Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 15 Heilagar fjölmiðlakýr Fyrir skömmu sögðust fulltrúar Þjóðleikhússins ekki viija gagn- rýni í sjónvarpsþættinum Dags- ljósi. Ritstjóri Dagsljóss fyrtist við og skildi ekkert í því að þátturinn hans væri ekki lengur friðhelgur. Mánudaginn 8. jan. kveður Jónas Haraldsson fast að orði í leiðara Dagblaðsins, segir að víst séu gagnrýnendur mannlegir og misjafnir og á þá megi deila - en sá sem það geri sé jafnframt að bregða fyrir þá fæti og fjarstýra fjölmiðlum og með því sé farið yfir strikið. Strik þetta er ekki skil- greint nánar. Ekki guðlast Fjölmiðlarnir eru opinber vett- vangur og þeir sem þar tjá sig eru undir sömu sök seldir og lista- menn sem leggja efni sitt undir al- mennings dóm. Það er ekki guð- last að óska eftir því að tilteknir fjölmiðlamenn haldi sér saman. Það er kannski dónalegt en á ekk- ert skylt við ritskoðun á meðan þeir hafa rétt og aðstöðu tU þess að tala áfram. Það er hins vegar beinlínis spaugilegt þegar Jónas Haraldsson heldur því fram að listamenn fari yfir eitthvert „strik“ ef þeir hafna þeirri menningarumræðu sem nú ber hæst. Það er enn spaugilegra þegar hann segir að íslenskir fjöl- miðlar leggi mikla áherslu á menningarumræðu og kosti miklu til hennar. Ætli sé ekki nær sanni að hún sæti niðurskurði á flestum fjölmiðlum, þar á meðal Dagblað- inu. Það er hjátrú blaðamanna að enginn hlusti á eða lesi gagnrýni sem fer yfir frímerkisstærð. Lista- gagnrýni í Dagsljósi er þar engin undantekning. Þar hefur ritstjóri þáttarins tekið að sér það merka hlutverk að grípa stöðugt fram í fyrir gagnrýnendum sinum og kallar það „samtal". Þegiðu, Jón! . Leikhús og útgefendur hafa til Kjallarinn Kristján Jóhann Jónsson framhaldsskólakennari og rithöfundur skamms tíma virst vera sammála fjölmiðlum um að taumlaus menn- ingarumræða sé til óþurftar, enda hagnist énginn á henni nema neyt- endur. Þess vegna hefur íslensk menningarumræða verið að breyt- ast í stjörnugjöf, upphrópanir, skjall og skæting. Það skiptir auð- vitað engu máli hve vel menntað- ur eða snjall gagnrýnandi er ef honum ér meinað að tjá sig öðru- visi en í hálfum setningum. Þjóðleikhúsráð hefur eftir langa umhugsun svarað meintum skæt- ingi Jóns Viðars með því að segja: Þegiðu, Jón! Þess vegna fer nú alda reiði og hneykslunar yfir fjöl- miðlana, enda er þetta sennilega skætingur líka. Ég vona hins veg- ar að þessi „menningarumræða" sé ekki sú sem íslendingar eiga skilda. Kristján Jóhann Jónsson „Leikhús og útgefendur hafa til skamms tíma virst vera sammála fjölmiðlum um að taumlaus menningarumræða sé til óþurftar, enda hagnist enginn á henni nema neytendur.“ íslensk menningarumræða hefur verið að breytast í stjörnugjöf, upphrópanir, skjall og skæting, segir greinar- höfundur m.a. - Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi Dagsljóss, og umsjónarmaður þáttarins, Sigurður Valgeirs- son. Láglaunastefnuna verð- ur að brjóta niður Það var mjög sláandi að heyra meint mismæli hæstvirts sam- gönguráðherra í sjónvarpi nýlega þar sem hann sagði að flugumferð- arstjórum skyldi ekki leyfast að bijóta á bak aftur þá láglauna- stefnu sem hér ríkti. Samgöngu- ráðherra sem sagður er hinn vandaðasti maður staðfesti með þessum orðum sína innri gerð og að sannleikurinn er honum tamari á tungu en ósannindi. Hér á landi ríkir láglaunastefna gagnvart verkamönnum og al- mennu launafólki sem er fjarri mér að gera Halldór Blöndal einan ábyrgan fyrir. Láglaunastefnan er rekin markvisst af hálfu stjórn- valda með dyggum stuðningi at- vinnurekenda sem beita skil- greindu atvinnuleysi sem verk- færi til að hafa hemil á lýðnum. Félagsdómur, verkfæri ríkis og atvinnurekenda Séu menn í einhverjum vafa varðandi þetta þarf ekki annað en að líta á nýjan úrskurð Félags- dóms en i honum er tekið undir með atvinnurekendum sem þræta fyrir að hafa skrifað undir það sem þeir skrifuðu undir. Það þætti sjálfsagt einhverjum gaman ef dómstólar umgengjust almennt deilumál í sambandi við fjárskuld- bindingar launafólks á sama hátt. Ég ætti kannski að harðneita aö hafa undirritað það sem stendur á Kjallarinn Björgvin Þorvarðarson verkamaður og trúnaðarmaður Dagsbrúnarmanna hjá Gatnamála- stjóra skuldabréfunum í sambandi við íbúðina mína? Úrskurðurinn undirstrikar enn á ný gamalkunna hlutdrægni þessa svokallaða dómstóls, at- vinnurekendum í hag og er skýr vísbending um hagsmunatengsl ríkisvalds og atvinnurekenda þeg- ar kemur að mótun og rekstri at- vinnu- og launastefnu í landinu. Rétt er hjá samgönguráðherra að flugumferðarstjórar brjóta þetta samkomulag um láglaunastefnu ekki niður, þeir eru einfaldlega of fámenn stétt til þess. Hins vegar er það á færi okkar verkamanna og annarra láglaunastétta í landinu að gera það, sé lýðræðið á annað borð virkt. Við verkamenn í Dags- brún skulum fylkja okkur saman að baki nýrri félagsstjórn um þetta verkefni að kosningum loknum. Átök eru fram undan Nú er síðara ár gildandi kjara- samnings gengið í garð en þeir renna út í desember nk. Það er al- veg ljóst að timi mikilla átaka er fram undan hjá okkur Dagsbrún- armönnum. í fyrsta lagi eru kosn- ingar í félaginu fram undan og ég tel það skyldu okkar almennra fé- laga að r.ýta okkur það besta sem í boði er í kosningunum, en það er A-listinn með Halldór Björnsson í forystu, einn reyndasta og virtasta samningamann verkalýðshreyf- ingarinnar. Halldór er augljóslega hæfastur til að leiða okkur farsæl- lega í gegnum þá erfiðu tíma sem fram undan eru. Kunnátta, þekking, kraftur A-listinn samanstendur af góö- um og hæfum Dagsbrúnarmönn- um. Það er styrkur listans að inn- an hans sameinast sú kunnátta, þekking og kraftur sem þarf til að leiða okkur í átökum. Eins og staðan er nú í kjaramál- um höfum við engin efni á að dreifa orkunni í að móta algerlega óreynda forystu, heldur að nýta okkur reynslu sem fyrir er ásamt eldmóði nýrra manna til þess að brjóta núverandi launa- og at- vinnustefnu á bak aftur. Við höf- um ekki efni á að búa við hana lengur. - Verum ábyrgir, setjum x við A 19. og 20. janúar nk. Björgvin Þorvarðarson „Eins og staðan er nú í kjaramálum höf- um við engin efni á að dreifa orkunni í að móta algerlega óreynda forystu, heldur að nýta okkur reynslu sem fyrir er ásamt eldmóði nýrra manna til að brjóta núver- andi launa- og atvinnustefnu á bak aftur.“ Me5 og á móti Smámunasamt skattaeftir- lit á íslandi Vilhjálmur Eglls- son, framkv.stjórl Vcrslunarráös. Dæmin of mörg „Ég hef rek- ist á alltof mörg dæmi þess eðlis að skatteftirlitið, fyrst og fremst, er að gera athuga- semdir við ýmsa litla hluti sem þeir sem þekkja til rekstrar fyrir- tækja telja að sé eðlilegur þáttur í starfsem- inni. Eftirlitið er á annarri skoð- un. Við erum ekki að gagnrýna það áð verið sé að taka fyrir litla aðUa og það eigi bara að taka þá stóru. AUir eiga að sitja viö sama borð að því leyti tU, að þola eftirlit. Við gagnrýnum að atriðin sem verið er að fást séu of lítilfjörleg. Þessir hlutir hafa ekkert verið í lagi. Ég vU ekki taka einstök dæmi í þessum efnum. Þeir sem átt hafa í viðskiptum við skatteftir- lit þekkja þetta. Ég er ekki að segja þetta vegna þess að ég hafi fundið upp á þessu heldur er þetta almenn skoðun í viðskipta- lífinu. Skattrannsóknir eru sennilega best heppnaðar í þessu kerfi. Við höfum enga sérstaka gagnrýni uppi á þær heldur snýst þetta fyrst og fremst um skatteftirlitið.“ Röng fullyrðing „Ekki er ljóst hvað Verslunarráð íslands á við með þeirri staðhæfmgu í skýrslu sinni um neðan- jarðarhag- kerfið, að skattyfirvöld fáist fyrst og fremst við minni háttar mál og það sé almennt talið að hin stóru mál séu látin afskipta- lítU. í fyrsta lagi er staðhæfing þessi að engu leyti rökstudd, í öðru lagi þarf að skUgreina hvað hugtökin „stór“ og „lítU“ merkja í þessu sambandi. Spyrja má t.d. er mUljóna króna undandráttur mikU eöa lítU svik? MikUl meiri- hluti þeirra sem sætt hafa skatt- rannsókn og endurákvörðun gjalda í kjölfar rannsóknar þurfa að standa skU á hærri viðbótar- gjöld en það. Flest mál sem til meðferðar hafa verið, varða skattsvik sem skipta milljónum eða miUjóna- tugrnn. Málum er forgangsraðaö þar sem því miður er ekki mann- afli til að taka öU skattsvikamál tU rannsóknar. Við þann forgang er m.a. haft til hliðsjónar alvar- leiki brotanna og umfang ætlaðs undandráttar. Sú fuUyrðing að skattyfirvöld einbeiti sér ein- göngu að litlum málum er ein- faldlega röng. Mér hefði fundist eðlilegra að vinnuhópur Versl- xmarráðs hefði kynnt sér stað- reyndir málsins áður en rangar fullyrðingar af þessu tagi eru settar fram. Þá sýna tölulegar staðreyndir um árangur eftirlits hjá skattstjórum ótvírætt að hin- ir stóru sæti forgangi þar sem og hjá skattrannsóknarstjóra." -bjb Skúli Eggert Þórð- arson, skattrann- sóknarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.