum í gær. Frá öðru þeirra er nú þegar verið að senda fullþroskaðar agúrk- ur í verslanir - tveimur mánuðum fyrr en venjulega því að íslenskar agúrkur fara yfirleitt ekki á markað fyrr en í mars. Úr hinu gróðurhús- inu stefnir allt í að hægt verði að senda tómata í verslanir í byrjun febrúar - einnig tveimur mánuðum fyrr en venjulega. „Nú er mitt sumar og býflugan suðar“ Georg Ottósson, formaður sölufé- lags garðyrkjubænda, sem var á ferð með DV í gróðurhúsunum í gær, fullyrðir að þessi framleiðsla, sem nú verður sennilega hægt að rækta allan ársins hring, verði mun betri en innflutt grænmeti. „Það er víða mitt sumar inni í gróðurhúsum núna. Býflugan suðar og ljósin eru vaðandi yfir allt,“ sagði Georg. „Býflugan, sem nýbúið er að fá leyfi fyrir að nota núna, gjörbreytir frjóvgunarmálum hjá tómötunum. Lamparnir sem eru notaðir eru hagkvæmari og gefa meira ljós miöað við orku. Þetta nýtist okkur. En þetta er á tilrauna- stigi. Spurningin er síðan hvernig neytandinn bregst við,“ sagði Ge- org. Meiri gæði og betri nýting á fermetra Tilraunaframleiðsla á tómötum með raflýsingu í svartasta skamm- deginu gefur það góðan árangur að Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi á Melum á Flúðum, segist jafnvel bú- ast við að fá 10 kílóa aukningu á hvern fermetra í gróðurhúsum sín- um - aukningu úr 25 upp í jafnvel 35 kíló á fermetra. „Ég er mjög sáttur við þetta. Ég verð kominn með tómata á markað í byrjun febrúar," sagði Guðjón í samtali við blaðamann DV í gróður- húsi sínu í gær. Þetta þýðir að íslenskir tómatar verða komnir um tveimur mánuð- um fyrr en venjulega á markað. Þrátt fyrir hrakspár erlendra garð- yrkjubænda, t.a.m. Norðmanna og Kanadamanna, er allt útlit fyrir að hægt sé að rækta agúrkur og tómata allan ársins hring. Til að brúa „birtubilið" notar Guðjón 600 watta raflýsingu. „Þetta er eins og á sumardegi," sagði Georg í gróðurhúsi Guðjóns í gær. í 900 fermetra gróðurhúsi eru 170 slíkir lampar. Guðjón hefur þre- faldað raflýsingarræktun sína frá fyrra ári. Hann á því von á að hús Tómatarnir hans Guðjóns Birgissonar á Flúðum verða tilbúnir til að fara í verslanir í byrjun febrúar - tveimur mán- uðum fyrr en venjulega. Tilraunaframleiðsla hans og annarra garðyrkjubænda lofar svo góðu að sennilega verður tæknilega hægt að rækta bæði agúrkur og tómata allan ársins hring hér á landi, þökk sé m.a. jarðvarmanum og góðri raflýsingu. Þorleifur Jóhannesson við plönturnar sem þegar eru farnar að gefa af sér fullþroskaðar agúrkur. Ekki er hægt að segja annað en það sé vaðandi upp- skera því að gúrkurnar vaxa hratt. Þroskamunurinn á stóru og minni gúrkunni á myndinni er vart nema 1-2 dagar. DV-myndir GVA að þegar veður væru slæm og blési kröftuglega yrði lítið um svefn enda þyrfti að fylgjast með að rúður brotnuðu ekki og gera við jafnskjótt og eitthvað brysti. „Ég verð orðinn öruggur um þetta í febrúar hvað varðar birtuna. Nú, þegar sól fer hækkandi, vinnur hver dagurinn með manni. Frjóvg- unin hefur verið mjög góð - eins og klippt út úr blaði,“ sagði Guðjón Birgisson. -Ótt hans gefi marga tugi tonna af tómöt- um í ár. „Á vaktinni" allan sólarhringinn Guðjón hefur þurft að standa vaktina nánast allan sólarhringinn síðustu mánuði. Bæta þarf koltví- sýringi í andrúmsloftið í gróðurhús- inu, fylgjast með tölvuvökvun, sjá til þess að plönturnar fái hvOd og fleira. „Það þarf að hugsa hvert skref,“ sagði Guðjón. Hann sagði jafnframt Óvæntar breytingar á framboði á íslenskum grænmetismarkaði: Islenskar gurkur þegar komnar í Hagkaupsverslanir - verðið hærra en á innfluttu til að byrja með en lækkar síðan „Ég ætla að verða enn fyrr á ferð- inni með agúrkuuppskeru næst - allavega fyrir jólin. Þetta hefur tek- ist vel en aðalspumingin er: Hvaöa viðtökur fáum við hjá neytendum, hvað vilja þeir borga fyrir vöruna?" sagði Þorleifur Jóhannesson, garð- yrkjubóndi að Hverabakka II við Flúðir, í samtali við DV í einu af gróðurhúsum sínum í gær. Agúrkurnar hjá Þorleifi eru að verða tilbúnar til þess að fara á markað í verslunum. Einstaka aðrir garðyrkjubændur eru þegar farnir að selja vörur sínar í verslanir Hag- kaups, að sögn Georgs Ottóssonar, formanns sölufélags garðyrkju- bænda. Fleiri verslanir munu á næstunni bjóða íslensku agúrkurn- ar. Framboðið verður hins vegar takmarkað fyrst um sinn. Það sam- anstendur til að byrja með aðeins af tilraunaframleiðslunni, sem nokkr- ir bændur, eins og Þorleifur, standa að. Þegar líða tekur á febrúar mun framboðið á innlendum agúrkum hins vegar aukast en mun það lækka verðið? „Eftir því sem ég hef séð er kíló- verðið á innfluttum agúrkum um 300 krónur núna,“ sagði Georg. „Það er öruggt að til að byrja með, meðan framboðið er takmarkað, mun verð á íslensku gúrkunum verða hærra. Þegar framboðiö eykst hins vegar mun það væntanlega lækka. Hve mikið vitum við ekki - markaðurinn mun þar ráða ferö- inni. Við munum leitast við að selja sem mest og vissulega reyna að fá sem best verð fyrir afurðir okkar. Á hinn bóginn er alveg ljóst að við verðum að hafa okkar vöru betri en hina innfluttu. Neytendur munu siðan ráða ferðinni um það hvert framhaldið á þessari tilraunafram- leiðslu verður. Vonandi verða sem flestar verslanir tilbúnar til að bjóða íslenskar gúrkur á næstu vik- um,“ sagði Georg. Georg sagði að raforkuverð til garðyrkjubænda mætti lækka til að komið yrði til móts við innlenda framleiðslu. „Við myndum gera okkur ánægða með helmingi hærra verð en „ál- verðið“,“ sagði Georg. Hann sagði að kílóvattstundin væri seld á 3-4 krónur til garðyrkjubænda. Ef verð- ið færi niður í 1,50 gætum við verið bjartsýnir,“ sagði Georg Ottósson. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.