Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 í síma 5000 i kl. 14 og 16 Lesendur íslensk láglaunastefna Gunnar Stefánsson skrifar: Vinur minn sem er 26 ára og hafði verið atvinnulaus í sex mánuði ák- vað að fara út á land í fiskverkun. Gott og vel. Mánuði seinna kom hann heim aftur, niðurbrotinn mað- ur. Hann sagði mér þá sögu sína, sem er í stuttu máli eftirfarandi: „Ég vann í algjörri óþverravinnu tíu tíma á dag fyrir lágmarkslaun, ég bjó í viðbjóðslegri kompu ásamt þremur öðrum menntaskólastrák- um. Við þurftum að greiða leigu og allt annað, m.a. matarreikning sem var helmingi hærri en hér í Reykjavík. Ekkert var hægt að gera sér til ánægju þarna eða afþreyingar ann- að en spila bridge í félagsheimil- inu.“ Hver skyldu nú laun þessa unga sparsama manns hafa verið þegar búið var að draga frá staðgreiðslu, félagsgjöld, lífeyrisgjöld, húsaleigu og matarútgjöld? Jú, 6000 krónur ís- lenskar. Þá átti hann eftir að borga VISA-reikning upp á aðeins 4.500 kr. Fjárhagslega gekk dæmið ekki upp. - Og samt var vinur minn ekki á bíl, svo rekstrarkostnaður öku- tækis hefði líklega sett hann á haus- inn. Hann sagði líka við mig: Hvers konar framtíð er í svona vinnu? En láglaunastefnan hér á landi ein- skorðast ekki bara við landsbyggð- ina, hún er jafnvel enn sýnilegri á höfuöborgarsvæðinu. Þótt forsætis- ráðherra lofi góðæri árið ’96, munu laun þá hækka að einhverju marki hjá þeim lægst launuðu? Fróðlegt væri fyrir lesendur DV að láta kanna hver laun verkalýðsforingj- anna eru. Manna eins og formanns ASÍ eða formanns VR? Eru þessir menn að semja fýrir láglauna- hópana á meðan þeir sjálfir eru á launum sem flestir umbjóðendur þeirra myndu hrópa húrra fyrir? Lll§lliE)í\ þjónusla allan Halldór Lúðvíksson vélvirki með Elisabetu Halldórsdóttur: Bara ágætur. Innanlandsflugið til Keflavíkur: Hvað segja þing- Reykjaness? tnnanlandsflugið til Keflavíkur og Reykjanesbraut endurbætt með járnbraut sem aðalsamgönguæð? menn Guðmundur Sigurðsson skrifar: Ég hef lesið eitt og annað í blöðum um hugsanlegan flutning á innan- landsfluginu frá Reykjavík til Kefla- víkur. Málið hefur einnig verið tO umfjöllunar í sjónvarpsfréttum. Ég hef hins vegar ekkert séð ritað um þetta af þeim sem oft beina hitamál- um í ákveöinn farveg, t.d. í forystu- greinum blaðanna eða af þingmönn- um. Ekki einu sinni þingmönnum Reykjaness. - Ég hef séð þónokkur lesendabréf bæði í Mbl. og í DV og las einnig grein í DV nýlega eftir Suðurnesjamann sem er hlynntur tilfærslunni og vill þar að auki láta byggja upp járnbraut eða eintein- ung milli Reykjavíkur og Kefiavík- ur, þá með tilliti til aukinnar um- ferðar. Það má merkilegt vera ef aðeins einn stjórnmálamaður (Guðrún Ágústsdóttir frá Alþýðubandalagi) er svo hugaður að þora að hafa skoðun á því hvort innanlandsflug- ið sé betur komið á Keflavikurflug- velli. Mér dettur nefnilega ekki í hug að þessi tjáningarskortur t.d. þingmanna og jafnvel fleiri komi til af öðru en hræðslu. Ótta við kjós- endur. Óttast þingmenn Reykjaness e.t.v. ráöherrana eða hagsmunaað- ila í fluginu taki þeir upp málið fyr- ir umbjóðendur sína, kjósendur? Eða hvað? Allir vita að hvort tveggja er brýnt í framkvæmdaröðinni: Endurbætur á Reykjavíkurflugvelli (verði innan- landsflugið þar til frambúðar) og stækkun Reykjanesbrautar. Til hvorugs verkefnisins höfum viö ís- lendingar fé. Við yrðum að taka allt að láni. Væri ekki hagkvæmast að kannast nú við mistökin í hug- myndinni að Hvalfjarðargöngum og stuðla strax að því að beina því fjár- magni sem þangað myndi annars fara frá hinu opinbera í lagningu járnbrautar til Keflavíkur? Reykja- nesbrautin mætti því bíða endur- nýjunar nema hvað eðlilegt slitlag varðar og betri lýsingu meðfram henni alla leið. Hún kæmi að sömu notum með fram væntanlegri jám- braut. Ekki skortir okkur mannafla í slíka framkvæmd. Þama mætti að ósekju virkja t.d. fanga til þessarar vinnu í stað þess að loka þá inni engum til góðs eða betrunar. Eða alla atvinnu- leysingjana? Þennan hátt höfðu Finnar við gerð stærðar flugvallar fyrir nokkru. - En hvað sem líöur síðustu hugmyndinni ættu kjósend- ur í Reykjaneskjördæmi að krefja þingmenn sína um skoðun þeirra á þessari hugmynd til framdráttar byggðarlögum í kjördæminu. Skautasvell á Tjörnina líka Hvernig finnst þér janúar- mánuður? Erla Olgeirsdóttir afgreiðslumað- ur: Bara yndislegur. Jóhanna Sigfúsdóttir, verslunar- maður á Reyðarfirði: Hann er ábyggilega erfiður fyrir allflesta. Berglind Hilmarsdóttir, starfar í gæludýraverslun: Bara ágætur. Lovísa Guðmundsdóttir nemi: Yndislegur, þá á ég afmæli. Þuríður Pálsdóttir nemi: Drunga- legur. Halldór Jónsson skrifar: Ekki vantar nú heimtufrekjuna, segir nú kannski einhver, þegar hann gjóar augum á fyrirsögnina á þessu stutta bréfi. Er ekki nóg að hafa skautasvellið í Laugardal alla daga? bætir svo einhver við. Ekki stendur á mér að hrósa skautasvellinu í Laugardalnum. Þar kem ég oft, en mér finnst líka gam- an að vera þar sem rýmra er um mann á skautunum, og það er einmitt á Tjörninni, þegar vel viðr- ar. í vetur hefur komið góður tími til útivistar á skautum og ég fór Sprautun á svellið að kvöldi og það er f fínu Frá Tjörninni í Reykjavík. - standi daginn eftir. nokkrum sinnum niður á Tjörn, en svellið þar var afar slæmt, enda ekkert gert fyrir það. Fullorðnir sem krakkar reyndu þó hvað þeir gátu, en án árangurs. Ef svellið væri sprautað t.d. seint að kvöldinu væri það slétt og í góðu lagi næsta dag. - Eða þá aö fá skaf- bílinn úr Laugardalnum til að koma og hreinsa verstu nibburnar af. Ég held þó að sprautun á svellið væri áhrifameiri. Þarna er nú einu sinni miðborgin, og frost og stillt veður ásamt sól- skini krefst þess beinlínis aö svell- inu á Tjörninni sé haldið við. Það getur varla kostað mjög mikið. - Bara einni góðri og nokkuð breiðri braut vestast. ESB:sláturhús á íslandi? Þórður skrifar: Mér skilst að sláturhúsin hér á landi þurfi að afla sér leyfis til útflutnings, t.d. á kindakjöti, til Evrópulandanna, frá opinberu eftirliti Evrópusambandsins (ESB, ekki EES). Slík leyfi eru veitt hér af yfirdýralækni. Þannig hafa nokkur sláturhús - en alls ekki öll - fengið svokall- að ESB-leyfi og gert við, endur- bætt og haldið við fyrir drjúgan skilding áður. Ekki harma ég það svo sem. Það sem ég er að furða mig á er að þessi leyfi skuli koma frá ESB. - Erum við þá ekki orðin hluti af ESB-kerf- inu á vissan hátt? Hvers vegna ekki að ganga skrefið til fúlls og sækja um aöild að ESB? Dregur að gengisfellingu F.K.J. skrifar: Fiskvinnslan rekin með tapi og ekki í fyrsta sinn. Botnfisk- vinnslan vel að merkja, segja þeir. Kórstjórinn í Vestmanna- eyjum hefur komið fram í sjón- varpi og víðar og segist aldrei hafa séð svona mikið tap á fisk- vinnslunni. Og hvað er til ráða? Hann sagði það ekki beint, hann Amar í Eyjum, en við vitiun hver lausnin er: hún er gengis- felling, og það mikil í þetta sinn. Notfærum okk- ur Schengen- svæðið Kristján S. Kjartanss. skrifar: Alþjóðamál eru með þeim hætti nú að friður er ríkjandi I heiminum að mestu. Ég tel þó að viö ættum að efla innri varnir, t.d. með fjölgun sérhæfðra manna í þau störf, t.d. vegna komu útlendinga hingað. Við þurfum gagnabanka eins og Schengen-svæðið, öfluga lög- gæslu með góðan búnað vegna hugsanlegra hryðjuverka eða smygltilrauna. Víkingasveit á að efla eða fjölga í henni. Og fjölga þarf í götulögreglu. Samskipti viö Bandaríkin á að auka hvað þetta varðar, án íhlutunar þeirra í löggæslu hér á landi. Mitterrand og konurnar tvær Margrét Bjömsdóttir skrifar: Nú er Mitterrand Frakklands- forseti allur. Eflaust hinn merkasti stjórnmálamaður og eins og allir þekkja, segir mál- tækið: Góður er hver genginn. - Hann var þó með því marki brenndur aö búa við tveggja kvenna atlæti, þ.n. eiginkonu sinnar og hjákonunnar. Skipti hann tíma sínum á milli þeirra að því leyti er honum þóknaðist. Eyddi t.d. jólunum með hjákon- unni en áramótum með eigin- konu og fjölskyldu. Ekki hefði nú þessi lifsmáti hugnast öllum íslenskum konum, og varla kon- um ráðherra okkar. En mat fólks er afstætt eins og annað. Og ekki dró þessi lífsstíll úr aödáun okk- ar æðstu stjómenda á hinum ný- látna fyrrv. forseta Frakka. Landsmenn fái sín bréf Ármann hringdi: Auðvitað er hægt að leysa öll okkar auðlindamál svo öllum líki, nema kannski örfáum ein- staklingum. Það er að senda öll- um landsmönnum sem hafa kosningarétt hlutabréf í þessum auðlindum, hverju nafni sem þær nefhast, fiskimið eða banka- stofiianir. Síðan er það eigenda bréfanna að gæta þeirra eða' selja, allt eftir sínu eigin höfði og hyggjuviti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.