Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Síða 14
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 UV allir þekkja. Ég hef ekki prófað jóga en mér skilst á fólki að það sem ég er að gera sé ekki ósvipað jóga. Fólk kemur beint úr þolfiminni og teygir á með okkur. Ég ér t.d. mjög ánægð að geta sagt frá því að fólk sem þurft hefur á sjúkraþjálfun að halda hefur náð mjög góðum árangri með þessari kínversku leikfimi," segir Guan Dong Qing. -sv tilveran Kennir kínversku, kínverska leikfimi og kínverska matargerð: ka menningu segir Guan Dong Qing, kínversk stúlka búsett á Islandi Frekar auðvelt að læra kínversku „Kínverska er mjög frábrugðin íslensku og þess vegna hræðist fólk tungumálið. Það telur að mjög erfitt sé að læra það en ég held að á þessu tíu vikna námskeiði muni ég sýna fram á annað,“ segir Guan Dong Qing. Hún segir að vikurnar tíu eigi að duga fólki til þess að það geti haldið áfram sjálft, notað orðabækur og þess háttar og ekki þurfi miklu að bæta við til þess að fólk geti bjargað sér á tungumálinu. . „Ég hugsa að munurinn á íslensku og kínversku felist að stærstum hluta í framburðinum. Með smá breytingu á einstöku hljóði getur merkingin breyst cdgerlega. Sem dæmi má nefna stafinn ‘i í íslensku. Við eigum fjögur tákn sem við notum sem 'kommu yfir hann í kínversku og fyrir fólk sem ekki þekkir tungumálið kunna framburðarafbrigðin að hljóma mjög svipuð. Með hverju gerbreytist hins vegar merk- ingin. Þessu er ekki til að dreifa í beygingarmálinu ís- lensku,“ segir Qing. -sv „Ég kom hingað til landsins eft- ir að góð vin- kona mín, sem býr hér á landi, skrifaði mér og lýsti þessu yndislega landi. Ég varð forvitin, hingað kom ég fyrir tjórum árum og hér er ég enn,“ segir Guan Dong Qing, kínversk stúlka sem .er farin að láta til sín taka við að kynna íslendingum menningu og siði Kínverja. Hún hefur verið að kenna kínverska leik- fimi á þremur stöðum í Reykjavlk og nú er hún að fara af stað með tíu vikna nám- skeið í kínversku í Tómstunda- skólanum. í mars verður hún síðan með stutt námskeið í kínverskri matargerð, einnig í Tómstundaskólanum. íslenskir vinir hvöttu mig „Vinir sem ég hef eignast hér á íslandi hvöttu mig upp- haflega til þess að fara að kenna kínversku. Þeim fannst þetta sjálfum spennandi og voru vissir um að öðrum kynni að þykja það líka. Ég hringdi svo bara upp í Tómstundaskóla og sagðist hafa áhuga á því að kenna kínversku. Þeir veltu málinu fyrir sér og síðan var ákveðið að prófa þetta þessa önn,“ segir Qing. Hún segist halda að fólk hafi mikinn áhuga á öllu sem kínverskt er, Kína sé stórt land og það hafi upp á margt að bjóða sem ekki þekkist hér á landi. Hún segist vilja kynna menningu Kín- verja á íslandi. Qing var i íþróttaháskóla í Kína og þaðan segist hún vera orðin vön því að kenna. Það stressi sig því ekki að vera að kenna einstaklingum eða hóp- um. -sv Leikfimikennslan: Teygjur og sokun Guan Dong Qmg segir leikfimitím- ana byrja með rólegri upphitun og síð- an byggist þeir á teygjum og slökun. Unnið sé með líkamann sem heild en áhersla lögð á þá staði sem fólk stífnar upp í, svo sem eins og háls, herðar og bak. — Kmversk matargerð: Nýtt og framandi Qing stendur hér í eldhúsinu heima hjá sér og reynir að gera það upp við sig hvort hún eigi að lesa kínverska mál- fræði eða kínverska matreiðslubók. Styttra er í að kínverskukennslan hefjist og því hefur málfræðin líklega orðið ofan á. DV-mynd BG Guan Dong Qing verður með tveggja klukkustunda námskeið í kínverskri matargerð í Tómstunda- skólanum nú í mars. Hún segist ætla að kenna þrjár gerðir rétta og er efniviðurinn sóttur til veislumat- ar í Kína. „Þetta er matur sem ég geri ekki ráð fyrir að fólk hér á landi hafi fengið á kínversku veitingahúsun- um og því er þetta örugglega nýtt og nokkuð framandi. Ég hafði engan áhuga á því að kenna eitthvað sem fólk gæti fengið á næsta veitinga- húsi.“ Qing segir að hráefnið fáist að einhverju leyti í næsta stórmarkaði en að einnig sé sérverslun hér sem sérhæfi sig í þessum vörum. Hún segir ódýrt að matreiða á kínverska vísu og að vinir hennar séu sífellt að biðja hana að kenna sér að vinna með kínverskt hráefni. -sv Kínversk leikfimi: Mjög góð viðbót við líkamsræktarflóruna Ragnheiður Benedikts- son er mjög ánægð með hversu mikið hún fær út úr kínversku leikfiminni. DV-mynd GS - segir Ragnheiður Benediktsson „Mér finnst þetta feiknalega góð viðbót við líkamsræktarflóruna á ís- landi og maður finnur vel hversu vel menntuð hún er í þessum fræð- um. Hún þekkir líkamann út og inn í ÚRVALI ÞUMALÍNA PÓSTHÚSSTRŒT113 - SÍMI 551 2136 og það er mikill kostur,“ segir Ragn- heiður Benediktsson sem sótt hefur reglulega tíma í kínverskri leikfimi í Toppformi í Kópavogi. Ragnheiður segist hafa verið í kvennaleikfim- inni fyrst, síðan prófað þolfimina og loks þessa kínversku. Mýkist allur upp „Þetta eru svakalega góðar æfing- ar, ekki síst fyrir svona miðaldra konur, og síðan ég byrjaði hef ég losnað við bólgur í herðum. Það vandamál er alveg úr sögunni því hér er verið að vinna með alla þessa vöðva sem manni er hætt við eymsl- um í. Bakið er tekið fyrir, háls og höfuð og maður mýkist allur upp.“ Ragnheiður segist hafa dregið ungu kynslóðina með sér í tíma og henni hafi líkað þetta afskaplega vel. Þetta sé því ekkert frekar fyrir aldna en unga. „Kennarinn sýnir allar æfingar, talar lítið en er með allan tímann,“ segir Ragn- heiður. Hún segist ganga mikið og vera al- mennt mikil útiveru- manneskja. Með þess- ari nýju leikfimi hafi hún fengið aukið þol og meiri kraft. sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.