Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 13 Smábátar vistvæn veiðarfæri Það er óhætt að segja aö það hef- ur aldrei verið meiri óvissa um framtíð þeirrar atvinnu sem kall- ast handfæraveiðar en nú er. Á sama tima og stjórnvöld leggja mikla áherslu á að stöðugleiki og festa sé nauðsynleg til að atvinnu- lífið þróist í rétta átt er hringlað fram og aftur með ákvarðanir um atvinnumöguleika trUlusjómanna. Þrjú kerfi í gangi Árið 1991 voru allmargir bátar milli 6 og 10 tonn settir á afla- mark. Þeir hafa síðan mátt sæta ótrúlegum skerðingum, eða allt upp í 70-80% á fimm árum. Fæstir gátu haldið atvinnunni með því móti, nokkrir reyndu að bjarga sér með þvi að veiða fyrir aðra með tonn á móti tonni aðferðinni. Þannig gátu þeir tvöfaldað sitt rýra aflamark. Aðrir fóru í línuút- Kjallarinn Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrv. alþingiskona Kvennalistans „Færaveiðar hljóta að fylgja fiskgengd- inni. Ef lítið er af fiski þá veiðist hann ekki á færin, svo einfalt er það. Þar þarf því ekki aðra stjórnun en þá sem veður og fiskigöngur sjá um.“ gerð samhliða handfæraveiðunum og náðu þannig í einhverja auk- ingu. Á síðasta ári voru hástemmdar yfirlýsingar gefnar fyrir kosning- ar um breytingar til hagsbóta fyr- ir trillukarla, en endaði með laga- setningu sem gekk þvert á kosn- ingaloforðin. Nú eru því í gangi þrjú stjórnkerfi fyrir smábáta, þ.e. þeir sem fengu kvóta 1991, smábát- ar sem fengu úthlutað kvóta 1995 með dagatakmörkunum og þeir sem eru á sóknarmarki með daga- takmörkunum og háðir sameigin- legu aflamarki. Ekki botnfisksryksugur Það hefur nú verið þjarmað svo að þeim mönnum sem stunda veið- ar á smábátum að með ólikindum er. í raun má segja að um mann- réttindabrot sé að ræða. Breyting á lögum um fiskveiðistjórnun, sem gerð var sl. vor, mun gera endan- lega út af við mikinn fjölda þeirra sem haft hafa atvinnu af þessari útgerð. Sú leiðrétting sem fram fór nú fyrir jól er aðeins dropi í hafið. Að þessi lagasetning skuli fara fram undir þeim formerkjum að verið sé að vernda fiskstofna er slík fásinna að engu tali tekur. Hvenær hefur fiskstofni verið eytt með krókaveiðum? Var það orsökin fyrir eyðingunni á Ný- fundnalandsmiðum? Eða minnk- andi þorskgengd við ísland? Ef það var vegna ofveiði þá er öruggt að það voru ekki handfærin og lín- an sem þar áttu sök á, heldur stór- virkari veiðarfæri. „Hvenær hefur fiskstofni verið eytt með krókaveiðum?" spyr greinarhöf- undur. Aukin þorskgengd Við íslendingar eru fiskveiði- þjóð og þurfum á að halda góðum sjómönnum. Oft byrja menn sinn feril á sjónum sem smábátasjó- menn. Þar fá þeir æfingu og áhug- inn vaknar. Er það virkilega stefna stjórnvalda að þessi útgerð- arflokkur eigi engan rétt til at- hafna? Aðrar þjóðir láta þennan útgerð- arflokk fá aukna hlutdeild í veið- unum umfram aðra þegar fisk- stofnar vaxa. Það er gert vegna þess að þessi veiðarfæri eru lífrík- inu vinsamleg. Það veiðir enginn fisk á línu ef hann bítur ekki á. Færaveiðár hljóta að fylgja fisk- gengdirini. Ef lítið er af fiski þá veiðist hann ekki á færin, svo ein- falt er það. Þar þarf því ekki aðra stjórnun en þá sem veður og fiski- göngur sjá um. Og stjórnvöld geta takmarkað fjölda báta með útgefn- um veiðileyfum. í allt haust hefur verið mikil aukning í þorski á miðunum við landið. Þorsktorfan sem síðustu fréttir bárust af á Halamiðum, gæti verið á bilinu 600-1200 þús- und tonn og þó vægt reiknað. En á meðan eru skipin á flótta undan þorskinum og að herjast við að veiða grálúðu og karfa, sem allt bendir til að séu í hættu vegna of- veiði. Og smábátunum allar bjarg- ir bannaðar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Sveinn hleypur burt - og kennir öðrum um Vegna rangra og villandi frétta um brotthlaup Sveins Sæmunds- sonar úr stöðu formanns Skotsam- bands íslands er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Fréttir hafa birst um meintan ógeðfelldan málarekstur minn gegn skotsambandinu. Ég kannast ekki við neinn ógeðfelldan mála- rekstur minn, en tel það aftur á móti ógeðfellt að skrökva því í fjöl- miðlum að ég hafi kært úrslit og framkvæmd fjölda móta. Ég hef aldrei kært úrslit úr einu einasta móti og hef aðeins einu sinni kært framkvæmd á móti. í því kærumáli fékk ég fullan stuðn- ing, skv. bréfi, hjá enskum og dönskum skotdómurum, en engan hjá íslenskum dómurum sem eru hliðhollir skotsambandinu. Ófullkomin skrá skotsambandsins Fundurinn í nóvember með Stefáni Konráðssyni var ekki sáttafundur. Hann hafði upphaf- lega verið ákveðinn sem viðræðu- fundur við Stefán einan um ís- landsmet. Skotsambandið hafði hafnað sáttafundi áður. Skotsambandið hefur ekki vilj- að fara eftir tillögu frá formanni dómstóls ÍBR um að leggja deilu- málin fyrir nefndir innan sam- bandsins. Skotsambandið hefur ekki gefið út skrá yfir íslandsmet síðan i maí Kjallarinn Carl J. Eiríksson rafmagnsverkfræðingur 1992. í henni eru skráð úrslit sem aldrei hafa verið met og þar vant- ar mörg met. Vorið 1993 vann ég titilinn „Bik- armeistari íslands 1993“ • í riffil- skotfimi. Þessi titill var samt veitt- ur öðrum manni. Þetta álít ég vera hreint íþróttasvindl. Síðan í árs- byrjun 1993 hef ég unnið gullverð- laun á öllum mótum sem ég hef tekið þátt í í þessari grein, en það eru 20 mót. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort sé ógeðfelldara, kæra fyrir svindl eða svindlið sjálft. I tæp þrjú ár hafa margir reynt að fá úrslitin úr landsmóti skot- sambandsins í riffilskotfimi sem fram fór i janúar 1993. Skotsam- bandið vill ekki birta úrslitin. Fyrir fram upphugsað? Skotsambandið hefur gefið út bók sem heitir „Úrslit móta 1979- 1992“. í henni eru margar villur, sumar mjög grófar, sem skotsam- bandinu var fullkunnugt um en vildi ekki leiðrétta. Skotsambandið rak mig úr landsliði íslands í skotfimi um 1993 fyrir engar sakir og án þess að tilkynna brottreksturinn. Miklu lakari keppendur voru síð- an sendir til keppni til útlanda á stórmót 1993 og 1994. Axel Sölvason, dómari skotsam- bandsins, virðir ekki alþjóðaregl- ur þegar hann dæmir skotskífur. Bæði hann og Sveinn Sæmunds- son hafa sagt keppendum til um keppnisreglur sem reyndust vera rangar og tilbúningur þeirra. Greinilegt var að ekkert lát varð á einelti skotsambandsins við til- komu Sveins Sæmundssonar í for- mannsstöðuna. í stað þess að lagfæra ósköpin þá þykir Sveini nú þægilegra að hlaupa burt og skella sök á mig fyrir „bréfaskriftir og klögumál" sem skotsambandið sjálft er or- sakavaldur að. Hann vill ekki mál- efnalegar viðræður. Hugsanlegt er að kosning Sveins til formanns og afsögn hans nú hafi verið fyrir fram upphugsað ógeðfellt ráð svo að kenna mætti mér um brott- hlaup hans. - Hver átti sökina þeg- ar Sveinn hætti störfum hjá Flug- leiðum? Carl J. Eiríksson „Síðan í ársbyrjun 1993 hef ég unnið gull- verðlaun á öllum mótum sem ég hef tekið þátt í í þessari grein, en það eru 20 mót. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort sé ógeðfelldara, kæra fyrir svindl eða svindl- ið sjálft.“ Arnar Sigurmunds- son, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva Með og á móti Sérhæft erlent vinnuafl verði flutt til íslands Meömæltur „Ég er með- mæltur inn- flutningi á er- lendu vinnu- afli upp að ákveðnu marki ef það vantar fólk til starfa og um er að ræða sér- hæfð störf þar sem verkkunn- áttan er til staðar erlendis og við þurfum að byggja hana upp hér á landi. Við hjá Samtökum fisk- vinnslustöðva viljum að sjálf- sögðu fá íslendinga til vinnu. Það er grundvallaratriðið að leita fyrst til hlítar að íslending- um í vinnu. Okkur finnst ákaf- lega einkennilegt þegar 5.000-6.000 manns eru á atvinnu- leysisskrá á íslandi hve illa gengur að fá 100-200 manns til vinnu á ákveðnum stöðum. Aft- ur á móti eru sums staðar biðlistar að komast til vinnu í fiski. Þegar fiskvinnslufyrirtæki standa frammi fyrir því að það vantar fólk er oftast byrjað á því að athuga innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Hingað hafa til dæmis komið Portúgalar. Síðan hafa menn farið út fyrir EES og fengið Pólverja, Nýsjálendinga og jafnvel Ástrala til vinnu. Löng hefð er fyrir þessu og yfir- leitt góð reynsla líka. í tifelli til dæmis ígulkera- vinnslu finnst mér sjálfsagt að heimila upp að ákveöpu marki innflutning á erlendu vinnuafli þó að ekki sé nema til að kenna okkur réttu handtökin og fylgj- ast með vinnslunni í ákveðinn tíma. Að sjálfsögðu yrði að greiða fólkinu sömu laun og ís- lendingum. Um annaö er ekki að ræða.“ Ekki boðlegt „Þegar inn- i-.. flutningur er á erlendu vinnu- afli er spurn- ing af hverju er verið að flytja vinnu- aflið inn. Er það vegna þess að almennt er þörf á fólki til Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ starfa á vinnu- markaði? Eða er það vegna þess að viðkomandi býr yfir þekkingu, hæfni eða reynslu sem er mikilvæg fyrir ís- lenskan vinnumarkað að fá? Með innflutningnum væri þá hægt að miðla þekkingunni þannig að hún yrði varanleg hér og hefði áhrif á atvinnustarfsem- ina. Auðvitað búa útlendingar oft yfir þekkingu og reynslu sem ekki er hér en eðlilegt er að flytja inn. Það byggist þá á því að um sé að ræða yfirfærslu á þekkingu, ekki að einstaklingar séu fluttir inn og út aftur og þekkingin sé bundin við þá eina. Umræðan þessa dagana virð- ist ekki snúast um þetta þó að menn reyni að gera málið eitt- hvað merkilegra með því að tala um erlent sérhæft vinnuafl. í þessu dæmi á Suðurnesjum þá virðist okkur fyrst og fremst vera þama um atvinnufyrirtæki að ræða sem ekki fá íslendinga til starfa vegna þess að þau skapa fólki léleg kjör eða lélegar vinnuaðstæður. Á þessum vanda verður að taka. Engin lausn felst i því að flytja inn útlendinga sem eru tilbúnir til að búa við þau kjör sem við teljum ekki forsvar- anlegt að bjóða mönnum upp á.“ -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.