Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centoim.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centnjm.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ósamkeppnishæft ísland . Engin haldbær skýring hefur fengizt á launamun starfsfólks í fiskvinnslu á íslandi og í Danmörku. íslend- ingar halda áfram að streyma til Danmerkur til að lifa eðlilegu lífi af venjulegum daglaunum í fiskvinnslu. Þar eru launin tvöfalt hærri en þau eru hér á landi. Ekki stafar munurinn af því, að íslendingar séu svo latir eða þannig gerðir af náttúrunnar hendi, að þeir geti ekki unnið í verksmiðjum. Þeir hafa getið sér gott orð í fiskvinnslu í Danmörku og vakið athygli ráðningarstjóra á, að gott sé að hafa íslendinga við störf. Þegar sama fólkið fær svona misjöfn laun eftir því í hvaða landi það starfar, hlýtur orsakanna að vera leita annars staðar en hjá starfsfólkinu. Ef afköst í íslenzkri fiskvinnslu eru eins lítil og látið er í veðri vaka, hlýtur orsökin að felast í misheppnaðri stjóm á vinnunni. Lauslegar athuganir benda ekki til, að dönsk fisk- vinnsla geti borgað svona há laun af því að hún fái fisk- inn inn í hús á lægra verði en íslenzk flskvinnsla fær hann. Þvert á móti er ástæða til að ætla, að danska vinnslan verði að greiða heldur hærra verð. Ýmsar ytri aðstæður vinnslunnar eru sennilega betri í Danmörku en hér. Frægt varð til dæmis fyrir nokkrum árum, þegar kom í ljós, að rafmagn var dýrara í vatns- orkulandinu íslandi heldur en í Danmörku, sem verður að kaupa mikið af sinni raforku frá útlöndum. Raunar er verðugt verkefni fyrir samtök atvinnulífs- ins að láta mæla þennan mismun á ýmsum sviðum. Slíkt getur aukið þrýsting á viðkomandi stjórnvöld og þjón- ustuaðila að bæta rekstur sinn til þess að ná samanburð- arhæfni gagnvart hliðstæðum aðilum erlendis. Meðan þetta hefur ekki verið rannsakað á fullnægj- andi hátt verður haft fyrir satt, að samanlögð áhrif slíkra ytri aðstæðna fiskvinnslunnar í landinu, eins og raunar annars atvinnulífs, séu ekki svo mikil, að þau geti skýrt tvöfalt hærri laun í Danmörku en hér á landi. Ekki hefur heldur verið sýnt fram á, að skattar fyrir- tækja séu hærri hér á landi en í Danmörku. Því er raun- ar haldið fram, að samanlagðir skattar á atvinnurekstur vegi léttar hér á landi, alveg eins og skattar á almenning. Dönsk skattheimta sé nokkru meiri en íslenzk. Þegar frá eru taldir þeir áhrifavaldar, sem hér hafa verið raktir, hlýtur athyglin að beinast að stjóm og skipulagi fiskvinnslu. Eðlilegt er að telja íslenzk fisk- vinnslufyrirtæki vera mun lakar rekin en dönsk og því ekki geta keppt við hin dönsku í launakjörum starfsfólks. Ef vandinn er greindur og staðsettur, er unnt að ráð- ast til atlögu gegn hinum gölluðu þáttum. Þá er til dæm- is hægt að bæta skipulag fiskvinnslufyrirtækja eða breyta fjárfestingar- og skuldsetningarstefnu þeirra eða skipta út aðferðum við yfirstjórn og verkstjórn. Ekki þarf að útskýra, hversu mikilvægt það er fyrir þjóðfélagið, að skýringar finnist á lélegum kjörum í fisk- vinnslu og raunar öðrum atvinnugreinum. Eina leiðin fyrir ísland til að vera samkeppnishæft við útlönd er að hafa svipaða framleiðni vinnu og fjármagns og þau. Vaxandi landflótti sýnir berlega, að töluvert skortir á, að ísland sé samkeppnishæft við útlönd. Fólk greinir hins vegar á um, hvernig á þessu standi. Við þurfum að komast af þessu frumstigi ágreinings um orsakir og kom- ast í aðstöðu til að leysa skilgreind verkefni. Atvinnuvegir og þjóðmálaöfl þurfa að taka saman höndum við að flnna aðgerðir til að gera ísland sam- keppnishæft og draga þannig úr líkum á landflótta. Jónas Kristjánsson Botnfisk- kvóti, tonn Hlutfall % Árlegt verð Grandi hf. Útgfél. Akureyringa hf. Samherji hf. Fiskiðjan Skagfirðin ir hf. Haraldur Éöðvars? Síldarvinnslaru Vinnslustöt ísfélag' Miðné Samtals 79.858 31,06 7.587 ÍPV Kvótahæstu útgerð- irnar 1995-1996 Þetta er yfirskrift á snoturri töflu skreyttri fallegum þorskum í „Úr verinu" í Mbl. 3ja þ.m. og sýn- ir botnfískkvóta 10 hæstu útgerð- anna í þorskígildum og hlutfall af heildarkvóta alls landsins á þessu yfirstandandi fiskveiðiári. Það er nokkuð einkennandi fyrir fjöl- miðla landsins að svona upplýs- ingar eru birtar án frekari umfjöll- unar. Það spillir árangrinum að fjölmiölamenn koma sér undan að draga ályktanir af fréttum og láta það öðrum eftir, einkanlega þegar um pólitísk mál er að ræða. Vannýting og óhagkvæmni Þessar upplýsingar fjalla þó um grundvöllinn undir atvinnu lands- manna og þar með um framtíð byggðar í landinu, og því vil ég hér birta þessa töflu á ný, með þeirri viðbót að árlegir leigukvót- ar eru reiknaðir á gildandi verði fyrir þorsk 95 kr/kg og niðurstað- an í milljónum króna: Samtals hafa þannig þessi 10 kvótastærstu útgerðarfyrirtæki landsins, sem öll eru búin út- hafsveiðitogurum, fengið úthlutað um 80.000 tonna kvóta í fiskilög- sögunni að verðmæti 7.587 milljón- ir króna á þessu fiskveiðiári. Heildarbotnfiskkvótinn nemur um 250.000 tonnum af öllum tegundum og þar af þorskur um 160.000 tonn. Botnfiskkvóti þessara 10 út- hafsveiðifyrirtækja samsvarar þannig um helmingi alls þorsk- kvótans. Nærri liggur því að spyrja hvort það geti verið þjóðhagslega hag- kvæmt að nota stærstu og dýrustu úthafsveiðiskip landsins til veiða innan fiskilögsögunnar og með því takmarka veiðar allra landróðra- báta, sem leggja afla sinn á land til vinnslu? Er þessi opinbera „óhag- Kjallarinn Onundur Asgeirsson fyrrverandi forstjóri Olís Otrúleg skammsýni Nú kemur talsmaður fisk- vinnslustöðvanna í landi fram og lýsir því yfir að fiskvinnslan sé rekin með stórfelldu tapi, og áætl- ar það 4,5 milljarða á þessu árl og krefst opinberra aðgerða. Samtím- is koma fram þrír forstjórar stærstu útgerða djúpveiðitogara sem segjast sleppa aðeins við tap- rekstur með stöðugri hagræðingu í veiðum og vinnslu, en orðið „hagræðing" er notað sem blekki- orð í fjölmiðlum gagnvart almenn- ingi til að réttlæta rangláta stjórn- arstefnu í fiskveiðum. Hagræðing í fiskvinnslu um borð er á kostnað veiða landróðrabáta og vinnslu í landi. Rétta svarið við þessu er að hætta að úthluta kvótum til djúp- veiðiskipa og gefa veiðar með vist- vænum veiðarfærum frjálsar í Hagræðing í fiskvinnslu um borð er á kostnað veiða landróðrabáta og vinnslu. Rétta svarið við þessu er að hætta að út- hluta kvótum til djúpveiðiskipa og gefa veiðar með vistvænum veiðarfærum frjáls- ar í fiskilögsögunni. ræðing" leyfileg? Þetta er það sem menn hafa verið að framkvæma með kvótakerfí framsóknarmanna frá þvi 1984. Árangurinn er öllum orðinn augljós fyrir löngu. Þessu fylgir vannýting og óhagkvæmni fyrir allan landróðraflota landsins, óhagkvæmni fyrir vinnslustöðvar í landi, eyðing fiskiþorpanna vegna atvinnuleysis og landflótti fiskvinnslufólks. Þetta er ófögur mynd en því miður sönn. fiskilögsögunni. Einmitt núna, þegar smávegis þorskgengd er á miðin, hentar að gera þetta. Þannig myndu hrygningarstöðv- arnar geta fengið langþráðan frið, sem yrði til uppbyggingar stofns- ins til frambúðar. Það er ótrúleg skammsýni að láta togaraflotann vera að skarka á öllum miðum meðan á hrygningartímanum stendur. Önundur Ásgeirsson Skoðanir annarra Algjör viösnúningur „Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir 500 milljóna króna halla á næsta ári. Það er alveg sama hvaða mælistikur menn vilja leggja á slíka niðurstöðutölu, það er verið að tala um algjöran viðsnúning í fjármálum þessa stærsta sveit- arfélags landsins og hér er um að ræða minnsta halla á borgarsjóði á þessum áratug. Borgarstjóri hefur skýrt þessa ánægjulegu breytingu með því að tekist hafi að stöðva sjálfvirka útgjaldaaukningu milli ára með aðhaldi og sparnaði á öllum sviðum.“ Úr forystugrein Tímans 20. janúar. Biölistar „Ef til þess kemur, að beita þurfi forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni í framtíðinni, þá á að for- gangsraða verkefnum en ekki einstökum sjúkling- um. En fyrst og fremst verður það að vera alger for- gangskrafa, að þjónusta hins opinbera heilbrigði- skerfis sé jafn aðgengileg fyrir alla þegna þjóðfélags- ins, að þar verði ekki forgangsraðað eftir efnahag.“ Guðmundur Helgi Þórðarson í Mbl. 20. janúar. Kirkjan í upphæðum „Það er mín skoðun að þótt stjórnarskrárverndin sé afnumin og hin beinu rikisframlög einnig þá geti lútersk-evangelíska kirkjan áfram verið yfirburða trúfélag á íslandi. Til að halda uppi safnaðarstarfi og launa prestum eiga sóknargjöldin að duga og vel það og væri sök sér ef þau hækkuðu enn eitthvað í nafni raunverulegs trúfrelsis. Frá 1985 hefur þjóðkirkjan fengið um einn milljarð króna á ári í sóknargjöldum. Hingað til hafa sóknirnar nær undantekningarlaust farið þjösnalega með það fé.“ Friðrik Þór Guðmundsson i Mbl. 20. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.