Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Spurningin Hvað vildir þú helst starfa ef öll störf væru jafnt launuð? Anna Björg Arnljótsdóttir hjúkr- unarfræðingur: Vera hjúkrunar- fræðingur. Margrét Þorgeirsdóttir hár- greiðslunemi: Örugglega það sem ég er að gera. Arnheiður Bergsteinsdóttir, heimavinnandi: Örugglega vera forseti bara. Jón Einar Marteinsson, fram- kvæmdastjóri netaverkstæðis: Ég hef nú ekki hugsað út í það, ætli það sé ekki bara það sama og ég er í. Valdimar Valdimarsson nemi: Ég væri róni. Svanþór Einarsson nemi: Ég veit það ekki. Lesendur Sálarrannsóknir - „togstreita" vísindamanna Runólfur skrifar: Ég fór fyrir stuttu ásamt konu minni á kynningarfund um starf- semi Sálarrannsóknarskólans, en hann er að hefja starfsemi sína um þessar mundir. Það er skemmst frá því að segja að þessi kynning kom mér mjög á óvart, því þetta var ekki bara kynning á skólanum sjálfum heldur var þama líka reifuð saga spíritismans á íslandi frá upphafi (Tilraunafélagsins eldra), sem var forveri Sálarrannsóknarfélags ís- lands, og margt fleira sem vakti áhuga manna á dulrænum málum hér á landi sem annars staðar. Það var Magnús H. Skarphéðins- son, skólastjóri skólans, sem hafði þessa kynningu á hendi og fram- kvæmdi hana af mikilli kostgæfni. Luku allir upp einum munni um að þama væri á ferðinni mjög fróðleg og heillandi saga, sem hófst í Hydes- ville í Bandaríkjunum árið 1848. Þama var drepið á margar helstu rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið bæði í dulsálarfræði og innan spíritismahreyfingarinnar sl. 150 ár eða svo. Þær eru þó flestar alltof lít- ið þekktar af áhugafólki um þessi mál. Þarna var fróðleiksfúsum áheyr- Breskir miðlar að störfum. endum t.d. bent á fyrirbærið „myrk- fælni“, sem væri í raun fyrsti vísir miðilshæfileika. Maður í myrkri hræðist gjarnan umhverfið og „finnur" hugsanlega eitthvað eða óttast eitthvað í kringum sig, en um leið og ljós kviknar í kringum hann hverfur óttinn eða „hugboðið" jafn- skjótt. Þarna er um að ræða blæ- brigðamun tveggja heima, þess sem við sjáum og þess sem er óþekktur. - Eða svo skildist mér a.m.k. - En hvað eru átíar, huldufólk, hvar eru hinir framliðnu, hvað eru líkamn- ingar og líkamningamiðlun? Eða þá hinir ýmsu miðlar (transmiðlar, hlutskyggnimiðlar o.fl. o.fl.)? Allt þetta var rætt á kynningar- fundinum um starf Sálarrannsókn- arskólans og var þó eins konar fors- mekkur að því sem koma skyldi í skólanum. - Þeir sem þama vora saman komnir fóru margs vísari af þessum frábæra kynningarfundi. Ævintyrin og vaninn Konráð Friðflnnsson skrifar: Sagt er að eftir því sem „sjónvídd" manna sé „þrengri" sé skerpan að sama skapi minni. Maður sem aldrei hefur t.d. komið út fyrir bæj- armörkin er ekki sagður hafa víðan sjóndeildarhring. Um slíkan mann er gjarnan notað orðið heimalning- ur. Vissulega eru þeir menn til er þrá að sjá meira af heiminum en það sem túngarðurinn heima býður upp á. Slíkur þankagangur endar oft með því að menn leggja land undir fót og fara út í hinn stóra heim á vit ævintýranna, sem þeir eru sjálflr sannfærðir um að bíði handan hafsins. En ævintýri eru með þeim ann- mörkum að þau gerast sjaldnast í sjálfu lífinu. Ljóminn sem kannski stóð af atvinnuauglýsingunni, sem leiddi til þess að fólkið dreif sig af stað, stóð ekki undir nafni. Sann- leikurinn er nefnilega sá að grár hversdagsleikinn tekur fljótt völdin hjá hinum aðfluttu, og á furðu skömmum tíma, á nýjum stað. Og það gerist æði fljótt að menn eru farnir að vinna sömu handtökin. Aðeins annars staðar. í nýjum heimkynnum. Og það er eins með reynsluna og víðsýnina, að eftir því sem hún verður meiri hjá mönnum minnkar trúverðugleikinn og sífellt færri trúa því sem sagt er. Fólk trúir ekki að einn og sami maðurinn hafi lent í öllu þessu sem hann talar um. Og það þótt hann sé einungis að lýsa eigin reynslu öfgalaust. Það getur með öðrum orðum verið erfitt fyrir ævintýramanninn að miðla ævintýrum sínum til ann- arra. Sama gildir um reynsluna, hvort sem hún er góð eða slæm. Og þess vegna spyr maður sjálfan sig stundum hvað ævintýri sé í raun og veru. Mín niðurstaða er sú að þau hafi einvörðungu gildi fyrir þann sem í þeim lendir. Og er það kannski ekki nóg? Aðskiljum kirkju og ríki Gísli Einarsson skrifar: Ég hef fylgst með umræðunni um aðskilnað kh’kju og ríkis. Nú nýlega birtist í DV niðurstaða könnunar sem gerð var um þetta mál í dálki sem nefnist „rödd fólksins". Þar var ekki um að villast: Spurningunni „Á að að- skilja ríki og kirkju"? svöruðu 83% ,já“ og 17% „nei“. Þarf yfir- leitt frekar að ræða málið? Það er nokkuð ljóst að landsmenn eru langflestir hlynntir því að kirkjan sé aðskilin ríkinu. En hverjir eru það sem halda svona fast í þetta samband? Þingmenn, ríkisstjómin? Látum nú einu sinni að vilja þegnanna, aðskilj- um ríki og kirkju. Neysluskattar eina leiðin Reynir Jónsson skrifar: Það má undarlegt vera að stjórnir undangenginna ára, að meðtalinni þeirri núverandi, skuli aldrei hafa gert hið minnsta átak til aö leiðrétta skattakerfið hér á landi af neinu viti. Eins og það er þó auðvelt, í ekki stærra eða fjölmennara ríki. Neysluskattar eru t.d. eina leiðin sem fólk gæti sæst á því þá gengur jafnt yfir alla. Þetta er nú einmitt á döfrnni í Bandaríkj- unum og gengur að öllum líkind- um í gegn fyrr en síðar. - Núver- andi skattakerfi hér er gengið sér til húðar og er reyndar mik- il meinsemd í stjórnsýsiunni. Röskun á Golfstraumnum? Jónatan hringdi: Það hefur lengi verið vitað að röskun á loftslagi hér um slóðir væri líkleg. Reyndar hefur hún látið á sér kræla hér á landi, t.d. með því að veturnir eru með ger- breyttu sniði. Ýmist er ofsa snjó- koma, t.d. fyrir vestan og norð- an, eða þá afar mildir og langir kaflar, og það á því tímabili sem áður var hvað verst, eins og núna í desember og janúar. En verði röskun á Golfstraumnum er komið upp vandamál sem verður illleysanlegt. Það er því rétt hjá stjórnvöldum að láta fylgjast með þessum málum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Óvirkt upplags- eftirlit Leiðin og gönguleiðin góða Helgur reitur. - Lifendur og dauðir í samfélagi stuttan spöl. H.H. skrifar: Þeir eru margir sem hafa það fyr- ir vana að fá sér góðan göngusprett. Stórt skref var tekið þegar sérstök göngubraut var kynnt fyrir þessa unnendur útivistar hér í Reykjavík. Nú hefur stærsta gönguleiðin verið samtengd með nýrri brú yfir Kringlumýrarbrautina. Þetta er hið merkasta framtak og gönguleiðin mun lengjast mjög við þetta mann- virki. En gönguleiðin að brúnni er ekki öll sem skyldi. Það er nefnilega talsverður spölur sem liggur gegn- um einn kirkjugarð borgarinnar, Foss vogskirkj ugarð. Margir eiga þama ættingja í graf- reitum og kirkjugarður er í augum flestra talinn helgur staður, þar sem ekki skal raska ró eða spilla um- hverfi. Um kirkjugarða skal ganga hægt og hljótt og sýna hinum látnu virðingu. - En þama er einmitt hluti útivistargönguleiðarinnar um borgina endilanga. Ég hafði ekki áttað mig á þessu og varð bæði sár og leið þegar ég komst að því að þarna er oft talsverður erill. Ekki bara af gangandi fólki, heldur líka hjólríðandi og oft er farið hratt yfir. Nú er ég ekki að segja að ekki megi rölta um kirkjugarða, þeir eru oft augnayndi með vel snyrtum reitum og blómum yfir sumartímann. Sums staðar bekkir til að fólk geti tyllt sér niður og notið kyrrðarinnar. En þegar búið er að leggja sérstakan og almennan göngustíg í gegnum kirkjugarð, þá er friðurinn úti og breytist í más og hvás móðra vegfar- enda, sem era að ganga af sér spik- ið eða steypa fyrir björg spennunni og streitunni í huga sér. - Vonandi sjá hinir látnu aumur á vegmóðum hali og drós sem þramma þarna með fram hinstu bústöðum þeirra eða nýteknum gröfum. En undarlegt er fyrirbærið: gönguleið í kirkju- garði, engu að síður. Magnús Sigurðsson skrifar: Við og við eru að birtast frétt- ir af einhverju sem nefnist upp- lagseftirlit og nýjar tölur um upplag hinna og þessara blaða og tímarita. Að vísu man ég ekki eftir neinum tölum um eitt eða annað blað en Morgunblaðið. Þetta „upplagseftirlit“ er því óvirkt í reynd, auk þess sem það er afar hvimleitt lesefni i blöðun- um sjálfum og engum til ánægju eða fróðleiks. Forsetafram- boöiö - fyrsta vísbending Hjálmar skrifar: Nú er komin fyrsta vísbending um forsetaframbjóðendurna. Flestir eru þeir gráti næst, ýmist af hrifingu yfir móttökunum, þetta frá tveimur og upp í um 40 tilnefningar, eða þá af undrun yfir því hve margir hugsi til þeirra með hlýhug. Já, hlýhugur hefur alltaf haft mikið að segja í málefnum íslenska forsetaemb- ættisns. En mikið hroðalegt klúð- ur á þetta eftir að verða, það eitt er ég þó viss um, og vonbrigði með úrslitin þegar það mun skipta sköpum að fá þetta 7-10% til aö komast að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.