Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 36
ÚlHt Lérrfj«aaðí' landsmenn igAju&.næstti dögum tekið fiwari&autana M muni því ekRfvaðfflýÉBþ'aelg þaö sem eftir llfir viKunrrar eins og þessi dfenguPgérði í gær. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar í morgun er gert ráð fyrir kaldri vest- lægri átt um allt land fram á DV-mynd BG laugardag. FR ETTAS KOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í -- -síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1996 Röntgentæknar: Vaktavinna tekin upp Eldur „fast- ur“ í húsi Notalegur eldur í arni varð til þess að slökkviliðið var í gærkvöldi kallað að húsi í Grafarvogi. Vegfar- endur höfðu séð glampa á glugga og töldu að eldur væri laus í húsinu. Þegar til kom reyndist þó aðeins skíðloga i'aminum og engin hætta var á ferðum. Ekki var slökkt í. -GK Fíkniefnaleit heldur áfram Lögreglan heldur áfram að leita uppi fikniefni og fíkniefnaneytend- ur í Reykjavík eftir að umfangsmik- il „rassía“ hófst um helgina. Af- skipti hafa verið höfð af tugum manna. Fíkniefni hafa fundist og neytend- ur hafa verið sektaðir. Þá hefur töluvert fundist af þýfi. Ætlunin er halda aðgerðum áfram næstu daga. -GK Utburður um mánaðamót „Það stefnir í að hann verði hor- inn út eftir mánaðamótin. Ég vona þó að lausn finnist áður en til að- gerða kemur,“ segir Andrés Valdi- marsson, sýslumaður á Selfossi, en hann hefur úrskurðað að Björgvin Valdimarsson, refabóndi á Hvoli í Ölfusi, verði að víkja af jörðinni nú um mánaðamótin. Ríkið átti jörðina en hún hefur nú verið seld. Björgvin segist ekki ætla að fara. Sýslumaður sagði að varla yrði ráðist í útburð á tilsett- um degi heldur þá enn reynt að ná samkomulagi um málið. Ef það tæk- ist ekki þá yrði að beita útburði. -GK HANN VIRÐIST HÁLFGERDUR REFUR ÞESSI! Samningamenn röntgentækna og Landspítalans hafa komið sér sam- an um drög að samkomulagi í deil- unni um uppsögn fastra yfirvinnu- tíma. Samkvæmt þeim verður tekin upp vaktavinna á röntgendeild og uppsögnin dregin til baka. Drögin verða væntanlega lögð fram á fundi með röntgentæknum í dag. Hljóti þau samþykki heíja röntgentæknar líklega störf á morg- un. „Við vorum að ganga frá drögum í gærkvöldi. Ég vona að samkomu- lag takist. Mér finnst vera góðar lík- ur á því,“ segir Sigrún M. Magnús- dóttir röntgentæknir. -GHS Viðhaldsstöð Flugleiða: I samningum um að skoða 20 Fokkera SAS Um 200 milljóna króna samningur DV Suðurnesjum: „Ef samningar takast þá verður þetta stói’samningur, sá stærsti sem við höfum gert. Um er að ræða skoðanir á flugvélum SAS. Við erum í samningaviðræðum við þá og það ræðst í næsta mán- uði hvort við fáum verkið," sagði Valdimar Sæmundsson, yfirmaður skipulags- og tæknisöludeildar viðhaldsstöðvar Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli, í samtali við DV. Flugleiðir hafa unnið fyrir SAS og þeir hafa verið ánægðir með verkin hjá viðhaldsstöðinni. Það er verið að semja um stórskoðun á 20 Fokkervélum og samkvæmt heimildum er um 200 milljóna króna samning að ræða. Það er hæsta upphæð sem rætt hefur ver- ið um í samningum við viðhalds- stöðina. Viðhaldsstöðin hefur getið sér gott orð og er mikið að gera þar. í stöðinni vinna um 200 manns, þar af 130 flugvirkjar. í maí og júní verða skoðaðar tvær Fokkervélar danska flugfélagsins Maersk Air og tekur skoðunin tvær vikur á hvora vél. -ÆMK — U Síldarviðræðurnar: Samstarf við Færeyinga semj ist ekki í Moskvu - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Ef það semst ekki á fundinum í Moskvu á morgun þá liggur fyrir pólitísk yfirlýsing mín og færeyska sjávarútvegsráðherrans um að við munum taka upp samstarf við síld- veiðamar með svipuðum hætti og í fyrra,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra í morgun. í fyrramálið hefst fundur Rússa, íslendinga, Færeyinga og Norð- manna um skiptingu aflakvóta norsk-íslenska síldarstofnsins. „Við byggjum okkar málflutning á skýrslu vísindamanna um dreif- ingu stofnsins. Við höfum hins veg- ar sagt að þangað til síldin tekur upp hið gamla göngumunstur, þurfi að finna bráðabirgðalausn, sem að- lögun að þeirri niðurstöðu. Síðan mun það væntanlega koma í ljós á fundinum í Moskvu á morgun hvað Rússar leggja til í málinu," sagði Þorsteinn. Samkvæmt þessari skýrslu, sem ráðherra vitnar í, eiga íslendingar rétt á 30 til 40 þúsund lesta síldark- vóta, miðað við aflareynslu. Þorsteinn sagði að eftir síðasta fund um skiptingu síldarkvótans hefði staðan verið þannig að Rússar lögðu til að gefinn yrði út bráða- birgðakvóti sem ákveðið hlutfall af kvóta hverrar þjóðar síðastliðið ár. Um það urðu allir sammála nema Norðmenn. Síðan hafa þeir gefið út einhliða kvóta sem er 725 þúsund lestir. Allir eru sammála um að æskilegt sé að takmarka síldveið- arnar við eina milljón lesta. Þorsteinn var spurður hvort hann ætti von á einhverri niður- stöðu á fundinum í Moskvu á morg- un? „Það er mjög erfitt að segja um það. Það eitt er víst að þetta verða flóknar og erfiðar viðræður," sagði Þorsteinn Pálsson. -S.dór ^ Viðar Egpertsson leikhússtjóri: Oljóst hversu mórgum verður sagt upp „Það er ekki ljóst á þessari stundu hve mörgum verður sagt upp. Það mun skýrast fyrir 1. mars. Það þótti tilhlýðilegt að auglýsa fastar stöður leikara og leikstjóra lausar til umsóknar, ekki síst þar sem leikhússtjóraskipti fara fram. Það hljóta að verða áherslubreyting- ar þegar nýr leikhússtjóri kemur til starfa," sagði Viðar Eggertsson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, í samtali við DV frá Helsinki í morg- un en hann hefur auglýst stöður leikara og leikstjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur lausar til umsóknar. Óvissa og ólga ríkir í Borgarleik- húsinu þessa dagana vegna starfs- mannahalds. Upplýst er að einum leikara hefur verið sagt upp, Guð- mundi Ólafssyni, en hann er sá eini með sex mánaða uppsagnarfrest. Viðar sagði að uppsögn Guðmundar væri ekki vantraust á hann heldur hefði ráðningarsamningur hans verið öðruvísi en annarra. „Föstum samningi Guðmundar er sagt upp en hann er alls ekki útilok- aður sem leikari við húsið í einstök- um verkefnum," sagði Viðar. -bjb - sjá nánar bls. 26 Veðrið á morgun: Víðast þurrt Á morgun verður hæg suð- læg eða breytileg átt og víðast þurrt. Hiti á bilinu -2 til +5 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 brother Litla merkivélin Loksins meö ÞogÐ Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443 itnt alltaf á Miðvikudögum f í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.