Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Fréttir Frumvarp um breytingar á sáttastörfum í vinnudeilum í buröarliönum: Vekur olgu innan verka- lýðshreyfingarinnar - samþykkjum frumvarpsdrögin ekki óbreytt, segir Benedikt Davíðsson „Þetta er ekki sameiginlegt frá nefndinni heldur bara fyrstu hug- myndir sem settar eru á blað og við munum ekki samþykkja frumvarp- ið eins og það liggur fyrir þama,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, um frumvarpsdrög um breyt- ingar á lögum um sáttastörf í vinnu- deilum og verkföll. Það er vinnu- hópur sem félagsmálaráðherra skip- aöi í október 1994 til að fjalla um samskiptareglur á vinnumarkaði. Benedikt á sæti í þessum hópi. „Hér er bara um vinnuplagg að ræða sem er enn til umræðu í hreyf- ingunni. Við hjá BSRB höfum ekki tekiö afstöðu til þess en munum gera það á fundi 2. febrúar næst- komandi. í mínum huga er það al- gert grundvallaratriði að það sé ekkert fest i lög annað en það sem breið lýðræðisleg samstaða er um í þessum málum,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, en hann á líka sæti í vinnuhópi félagsmál- ráðuneytsins. Þetta mál hefur verið kynnt inn- an Alþýðusambandsins og hefur DV heimildir fyrir því að vaxandi ólga sé nú innan ASÍ vegna þessara frumvarpsdraga. Það sem fer mest fyrir brjóstið á mönnum er þrennt. í fyrsta lagi er verkalýðshreyfing- unni gert skylt að vera tilbúin með kjarakröfur sínar þremur mánuð- um áður en kjarasamningar renna út. Gera skal viðræðuáætlun sem fara ber nákvæmlega eftir. Og sam- kvæmt frumvarpinu er talað um heildarsamtök, óskilgreint, sem komi fram og annist samninga fyrir verkalýðshreyfinguna alla. Þar með Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. hefði hvert verkalýðsfélag fyrir sig sama og ekkert að segja um mótun kjarakröfunnar og cillt sem heitir sérkjara- eða landshlutasamningar væru fyrir bí. I annan stað vekur óánægju stór- aukið vald ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögur. Hann getur hvenær sem honum sýnist, eftir að kjarasamningur er útrunn- inn og kjaraviðræður hafnar, lagt fram miðlunartillögu og það til fé- laga eða sambanda sem ekki eiga saman í deilu. Það er ekki skilyrði að samningaviðræður séu komnar í strand. Þá er verkfallsréttur stéttarfélaga skertur umtalsvert verði þetta frumvarp að lögum. Það er ekki hægt að boða til verkfalls nema „viðræður hafi átt sér stað um fram- lagðar kröfur eða að leitað hafi ver- ið eftir viðræðum í samræmi við viðræðuáætlun og að milligöngu sáttasemjara hafi auk þess verið leitað til lausnar deilu, allt í sam- ræmi við tímasetningar í viðræðuá- ætlun,“ eins og segir í frumvarps- drögunum. Þar má nefna að trúnaðarmann- aráð félaga getur ekki ákveðið verk- fall heldur þarf „fullan helming at- kvæða og tiltekið hlutfall atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá hlutaðeigandi félags í skriflegri og leynilegri kosningu," eins og segir í frumvarsdrögunum. Mikil umfjöllun fer nú í gang inn- an verkalýðshreyfingarinnar og má búast við hörðum viðbrögðum við frumvarpinu víða. -S.dór Frumvarp um breytingar á lögum um sáttastörf og vinnudeilur: Menn geta farið í stríð vegna þessa ef þeir vilja - segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra „Ég veit að menn hafa verið að teygja sig nokkuð langt til að halda þessum vinnuhópi saman. Ef ein- hverjir ætla út úr honum og vilja fara í stríð vegna þessa máls þá geta þeir það svo sem. En varðandi óá- nægju innan verkalýðshreyflngar- innar með frumvarpsdrögin þá hlustum við auðvitað á athugasemd- ir,“ sagði.Páll Pétursson félagsmála- ráðherra þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að leggja fram frumvarpið til laga um breytingu á lögum um sáttastörf í vinnudeilum og verkfóll, sem samið er af vinnu- hópi sem félagsmálaráðherra skip- aði, vitandi um þá óánægju sem komin er upp innan verkalýðshreyf- ingarinnar vegna frumvarpsins. Hann var spurður hvort hann ætlaði að láta þá miklu þrengingu til verkfallsboðunar, sem í frum- varpsdrögunum er, standa? „Það er svo sem ekki verið að taka verkfallsréttinn af en það er rétt að hann er ekki eins skjótvirk- ur og áður samkvæmt frumvarps- drögunum, það er alveg rétt. Það er alveg óþolandi að smáhópar eins og mjólkurfræðingar, flugumferðar- stjórar eða aðrir slíkir hópar geti lamað allt þjóðfélagið. Ef verkalýðs- hreyfmgin telur sig ekki ná því sem hún 'ætlar sér nema með verkfalls- aðgerðum þá á það að vera víðtæk samstaða þar um en ekki að há- launaklíkur eða smáhópar geti lam- að þjóðfélagið þegar þeim þóknast," sagði Páll. Hann segir að verkalýðshreyfing- in sé að tala um að setja baknefnd í málið sem ætli að gefa sér góðan tíma. „Hún verður að haska sér og taka fljótt ákvörðun um hvort hún eða verkalýðshreyfmgin ætlar að vera með eða ekki og segja til um hvaða breytingar hún vill sjá. Ég hef enga löngun til að setja þetta mál til gísl- ingar hjá þessari baknefnd verka- lýðshreyfingarinnar. Ég er ákveö- inn í að fá frumvarpið samþykkt Páll Pétursson félagsmálaráðherra. fyrir vorið. Hvort þetta er endanlegt frumvarp skal ég ekki segja um enda má spyrja hvenær eitthvað sé endanlegt í pólitík," sagði Páll Pét- ursson. -S.dór Dagfari Fjármálasnillingur flýr land Atgervisflóttinn heldur áfram. Nýjasta tjónið á því sviði er flótti Vatnsberans sem er týndur og tröllum gefinn þrátt fyrir ítarlega leit lögreglunnar. Það er mikill skaði að brotthvarfi þessa manns, enda hafði hann getið sér gott orð í bransanum og var orðinn víðfrægur fyrir snilli sina að búa til peninga úr engu. Það eru ekki margir sem hafa slika eiginleika og þjóðin er fá- tækari á eftir ef það er raunin að Vatnsberinn er horfinn sporlaust. Laun heimsins eru vanþakklæti. Ferill þessa manns er einstakur. Hann stofnaði fyrirtæki um sölu á íslensku vatni. Hann gerði samn- inga við erlenda aðila og lagði fram áætlanir um milljarðaveltu. Hann réð fólk til starfa og skapaði mikla veltu. Hann fékk sérstaka fyrir- greiðslu í Hafnarfirði enda Hafn- firðingar frægir fyrir að tileinka sér nýjungar. Sérstaklega ef enginn annar hefur trú á þeim. Þeir eru alltaf að afsanna húmorinn í hafn- firsku bröndurunum. Nema hvað, að auðvitað borga menn virðisaukaskatt af svona um- svifum og þeir taka innskatt og fá borgaðan útskatt og kerfið var allt á fleygiferð vegna athafna þessa Vatnsbera. Það vantaði ekki umsvifin og það vantaði ekki kúnnana og það eina sem vantaði var að koma vatninu í verð. Ekki er þó orð á því gerandi því bisnessinn var í góðu lagi og alltaf bættust nýir kaupend- ur í hópinn og að lokum var vel- gengni Vathsberans slík að menn fóru að gera athugasemdir og öf- undast út í athafnir fyrirtækisins og heimtuðu að skuldir væru gerð- ar upp þegar allir máttu sjá að þetta var rosaleg arðsemi og það vantaði ekkert upp á aö Vatnsber- inn blómgaðist nema sölu á því vatni sem Vatnsberinn ætlaöi að selja. Auðvitað gátu menn ekki unnt Vatnsberanum þess að ná til sín markaðnum og svo fór að Vatns- berasnillingurinn var dæmdur og hnepptur í fangelsi en það segir mest tfi um athafnasemi þessa manns að hann hélt áfram að skrifa virðisaukaskattsreikninga eftir að hann var lokaður inni á Litla-Hrauni. Sagan segir að hann hafi náð út úr ríkissjóði samtals þrjátíu og átta milljónum í endur- greiddum virðisaukaskatti og geri aðrir betur. Það er auðvitað ekki orð á því gerandi þótt menn skrifi reikninga á rikið fyrir 38 milljónir enda lítil viöskipti í samanburði viö ýmis- legt annað og það mega fangelsis- og dómsmálayfirvöld eiga að þau voru ekki að flýta sér að stinga Vatnsberanum inn fyrir þetta lítil- ræði. Fangelsin eru líka yfirfull af smákrimmum sem stela miklu lægri upphæöum og þegar menn eru á annað borð stórtækir og fá al- varlega dóma skiptir það máli í lífi þeirra hvenær þeir sitja dómana af sér. Og svo var um Vatnsberann að hann hafði ekki haft tíma til að láta loka sig inni í fangelsi og vildi koma skikki á umsvif sín og at- hafnasemi áður en hann væri sett- ur bak við lás og slá. Þess vegna gekk hann laus svo lengi sem hann óskaði og svo voru menn sjálfsagt að gera sér vonir um að hann skil- aði þessum þrjátíu og átta milljón- um við fyrsta hentuga tækifæri og til þess þurfa menn að ganga laus- ir ef þeir eiga að geta greitt skuld- ir sínar. Svo kom að því að Vatnsberinn var vinsamlega beðinn um að mæta í fangelsið á tilteknum tíma og það var að sjálfsögðu ókurteisi og tillitsleysi sem jafn snjall og hugmyndaríkur maður og Vatns- berinn lætur ekki bjóða sér. Hann sá að þjóðfélagið kunni ekki að meta hann og lét sig hverfa. Hann flúði land, misskilinn og vanmet- inn, og þjóðin hefur séð á eftir ein- um af sínum bestu sonum, fyrir það eitt að hann fékk ekki tíma til að standa skil á þrjátíu og átta milljónum króna í virðisauka sem hann hafði skapað með framtaki sínu. Og einu litlu reikningshefti. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.