Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Hluti verkamanna er kominn í stjórnarandstöðu í sínu félagi. Verðum á herðunum á þeim „Það er komin upp ákveðin stjórnarandstaða í Dagsbrún. Við verðum á herðunum á þeim hér eftir." Kristján Árnason, í DV. Mesta böl lands og þjóðar „Starfið hefur veitt mér inn- sýn í það sem ég tel vera það mesta böl sem yfir land og þjóð hefur dunið. Það tengist þessu svokallaða félagslega kerfl.“ Örn Kærnested byggingarverktaki, í Morgunblaðinu. Ummæli Prestlausar byggðir „Ef þær forsendur eru gefnar að hver söfnuður yrði að standa á eigin fótum sé ég prestlausar byggðir úti um allt land.“ Óláfur Skúlason biskup, í DV. Allt blóði drifið „íslendingasögurnar eru blóð- ugar og Grimmsævintýrin og Biblían, þetta er allt blóði drif- ið.“ Guðbjörg Kolbeins, í Tímanum. Óteljandi stjörnur eru á himin- hvolfinu, flestar ógnarlangt í burtu. Vetrarbrautir Hér á landi köllum við stjörnuþyrpingar í alheiminum vetrarbrautir og skipta vetrar- brautir tugum þúsunda. Stjörnu- rnar sem sjást á næturhimnin- um eru hluti af vetrarbrautinni sem okkar sólkerfi er í. Enginn veit nákvæmlega hve margar stjörnur eru í vetrarbrautinni, en það gætu verið allt að 100.000 milljónir, en að sjálfsögðu sjást þær ekki allar. Þar til nýlega hef- ur ekki verið hægt að sanna til- vist reikistjarna, nema í sólkerfi okkar, en nú eru vísindamenn búnir að staðfesta tvær aðrar reikistjörnur í sólkerfum sem eru 35 til 40 ljósár í burtu. Blessuð veröldin Gormlaga vetrarbraut Sólkerfi okkar er í jaðrinum á vetrarbrautinni og þegar horft er í átt að miðju má sjá bjar- mann frá öðrum stjörnum og stjörnuþokum. Stjörnufræðingar hafa reiknað út hvernig vetrar- brautin okkar er í laginu með því að skoða aðrar vetrarbrautir og mæla hreyfingar gasskýja milli stjarnanna. Hún er flatur gormur eða spírall, um það bil 100.000 ljósár á breidd með tveimur „örmum" sem vefjast kringum skæran gúlp í miðj- unni. Rigning og síðan slydduél í dag verður suðaustan stinn- ingskaldi eða allhvasst vestan til á landinu en hægari suðaustanátt austan til. Um landið vestanvert verður rigning, smáskúrir suðaust- an til en léttskýjað um landið norð- austanvert. Síðdegis verður suðvest- Veðrið í dag angola eða kaldi með slydduéljum vestanlands. Þá verður sunnangola eða kaldi og dálítil súld eða rigning með köflum suðaustanlands en slydduél norðaustan til. í nótt verð- ur hæg suðvestlæg átt og dálítil snjó- eða slydduél víða um land. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig í fyrstu en síðan fer að kólna, fyrst um landið vestanvert. í nótt verður hiti á bilinu 0 til 3 stig víðast hvar. Á höfuðborgarsvæðinu verður suð- austan stinningskaldi og súld eða rigning fram að hádegi en síðan suðvestangola eða kaldi með slydd- uéljum. Hiti verður á bilinu 3 tfl 5 stig fram að hádegi en síðan 1 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.44 Sólarupprás á morgun: 10.33. Síðdegisflóð í Reykjavik: 20.43. Árdegisflóð á morgun: 9.05. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrió kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaóir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Bergen Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Madríd París Róm Mallorca New York Nice Nuuk Orlando Valencia Vín Washington heiöskírt léttskýjaö léttskýjaó skúr á síö.klst. hálfskýjaö rigning og súld skúr heiðskírt rignin rigning snjókoma alskýjaö alskýjaö frostúöi skýjaö þokumóða rigning léttskýjaö alskýjaö skýjaö mistur skýjaó mistur heióskírt skýjaö alskyjaö þokumóöa rigning alskýjaö alskýjaó Sjók. á síö.kl. hálfskýjaö skýjaó þokumóóa þokumóöa 2 2 2 6 3 4 2 1 5 5 -6 -4 -6 -3 4 -5 13 -3 2 -5 4 -7 4 10 7 4 12 16 3 12 -9 18 12 -6 -1 Stefán Geir Karlsson, skipatæknifræðingur og myndlistarmaður: Var alltaf að smíða eitthvað „Það má kannski segja að þessi stóru verk tengist öll æskuminn- ingum á einhvern hátt. Herðatréð er gert eftir gömlu heimasmíðuðu herðatré, sem til var á heimili mínu. Blokkflautan, sem kom næst, var einnig byggð á æskuminningum. Ég er uppalinn í Keflavík og þar var mér eins og öllum í bekknum þrælað í að læra á blokkflautu. Þetta var mikið mál fyrir mig og þess vegna er flautan svona snúin, þvi mér fannst nám- ið mjög snúið og gat aldrei lært á flautuna. Dómaraflautan var svo gerð fyrir HM á íslandi," segir Stefán Karl Geirsson, skipatækni- Maður dagsins fræðingur og myndlistarmaður, en nýlega var honum afhent viður- kenningarskjal fyrir að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir að hafa smíðað stærstu blokkflaut- una. Fyrir hafði hann fengið skráð met fyrir stærsta herðatréð og dómaraflautan er til athugunar hjá bókinni. Stefán sagði að öll þessi þrjú verk væru við íþróttamannvirki: Stefán Geir Karlsson. „Reykjavíkurborg á bæði herða- tréð og blokkflautuna. Herðatréð er í anddyrinu á Laugardalslaug og blokkflautan er úti í garði í Ár- bæjarlaug. Mig dreymir um að hafa blokkflautuna liggjandi lá- rétta og tengja við hana loft þannig að hægt sé að spila á hana, enda var það skilyrði þess að hún færi í heimsmetabókina að hægt væri að spila á hana. Dómaraflaut- an er á Laugardalsvellinum, en KSÍ keypti hana af mér, en hún er ekki komin á endanlegan stað á vellinum.“ Stefán sagði aðspurður að hann væri meö eitt verk í farveginum: „Ég er í samræðum við menn á Höfn 1 Hornafírði, en þar rak á land mikinn trjábol sem er tæpur metri í þvermál og sex metrar á lengd og það stendur til að ég geri úr honum lindarpenna og að hann standi á milli tveggja skólabygg- inga.“ Stefán er skipatæknifræðingur, en upphafið að myndlistinni kem- ur úr fyrra námi: „Ég er einnig lærður plötu- og ketilsmiður og það var strax sem lærlingur í járn- smíðinni, að ég fór að gera hluti með fram náminu, en ég hef ekk- ert eiginlegt myndlistarnám að baki. Ég hef einnig fengist við hefðbundnari myndlist og er með í samsýningu margra listamanna í Gallerí Greip um þessar mundir." Eiginkona Stefáns er Magnea Reinaldsdóttir og þau eiga tvær dætur. -HK Stjarnan-FH í 1. deild kvenna Það er frekar rólegt í keppnis- íþróttum hér á landi í kvöld, en þó er á dagskrá einn leikur í 1. deild kvenna í handbolta, er það viðureign Stjömunnar og FH. Fer leikurinn fram í Ásgarði í Garðabæ og eru Stjörnustúlkur mun sigurstranglegri á sínum heimavefli, auk þess sem þær eru núverandi íslandsmeistarar íþróttir og eru efstar í deildinni. Leikur- inn hefst kl. 20.30. Það verður leikið áfram í l. deild kvenna annað kvöld, auk þess sem þá verður einnig leikið í 2. deild karla. í körfuboltanum eru í kvöld á dagskrá þrír leikir í unglinga- flokki, Keflavík leikur gegn Breiðabliki í Keflavík, ÍR leikur gegn Njarðvík í Seljaskóla og á sama stað leikur unglingaliðið gegn Fylki. 24 olíumyndir í Borgarnesi í Safnhúsi Borgarfjarðar stend- ur nú yfir sýning á 24 olíumynd- um eftir Einar Ingimundarson, málara í Borgarnesi. Um er að ræða myndir sem listamaðurinn hefur málað af landslagi og bygg- ingum vitt og breitt um héraðið. Sýningar Einar hélt sína fyrstu mál- verkasýningu 1947, en síðan varð hlé á listamannsferlinum fram yfir 1980 á meðan hann starfaði við húsamálun, en þá tók hann fram strigann og litaspjaldið á ný og hefur haldið nokkrar sýningar. Einar hefur. lagt áherslu á að safna myndrænum heimildum úr Borgarnesi og meðal annars mál- að fjölmargar myndir af bænum eins og hann leit út á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Bridge Árið 1954 voru Bandaríkjamenn og Frakkar með sterkustu landslið heims í bridge. Frakkar voru Evr- ópumeistarar og þessar þjóðir mætt- ust í einvígi í heimsmeistarakeppn- inni en franska liðið var styrkt með Jean Besse frá Sviss og Karl Schneider frá Austurríki. Banda- ríkjamennirnir höfðu sigur í úr- slitaleiknum en í þessu spili úr leiknum var það Jean Besse sem lét ljós sitt skína. Sagnir gengu þannig, allir utan hættu og vestur gjafari: * 7- * AKD10742 * KD873 * 4 f Á107632 «* 63 ♦ 94 * 972 4 K4 V 5 * 62 * ÁDG108653 Vestur Norður Austur Suður pass 2* pass 3* pass 3-f pass 5* pass 6* p/h Gegn sex laufum byrjaði vestur á því að spila út tígulás og síðan var hjartaníunni spilað. Besse drap á hjartaásinn í blindum og spilaði strax laufi á ásinn! Af hverju ætli Besse hafi fundið þessa spilaleið? Ekki vegna þeirrar hjátrúar að lauf- kóngurinn væri oftar einspil en önnur spil! Fyrsta vísbendingin, sem Besse fór eftir, var útspil vest- urs. Varnarspilarar, sem byrja á því að taka slag á ás gegm slemmu í lit sem andstæðingarnir segja, eiga mjög oft von á því að fá slag annars staðar síðar í spilinu. Hin vísbend- ingin fólst í því spili sem vestur spilaði í öðrum slag. Ef vestur hefði ekki átt laufkónginn þá er ekki ólík- legt að hann hefði spilað spaða í þeirri von að fjarlægja trompið í blindum svo að ekki væri hægt að svína litnum. ♦ DG985 «» G98 ÁG105 * K Beinmyndun Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi isak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.