Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 25 íþróttir Meistaramót TBR í badminton Meistaramót TBR í badminton verður haldið í TBR-húsunum á laugardag og sunnudag. Keppt verður i einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í A- og B-flokki meistaraflokks. Keppni hefst klukkan 13 á laugardag og 10 á sunnudag. Skvassmót Hróa Hattar Um helgina fer fram fyrsta skvassmót ársins í Veggsporti við Gullinbrú. Mótið nefnist Skvassmót Hróa Hattar og er lið- ur í röð punktamóta sem gefa stig tfl íslandsmeistaramóts. Keppt verður í karlaflokki, kvennaflokki og unglingaflokk- um. Stuðningsmenn Tottenham hittast Tottenham-klúbburinn á ís- landi ætlar að hittast á veitinga- húsinu Ölveri í Glæsibæ á laug- ardaginn og fylgjast með leik sinna manna gegn Manchester City sem sýndur verður í ríkis- sjónvarpinu. Leikurinn hefst klukkan 14.50 og verður tekið á móti nýjum skráningum í klúbb- inn á staðnum. Aðdáendur Newcastle stofna klúbb Aðdáendur Newcastle ætla að hittast á Ölveri á sunnudaginn klukkan 14 og stofna stuðnings- mannaklúbb og um leið að fylgj- ast með sínum mönnum leika gegn Coventry í beinni útsend- ingu. Arsenal mætir Aston Villa í gær var dregið til undanúr- slitanna í ensku deildabikar- keppninni. Arsenal mætir Aston Villa og Leeds leikur gegn ann- aðhvort Norwich eða Birming- ham. Veðbankar spá Leeds sigri Eftir að dregið var til undan- úrslitanna er Leeds United það lið sem líklegast er til sigurs. Veðbanki William Hill spáir því að líkurnar á að Leeds hampi bikarnum séu 7/4 en þar á eftir koma Aston ViOa og Arsenal með líkurnar 11/4. Öruggur sigur hjá Stúdentum ÍS vann öruggan sigur á Reyni úr Sandgerði, 109-89, í 1. deild karla í körfuknattleik þegar lið- in mættust í iþróttahúsi Kenn- araháskólans í gærkvöldi. ÍS náði Snæfelli þar meö að stigum á toppnum en staðan er þannig: Snæfell 11 10 1 1083-784 20 ÍS 11 10 1 865-771 20 KFl 11 9 2 962-833 18 Reynir, S. 11 5 6 893-990 10 Þór, Þ. 10 Leiknir, R. 10 ÍH 10 Selfoss 10 Stjaman 11 853-831 10 815-812 8 817-909 6 801-798 6 8 779-903 Höttur 11 1 10 659-886 2 -vs Fátæk börn fá 21 þúsund miða Undirbúningsnefhd ólympíu- leikanna í Atlanta tOkynnti í gær að 21 þúsund fátækum börn- um úr nærliggjandi ríkjum Bandaríkjanna yrði boðið ókeyp- is á leikana í sumar. „Við von- umst til þess að það hafi góö áhrif á börnin að fá tækifæri til að fylgjast með svona stórkost- legum viðburði," sagði Bill Payne, forseti nefndarinnar, í gær. Undanúrslitin í bikarkeppninni í körfu: Haukar og KR leika til úrslita - segir Teitur Örlygsson Undanúrslitaleikirnir í bikar- keppni karla í körfuknattleik fara fram á sunnudaginn. Haukar taka á móti Þórsurum og KR-ingar sækja Skagamenn heim. DV sló á þráðinn til Njarövíkingsins Teits Örlygsson- ar, körfuknattleiksmanns ársins, og bað hann að spá fyrir um leikina Hef ekki trú á að Haukar lendi í vandræðum „Það kæmi mér mjög á óvart ef Haukunum tækist ekki að vinna Þórsarana. Haukarnir eru mjög sterkir og leika skynsamlega og ég hef ekki trú á að þeir lenti í vand- ræðum. Þórsarar geta nú teflt fram sínu sterkasta liði og ef þeim tekst að hitta vel fyrir utan gætu þeir komið á óvart og velgt Haukunum undir uggum,“ sagði Teitur. Reikna með hörkuleik á Skaganum „Ég reikna með hörkuleik á Skaganum. ÍA hefur komið á óvart í bikarkeppninni, leikmenn liðsins hafa náð upp góðri stemningu og liðið hefur verið á uppleið. Þrátt fyrir það spái ég því að KR-ingar hafi það en það á eftir að ráða miklu í leik KR-liðsins hvernig Jon- athan Bow reiðir af en hann hefur verið meiddur. Ef hann nær sér ekki á strik verða KR-ingar i vand- ræðum,“ sagði Teitur. Báðir undanúrslitaleikirnir hefj- ast klukkan 16 og til mikils er að vinna; að komast í sjálfan úrslita- leikinn sem fram fer í Laugardals- höllinni sunnudaginn 28. janúar næstkomandi. -GH DV, Eyjum: Bjarnólfur til Totten- ham í þriðja skipti - fer á tveggja vikna reynslusamning legt sé því að Totten- hammenn séu spenntir fyrir B jarnólfi. Einar segir að Bjamólf- ur verði hjá Tottenham í tvær vikur á reynslu- samningi. Ef hann stendur sig gæti svo far- ið að Tottenham vOdi halda honum áfram og gera „alvörusamning" við hann. Bjarnólfur verður tví- tugur á árinu. Hann á að baki 32 leiki i 1. deild með ÍBV og hefur skorað eitt mark. Þá hefur hann leikið 12 unglinga- landsleiki og 7 drengjalandsleiki. -ÞoGu Bjarnólfur Lárusson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, fer í næstu viku tO enska úrvalsdeOdarfélagsins Tottenham í þriðja skipti, í þetta sinn hon- um að kostnaðarlausu. Að sögn Einars Frið- þjófssonar, sem hefur verið miOigöngumaður Bjarnólfs við Totten- ham, er þetta einstakt tækifæri. Tottenham fái til sín tugi efnilegra knattspyrnumanna á hverju ári en félagið borgi aðeins brúsann fyrir fáa útvalda. Greini- Bikarkeppni kvenna í körfubolta: „Þetta er drauma- úrslitaleikur" - Keflavík og Njarðvík í úrslitum DV, Suðurnesjum: Það verða nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík sem leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfuknatt- leik. Njarðvík vann ÍR, 66-47, og Keflavík burstaði ÍS, 124-38, í und- anúrslitum keppninnar í gærkvöldi. „Við spiluðum fyrst og fremst góða vörn og agaðan sóknarleik en þegar þær pressuðu okkur riðlaðist leikur okkar aðeins. En stúlkurnar gerðu eins og fyrir þær var lagt á lokakaflanum og þetta var glæsOeg- ur sigur. Það er draumaúrslitaleik- ur að mæta Keflavík," sagði Jón Jó- hann Einarsson, þjálfari Njarðvík- urliðsins, eftir sigurinn á ÍR. Það er ekki annað hægt en að hrósa Njarðvíkurstúlkunum fyrir árangurinn í bikarkeppninni. Fyrst lögðu þær meistara Breiðabliks og nú ÍR-stúlkur sem eru með sama stigafjölda og þær í deildinni. Átta af 10 leikmönnum Njarðvíkur eru á aldrinum 14-18 ára og liðið mjög efnilegt. Susette Sargant skoraði 22 stig fyrir Njarðvík, Harpa Magnúsdóttir 12 og Eva Stefánsdóttir (Bjarkason- ar) 11. Linda Stefánsdóttir skoraði 16 stig fyrir ÍR og Anna Dís Svein- björnsdóttir 15. Met hjá Keflavík? Keflavíkurstúlkurnar settu senni- lega met þegar þær skoruðu 75 stig í fyrri hálfleik gegn ÍS en i hálfleik stóð 75-21. Veronica Cook skoraði 28 stig fyrir Keflavík og Anna Mar- ía Sveinsdóttir 20. Þóra K. Snjólfs- dóttir skoraði mest fyrir ÍS, 6 stig. -ÆMK BIKARKEPPNI KKI 4 LIÐA ÚRSLIT HAUKAR - ÞÓR í fþróttahúsinu við Strandgötu sunnudaginn 14. janúar kl. 16 tffcP ^BÚNAÐARBANKINN Ktatmky hitd CJkltkti Twrtt .nííiw -Traustur banki Kristín Rós Hákonardóttir meö verðlaunin sem henni voru afhent í gær. DV-mynd BG Bjarki Gunnlaugsson, landsliðs- maður í knattspyrnu frá Akranesi, fór í morgun til þýska 2. deildar liðsins Waldhof Mannheim. Feyen- oord leigði hann í gær til þýska félagsins tO 1. júlí. „Þetta bar brátt að, þjálfarinn hringdi í hádeginu og bað hann að pakka íþróttir Bjarki til Mannheim - leigður frá Feyenoord út tímabilið. Leikur takmarkað, ef eitthvað, með ÍA strax niður og koma út. Það eru innanhúss- mót í gangi núna svo eflaust fer hann strax að spila þar,“ sagði Gumöaugur Sölvason, faðir Bjarka, við DV í gær. Þjálfari Mann- heim er Gúnther Sebert, sem þjálfaði einmitt Núrnberg síð- Heimsbikarinn: Svíar lögðu meistarana Svíar voru ekki í teljandi vand- ræðum með frönsku heimsmeistar- ana þegar þjóðirnar mættust í heimsbikarnum í handknattleik í Svíþjóð í gær. Svíar höfðu örugga forystu allan tímann, voru 26-20 yfir þegar skammt var eftir en slökuðu þá á og lokatölur urðu 27-25. Mats Olsson átti stórleik í sænska mark- inu og varði oft ótrúlega. Bæði lið voru örugg meö sæti í undanúrslitunum og það sama er að segja um Egypta og Rússa sem líka mættust í gær. Rússar unnu örugg- an sigur, 32-26. Þjóðverjar fóru furðu létt með HM-silfurlið Króata, 32-23, og Sviss og Tékkland skOdu jöfn, 22-22. Tékk- ar skoruðu fjögur síöustu mörkin og Michal Tonar, fyrrum HK-ingur, var í aðalhlutverki hjá þeim á lokakafl- anum. í A-riðli fengu Svíar 6 stig, Frakk- ar 4, Sviss 1 og Tékkland 1. 1 B-riðli fengu Rússar 6 stig, Eg- yptar 4, Þjóðverjar 2 og Króatar 0. í undanúrslitum á morgun leika Svíar við Egypta og Rússar við Frakka. Þýskailand og Sviss leika um 5. sætið og Króatía og Tékkland um 7. sætið. -VS Fýrsta tap Ajax í 80 leikjum Hollensku Evrópu- og heims- meistararnir í knattspymu, Ajax, töpuðu í gærkvöldi í fýrsta skipti í 80 leikjum. Þeir biðu óvænt lægri hlut fyrir Maccabi Haifa í vináttu- leik í ísrael, 2-1, og kom sigur- markið á lokamínútunni. Ajax hef- ur leikið 69 deOda- og Evrópuleiki í röð án þess að tapa. Shearer hafnar Inter Milano Alan Shearer, miðherji Black- burn og enska landsliðsins í knattspyrnu, sagðist í gærkvöldi ekki hafa áhuga á að fara til Inter MOano á Ítalíu. Forseti Inter hefur lýst yfir áhuga á þessum mikla markaskorara. „Ég er nýbúinn að framlengja samning minn við Blackburn um þrjú ár og hugsa ekki um annað,“ sagði Shearer. ari hluta síðasta tíma- bOs þegar Bjarki og Arnar léku með því, einnig á leigusamn- ingi frá Feyenoord. Þar með er nokkuð ljóst að Bjarki leikur ekki með ÍA næsta sumar, að minnsta kosti ekki fyrr en tímabilið er hálfnað. Þetta er blóðtaka fyrir Islandsmeist- arana sem nú hafa séð á bak báðum tvíburunum og Sigurði Jónssyni. Mannheim hefur löngum leikið í 1. deOdinni en féU fyrir nokkrum árum og hefur ekki tekist að vinna sig upp á ný þó litlu hafi oftast mun- að. Núna er liðið í 12. sæti af 18 lið- um og í nokkurri faUhættu. Keppni í 2. deildinni hefst aftur þann 9. mars. -DÓ/VS Bjarki fór til Þýskalands í morgun. Gambaro til Bolton Bolton, lið Guöna Bergssonar í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið varnarmanninn Enzo Gambaro að láni frá AC Milan á Ítalíu. Gambaro er 29 ára og hefur einnig leik- ið með Parma og Sampdoria en á í erfiðleikum með að vinna sér fast sæti í hinni sterku vörn AC Milan. Deildabikarinn I vor? - líklegt, segir Snorri Finnlaugsson Kristín íþrótta- maður ársins hjá fötluðum Kristín Rós Hákonardóttir úr ÍFR er íþróttamaður árs- ins úr röðum fatlaðra íþróttamanna fyrir árið 1995 en stjórn íþróttafélags fatlaðra samþykkti einróma að velja Kristínu Rós fyrir afrek hennar á liðnu ári. Kristín er 22 ára gömul og hefur stundað íþróttir hjá ÍFR allar götur síðan 1982. Hún hefur aldrei látið fótl- unina hamla þátttöku sinni í þróttum en 18 mánaða gömul lamaðist hún vinstra megin og hefur síðan verið spastísk. Frá því hún hóf að æfa og keppa í sundi hefur hún verið nær ósigrandi á sundmótum innanlands í sín- um flokki. Á norrænum og alþjóðlegum mótum hefur hún einnig verið mjög sigursæl og sett fjölmörg heims- met. Á síðasta ári sýndi hún styrk sinn og stóð sig frá- bærlega á Evrópumeistaramótinu. Þar sigraði hún í 100 m baksundi, 100 m bringusundi og 50 m skriðsundi og setti heimsmet í öllum þessum greinum auk þess sem hún vann til silfurverðlauna í 100 m skriðsundi. Kristín tók á móti verðlaunum sínum í gær, glæsileg- um bikar sem Hótel Saga gaf fyrir nokkrum árum og af- henti Bjarni Hvannberg, hótelstjóri á Hótel Sögu, henni bikarinn. -GH #Töluverðar líkur eru á að nýrri knatt- spyrnukeppni verði hleypt af stokkunum hér á landi í vetur. Það er svokölluð deilda- bikarkeppni en samþykkt var á síðasta árs- þingi Knattspyrnusambands íslands að koma henni á fót. Á þinginu var ekki tekin ákvörðun um hvort keppnin hæfist á þessu ári eða því næsta en samkvæmt könnun sem KSÍ hefur gert hjá félögum eru fleiri fylgjandi því að hefja keppnina á þessu ári. Snorri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að starfshópur hafi verið að vinna í þessu máli og mun hann leggja fram nið- urstöðu sína fyrir stjórn KSÍ á laugardag- inn. „Mér heyrist svona á þeim að það sé frek- ar líklegra heldur en hitt að deildabikar- keppnin hefjist á þessu ári,“ sagði Snorri við DV í gær. Gert er ráð fyrir því að keppnin hefjist í mars og standi fram í maí og hefur verið tal- að um að 36 lið taki þátt í keppninni, öll lið- in í 1., 2. og 3. deild auk liða sem komust í úrslit í 4. deildinni í sumar. -GH NBA í nótt: Gott hjá Phoenix Larry Johnson hjá Charlotte reynir hér körfuskot en til varnar en Theo Ratliff leikmaður Detroit. Fimm leikir voru í NBA í nótt og urðu úrslitin þannig: Toronto-Atlanta 79-87 .Charlotte-Detroit 93-95 Indiana-Milwaukee 96-88 Golden State-Phoenix 106-111 LA Clippers-Minnesota 109-89 Reggie Miller skoraði 24 stig fyrir Indiana og Dale Ellis 21 en Vin Baker var með 23 stig fyrir Mil- waukee. Allan Houston skoraði 26 stig fyr- ir Detroit en hetja liðsins var Joe Dumars sem skoraði úr þremur vítaskotum á lokasekúndunum og tryggði Detroit sigur. Mookie Blaylock skoraði 24 stig fyrir Atlanta og Stacey Augmon 15 en nýliðinn Damon Stoudamire 18 fyrir Toronto. Elliot Perry skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Wesley Person 18 en lið- ið var hálfvængbrotið í leiknum og aðeins með átta menn. Mikil meiðsli herja á Phoenix og er Charles Barkley einn þeirra sem Phoenix saknaði en það kom ekki að sök að þessu sinni. Joe Smith skoraði 28 stig fyrir Golden State og Latrell Sprewell 23. LA Clippers vann sinn fjórða sig- ur i röð. Loy Vaught skoraði 18 stig fyrir Clippers en Christian Laettner var með 24 stig fyrir Minnesota. -GH Knattspyrna: Pólverji til liðs við Bochum Pólverjinn Andrej Rudy hjá Köln er genginn í raðir Bochum, lið Þórðar Guðjónssonar í þýsku 2. deildinni. Bochum leigir leik- manninn fram í júní en ákvæði eru í samningnum um að Boch- um geti keypt hann eftir leigu- tímann. City vill þriðja Þjóðverjann Manchester City ætlar sér að bæta við þriðja Þjóðverjanum í lið sitt. Nú hefur félagið boðið í Uli Borowka hjá Bremen en sá galli er á gjöf Njarðar að Borowka er á samningi fram í júní. Samt sem áður vill hann ólmur komast til Englands og spila með félögum sínum og samlöndum, þeim Uwe Rösler og Eike Immel. Albani kominn til Herthu Berlín Þýska 2. deildar liðið Hertha Berlín, lið Eyjólfs Sverrissonar, hefur fengið albanska landsliðs- manninn Altin Rrakli á leigu út þetta tímabil. Liði Herthu hefur gengið illa í deildinni og ætlar sér greinilega að koma sterkara til leiks þegar seinni hluti keppnistímabilsins hefst. Keegan neitað um að fá Papin Þýska knatt- spyrnufélagið Bayern Múnch- en hafnaði í gær beiðni Kevins Keegans, fram- kvæmdastjóra Newcastle, um að fá franska sóknarmanninn Jean-Pierre Papin að láni til vorsins. Papin hefur átt erfitt uppdráttar hjá Bayern, en félag- ið vill samt hafa hann í leik- mannahópnum út tímabilið. Kári með ÍA frá byrjun Kári Steinn Reynisson, leik- maður með ÍA og 21-árs lands- liðinu, verður með Skaga- mönnum frá byrjun íslands- mótsins í vor. Kári er kominn heim frá námi í Bandaríkjunum, mun fyrr en áætlað var. -DÓ Næsti landsliösþjálfari Englands: Keegan neitar - Gerry Francis talinn líklegastur Kevin Keegan, ffam- kvæmdastjóri Newcastle, var fljótur að kveða niður þann orðróm að hann væri inni í myndinni sem næsti landsliðsþjálfari Englendinga í knatt- spyrnu í staö Terry Venables sem ákveðið hefur að láta af störfum eftir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í sumar. „Ég er hins vegar mjög ánægður með að hafa verið nefndur til sögunnar í þetta starf. Ég gerði 10 ára samning við Newcastle fyrir tveimur árum þannig að það er óhætt að stroka nafn mitt út af listanum,“ sagði Kevin Keegan við fréttamenn í gær. „Það er alveg á hreinu að ráðinn verð- Keegan - neitar Francis - líklegur ur Englendingur í stöðu landsliðsþjálfara. Við getum sagt að Jo- han Gryuff og Franz Beckenbauer gætu vel komið til greina en það yrði þá í algjörri neyð,“ sagði Alan Kelly, for- seti enska knattspyrnu- sambandsins. Veðbankar á Englandi eru farnir að spá fyrir um það hver hreppir hnossið og að þeirra mati er Gerry Francis, stjóri Tottenham, sá líklegasti en líkurnar eru 3/1. Samningur Francis við Tottenham rennur út eftir tímabilið. Bryan Robson þótti liklegur en hann gaf það frá sér í gær og það sama gerði Ray Wilkins sem nefndur var til sögunnar af mörgum. Stærsti Lottó-vinnmgur frá upphafi á einn miða Jit fuutún^u' Síðastliðinn laugardag vann heppinn Árnesingur rúmlega 24 milljónir króna í Lottóinu. Fjórar fjölskyldur skipta með sér vinningnum. Næsta laugardag getur pú bæst í hóp Lottó-milljónamæringa! ATH! Hæsti vinningur í Víkingalottóinu á íslandi var rúmlega 39,5 milljónir króna, þann 20. apríl 1994. -vertu viðbúimw vinningi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.